Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGtJST 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Er von á nýju stökki? Þegar fyrri helmingur ársins 1983 er reiknaður saman í heimilisbók- haldinu, sem haldið er með iesend- um, fást uggvænlegar niðurstöður. Þar kostar núna 42% meira að halda heimili en í janúar eftir tölum á upp- lýsingaseðlum að dæma. Hækkunin hefur alls ekki veriö jöfn og stígandi heldur hefur hún komið í tveim stór- um stökkum. Það fyrra í mars og þaðseinnaímaí. Meðaltaliðvar: í janúar, 1308, ifebrúar, 1335, i mars, 1698, (þá fyrst náði það upp fyrir meðaitalið í jólamánuðlnum í fyrra.Þaðvarl634) íaprU, 1569, ímaí, 1837 og í júní, 1856. Eftir þessu að dæma virðumst viö eiga von á þriðja skellinum um næstu mánaðamót. Vonandi fer þó ekki svo. Fyrri ár, sem við höfum haldið bókhald með lesendum, hefur hækk- un á heimUiskostnaði alltaf verið ör- ari á seinni hiuta ársins en þeim fyrri. Menn hafa verið fram i mars, aprU og jafnvel maí aö ná upp því sem eytt hefur verið í jólamánuðin- um. Síðan hefur hins vegar stöðugt verið á brattann að sækja. Ef ríkis- stjórninni tekst ætlunarverk sitt, að minnka verðbólguna, þá ætti þetta að breytast í ár. Hver veit nema aUt verölag eigi eftlr að haldast tUtölu- lega stööugt. Enginn þorir þó að vonaaðþaðlækki. -DS. Prótein er ekkert töfraduft — menn skreppa ekki saman við neyslu þess Þaö þykir ekki fínt nú á dögum aö vera feitur. Þær kröfur eru gerðar til manna, og þá sérlega kvenna, aö þeir séu helst bæði háir og grannir. Við hæð- ina ræður enginn en flestir eru að berj- ast við að halda holdafarinu eins og þjóðfélaginu finnst núna vera rétt form. Kona ein, sem hafði samband við okkur á dögunum, sagðist vera búin að heyja margar orrustur og grimmar við aukakílóin. Oft hafa þau látið eitthvað aðeins undan. En jafnskjótt og hún hef- ur hætt baráttunni hafa þau komið aft- ur. Erindið við okkur var að spyrja að því hvort svonefnt próteinduft gæti hjálpað í þessari baráttu. Slíkt duft er selt í náttúrulækningabúðum og á heilsuræktarstöðum og mönnum er þar sagt að þaö sé „megrandi”. I þessu sambandi er best að gera sér grein fyrir því strax að ekkert er til sem maðurinn lætur ofan í sig sem er megrandi. Allt sem viö borðum er fit- andi þegar allt kemur til alls. Þaö eina sem við þurfum að hugsa um er að velja úr það sem minnst er fitandi. Próteinduft er mjög fitusnautt og til- heyrir því þeim hópi matvæla sem minnst er fitandi. Það er líka mjög sað- samt. Flestir neyta þess með því að hræra það saman viö mjólk eða ávaxtasafa. Og þá er komin máltíð sem dugar likamanum í margar klukkustundir. En hversu gott sem próteinið kann að virðast í fyrstu nægir það líkamanum ekki eitt sér. Hann þarf vítamín, steinefni, snefilefni, fitu, trefjar og allt mögulegt annað meö. Hættan við það aö fara að dæla i sig próteindufti er sú að menn vanræki það sem þeir þurfa að fá með. En full- frískum manni ætti að vera óhætt að skipta á einni máltið dagsins og próteindrykk. Gallinn viö alla megrunarkúra, og þar með talinn einhvem sem byggist upp á því að drekka próteinduft, leyst upp í vökva, er sá að menn verða óskaplega leiðir og það fljótt. Flestir ef ekki allir megrunarkúrar byggjast á því að menn borði nákvæmlega sama matinn aftur og aftur. Stundum dag- lega eða jafnvel oft á dag, stundum vikulega eða mánaðarlega. Það er þess vegna sem þeir fitna nær undan- tekningarlaust þegar þeir hætta í kúrn- um. Góður megrunarkúr verður að vera fjölbreyttur. Hann á að byggjast upp á mat sem inniheldur mun minna af orku en það sem líkam- inn þarf. Oft er jafnvel óhætt að minnka orkuneysluna (hún er mæld í kalóríum) um helming. Þess vegna er best að skrá niður í nokkurn tima allt það sem neytt er. Hverja einustu kara- mellu og hvern súkkulaðimola. Um- reikna það síðan í orku og sjá hvers hægteraðvera án. Það sem menn ættu helst aö neita sér um er fita, til dæmis í mjólk, rjóma, smjöri, feitu kjöti og mæjónesi. Sykur ætti að vera alger bannvara. Hann er likamanum algerlega ónauðsynlegur og gerir ekkert annað en að safnast sem fita utan á líkamann. Kostur þess sem er í megrun verður að innihalda öll þau efni sem Ukaman- um eru nauðsynleg. Það getur verið sniðugt að taka vítamintöflur með tU vonar og vara. Betra er þó að fá víta- minið úrfæðunni. Því miður verður að lýsa því yfir einu sinni enn að það er hreinlega ekki hægt að fara í megrun, vera í henni og hugsa um hana í stuttan tíma, gleyma henni síöan og lifa sæU, glaður og grannur það sem eftir er æfinnar. VUji menn breyta holdafari sínu verða þeir einfaldlega að breyta öUu sinu matar- æði og hreyfingu um leið. Megrun er Ufstíðarfyrirtæki og ekkert annaö. ÖU heimsins duft, skyndikúrar og töfralyf fá þar engu um breytt. Menn verða ein- faldlega að borða minna og hreyfa sig meira. Erfiöast er það auðvitað á meðan verið er að brenna upp gömlum fituforða. Eftir að því lýkur er hins vegar hægt að bæta örUtiUi ögn við sig. En ekki miklu. Rólega Sérfræðingum, sem um málið hafa rætt og ritað, kemur saman um að best, og í sumum tilfellum nauðsyn- legt, sé að fara rólega í sakirnar. LUt- ami sem er búinn að vera of þungur ár- um saman skreppur ekki saman i rétt form á nokkrum vikum, rétt eins og hendi væri veifað. AlUr skyndikúrar sem lofa öðru eru blekking. Reyndar skreppur Ukaminn alls ekki saman ef þið hreyfið ykkur ekkert. Þá er rétt eins og verið sé að borba innan úr franskbrauði. Maginn heldur áfram að lafa i aðra áttina og rassinn í hina. Hreyfing er nauðsynleg tU þess að byggja upp vöðva og fá stinnan skrokk. Það er Uka miklu auðveldara að fara út að hlaupa en að sitja heima i stofu og hugsa um það hvað maður sé voðalega svangur. Samviskan batnar Uka heil ósköp. Próteinduftið, sem varð tUefni þess- arar greinar getur hugsanlega gert gagn í baráttunni ef öðru og meira fit- andi er sleppt í staðinn. En það er ekk- ert töfralyf og getur veriö hættulegt ef það er notað á rangan hátt. -DS. ÚRBEINAÐAR KJÚKLINGA- BRINGUR Á PÖNNUNA AUfuglabúið MiðfeUi hefur nýverið sett á markaðinn úrbeinaðar kjúkl- ingabringur, sem velt hefur verið upp úr eggjum og raspi. Kallast nýjung þessi Pönnukjúklingur og líkt og nafnið bendir til eru bringumar alveg tUbún- ar á pönnuna. Ef kjúklingabringumar eru frosnar segir á pakkningunum að nægUegt sé að steUtja þær í 15 mínútur, en í fimm tU s jö mínútur ef bringurnar hafa verið látnarþiðna. Viö reyndum kjúklingana og fannst okkur tími þessi heist til knappur. Bringumar mega vel vera fimm mín- útum lengur á pönnunni en segir á pakkningunum. En yfir bragði kjúklinganna er ekki hægt að kvarta. Kjötið var fallega hvítt og mejTt og voru bringumar ekki lengi aö hverfa í vor gráðugu gin. Rasptð var ekki alveg eins gott, sumum fannst það hefði jafnvel alveg mátt missa sig. En það er önnur saga. Fyrst um sinn verða kjúklingabring- urnar nær eingöngu fáanlegar í Vöru- markaðinum og verða þær á tilboðs- verði fyrst um sinn. Er reiknað með aö kgleggisigál25kr. -sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.