Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 19
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983. 19
íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir (þróttir íþróttir fþróttir fþróttir 0 fþróttir
Ingi Jóhannessou golfleikari frá Luxemborg.
DV-mynd. S.
íslendingur í
landslið
Luxemburgar
Meðal keppenda á Johnny Walker golfmótinu um;
helgina var ungur pUtur sem kominn var alia leið frá í
Luxemborg til að leika hér. Hann heltlr Ingi!
Jóbannesson og er efam af bestu golfleikurunum i hin-
um þekkta golfklúbb Luxemborgarmanna.
Hefur hann leikið í unglingalandsliði Luxemborgar i
og var m.a. með liðinu í 8 landa keppni í Sviss á
dögunum þar sem hann stóð sig mjög vel.
Ingi er islenskur rikisborgari og er því einnig gjald-
gengur í islenska unglingalandsliðið í golfi. Luxem-
borgaramir verða að fá sérstakt leyfi fyrir hann af
þeii''SÖkum efþeir þurfa aðteflafram unglingalands-
liði sji 'I liefiir hmgað til gengið auðveldlega að fá
það, en ekki er gott að segja hvað gerist ef hann
verður valinn í íslenska landsliðið eins og hæglega
getur orðið á næstu árum.
-klp-
Mætti á æf-
ingu hjá Þór
— ólga hjá KA á Akureyri
Einfaver ólga er nú fajá nokkrum leikmönnum KA á
Akureyrl og jafnvel þrir hafa hug á að hætta hjá lið-
inu. Tveir sem hafa verið varamenn og svo Ragnar
Rtígnvaldsson (áður Brelðabliki) sem leiklð hefur í
aðalliði KA í sumar. Hann mætti á æfingu hjá Þór á
Akureyri í gærkvöld. Þessir lelkmenn hafa átt í deil-
um við þjálfara KA, Fritz Kissing, sem var áður þjálf-
ari Breiðabliks í Kópavogi.
-GSv/hsím.
Sá litli braut
ísinn á Króknum
Einn af mtírgum nýjum og skemmtilegum golfvöll-
um, sem sprottið hafa upp hér á landi á undanfömum
árum, er golfvöllurfam á Sauðárkrókl.
Þar er grimmt leikið gólf en enginn haföi samt
afrekað það að fara þar, ,holu i höggl” fyrr en nú i síð-
ustu viku. Þá komu þangað í heimsókn 20 ungir kylf-
ingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem fóm saman í
golfferð til Noröurlands og léku þar á mörgum vtíll-
um.
Einn þeirra, Sigurður Sigurðsson sem er aðeins 14
ára gatnail, braut ísinn á Sauðárkróksvellinum er
hann fór þar holu í höggi á 3. braut. Er hann nú einn
yngsti meðlimurinn í Einherjaklúbbnum, en það er
klúbbur þeirra kylfinga sem náð hafa þessu drauma-
htíggi allra er leika golf. -klp-
Miklir yf irburðir Carl Lewis í 100 m hlaupinu:
VEIFAÐITIL ÁHORFENDA
UNDIR LOK HLAUPSINS!
Ungl spretthlauparinn frá Texas,
hinn 22 áira Carl Lewis, sannaðl svo
ekki verður um villst hver er fljótasti
maður hefans þegar hann slgraði með
yfirburðum í 100 m hlauplnu í helms-
melstarakeppninni í Helsinki í gær.
Hann var tæpum tveimur metrum á
undan heimsmethafanum, landa
sinum Calvin Smith i mark þrátt fyrir
heldur slakt viðbragð.
Taugar hlauparanna átta í úrslita-
hlaupinu voru þandar til hins ítrasta
þegar þeir fóru í rásblokkirnar. Þjóf-
start aftur og loks í þriðju tilraun
komust hlaupararnir af stað. Lewis
var meðal þeirra siðustu í viðbragðinu.
Allan Wells, skoski ólympíumeistar-
inn, að venju mjög snjall. En þegar á
sprettinn var komið var ekki vafi á því
hver var fljótastur. Lewis kom lang-
fyrstur í mark og leyfði sér þann
munað að veifa til áhorfenda þegar
hann geystist yfir marklínuna. Það fór
ekki milli mála að þar var mikill
meistari — íþróttamaður í sérflokki.
Bandaríkin áttu þrjá fyrstu menn og
það er í fyrsta skipti á stórmóti, sem
sama þjóö á þrjá fyrstu menn i 100 m
hlaupi frá því á ólympiuleikunum í
Mexíkó 1968. Þá voru þrír Bandaríkja-
menn fyrstir.
Eftir hlaupiö hljóp Carl Lewis
heiðurshring á íþróttaleik\’anginum og
var fagnað mjög af áhorfendum. Hann
á áreiðanlega eftir að koma mjög viö
sögu þar. Getur orðið þrefaldur heims-
meistari. Yfirburðamaður í langstökki
og hleypur í boðhlaupssveit USA í
4X100 metrunum. Hætti hins vegar við
þátttöku í 200 m. A eftir Bandarikja-
mönnunum kom Skotinn snjalli, sem
kominn er á fertugsaldurinn. Gott
afrek hjá honum því Wells hafði hætt
keppni en byr jaði aö æfa og keppa á ný
fyrir nokkrum mánuöum með þessum
árangri.
Orslitin i 100 m hlaupinu uröu þessi.
1. Carl Lewis, USA, 10,07
2. Calvin Smith, USA, 10,21
3. Emmit King, USA, 10,24
4. Allan Wells, Bretl. 10,27
5. JuanNunez,Dom.lýðv. 10,29
6. Christian Haas, V-Þýsk. 10,32
7. PaulNarracott,Astral. 10,33
8. Desai Williams, Kanada. 10,36
1 undanúrslitum 100 m hlaupsins urðu úrslit
þessi.
1. riðill
1. Calvin Smith, USA, 10,22
2. Allan Wells, Bretl. 10,35
3. JuanNunez, Dom.lýðv. 10,36
Lewis—Ungbestur.
„Ég á eftir að jafna
metin við Marlies”
— sagði Evelyn Ashf ord eftir að hún tognaði f
úrslitum 100 m hlaupsins
Marlies Göhr, Austur-Þýskalandi,
sem hefur verið fljótasta kona heims
undanfarin ár, varð heimsmeistari í
100 m hlaupinu í Helsinki í gær en það
skyggði mjtíg á sigur hennar að heims-
methafinn Evelyn Ashford, USA,
tognaði fjtírutíu metra frá marki.
Varð aö hætta hlaupinu”. Þetta voru
gtímul meiðsli sem tóku sig upp. Ég
fann fyrir þeim í undanrásunum á
sunnudag en við tókum samt þá áhættu
að ég hlypi. Ég verð með næsta ár — á
eftir að jafna metin við Marlies,” sagði
Ashford, 26 ára bitíkkustúlka, eftir
hlaupið og gat ekki leynt vonbrigðum
Það var sama spennan hjá konunum
og körlunum í 100 metrunum þegar
farið var í rásblokkirnar. Angella
Bailey, Kanada, brá of fljótt við, þjóf-
start.
I næstu tilraun heppnaöist allt. Þær
Göhr og Ashford náðu mjög góðu við-
bragði og það stefndi í einvígi milli
þeirra, Fjörutíu metra frá marki var
því lokið Bandaríska stúlkan úr leik og
mjög litlar líkur á því að hún keppi
meira í Helsinki.
Marlies Göhr setti heimsmet, 10,81
sek., en Ashford bætti þann tíma í 10,79
sek. í þunna loftinu í Colorado Springs
fyrst í júlí. I landskeppni USA og A-
Þýskaland skömmu áður hafði Göhr
Ashford—slasaðist.
sigraö Ashford mjög auðveldlega. Sú
keppni var í Bandaríkjunum.
Urslitin í hlaupinu uröu þessi.
1. Marlies Göhr, A-Þýsk. 10,97
2. Marite Koch, A-Þýsk. 11,02
3. Diane Williams, CSA, 11,06
4. MerleneOttey, Jamaíka, 11,19
5. Angella Bailey, Kanada, 11,20
6. HelinaMar)amaa,Finnl. 11,24
7. Angella Taylor, Kanada, 11,30
i undanúrslitum í 100 m hlaupi kvenna náði
Evelyn Ashford, heimsmethafinn, bestum
tíma. Úrslit.
1. riðill
1. Evelyn Ashford, USA, 10,99
2. Marite Koch, A-Þýsk. 11,08
3. Angella Taylor, Kanada, 11,22
4. Marlene Ottey, Jamaíka, 11,26
5. Olga Antonova, Sovét, 11,30
6. Nadejda Gueorguieva, Búlg. 11.36
7. Heather Oakes, Bretl. 11,50
8. Rose Bacoul, Frakkl. 11,59
2. riðill
1. Marlies Göhr, A-Þýsk.
2. Angella Bailey, Kanada,
3. Dianc Williams, USA
4. Helina Marjamaa, Finnl.
5. Silke Gladisch, A-Þýsk.
6. Anelia Nouneva, Búlgaríu,
11,05
11,18
11,21
11.29
11.30
11.31
7. Alice Brown, USA,
8. Shirley Thomas, Bretl.
11,33
11,53 Göhr—heinumetotari.
Undanúrslit 800 m hlaups kaiia:
Brasilíumaðurinn
náði bestum tíma
Urslitahlaupið i 800 m karla verður héð é
HM i Helslnki í dag kl. 15.10 að ísl. tima. Mlkll
keppni var i undanúrslitunum i gœr. Keppt
var i þremur riðlum. Tvelr bestu i hverjum
riðll komust i úrsUt og tveir að auki með besta
tima þeirra sem ekki urðu i tvcimur fyrstu
sætunum.
l.rlðUl
1. Joaqulm Cruz, Brasllíu, 1:45,62
2. James Robinson, USA, 1:46,16
3. PhUippe Dupont, Frakkl., 1:46,36
4. Viktor Kalinkin, Sovét, 1:46,83
5. Michael Solomon, Trinidad, 1:47,10
6. Matthlas Assmann, V-Þýsk., 1:48,73
7. Mike HUlardt, Astralfu, 1:49,64
Alberto Juantorena, Kúbu, msttl ekki til
lelks.
2. riðlU
1. WilU Wulbeck, V-Þýsk., 1:46,21
2. Alberto Guimaraes, BrasU., 1:46,37
3. JoseMarajo, Frakkl., 1:46,39
4. David Mack, USA, 1:46,39
5. Coloman Trabodo, Spéni, 1:46,85
6. Gary Cook, Bretlantíl, 1:47,48
7. Sammy Koskel, Kenýa, 1:48,92
8. Binko Kolev, Búlgariu, 1:50,23
3. riðUl
1. Hans-Peter Femer, V-Þýsk., 1:45,24
2. David Patrick, USA, 1:45,30
3. Peter ElUott, Bretl., 1:45,38
4. Rob Drappers, HoUandl, 1:45,55
5. Detlef Wagenknecht, A-Þ., 1:45,70
6. PeterPearless,N-Sjél., 1:47,82
7. Jose Barbosa, BrasUiu, 1:48,05
8. Jorma Haerkoenen, Finni., 1:49,39
-hsim.
Sá pólski bætti sig í
hverju stökki
— Hoffmann varð heimsmeistari í þrístökki
Pólskl þrístökkvarfam Zdzislaw Hoff-
mann hafði mikla yfirburði í úrslitum
þristökkskeppninnar á heimsmeist-
arakeppninni í Helsinki í gær. Eftir
fyrstu umferöirnar var Bandarikja-
maðurinn Willle Banks fyrstur með
17,18 m. t fjórðu tilraun sinni jafnaði
Hoffmann þann árangur. Stökk siðan
17,35 m í þelrri fimmtu og 17,42 m í
sjöttu og lokatllraunlnni.
Banks varö annar þó aðeins á þvi aö
eiga annað stökk sitt betra en Nígeríu-
maðurinn Ajayi Agebaku sem jafnaði
árangur Banks 17,18 m undir lokin. Sex
stökkvarar stukku yfir 17 metra í úr-
slitunum. Þetta hefur löngum verið
„sovésk grein” og það kom þvi á óvart
að besti sovéski stökkvarinn náði að-
einstiundasæti.
Urslitin í þrístökkinu urðu þessi:
1. Zdzislaw Hoffmann, PóU. 17,14
2. WttUe Banks, USA, 17,18
3. Ajayi Agbebaku, Nigeriu, 17,18
4. Mike Conley, USA, 17,13
5. VI. Marttiec, Tékkósl.
6. Jan Cado, Tékkósl.
7. Bela Bakosi, Ungverjal.
8. A1 Joyner, USA,
9. PeterBouschen, V-Þýsk.
10. Gennade VaUukevic, Sovétr.
11. Bedros Bedrosian, Rúmeníu,
12. Stephen Hanna, Bahamas,
17,13
17,06
16,83
16,76
16,70
16,41
16,18
14,96
Sá síöasttaldi slasaðist i úrslita
keppninni. Mikla athygli vakti að
breski þristöklcvarinn kunni, Keith
Connors, komst ekki í úrslitin.
-hsím
4. Emmit King, USA,
F. Emmelmann, A-Þýsk.
6. Ben Johnson, Kanada,
7. Tony Sharpe, Kanada,
8. Leanando Penalver, Kúbu
2. rlðttl
1. Carl Lewis, USA,
2. Paul Narracott, ÁstraUu,
3. Desai WilUams, Kanada,
4. Christian Haas, V-Þýsk.
5. ReyStewart, Jamaika,
6. CameronSharp.Bretl.
7. OsvaldoLara.Kúbu,
8. ThomasSchröder, A-Þýsk.
10,36
10,40
10,44
10,44
10,47
10,28
10.38
10.39
10.39
10.40
10,43
10,46
10,52
-hsim.
Knötturinn hafnar í bláhorninu eftir þrumuskot Óla Þórs Magnússonar frá vítateigshorni og annað mark tslands í
6—0 sigri gegn Færeyingum. DV-mynd Heiðar Baldursson.
Landsleikur íslands og Færeyja:
SEX URÐUISL MORKIN
ÁÐUR EN YFIR LAUK!
Frá Magnúsi Gistasynl — fréttamanni
DVéSuðurnesjum:
Islendingar áttu ekkl i miklum erfið-
lelkum með Færeyinga i landsleik
þjóðanna á NJarðvíkurveilinum í gær-
kvöld. Lelknum lauk með 6—0 stórsigri
blendinga eftlr að staðan hafði verið
2—Oíhólflelk.
Aðstæður til knattspymu voru
frekar bágbornar, rigningarsuddi og
nokkur vindur. Völlurinn var glerháll
og illur yfirferðar og þá sérstaklega
fyrir Færeyingana sem leika að öllu
jöfnu litið á grasi.
Eins og úrslitin gefa til kynna voru
yfirburðir Islendinga töluverðir. Fær-
eyska liðiö var skipað nokkuð hávöxn-
um leikmönnum sem léku nokkurs
konar stórkaltaknattspymu, voru með
miktar tangsendingar og leikskipulag
þeirra var af skomum skammti.
Fyrsta markið kom á 23. mín. leiks-
ins og var það úr vítaspymu eftir að
einn færeysku varnarmannanna sló
boltann innan vitateigs. Þaö var því
ekki um neitt annað aö ræða fyrir
þokkalegan dómara leiksins, Þorvarð
Bjömsson, en að benda ó vítapunktinn.
Gunnar Gíslason framkvæmdi víta-
spyrnuna og skoraði fyrsta mark leiks-
ins af miklu öryggi. Ekki leið ó löngu
þar tilannaömarkiðsádagsinsljósen
þaö var á 37. min. er Oli Þór fékk knött-
inn utan vítateigs, lék laglega á tvo
Færeyinga og skoraði algjörlega
óverjandi fyrir Per Ström í færeyska
markinu. Eftir þessi tvö mörk færðist
mikið öryggi yfir leik íslenska liösins á
sama tíma og dofnaði verulega yfir
gestunum.
Strax í byrjun seinni hálfleiks, eða á
51. mín., fékk Ragnar Margeirsson
þversendingu inn að vitateigshomi
hægra megin og skaut viöstöðutausu
skoti í mark Færeyinga 3—0. Aðeins 4
min. síðar kom fjórða markið. Sæbjöm
Reynir-KS
13. ágúst
Leikur Reynis og KS í 2. deildar-
keppninni, sem vera átti 15. ágúst, hef-
ur verið færður fram til laugardagsins
13. ógúst. -AA.
Guðmundsson skoraði þá fallegasta
mark leiksins. Hann fékk boltann utan
vítateigs og sendi hann með þrumu-
skoti undir þverslána. Gullfallegt
mark og vel gert hjá Sæbimi. Á 60.
mín. bættu Islendingar fimmta mark-
inu við. Oli Þór prjónaði sig þó í gegn-
um vöm Færeyinganna, lék á mark-
vörðinn og renndi boltanum í netið.
Einn færeysku varnarmannanna gerði
reyndar heiðarlega tilraun til að nó til
knattarins en mistókst og þeir höfnuöu
bóðir í netinu, knötturinn og leik-
maðurinn. Það var því stöðug pressa ó
færeyska markiö fyrsta kortérið i
seinni hólfleik og þeir áttu í vök að
verjast, nóðu aðeins skyndisóknum af
og til en án þess þó aö vera neitt
ógnandi, til þess var leikskiputag
þeirra ekki nógu sannfærandi. Sjötta
og síðasta mark Islands skoraði Sæ-
bjöm Guðmundsson sem negldi knött-
inn í netið eftir að Omar Torfason hafði
ótt skot sem hafnaði í marksúlunni og
fór út 1 teiginn aftur og þar var Sæ-
b jöm réttur maður á réttum stað. A 87.
mín. var önnur vítaspyma dæmd á
Færeyinga og var só dómur nokkuð
strangur aö flestra áliti. Helgi Bents-
son var í skailaeinvígi innan vítateigs
við einn færeysku leikmannanna og
féll við. Helgi tók spyrnuna sjálfur en
skaut yfir markið.
I islenska liðinu var Helgi Bentsson
bestur, en leikmenn eins og Viðar
Halldórsson, Þórður Marelsson sem
lék þarna sinn fyrsta landsleik,
Gunnar Gístason á miðjunni, Ragnar,
Oli Þór og Sæbjöm skiluðu allir hlut-
verkum sinum mjög vel. Mótstaöan
var reyndar ekki mikil að þessu sinni.
Hjó Færeyingum var Kari Reyniheim
bestur og ef einhver gat ógnað islensku
vöminni þó var þaö hann. Þá verður að
segjast að markvörðurinn Per Ström
verður ekki sakaður um mörkin.
Lið Istands var þannig skipað í gær:
ögmundur Kristinson (Þorsteinn
Bjamason), Hafþór Sveinjónsson
(Aðalsteinn Aðalsteinsson), Erlingur
Kristjánsson, Viöar Halldórsson (Þor-
grimur Þráinsson), Stefón Halldórs-
son, Þórður Maretason, Gunnar Gisla-
son (Omar Torfason), Sæbjöm
Guömundsson, Ragnar Gíslason, Oli
Þór Magnússon, Helgi Bentsson.
emm/AA.
Sutton tók
síðasta ás-
inn á árinu
Bandaríkjamaðurinn Hal Sutt-
on varð sigurvegari í US-PGA
opna golfmótinu, sem hóð var i
Kalifomíu og lauk nú um helgina.
US-PGA Open er eitt af fjómm
stærstu golfmótum heims, eða
eitt af ásunum f jórum eins og þau
em köiluð. Hbi em Masters, US
Open og Britlsh Open.
Sutton lék holumar 72 á
samtals 274 höggum, og hirti þar
með bróðurpartinn af verðtauna-
fénu sem var samtals 600 þúsund
dollarar. Annar í mótinu varð
„guUbjömlnn” Jack Nlcklaus ó
275 höggum og þriðji Peter
Jacobson é 276 höggum.
-klp-
Oddurúr
leik
Oddi Sigurðssynl, KR, tókst
ekki vel upp í 2. umferð 400 m
hlaupsins i Helsinki í gær. Hann
varð óttundi og síðastur i sinum
riðU á 48,09 sek. Komst þvi ekki i
undanúrsUtin sem verða háð í
dag. Bestum tima í gær i 400 m
hlauplnu náðl Bandaríkjamaður-
bm Michael Franks. Hljóp ó 45,57
sek. en i úrsUtum ó miðvikudag
mó búast vlð að nokkrir hlaupar-
arnlr fari undir 45 sekúndurnar.
-hsim.
Feyenoord-
Man. Utd.
— í Amsterdam.
Hópferð
Samvinnuferða
Fjögur heimsfræg knatt-
spymuUð taka þótt í móti sem
hefst í Amsterdam á föstudag,
Ajax og Feyenoord, HoUandi,
Man. Utd. bikarmeistarar Eng-
lands, og ItaUumeistaramir AC
Roma. Á föstudagskvöld leika
Feyenoord—Man. Utd., Ajax—
Roma.
Samvinnuferðir efna tU hóp-
ferðar tU Amsterdam á föstudag.
Verður horft á leikina um kvöldið
og síðan framhald mótsins, kom-
ið heim ó þriðjudag.
hsim.
Johnny Walker golf mótið:
Ragnar með mikla
yfirburöi í rokinu
og rigningunni
Golfleikarinn góðkunni, Ragnar
Olafsson GR, varð 8000 krónum rik-
ari eftir sigurinn í Johnny Walker
golfkeppninni ó NesveUinum á Sel-
tjamamesi, sem háð var um helg-
ina. Hafði Ragnar mikta yfirburði
yfir keppinauta sina, sem voru úr
rööum bestu golfleikara landsins og
var 11 höggum ó undan næsta manni.
Veðrið setti heldur betur strik í
reikninginn ó mótinu eins og í fleiri
golfmótum hér á Suöurtandi í sumar.
Varð að hætta keppni vegna veðurs
þegar leiknar höföu veriö 54 holur en
keppendurnir áttu að leika 72 holur á
tveim dögum.
Ragnar tók forystu í mótinu þegar
á fyrsta hring — lék þá 18 holumar á
67 höggun, eða 3 höggum undir pari.
Annan hringinn lék hann á 73
höggum og þann þriðja einnig á 73
höggum eða samtals 213 höggum.
I öðru sæti varð Sveinn Sigurbergs-
son GK á samtals 224 höggum en
siðan komu þeir jafnir Páll Ketilsson
GS, Jón Haukur Guölaugsson NK og
Sigurður Pétursson GR á 226
höggum. Björgvin Þorsteinsson GA
var eini maöurinn fyrir utan Ragnar
sem lék Nesvöllinn undir pari í þessu
móti en hann lék annan hringinn á
taugardeginum á 68 höggum.
Fyrirtækið Vangur hf. gaf verö-
Verðlaunahafarnir i Johnny Walker golfmótinu sem háð var um helgina. Fremri röð frá vinstri: Sigurður
Hafsteinsson og Viðar Þorsteinsson. Aftari röð f. v.: Sigurjón R. Gíslason, Björgvin Þorsteinsson, Sveinn
Sigurbergsson, Páll Ketilsson, Ragnar Ólafsson og fulltrúar Vangs hf. sem gaf verðlaunin í mótið, hjónin
Óiafur H. Ólafsson og Guðrún Árnadóttir. DV-myndS.
taun til keppninnar. Fékk Ragnar
8000 kr. vöruúttekt fyrir fyrsta sætið,
en undanfarin ár hafa verölaunin
fyrir það verið golfferð til útlanda.
Mörg önnur glæsileg verðlaun voru
þama á boðstólum. Þeir Ragnar
Olafsson og Sigurður Hafsteinsson
GR fengu verðtaun fyrir lengstu upp-
hafshögg á 2. braut, Sigurjón R.
Gíslason GK tók bæði verðtaunin
fyrir að vera næstur holu á 6. braut
báða dagana og bræðumir Viðar og
Björgvin Þorsteinssynir fengu verð-
launin fyrir að vera með fiestar
brautir undir pari — Björgvin með 9
fyrri daginn og Viðar með 2 síðari
daginn.
-klp-