Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 12
12 SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA í DAG, LAUGARDAG, 1-5 Komið, skoðið og reynsluakið nýjum BMW 518. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 GAMALDAGS UTIHUDÐID ★ 3 GERÐIR. ★ TILBÚIMAR TIL ÍSETNINGAR - GLERJAÐAR SKRÁSETTAR OG JÁRNAÐAR í KARM. ★ VANDAÐURFRÁGANGUR. Oðjdj GÁSAR S/F - ÁRMÚLA 7 - SÍMI30500. DV. LAUGARDAGUR 4. JUNÍ 1983. URSOGU ÚTGIJtO- mnn /I? T /111 Haf narfjördur gegnum tíðina Hátíöarhöldunum vegna 75 ára af- mælis Hafnarfjaröarkaupstaöar lýkur nú um helgina. Byggð í Hafnarfirði stendur á aldagömium merg og er því viö hæfi aö rifja nokkuö upp sögu þessa bæjarfélags sem nú er meö þeim stærstuá landinu. Hafnarfjaröar er fyrst getiö í skráð- um heimildum um 1400. Þá verður sú breyting á atvinnuvegum aö fiskafurö- ir veröa aöalútflutningsvara Islend- inga í stað landbúnaöarafuröa. Vað- mál haföi löngum veriö eftirsótt út- flutningsvara en nú tók skreiðin þaö sæti. Hafnarfjöröur varö á þessum tíma ein helsta verslunar- og útflutn- ingshöfn landsins, sakir legu sinnar og ágætra hafnarskilyröa. 1 byrjun 15. aldar tóku Englendingar að leggja stund á verslun og fiskveiðar við Island og höfðu þeir aösetur sitt í Hafnarfirði. Fengsæl fiskimiö voru skammt undan ströndum og höfnin af- ar góð eins og áöur gat. Þýskir kaup- menn fóru fljótlega aö veita Englend- ingunum samkeppni um bestuverslun- arstaöina. Svo fór aö lokum aö Þjóð- verjar höföu hrakið Englendinga frá Hafnarfiröi um 1480. Upp úr því uröu Þjóðverjar allsráöandi í Hafnarfiröi, byggöu þar íbúðar- og verslunarhús og reistu kirkju sem þjónað var af þýskum prestum. Alla 16. öldina var Hafnar- fjöröur þýskur bær, eins konar Hansa- bær, og var engrar íslenskrar hafnar jafnoft getiö í erlendum heimildum á þessu tímabiii. Hansakaupmenn Tímabili Hansakaupmanna ; Hafn- aiiuói iauk i byrjun 1/. aldux er Dana- konungur gaf út þá tilskipun að engir mættu versla á Islandi aörir en þeir dönsku þegnar sem til þess höföu sér- stakt leyfi. Þessi ákvæði um einokun Dana voru i gildi allt til ársins 1787, eða í nærtværaldir. Upp úr 1700 tók Reykjavík aö eflast á kostnaö Hafnarfjaröar og um miöja öldina var Reykjavík oröinn stærsti verslunarstaður við Faxaflóa innan- veröan. Staöfesting þeirrar þróunar varö áriö 1786 er Reykjavík hlaut kaupstaöarréttindi, ásamt fimm öör- um verslunarstöðum. Hafnarfjörður var þó ekki á meðal þeirra en var áf ram löggiltur verslunarstaöur. Hafnarfjörður varð vettvangur fyrstu tilrauna til þilskipaútgerðar á árunum 1753—59, en þær voru á vegum Innréttinga Skúla Magnússonar. Framhald slíkrar útgerðar varö á ár- unum 1776—87 er konungsverslun geröi út þilskip frá Hafnarfirði. Bjarni Sívertsen Þáttaskil uröu í sögu bæjarins er Bjarni Sívertsen hóf að versla þar árið 1794. Hann keypti verslunarhús kon- ungsverslunarinnar og varö mikill brautryöjandi á sviöi útgerðar og inn- lendrar verslunar. Bjami haföi skip í siglingum til erlendra hafna og reisti skipasmíöastöö í bænum. Bjami Sí- vertsen markaöi upphafiö að grósku- miklu atvinnulífi í Hafnarfirði. Hann er eini Islendingurinn sem var veru- legur athafnamaöur í bænum þar til seint á síöustu öld. Hann var aðlaður af danska kónginum og var síöan ætíö nefndur Bjarni riddari. Oft er Bjami nefndur sem faöir Hafnarf jaröar. Á ár- unum 1803—1805 lét Bjarni reisa hús, sem enn stendur, og er við hann kennt. Húsið hefur verið endurreist í upp- runalegri mynd sinni og hýsir Byggða- safn Hafnarfjarðar. Upp úr 1870 uröu þau þáttaskil aö þil- skip leystu árabáta af hólmi. Þokaöi verslunin þá fyrir fiskveiöum og hefur sjávarútvegur verið uppistaöa at- vinnulifs bæjarins alia tíö siðan. Hafnarf jöröur var uppmnalega hluti af Álftaneshreppi, en hann náði yfir núverandi Bessastaðahrepp, Garöabæ og Hafnarfjörö. Sérstaða Hafnar- fjarðar varö skýrari en áður á ofan- verðri 19. öld. Hún fólst í því aö fisk- veiðar og f iskverkun voru aöalatvinnu- greinar Hafnfiröinga, en aörir íbúar hreppsins höföu framfæri sitt aðallega af landbúnaöi. Kaupstaðarréttindi Hugmyndinni um kaupstaðarrétt- indi handa Hafnarfiröi var fyrst hreyft opinberlega árið 1876, á sama tíma og þilskipaútgeröin færöist í aukana. Málið náöi ekki fram aö ganga, en áriö 1878 var Álftaneshreppi skipt í tvo hreppa, Bessastaöahrepp og Garöa- hrepp. Aftur var vakiö máls á kaup- staöarréttindum 1890, en þá reyndist meirihluti hreppsbúa því andvígur. A árunum 1890—1900 lá málið í þagnar- gildi, enda þá aflabrestur og fólki fækkaöi því samfara. Upp úr 1900 fór aftur aö rofa til. Nú var orðið ijóst að Hafnfiröingum var töluvert óhagræði í aö vera í sambýli viö aöra hluta Garðahrepps. Tvisvar var fellt á Alþingi aö veita Hafnarfiröi kaupstaðarréttindi, árin 1903 og 1905. Loks var það áriö 1907 aö samþykkt vom lög á Alþingi um að veita bænum réttindin og gengu þau í gildi hinn 1. júni 1908. Fyrstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði fóm fram þann sama dag og vom þá kjörnir sjö bæjarfulltrúar. BæjarfuUtrúum var fjölgað í níu áriö 1912. Fyrsti bæjarstjórinn var Páll Ein- arsson bæjarfógeti en á ámnum 1908—30 var bæjarfógeta- og bæjar- stjóraembættið í höndum sama manns. Frá 1908 hafa bæjarstjórar veriðl3. Hafnarfjöröur i kringum 1926. Gamla Flensborg fremst á myndinni. I Flensborg var stofnaður barnaskóli órið 1877og gagnfræðaskóli árið 1882.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.