Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 1
Vextir aöeins reiknaðir afhöfuðstól í skaðabótamáli Magnúsar Leó- poldssonar gegn fjármálaráðherra: Gerðardómur hafnar vaxtakröfum Magnúsar Gerðardómur hefur verið kveðinn upp í máli Magnúsar Leópoldssonar gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóös vegna greiðslu á vöxtum af þeírri fjárhæð sem Magnúsi var dæmd i skaöabætur á sinum tíma. Niðurstöður dómsins urðu þær að kröfum Magnúsar var hafnað. Þetta mál á rætur aö rekja til þess er Magnús var hnepptur að ósekju i gæsluvarðhald á áárinu 1976. Dæmdi hæstiréttur honum þá bætur að upp- hæð 220.000 krónur, ásamt dómsvöxt- um. Geröi Magnús þá kröfu að vextir af umræddri upphæð yröu reiknaðir samkvæmt starfsreglum innláns- deilda banka og sparisjóöa um ávöxtun sparfjár. Yrðl vöxtunum þannig bætt viö höfuöstól í samræmi við vaxtatilkynningar Seðlabanka hverju sinni. Hefði heildarupphæðin, sem rikissjóöur hefði þurft að greiöa Magnúsi þá, numið rúmlega 1,3 milljónumkróna. Fjármálaráöherra flL rOdssjóös gerði gagnkröfu um að vextir yrðu aðeins reiknaðir af höfuðstól en ekki bætt viö hann, allt vaxtatimabiliö. Samkvæmt þvi nemur heildar- greiðslatilMagnúsar riflega 670.000 króna. Einnig gerði fjármálaráð- herra kröfu um að Magnús greiddi málskostnað að upphæð riflega 87.000 krónur. I niöurstööum gerðardóms segir m.a. að Magnús hafi ekki gert skýra kröfu um vaxtavexti i héraöi né fyrir hæstarétti. Bendi niðurstöður hæsta- réttardóms fremur til þess að þar sé átt viö einfalda vexti, enda styðji dómsvenja þá niðurstöðu. Því verði dómur hæstaréttar skýrður á þá lund að aðeins beri að reikna einfalda vexti af höfuðstólnum kr. 220.000 allt vaxtatimabilið. Á þeim forsendum er kröfum Magnúsar hafnað. Gerðardómur tók hins vegar ekki afstöðu til greiðslu málskostnaðar milli aðila þar sem það verkefni hefði ekki verið falið gerðarmönnum i gerðarsamningnum. DAGBLAÐIЗVÍSIR 178. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST1983. 38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. ' '--T' .W / vsN • RITSTJÓRN SÍMI 86Í11 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 Kvöldmáltíðin gleymdistí ofninum Slökkviliðið í Reykjavik var kallað að húsi viö Karfavog seint í gærkvöldi. Var þar mikill reykur i kjallaraíbúð og ekki vitað hvort einhver væri þar inni. Reykkafari fór inn i íbúðina en þar var engan aö flnna. Ibúamir höfðu brugðið sér frá en gleymt kvöldmatn- um i ofninum og lagði reykinn frá honum. Var steikin borin út í garö og síðan opnaðar allar dyr og gluggar til að lofta út. Urðu þónokkrarskemmdlr & ibúðinni af völdum reyks og liöur sjúlf- sagt langur timi þar til ibúarnir Iosna viö þefinn af þessari kvöidmáltíð. -klp- Stóll varðstjóra á Litla-Hrauni sprakk í tætlur Stóll varðstjóra á Litla-Hrauni sprakk i tætlur um kvöldmatarleytiö siðastliðiö laugardagskvöld. Varö- stjóri sat i stólnum og meiddist hann ekki. Orsök óhappsins er að gashylki sem sér um að „tjakka” stólinn upp sprakk. öryggiseftirlltið mun í dag skoðastólinn. Stóllinn ervenjulegurskrifstofustóll. Er gashylkið sprakk i stól varðstjórans á Litla-Hrauni þeyttist járnhólkur, sem var undir stólnum, upp i loft og er nú stórt fariloftinu. Varðstjórinn hentist aftur fyrir sig en jámhólkurinn fór ekki i hann þannig að hann slapp ómeiddur. Aörir sams konar stólar á Litla- Hrauni hafa nú verið teknir úr notkun. Kvöldmáltiðin sem gleymdist i ofninum komin út I garð. DV-mynd S. Meðan Reykvíkingar og aðrir á Suðurlandi tala um lltið annað en veður og þá helst slœmt veður geta Austfirðingar notið þess hljóðalaust og án athugasemda. Stelpurn- ar á Fáskrúðsfirði nota ekki gúmmískó heldur ganga um berleggjaðar. DV-myndÆgir, Fáskrúðsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.