Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983. Sigurður Líndal: Austur- Eyjafjallamálin - EÐA VINMIBRÖGB OG SIÐFERÐIBLAÐAMAMS Þorvaldseyri, þar sem fangarnir voru hafðir i haldi. Takmarkalaus valdníðsla Laugardaginn fyrir hvítasunnu birt- ist á foj ..;j.'u þessa blaös fyrirsögn sem hljóöaöi á þessa leiö: „Takmarkalaus valdníðsla og yfir- gangur sýslumanns — gluggaö í ein- staka heimild sem Siguröur HaU- dórsson, bóndi í Skaröshlíð undir EyjafjöUum, reit fyrir nær öld. — Greinir þar frá drambslegri framkomu sýslumannsins, Páls Briem, við fátæka hreppsbúa sem hann fangelsaði saklausa og beitti óvenjulegu harðrétti á árunum 1890 tO ’95.” Hér er veriö aö vísa til frásagnar af svoköUuöum Austur-Eyjafjallamálum eftir Sigurö Halldórsson bónda aö Skaröshlíð í Austur-EyjafjaUahreppi sem birt er inni í blaöinu í útgáfu blaðamannsinsS.E.R. I fyrirsögn þar er enn hnykkt á stór- yrðum og þessu bætt viö: „... gegndarlaus valdníðsla og hrokafuUar aðfarir sýsiumannsins Páls Briem að hreppsbúum undir FjöUum sem hann ákærði saklausa fyrir stuldi og hafði í langan tíma saklausa i haldi á Þorvaldseyri við illan og ömurlegan aöbúnað.” I inngangi aö frásögn Siguröar HaU- dórssonar heldur blaöamaöurinn áfram og segir meöal annars: „Erfitt er að finna skýringu á þessum athöfnum hans, aðra en þá að hann hafi verið haldinn sérstakri mannfyrirlitningu, eUegar undar- iegri þörf fyrir að sýna yfirmáttugt vald sitt með þessum miður drengi- legahætti.” Og í niðurlagi klykkir blaðamaður út meö hugleiöingum um þaö „ógnar- vald” sem veraldlegir yfirmenn hafi getað „tekið sér” á fyrri tímum og hversu þegnamir hafi veriö „ber- skjaldaðir fyrir ýmsum duttlungum þeirra”. — Og greininni lýkur meö þessumorðum: „Hér er þó ekki verið að leiða líkum að þvi að sýslumenn landsins á um- ræddum tíma hafi almennt verið þvíiíkir drambsseggir og téður PáU, en hitt þykir sýnt að sitthvað hefur verið bágborið í stjómkerfi þjóðar- innar á þessum árum fyrst slíkir menn og Páll hafa fengið að starfa óáreittir af hálfu landsyfirstjómar- innar.” Vildarheimild lögð til grundvallar Ég minnist þess varla aö hafa lesiö önnur eins hrakyrði um löngu látinn mann í frásögn af liönum atburðum. Almennt hygg ég aö þeir sem rifji þá upp veigri sér viö slíkum áfellisdómum nema aö vandlega athuguðu máli og á grundvelli traustra heimilda. Eins og áöur segir em þessi ummæli reist á frásögn Sigurðar Halldórssonar bónda í Skaröshliö undir Eyjafjöllum. Hún sýnir að Sigurður hefur átt í úti- stööum viö sýslumann vegna þessara mála, en tildrögum þeirra er svo lýst í dómi Landsyfirréttarins uppkveðnum 11. febrúar 1895 (Dómasafri V.18): „Mál þetta hófst með því í nóvem- bermánuði 1890, að rannsókn var hafin út af orðrómi um þjófnað á brekánum tveim, en við þá rannsókn komu í ljós fleiri þjófnaðarbrot og sérstaklega ýmisleg ólögmæt hirðing á rekavið af hendi leiguliða og ann- arra á fjörum i Austur-Eyjafjalla- hreppi, svo að málið smátt og smátt færðist svo út, að það tók yfir alla hina ákærðu.” Af frásögn Sigurðar má ráöa aö til- efni þess aö hann var kallaöur fyrir sýslumann hafi í fyrsta lagi veriö kæra Jóns Hjörleifssonar hreppstjóra í Skógum fyrir atyröi Sigurðar þess efnis aö Jón bæri í sýslumann „óhróö- urssögur” um sveitunga sína og beitti óheiðarlegum vinnubrögöum viö rann- sókn málsins. I annan staö hafi Sig- uröur flutt til Vestmannaeyja nokkra menn sem bönnuð haföi verið för úr hreppnumvegna rannsóknarinnar. Hvorttveggja var fullt tilefni til aö kveöja Sigurð til yfirheyrslu á Þor- valdseyri þar sem sýslumaöur hafði bækistöö en viöbrögö Eyfellinga uröu þau að efna til samtaka um aðför aö sýslumanni. Prófasturinn, séra Kjart- an Einarsson í Holti, kannaöi þá hvort þeim væri alvara en þeir svöruðu aö ekki yröi ráöizt á sýslumann í þetta sinn — en svo kynni aö fara ef hann héldi málinu áfram. Þessir samblástursmenn eru síöan kvaddir til yfirheyrslu á Þorvaldseyri, en að því búnu sleppt utan einum að því er Siguröur Halldórsson segir. Um það þarf ekki aö fjölyrða að athafnir eins og þessar voru lögbrot (og eru enn), sem sýslumaður gat ekki leitt hjá sér ef hann vildi gegna skyldu sinni. Það bíöur hins vegar frekari at- hugunar hvað Siguröi Halldórssyni gekk til með illmælum sínum í garö Jóns Hjörleifssonar og undanskoti grunaöra manna. Sjálfur ber hann viö vorkunnsemi viö vesalinga og ekki er mér um annað kunnugt en hann hafi verið sómamaöur. Hann mun þó hafa átt í einhverjum persónulegum erjum viö Jón. Hitt ber þó öðru fremur aö hafa í huga aö þjófnaöaröld var í sveit- inni, margir viö slíkan verknað riönir og vísast viljaö geyma þau mál í þagn- argildi. Þetta er nærtækust skýring á viðbrögðum Sigurðar Halldórssonar og annarrabænda. En hvaö sem þessu líður er ljóst að kastazt hefur í kekki milli Siguröar og Páls Briem sýslumanns. Af þeim sökum er frásögn hans varhugaverð heimild sem telja veröur mjög vilhalla. Ein sér er hún því algerlega ónothæf til að fella dóm yfir embættis- athöfnum Páls Briem. Er frásögnin rítuð 1920? I inngangi segir blaöamaöur aö Sig- urður hafi orðið beint vitni aö „aöför- um sýslumannsins aö hrepps-búum” og frásögnin sé rituð fyrir tæpri öld — eöa m.ö.o. skömmu eftir að atburðir gerðust. Nú er þaö ljóst aö þetta er ekki nema að nokkru leyti rétt. Sigurður ritar mikiö af frásögninni eftir sögusögn þeirra sem brotlegir voru eöa teknir höföu verið til yfirheyrslu og rýrir þaö enn frekar gildi hennar sem sögulegr- ar heimildar. Þá er undir lok frásagn- arinnar vitnað til þess sem er 1920 — að ,,nú 1920” búi ekki nema þrír aö Stóru-Borg —. Ekki kemur þetta heim og saman viö þaö aö frásögnin sé rituð fyrir nærri öld — eöa skömmu eftir at- burði, eins og blaöamaöur segir, heldur a.m.k. aldarfjóröungi síöar. Þaö er alveg ljóst að eftir jafnlangan tíma og þennan eru engar likur til aö Sigurður hafi munað hvern þann at- burð sem hann lýsir, hvað þá orörétt löng samtöl sem hann rekur ýtarlega. Hér heföi nánari greinargerð um tilurð heimilda rinnar veriö nauösynleg. Ranghermi í frásögninni Ekki veröur sagt að frásögn Sigurð- ar sé skilmerkileg og ljóst er aö ýmis- legt er þar mishermt enda þótt ekki hafi verið aðstaöa til aö kanna sann- fræöina nema aö nokkru leyti. Af þeim sem Sigurður telur aö oröiö hafi fyrir haröræöi af hendi sýslu- manns nefnir hann fyrst Steinvöru og Pétur á Krókvelli. Hefðu þau í fátækt sinni tekiö eina kind og skoriö. Hér er bersýnilega átt við Pétur Níelsson og Steinvöru Einarsdóttur sem í dómi Landsyfirréttar 11. febrúar 1895 voru talin sek um þjófnaö og hlutdeild í þjófnaði. Pétur haföi m.a. tekiö f jórar kindur auk þess sem hann var talinn sekur um mörg þjófnaðarbrot önnur. Steinvör var talin sek um hlutdeild í sauöaþjófnaöarbrotum Péturs og nokkur sjálfstæö þjófnaðarbrot aö auki. Frásögninni af þeim Steinvöru og Pétri lýkur Sigurður meö þessum orðum: „Ég held mér sé óhætt að segja það, að þetta voru þær einu manneskjur sem sekar fundust af öllum þeim fjölda sem tekinn var fastur....” I dómi Landsyfirréttar voru 20 manns dæmdir sekir en 3 sýknaöir og má af þessu marka sannindi frásagn- arinnar. Langur þáttur er í frásögn Sigurðar af Guðmundi í Yzta-Bæli. Hann var, samkvæmt því sem segir í dómi Lands- yfirréttar, Guömundsson. Ekki man Sigurður hvaö Páll Briem dæmdi hann mikiö „en Landsyfirréttur dæmdi hann í 7 mánaöa tugthús. Guðmundur fór alsaklaus í tugthúsiö um haustið”, segir Sigurður. Páll Briem dæmdi Guðmund í 10 mánaöa betrunarhússvinnu og var sá dómur staðfestur í Landsyfirrétti svo aö enn bregst Sigurði minnið. Sakir Guömundar voru einkum ítrekaður rekaþjófnaður — reyndar einnig sauðaþjófnaður. Sú fullyrðing aö Guömundur hafi fariö alsaklaus í tugt- húsiö er rakalaus meö öllu. Þá lætur Sigurður aö því Uggja aö Þorsteinn Jónsson á Rauösbakka hafi veriö sakaður um þjófnaö á einum planka fjögurra álna löngum mörgum árum eftir aö hann hafi verið hirtur og Þorsteinn Magnússon dóttursonur hans um hlutdeUd í því broti. Samkvæmt því sem segir í dómi Landsyfirréttar voru rekaþjófnaöar- brotin öUu fleiri en þetta og hin síöustu ekki framin ýkja löngu áöur en rann- sókn málsins hófst. Loks má geta þess aö þau ummæli Siguröar aö sýslumaöur hafi dæmt „eitthvað nálægt 20 manns” í tugthús eru röng. Til betrunarhúss- eða fang- elsisvistar voru 11 dæmdir en 9 tU sekt- argreiðslna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.