Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983.
7
Neytendur Neytendur
Fjallagrös má tína
víða um land og
nota i margs konarmat
Cetraria islandica nefnist jurt sem
Islendingar hafa tínt í hundruð ára.
Sennilega hafa þó ekki margir kannast
við jurtina undir þessu nafni, aðeins
andans menn og aörir sem kunnu
latinu. Allur almúgi kallaði jurtina
fjaliagrös og þóttu grösin búa yfir
miklum lækningamætti. Einnig voru
þau notuð til matar, aðallega til að
drýgja mjöl sem oft var lélegt og af
skornum skammti.
Sums staðar var jafnan farið á
grasafjall á hverju sumri og var þá
gist i tjöldum í nokkra daga uppi á
heiöum. Sumir staðir þóttu öðrum
betri, t.d. Arnarvatnsheiði, Tvídægra,
þingeysku heiðarnar og heiðarnar á
Austfjörðum.
Fjallagrösin eru oftast brún, stund-
um þó ljós á litinn, en sjaldgæfari eru
gráhvítu grösin. Þau vaxa í mosa og
kjarri og verða um 10 sentímetrar á
hæð.
Fjallagrösin breiða úr sér í bleytu og
er þá gott að tína þau. Þetta vissu for-
feður okkar því grös voru ós jaldan tínd
á nóttunni þegar þau voru vot af dögg-
inni. Þurr grös eru samankrulluð og
mun erfiðara er aö tina þau að sögn
Helga Hallgrímssonar, safnvarðar á
Náttúrugripasafninu á Akureyri.
Fjallagrös vaxa víða um heim en
nær eingöngu á fjöllum uppi. Má nefna
að þau finnast í ölpunum og sums
staðar í Bandaríkjunum. Hérlendis er
'víða mikið af þeim enda eru grösin
kennd við íslensku. Á ensku heita þau
Iceland moss og sem að ofan getur
heita þau Cetraria islandica á latínu.
En víkjum aftur að lækningamætti
þeirra. Það var trú fólks að betra lyf en
fjallagrasate væri ekki til við háls-
bólgu og ýmiss konar kvillum í nefi og
hálsi. I bókinni Islensk flóra, sem ný-
lega kom út, er talað um þau nyt sem
hafa má af fjallagrösum og öörum
grösum. Þar segir um te: „Nærri sjóö-
andi vatni er hellt yfir smáskoma
plöntuhluta (í blöð, fræ eöa blóm).
Síðan er það látið standa í 10—15 mín-
útur og hrært í á meðan. Þá er það síð-
að. Venja er að drekka það allheitt og í
smá slurkum. Oftast er hæfilegt að
nota 2—3 teskeiðar (25—50 g) í einn
pelaafvatni.”
Einnig er í bókinni talað um hvemig
hægt sé að búa til seyði. Er þó köldu
vatni hellt yfir plöntumar og hitað upp
að suðu í tæpan hálftíma. Er því haldið
við suðu í töluverðan tíma og segir
gamalt ráð að hæfilegt sé aö sjóða
seyðið þar til þriðjungur vatnsins hef-
urgufaðupp.
I bókinni segir aö hæfilegt sé að láta
fimm til sjö teskeiðar af fínmöluðum
plöntum í hvern lítra af vatni. Eigi að
sjóða þar til um fjórðungur vatnsins
hafi gufað upp. Þá sé rétt að sía seyðið
frá og kreista allan vökva úr plöntun-
um. Sá vökvi er síðan látinn kólna og
svo settur á flöskur.
Sumum finnst gott að hafa duft og
nota það þá hrært upp í mysu, vatni
eða einhverju öðru. Duftið er best að
geyma í krukkum, en seyðið í flöskum
á köldum stað. Varasamt er að geyma
seyðið of lengi, það getur fúlnað með
tímanum.
Saft er hægt að laga úr ferskum
plöntum. Þá er best að merja plöntum-
ar vel og pressa úr þeim allan vökva í
gegnum léreftsdúk. Síðan er vökvinn
seyddur.
Víða um land eru búnir til grautar og
súpur úr f jallagrösum. Grautarnir eru
ýmist soðnir í mysu eða mjólk.
Hér fer á eftir uppskrift að fjalla-
grasabúðingi fyrir átta til tíu manns,
en uppskriftin er fengin frá Olöfu Dag-
mar Ámadóttur, húsfreyju ó Selfossi.
Hefur hún sjálf fundiö upp þennan rétt
og látið Neytendasíðu DV uppskriftina
íté.
Fjallagrasabúðingur
fyrir 8—10
Góð Iófafylli af f jallagrösum
3egg
100 g ljós púðursykur
2 dl romm
Einn pottur súrmjólk (= 1 lítri)
Hálfur pottur rjómi
8 blöð matarlim
Hreinsa mosa og strá úr grösunum
og láta þau liggja í köldu vatni í nokkr-
ar mínútur, oft leynist kusk inni í
skorpnum blöðum. Siðan er heitu
vatni, með ca 2 matskeiðum af sykri,
hellt yfir grösin og þau látin bíöa til
næsta dags. Þá er suðan látin koma
upp á þeim. Eggjarauðurnar eru
hrærðar með sykrinum og hræran auk-
in með 2 dl af fjallagrasaseyði, grösun-
um smátt söxuðum, rommi, súrmjólk
og þeyttum rjóma.
Þegar hér er komið er rétt að staldra
við og bragða á hrærunni. Ganga úr
skugga um að ekki vanti í hana meiri
sykur, jafnvel seyði eöa romm, áður en
stífþeyttum hvítunum og matarlíminu
er blandað saman við herlegheitin ó
hefðbundinn hátt.
Að endingu má minna á að Ferðafé-
lag tslands og Náttúrulækningafélagið
hafa stundum verið með grasaferðir.
Hafa þær mælst vel fyrir og f jölmargir
fetaö í fótspor Grasa-Guddu.
-sa.
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarscðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
i
l
1
\
i
I
I
I
i
I
I Síníi
l -------
Heftnili
I
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í júlí 1983.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
»
SMIÐSBÚÐ
BYGGINGAVÖRUVERSLUN GARÐABÆ - SÍMI 44300
UTANHÚSSMÁLNING í
PERMA-DXI
_______(olíulímmálning)_
17ARA ending og reynsla á íslandi, 18 litir.
Hentar velánýjan og áður málaðan stein, svo og á járn-
og asbestklædd hús, bæði veggi og þök. .
(olíuvatnsvari)
Jt M 1 M Æk r% m Grunnur í sérflokki á þakjárn,
lf á hvers konar álplötur, skilti o.m.fl.
irrrri- k.p.M. 333
MAÍ i t im Sérstakt gæöakítti til sprunguviðgerða (innþornar ekki).
DURATHANE:
Sérstak/ega æt/að við g/erísetningu, þéttingar með hurða- og
gluggakörmum o.m.fl.
ER MÁLNINGIN .. /póstkröfu Verslið hjá fagmanninum
FLÖGNUÐ? SZn1!areito\utiör SMIOSBÚO 8 -
- LEKUR HÚSIÐ? Go°y Sigurður Pálsson
Ken-Orí
DRÁTTARBRAUT
FYRIR SKIP
Getum útvegað dráttarbraut sem tekur a/lt að 70
metra löng og 1200 tonna þung skip með 4 dráttar-
brautum ásamt öllum búnaði.
FISKVINNSLUVÉLAR
Getum útvegað með stuttum fyrirvara nokkrar
notaðar 148 og 150 Bater fiskvinns/uvé/ar. Eigum enn-
fremur mikið úrval af notuðum rafmagns- og dísillyft-
urum af f/estum stærðum til afgreiðs/u strax.
VITASTÍG 3, SÍMAR 26455 og 12425.