Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983. 17 Þaö er því ljóst aö margvíslegt mis- hermi er í frásögn Siguröar um veiga- mikil atriöi. Kemur þaö ekki á óvart þegar haft er í huga hvernig frásögn hansertil orðin. Nú má þaö vel vera aö þeim sem ekkert þekkir annaö en allsnægtir nú- tímans þyki vart ástæða til ýtarlegrar réttarrannsóknar og refsidóma þótt menn slái eign sinni á fáeinar sauö- kindur, eitthvaö af rekaspýtum, tvö brekán, sápustykki og annað þessu áþekkt. En honum skal bent á aö með viðurlögum við sauöaþjófnaði var verið að vernda mikilvægustu lífsbjörg manna — þá sem menn áttu alla undir trúnaöi og heiðarleika annarra. Almenn fátækt setti og mark sitt á viðhorf manna til þjófnaðar af ööru tagi. Rekahnupl mun aö vísu hafa veriö litiö mildari augum en rekinn var þó geysimikil og eftirsótt hlunnindi svo sem Lúövík Kristjánsson hefur sýnt sig upp undan því, aö undirdómarinn hafi beitt viö þá ólöglegri hörku við rannsókn málsins, sérstaklega með því að halda þeim í gæzluvarðhaldi um lög fram, en yfirdómurinn getur eigi séð af skjölum málsins, að kærur þessar hafi við nokkur rök að styðj- ast og með því að eigi þykir rétt, að málið dragist lengur en orðið er fyrir kærur þessar, verður rétturinn að vísa þeim frá sér.” Um einungis eitt atriði er fótur fyrir frásögn Sigurðar Halldórssonar. Tómas Tómasson á Hrútafelli — sem kemur viö sögu þessara mála — var í Landsyfirrétti dæmdur fyrir rangan framburð fyrir dómi (Dómasafn IV, 507). Segir þar þetta um málsmeö- feröina: „Hvaö rekstur málsins í héraði áhrærir, þá hefur hann orðið töluvert seinfara, en undirdómarinn hefur Hitt er víst aö landshöfðingi, sem þá var Magnús Stephensen, haföist ekkert aö. Þess má geta aö Páll var á önd- veröum meið viö Magnús í stjórnmál- um og landshöfðingi honum löngum andsnúinn svo að ekki sé meira sagt. Engin ástæða er til aö ætla aö hann hafi lagt sig fram um að halda hlífi- skildi yfir Páli fremur en til dæmis Skúla Thoroddsen. Meö þessu er því ekki haldið fram að Landsyfirréttur sé óskeikull en meira þarf til aö hnekk ja dómum hans en frá- sögn Sigurðar Halldórssonar. Ályktanir blaðamannsins Meðferð blaöamannsins á frásögn Siguröar i Skaröshliö og ályktanir sem hann dregur eru kapituli út af fyrirsig. I upphafi þessarar greinar voru tekin upp nokkur almenn ummæli hans um Pál Briem í fyrirsögn, inngangi og niðurlagi. Um málsmeðferð hans sér- Páll Bríem, 1856-1904. fram á í riti sínu Islenzkir sjávarhættir 1.1 skóglausu landi var rekaviður eitt helzta byggingarefnið. — Og hér var ekki eingöngu veriö að vemda hags- muni hinna efnameiri því að þjófurinn tók engu síður lamb hins fátæka eöa af rekahlut hins lítils megandi leiguliöa. Valdníðsla eða vanþekking Meginefni frásagnar Sigurðar Hall- dórssonar lýtur aö því að Páll Briem hafi beitt óhæfilegri hörku viö rann- sóknmálsins. Um þetta segir í dómi Landsyfirrétt- ar sem hér hefur veriö vitnaö til: „Um rekstur málsins í héraöi skal það tekiö fram, að málið hefur staöið mjög Iengi yfir, en undirdómarinn (Páll Briem) þykir hafa nokkurn veginn réttlætt þann drátt, sérstak- lega þegar litið er til þess, hve um- fangsmikið mál þetta hefur orðið. Aö því er meöferð málsins að öðru leyti snertir, hafa verið lögð fram fyrir yfirdóminn kæruskjöl frá nokkrum af hinum ákærðu, þar sem þeir bera fært nokkurn veginn fullnægjandi ástæður fyrir þeim drætti, og virðist mega hlíta þeim. Á hinn bóginn verður yfirdómurinn að álíta það vítavert af undirdómaranum, að hann lét ákærða þegar í stað eiðfesta hina fyrri skýrslu sína, sem þó enga þýðingu gat haft fyrir málið sjálft, og að hann hélt ákærða í 4 vikur í gæzluvarðhaldi af því, eins og segir í varðhaldsúrskurðinum, að ákærði „hefur borið rangan vitnisburð fyrir rétti og unnið eið að honum”, en þessi ástæða var eigi einhlít til að svipta ákærða frelsi, eftir að hann hafði að dómarans eigin vottun játað brot sitt afdráttarlaust.” Ef aöfarir Páls Briem heföu veriö eins og Sigurður Halldórsson lýsir verður ekki fundin á því skynsamleg skýring hvers vegna sakargiftum var ekki fylgt eftir í Landsyfirrétti. Dómar hans sýna að geröar voru strangar kröfur um málsmeöferö héraösdóm- ara og oft fundið að. Ekki er rriér kunnugt um aö kæra hafi gengið til landshöfðingja, en hef þó ekki haft aö- stöðu til aö ganga úr skugga um þaö. staklega segir blaöamaöur þetta í inn- gangi: „Þrátt fyrir engar sannanir kærði hann suma þessa menn fyrir ýmis lagabrot og hafði þá meö sér að Þor- valdseyri... og varpaði þeim í tugt- hús. Þar máttu hinir saklausu dúsa við illt viðurværi í lengri eða skemmri thna, eða þangað til Páll hafði fundið upp sennilegar sektir á mennina til að dæma þá til fangelsis- vistar.” Af því sem rakiö hefur verið hér aö framan má vera ljóst aö allar þessar fullyrðingar eru rakalaus þvættingur. Klifun blaöamannsins á sakleysi manna styðst ekki einu sinni viö frá- sögn Sigurðar. I upphafi hennar segist hann ætla að lýsa því hvemig fariö var meö fólkiö „mátti kalla alsaklaust”. Annars virðist blaðamaöur alls ekki gera sér grein fyrir eðli sakamáls- rannsóknar. I upphafi er sjaldnast vit- aö hverjir séu sekir og hverjir sak- lausir. Markmiöiö meö rannsókninni er aö leiða það í ljös. Því verður ekki komizt hjá aö hún kunni að bitna á sak- lausum mönnum. Dómur Landsyfir- réttar frá 11. febrúar 1895 sýnir þó aö full ástæöa var til að kanna málið, en þar var dómur Páls Briem yfir hinum seku staðfestur í öllum meginatriöum. Meðferð blaðamanns á heimild sinni I margnefndum inngangi segir blaðamaðurinn að þessi „merkilega sagnfræðiheimild” sé „birt hér svo til óbreytt eins og Siguröur reit hana fyrir tæpri öld síöan en þó nokkuð stytt”. Ogerlegt er að sjá hverju blaöa- maöurinn kann aö hafa breytt og hvar sé fellt brott. Hann segir frásögnina rit- aöa fyrir nærri öld þótt skírskotaö sé til ársins 1920 eins og fyrr sagöi. I saman- buröi við þessi forkastanlegu vinnu- brögö og má þá ef til vill segja að litlu skipti þótt Þorvaldur Bjömsson á Þor- valdseyri sé kallaður Bjarnason og blaöamaður þekki ekki mynd af séra Matthíasi Jochumssyni sem sagöur er vera Sigurður bóndi Halldórsson í Skarðshlíð. Blaöamaöur viröist engin deili vita á aöalpersónunni Páli Briem — hefur liklega aldrei heyrt hann nefndan fyrr en hann fékk íhendurfrásögnSiguröar Halldórssonar. — Eg tel því hlýða aö bæta ofurlítið úr — og kynna manninn, ekki sízt til þess aö hafa megi þaö sem hér fer á eftir til samanburðar viö lýs- ingu blaöamannsins. Páll Briem varfæddur 1856; lauk lögfræöiprófi frá Hafriarháskóla 1884 og stundaði næstu tvö ár rannsóknir, einkum á sviöi rétt- arsögu; um stutt skeiö var hann sýslu- maður í Dalasýslu en síöan málflutn- ingsmaður viö Landsyfirréttinn; 1890—94 sýslumaöur Rangárvalla- sýslu; 1894—1904 amtmaður Noröur- og austuramts. Skipaður bankastjóri Islandsbanka 1904. Sat á Alþingi 1887— 91 og varkosinn 1904 þingmaður Akur- eyrar. Hann lézt þaö ár nýlega oröinn 48 ára gamall, en þá haföi veriö ákveð- iö aö hann yröi forstöðumaður Laga- skólans sem samþykkt var aö stofna 1904. Páll Briem haföi mikil afskipti af þjóðmálum. I sjálfstæðismálinu mark- aði hann ásamt Jóni Olafssyni ritstjóra miðlunarstefnu 1888—89 sem fékk að vísu engar undirtektir í byrjun, en vís- aöi þó veginn fram og reyndist miklu farsælli en harölínustefna Benedikts Sveinssonar. I innanlandsmálum var hann róttækur. Beitti hann sér meðal annars fyrir bættri menntunkvenna og auknum réttindum þeirra, fyrir um- bótum á réttarstööu lausamanna — en vistarskylda var þungbært haft á frelsi manna, — fyrir bættum hag leiguliða og síöast en ekki sízt fyrir umbótum í alþýðumenntun. Telur prófessor Þor- kell Jóhannesson aö Páll hafi meö skrifum sínum um menntamál átt ,diinn mesta og bezta þátt í því, að lögin um bamafræðslu voru sett 1907”. Hann var f ormaöur milliþinganefnd- ar í fátækramálum 1902—1904, en lézt áöur en hún lyki störfum. Frá þeirri nefnd kom hin merkasta löggjöf sem stóð nálega óbreytt til 1935. Var Páll meðal hinna fyrstu sem gerði sér grein fyrir nauösyn á umbótum í fá- tækramálum, ekki sízt meö því að boða mannúölegri viðhorf til þurfamanna. I þessari nefnd lagöi Páll fram þrjú frumvörp sem hann samdi: Frumvarp til laga um eftirlaun hinnar íslenzku þjóðar, frumvarp til laga um lífs- ábyrgöir fiskimanna á þilskipum og frumvarp til laga um úthlutun styrks af styrktarsjóöum handa alþýðufólki. — Af þessu má nokkuö ráöa áhugamál Páls. Er óhætt aö segja aö hann hafi um sína daga öörum fremur vísað veginn til velferðarríkis nútímans. Var hann einn frjóasti hugmynda- smiöur í stjórnmálum um sína daga svo að hermd séu efnislega ummæli Péturs Benediktssonar bankastjóra í NýjuHelgafelli4.árg.l.h. (1959). Of langt mál væri að fjalla hér um víötæk afskipti hans af atvinnumálum — einkum framförum í búnaöar- málum, svo sem forgöngu hans um út- rýmingu fjárkláöans 1903—1905 sem tókst svo giftusamlega aö hann hefur ekki síðan oröið stórfellt vandamál fyrir bændur, hlut hans í stofnun Bún- aöarfélags Islands 1899 og Ræktunar- félags Norðurlands 1903. Ekki verður hér heldur gerö grein fyrir framlagi hans til íslenzkrar lögfræði, en hann var meðal fremstu lögfræðinga sinnar samtíðar. Ef blaðamaöur hefði vitaö þessi deili á Páli Briem — en honum bar aö sjálf- sögðu skylda til aö afla sér þar ein- hverrar vitneskju — heföi hann fljótt komizt aö raun um aö hann var enginn kúgari alþýöu heldur einn hinn mesti áhugamaður um velferð hennar. I Austur-Eyjafjallamálunum var hann einungis aö gera skyldu sína — þaö er allt og sumt. Kjarni þessara mála var sá aö þar um slóðir höföu menn gerzt helzt til tökulir á annarra eignir — einkum rekaviö. Þetta haföi verið látið óátalið aö mestu. Síðan kemur Páll í sýsluna, ungur maöur, röskur og ódeigur. Honum berast kærur um þjófnaö, málið reynist mjög víðtækt og viða- mikið og hann gengur ötullega fram. Eyfellingar, óvanir slíku og margir viöriönir brotin, snúast til varnar. Þeir voru áöur kunnir aö mótþróa viö yfir- völd svo sem þegar þeir neituðu aö láta baöa fé við fjárkláöa 1858 og geröu sig líklega til aöfarar aö yfirvöldum þegar framfylgja átti fyrirmælum þar aö lút- andi. Var þetta síðar kallaö Eyfell- ingaslagur. Þannig sýnist mér aö vel megi nú fjalla um mál þetta án þungra áfellisdóma, hvort heldur í garö Eyfellinga eöa sýslumanns. Ummæli Gunnars Ólafs- sonar frá Vestmannaeyjum. Gunnar Ölafsson kaupmaöur í Vest- mannaeyjum víkur aö Austur-Eyja- fjallamálunum í Endurminningum sínum sem út komu 1948. Samúö hans er eindregin meö F jall-bændum. Hann er mjög bersögull í minningabók sinni um menn og málefni en dómur hans um Pál Briem — þótt vilhallur sé Fjall- bændum —erþessi: „Páll Briem var fyrir nálægt tveimur árum farmn úr Rangár- vallasýslu, þegar ég kom austur í Vik, og orðinn amtmaöur i Norður- og Austuramtinu. Sagt var, að hann, eftir að norður kom, hafi séð mis- smíöi á störfum sínum og mála- rekstri gegn Aurftur-Eyjafjalla- mönnum, á meðan hann dvaldist í sýslunni, enda er mjög líklegt, aö svo hafi verið, því aö yfirleitt var hann velviljaður sýslubúum og talinn gott yfirvald annars staðar en undir Austurfjöllunum. Vel stóðust og dómar hans, þegar til Landsyfirrétt- ar kom, svo sem fyrr er getið. Eftir því, sem sagt var, naut Páll Briem virðingar á Norðurlandi bæði sem amtmaður og rithöfundur. Þar gaf hann út fróðlegt timarit, er hann nefndi Lögfræðing, og tók auk þess mikinn þátt í almennum málum.” (Bls.175). Heimildir um Pál Bríem Blaöamanninum og öörum til leiö- beiningar sem leggja kynnu trúnaö á það sem stóð um Pál Briem í Dagblað- inu-Vísi laugardaginn fyrir hvítasunnu skal að lokum bent á nokkrar heimildir um Pál. Æviágrip hans eftir Klemens Jóns- son landritara birtist í Andvara 32. árg. 1907, endurprentaö í ritsafninu Merkir Islendingar II, 347. Steindór Steindórsson og Karl Amgrímsson rit- uðu um hann í Ársrit Ræktunarfélags Noröurlands 1957 og Þorkell Jóhannes- son í ritsafnið Lýöir og landshagir n, 208. Þá segir Þorsteinn Thorarensen ýtarlega frá honum í riti sínu Móralsk- ir meistarar (1969). Enn má nefna Sögu Islendinga eftir Magnús Jónsson prófessor IX. 1, 83. Um Milliþinga- nefndina í fátækramálum hefur Gísli Ág. Gunnlaugsson ritað ýtarlega í tímaritiö Sögu 1978. Vítaverð vinnubrögð og dómgreindaríeysi Um Austur-Eyjafjallamálin er til gnægö heimilda — sumar aðgengilegar eins og dómar Landsyfirréttar. — En blaðamaður hefur ekki séö neina ástæöu til aö kynna sér þær. I þess stað birtir hann mjög vilhalla frásögn, skrifaða — að því er virðist — löngu eftir að atburðir geröust, sannanlega mjög ónákvæma, um mikilsverð atriði, dregur síöan af henni rangar ályktanir og notar til óvenju fruntalegra árása á löngu látinn mann og þaö á forsíðu blaösins. Ég geri ráö fyrir aö þetta stafi frekar af fáfræði og dómgreindarleysi en illum hvötum. Því hygg ég að honum væri heilt ráöið meö hvatningu um aö kynna sér framvegis betur þau mál sem hann kann aö fjalla um. Og ekki ætti aö saka þótt hann rifjaði upp fyrir sér siðareglur blaðamanna. Sigurður Lindal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.