Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið MYNDRÆN FEGURÐ Hversu oft hafiö þið ekki staöiö ykkur aö því aö gapa á mynd af kvik- myndastjörnu og segja mæðulega: „Gvöö, mikið vildi ég líta út eins og N.N.” Eins og dálkur þessi hefur veriö óþreytandi viö aö benda á þá lýgur myndavélin og þótt viökomandi líti út alveg eins og nýstraujaöur á mynd þá liggur þar að baki mikil vinna viö aö spasla uppí stærstu sprungurnar svo maöur tali nú ekld um málningar- vinnuna sjálfa. Auðvitaö er nauðsyn- legt að hafa á sinum snærum mjög góö- an ljósmyndara sem veit frá hvaöa hliö viökomandi myndast best, hversu margar tennur er heppilegt aö sýna og fleira i þeim dúr. Niöurstaðan er því sú að þaö ætti englnn aö öfundast út í þetta fólk vegna útlitsins, miklu nærtækara er aö öfundast út i þaö vegna pening- anna, þeir eru í þaö minnsta ósviknir. En viiji menn endilega líta út eins og þetta fólk þá er um að gera aö fara til ljósmyndara og láta taka af sér eina lygasögu. Engin hola Tæknilegur maur Mikið hefur verið rætt og ritað um kísilflöguna svonefndu allt frá því að hún kom fram. Ekki er ætlunin aö skrifa hér læröan pistil um áöumefnda flögu, heldur aðeins að birta örfáar at- hugasemdir leikmanns með þessari mynd. Lesendum til glöggvunar þá upplýsist þaö aö dýrið á myndinni er maur og þaö sem hann reynir aö bryöja án árangurs er kisilflaga. Þetta er ekki nein ómerkileg flaga því hægt er að láta hana geyma upplýsingar um símanúmer 200.000 manna og veröur það aö teljast nokkuö vel af sér vikið að dröslast meö sh'ka símaskrá í kjaftin- um. Maur þessi er einn sentimetri á hæð en flagan tveir millimetrar og voru þaö tæknimenn hjá Philipsfyrir- tækinu sem tóku mynd þessa meö að- stoð rafeindasmásjár. Þessi litli slorgemsi, sem syndir þama inn í kjaftinn á einum risa- vöxnum morayál, er ekki í neinum sjálfsmorðshugleiðingum, heldur hefur hann kosið sér þaö ógeðfellda hlutverk að vera einskonar tann- stöngull fyrir þessa ófétis álategund. Morayállinn er stór og eftir því ljót- ur með hnífbeittar nornatennur og þykir hinn grimmasti ránfiskur, en er hins vegar meö stór og falleg brún augu. Moray iifir i holum og skúma- skotum í suölægum höfum og vinnur þannig að þegar fiskur eða maöur villist framhjá heimihnu þá skýst hann þegar minnst varir útúr holuni og sökkvir tönnunum í fórnarlambiö og tætir þaö i sig. Þegar hámurinn er búinn aö hakka viðkomandi niður og kyngja kemur litli tannhreinsarinn á vettvang og hirðir þær tægjur og tætlur sem fest höföu meðan á mál- tíðinni stóð. Allinn er svo ánægöur meö aö fá tennumar hreinsaðar eftir hverja máltíö aö hann lætur þá freistingu ekki eftir sér að læsa skoltunum um þetta hugaöa krili og allir eru ánægöir nema auövitaö ræfillinn sem var uppistaöan í mál- tíðinni. Söngvarí sveltur Rod og Alana strunsa burt en óður skríllinn heudur sér yfir matinn sem þau skildu eftir. Rod Stewart lenti aldeilis í þvi fyrir skömmu er hann var á tónleikaferða- lagi um Israel því hann fékk þar ekki einu sinni friö til þess aö éta. Þannig er mál meö vexti aö Rod og frú dvöldu á hóteli i Herzlia, sem er einhversstaö- ar í Israel, og höfðu þau eins og aörir dauölegir pantað sér hádegismat. Rod var rétt nýbyrjaður að sarga sundur tugguna þegar skari æstra aödáenda ruddist að boröbrúninni og beið meö öndina í hálsinum eftir þvi aö goðiö færi aö glomma í sig sætmulluna. Rod varö svo mikið um þetta að hann greip hið snarasta til kvinnu sinnar og sleit hana frá boröi áöur en henni hafði tek- ist að stinga uppí sig svo miklu sem einni jaffaappelsínu. Hungruö og örg sáust þau arka burt og sjást reyndar friöarspillamir í fjarska á myndinni, en þó er nú að vona að Rod hafi nú fengið eitthvað í gogginn þar suður frá því horgrind sem hann má ekki við löngusvelti. Daniela Draper flaggar glaöningnum frá Pósti og sima. Dýrt síma- spaug Þaö er von aö stúlkan á myndinni sé undrandi á svipinn því hún fékk sima- reikning á dögunum sem hljóöaöi uppá 960.000 kr. Stúlkan heitir Daniela Draper og er amerisk og eru reikn- ingarnir þannig tilkomnir að hún var á ferö í New York fyrir skömmu og dvaldi þar á hóteli. Einhvern tímann meöan á þeirri dvöl stóö varö hún að gefa símadömu upp númerið á kredit- korti þvi sem hún var meö. Einhver ósvifinn hlýtur aö hafa lagt viö eyrun er hún romsaði upp úr sér tölunum, skundað strax í næsta síma, gefiöupp kreditkortanúmer stúlkunar og hringt á hennar kostnað út um hvippinn og hvappinn. Þrjóturinn hefur ekki ein- skoröaö sig viö vesæl innanbæjarsím- töl þvi reikningarnir sýndu að hann haföi meðal annars hringt til Brasiliu, Perú, Jamaica, Colombiu og Equador og er því ljóst að þrjóturinn er vina- margur í Suður-Ameríku. Ekki er enn ljóst hvort Daniela þurfi aö borga, en eitt er víst aö varla skvaldrar hún mikiö i sima á næstunni. Loðinn Connery Maðurinn undir hárinu er enginn annar en leikarinn Sean Connery. Hann hefur í gegnum tíðina þótt nokkuð góður leikari en hefur átt nokkuö erfitt meö að losna undan hlut- verki því sem hann er frægastur fyrir, nefnilega James Bond. I grímubún- ingnum á myndinni leikur Connery í myndinni ,,Sverð Valiants” sem hlýtur aö vera um engan annan en hetju allra smástráka, prins Valiant, en því er þó ekki slegið föstu því það fylgdi sögunni að í þessari mynd klyfi Connery aöal- hetjuna í heröar niður. I myndinni er Connery í hlutverki slæma mannsins og eins og í ölium myndum þá hlýtur skúrkurinn að tapa. Þvi má ætla að Connery meö reynslu sína úr Bond- myndunum höggvi bæöi ótt og títt á báða bóga og hlífi hvorki mönnum né málleysingjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.