Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 47
DV. LAUGAKDAGUR 4. JUNI 1983. 47 Utvarp Sjónvarp IJt og suður í iitvarpl á sunnudag kl. 10.25: Frá vinabæjamðti í Nárpes í Finnlandi Þorvaldur Þorvaldsson kennari á Akranesi segir frá vinabæjarmóti i Finnlandi í útvarpi á morgun, en það var öðrum þræði þjóðdansa mót og mættu þangað dansarar víðs vegar af Norðurlöndum til að sýna listir sinar. Út og suöur, þáttur Friðriks Páls Jónssonar, verður í útvarpi á morgun, sunnudag, kl. 10.25. 1 þessum þætti segir Þorvaldur Þor- valdsson, kennari á Akranesi, frá vina- bæjamóti í Narpes í Finnlandi. Narpes er sveitaþorp í sænskumælandi héraði skammt sunnan viö Vasa, en þangaö fór Þorvaldur í hópi 16 Akumesinga ár- ið 1978. Hópurinn dvaldi í Narpes í fjóra daga og gisti á einkaheimilum í góðu yfirlæti. Bryddað var upp á mörgu þessa fjóra daga sem mótið stóö yfir, en það var öðrum þræði þjóðdansamót og mættu þangað dansarar frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð auk Finn- 1 ands til að sýna listir sínar. Að dórni Islendinganna náði ferðin þó hámarki í mjög sérstæðu útileikhúsi um 100 áhugaleikara í Narpes. Ahorf- endur sátu á palli, sem snerist í hringi, en sviðiö var umhverfis og dimmur skógurinn þar fyrir utan. Sýningin var mjög áhrifarík og ógleymanleg öllum sem hana sáu, en Þorvaldur segir án efa nánar f rá henni í þættinum á morg- im. EA Utvarp Laugardagur 4. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Lelkfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð: 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjónsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbi. útdr.). Oskalög sjúklingafrh. 11.20 Sumarsnældan — Helgarþátt- ur fyrir krakka. Stjómandi: Sig- ríður Eyþórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Iþróttaþáttur. Umsjón: Ragnar öm Pétursson. Helgarvaktin. Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hró- bjartur Jónatansson. 15.10 Hafnarfjörður 75 ára. Dagskrá frá afmælishátíð bæjarins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Þá, nú og á næstunni. Þáttur fyrir böm og unglinga. Stjóm- andi: Hildur Hermóðsdóttir. 16.40 A ferð með Ragnheiði Davíös- dóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.00 Síðdegistónieikar. a. Nýja kompaníið leikur í útvarpssal tón- list eftir Tómas R. Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Tómas R. Einarsson leikur á kontrabassa, Jóhann G. Jóhannsson á pianó, Sigurður Flosason á altósaxó- fón, Siguröur Valgeirsson á trommur og Sveinbjöm I. Bald- vinsson á gítar. b. Lúðrasveitin Svanur, Lúörasveit Tónmennta- skóla Reykjavíkur og Unglinga- deild Svansins leiks á tónleikum í Háskólabíói 9. apríl sl. Stjómend- ur: Kjartan Oskarsson og Sæbjöm Jónsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Lifandi tré f jölga lengi grein- um”. Dagskrá í tilefni „skógrækt- ardagsins”. Umsjón: Asgeir Svan- bergsson og Vilhjálmur Sigtryggs- son. 20.00 Harmonlkuþáttur. Umsjón: Bjami Marteinsson. 20.30 Sumarvaka. a. 1 gylltu mistri Grímsey hvilir. Guðmundur Sæ- mundsson flytur fyrri hluta frá- sögu sinnar. b. Undarleg er íslensk þjóð. Bragi Sigurjónsson spjallar um kveðskaparlist og flytur sýnis- hom. c. Ég undi ekki lengi við lcistann. Þorsteinn Matthíasson segir frá lífi og starfi Bjarna Erlendssonar frá Víðistöðum. 21.30 Hljómplöturabb 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi” eftir Jón Trausta. Helgi Þorláksson fyrrv. skólastjóri les (2). 23.00 Laugardagssyrpa —Páll Þ?r- steinsson og Þorgeir Astvaldsson. 00.50 Fréttir. Dagskráriok. Sunnudagur 5. júní Sjómannadagurinn 8.00 Morgunandakt. Séra Sigmar Torfason prófastur á Skeggja- stööum flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. a. Milos Sadlo leikur á selló vinsæl spænsk lög, Alfred Holocek leikur með ápíanó. b. Iselin syngur þekkt norsk lög við undirleik kammersveitar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. a. Frans Briiggen, Anner Bylsma og Gustav Leonhardt leika svítu í A- dúr fyrir blokkflautu, selló og sem- bal eftir Francic Dieupart. b. Heinz Holliger leikur ásamt félög- um úr Ríkishljómsveitinni í Dres- den Konsert í G-dúr fyrir óbó d’amore og strengjasveit eftir Georg Philipp Telemann; Vittorio Negri stj. c. Agnes Giebel, Marga Höffgen, kór og hljómsveit Fen- eyjaleikhússins flytja Magniíicat í g-moll eftir Antonio Vivaidi; Vittorio Negristj. 10.25 Ut og suöur. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Sjómannamessa i Dóm- kirkjunni. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Organleikari; Marteinn H. Friðriksson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá.Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tílkynningar. Tónleikar. 14.00 Frá útisamkomu sjómanna- dagsins i Nauthólsvík. Fulltrúar frá ríkisstjóminni, útgerðarmönn- um og sjómönnum flytja ávörp. Aldraðir sjómenn heiöraðir með heiðursmerki sjómannadagsins. 15.15 Söngvaseiður. Þættir um íslenska sönglagahöfunda. Fimmti þáttur: Loftur Guðmunds- son. Umsjón: Ásgeir Sigurgests- son, Hallgrímur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.25 „Sigling í Sacramentódal” — Sagt frá Kaliforníuferð. Umsjón: Anna Snorradóttir. 17.00 Landsleikur: Island—Malta. Ragnar öm Pétursson lýsir frá Laugardalsvellinum. 17.45 Tilkynningar. 18.00 Framhald á lýsingu frá Laug- ardalsvellinum. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Myndir. Jónas Guömundsson rithöfundur talar við hlustendur. 20.00 Utvarpungafólksins.Umsjón: Helgi Már Barðason (RUVAK). 21.00 Sigling. Guðmundur Hallvarðsson sér um sjómanna- dagskrá. 22.00 Tónieikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kveðjulög sklpshafna. — Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Laugardagur 4. júní 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Östaðfestar fregnir herma. Þriðji þáttur. Bresk skopmynda- syrpa í fjórum þáttum. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.05 Forboðnir lelkir. Endursýning. (Jeux Interdits). Frönsk verð- launamynd frá 1952. Leikstjóri René Qément. Aðalhlutverk: Georges Poujouly og Brigitte Fossey. Myndin gerist í sveit á stríösárunum. Fimm ára telpa sem hefur misst foreldra sína af völdum stríösins og tíu ára dreng- ur veröa óaðskiljanlegir vinir. Styrjöldin í heimi fullorðna fólks- ins endurspeglast í leikjum bam- anna en þeir snúast einnig um dauðann. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin var áöur sýnd í Sjónvarpinu 1967. 22.35 Uppreisnin á Vigfara (Damn the Deflant!). Bresk bíómynd frá 1962. Leikstjóri Lewis Gilbert. Aðalhlutverk: Alec Guinnes, Dirk Bogarde, Maurice Denham og Anthony Quayle. Myndin gerist á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Breskt herskip lætur úr höfn og heldur til móts við breska flotann. Á leiðinni slær í bardaga við franskt skip og innanborös logar einnig allt í ófriði vegna harðríkis fyrsta stýrimanns. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 5. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. Margrét Hróbjartsdóttir, safnaðarsystir í Laugameskirkju, flytur. 18.10 Nóttln milli ára. Sænsk bama- mynd um litla telpu sem bíður þess með óþreyju að verða sex ára. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 18.30 Daglegt líf í Dúfubæ. Breskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Osk- ar Ingimarsson. Sögumaöur Sig- rún Edda Bjömsdóttir. 18.45 Palli póstur. Breskur brúðu- myndaflokkur. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Sigurður Skúlason. Söngvari Magnús Þór Sigmundsson. 19.00 Sú kemur tíð. Franskur teikni- myndaflokkur um geimferðaævin- týri. Þýðandi Guðni Kolbeinsson, sögumaður ásamt honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.25 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáll. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Fólk í fiski. Islensk kvikmynd gerð á árunum 1979—80 um fisk- veiðar og fiskvinnslu. Fylgst er með lífi og störfum fólks í frysti- húsi og sjómanna á línubáti og skuttogara. Kvikmyndun annaöist Sigurður Grímsson en tónlist er eftir Hólmfríði Sigurðardóttur. 21.30 Ættaróðalið. Lokaþáttur. Breskur framhaldsflokkur gerður eftir skáldsögu Evelyns Waughs. Æfni tíunda þáttar: Eftir tveggja ára sambúð hyggjast Charles og Júlia ganga í hjónaband. Bridie er einnig í giftingarhugleiðingum. Hann sakar Júlíu um syndsamlegt lifemi og vekur það hjá henni trú- arlega sektarkennd. Cordelia snýr heim frá Spáni og segir síðustu fregnir af Sebastian. Þýðandi Osk- ar Ingimarsson. 23.05 Dagskrárlok. Mánudagur 6. júní 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.45 íþróttir. Umsjónarmaður BjarniFelixson. 21.20 Biedermann og brennuvarg- arnir. Leikrit eftir Max Frisch í sviðsetningu finnska sjónvarpsins. Leikstjóri Tom Segerberg. Aðal- hlutverk: Nils Brandt, Gustav Wiklund, Göran Schauman og Vivi-Ann Sjögren. Adeilufarsi sem lýsir tómlæti manna um mótJæti annarra, blindu þeirra og tregðu til að beita sér gegn aðvífandi ógn- um meðan þeir þykjast sjálfir óhultir. Þannig er afstaöa aöalper- sónunnar, Biedermanns, til brennuvarganna, sem leggja eld í hvert húsið á fætur öðru, en kvöld eitt berja þeir að dyrum hjá hon- um sjálfum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.35 Kosningar i Bretlandi. Ný bresk fréttamynd. Margaret Thatcher hefur efnt til þingkosn- inga 9. júní, en kosningaspár eru Ihaldsflokknum í vil. Myndin lýsir kosningabaráttunni sem m.a. snýst um atvinnuleysið, vamar- mál og aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Þýðandi Þor- steinn Helgason. 23.05 Dagskrárlok. Veðurspá fyrir helgina Gert er ráð fyrir aö skipti um veðurlag nú um helgina, gengur í sunnanátt meö rigningu á Suður- og Vesturlandi. Á Norður- og Austurlandi verður hins vegar úr- komulítið. Fyrir norðan hlýnar verulega. Hámarkshiti um helgina er þar áætlaður 16—18 stig. Sunnan fjalla verður mun svalara eða í kringum lOstig. Upp úr helginni gengur í suðvest- anátt og kólnar lítillega. Veðrið hér og þar Veðrið klukkan 12.00 í gær: Akur- eyri léttskýjað 8, Bergen léttskýjað 12, Helsinki rigning 14, Kaup- mannahöfn skýjað 16, Reykjavík léttskýjað 6, Stokkhólmur þoku- móða 16, Þórshöfn skýjað 6, Aþena hálfskýjað 28, Berlín léttskýjað 22, Feneyjar þokumóða 29, Frankfurt rigning á síðustu klukkustund 21, Nuuk léttskýjað 4, London skýjaö 18, Lúxemborg hálfskýjað 20, Las Palmas léttskýjað 21, Mallorca hálfskýjaö 24, Montreal skýjað 14, París skýjað 24, New York skýjað 19, Róm skýjað 26, Malaga létt- skýjað 24, Vín skýjað 24, Winnipeg léttskýjaö 10. Tungan Heyrst hefur; Þeir fóru sitthvora áttina. Rétt mun talið að segja: Þeir fóru sinn í hvora áttina. En best færi: Þeir fóru í sína áttina hvor. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 99 - 02. JUN11983 KL. 09.15. Einingkl. 12.00 ‘ Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 27,210 27,290 30,019 1 Sterlingspund 43,196 43,323 47,655 1 Kanadadollar 22,114 22,179 24,396 1 Dönsk króna 2,9804 2,9891 3,2880 1 Norsk króna 3,7902 3,8014 4,1815 1 Sænsk króna 3,5930 3,6036 3,9639 1 Finnsktmark 4,9293 4,9438 5,4381 1 Franskur franki 3,5514 3,5618 3,9179 1 Belgískur franki 0,5345 0,5360 0,5896 1 Svissn. franki 12,9233 12,9613 14,2574 1 Hollensk florina 9,5024 9,5303 10,4833 1 V-Þýsktmark 10,6769 10,7083 11,7791 1 ítölsk líra 0,01801 0,01807 0,01987 1 Austurr. Sch. 1,5163 1,5208 1,6728 1 Portug. Escudó 0,2699 0,2707 0,2977 1 Spánskur peseti 0,1924 0,1930 0,2123 1 Japanskt yen 0,11385 0,11418 0,12559 1 irsktpund 33,754 33,853 37,238 SDR (sérstök 29,1416 29,2275 dráttarréttindi) 0,5342 0,5358 0,5893 Símsvari vegna gengisskráningar 22190. Tollgengi fyrir maí 1983. Bandaríkjadollar USD 27,100 Sterlingspund GBP 43,428 Kanadadollar CAD 22,003 Dönsk króna DKK 3,0208 Norsk króna NOK 3,7974 Sænsk króna SEK 3,6006 Finnskt mark FIM 4,9588 Franskur franki FRF 3,6097 Belgískur franki BEC 0,5423 Svissneskur f ranki CHF 13,0257 Holl. gyllini NLG 9,6195 Vestur-þýzkt mark DEM 10,8272 ítölsk líra ITL 0,01824 Austurr. sch ATS 1,5376 Portúg. escudo PTE 0,2724 Spánskur posoti ESP 0,1948 Japansktyen JPY 0,11427 Írsk pund IEP 34,202 SDR. (Sérstök 25,0113 ^dráttarróttindi)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.