Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 14
PPiU.TOl'T^ * rt OTN r» n rT* T/ 14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983. E1WI5PÖ4* klám«5 Fyro Þessi grein er hin fyrri af tveimur um klámiðnað og klámhugmynda- fræði þá sem nú flæöir yfir landið. Eg las í fyrra tvær bækur um efnið, Take back the Nlght, sem er greina- safn eftir margar fremstu kvenrétt- indakonur i Bandaríkjunum og Pornography, Men possesslng Wo- men eftir Andrea Dworkin. Báðar þessar bækur fengust í Bókabúð Máls og menningar og ég geri ráð fyrir að þær fáist þar enn. Þetta eru góðar bækur sem ég ráðlegg konum sem áhuga hafa á efninu að lesa. Þessar tvær bækur eru aðalheimildir mínar að báðum greinunum. Eg hef lengi ætlaö aö gera þessu máli nokk- ur skil en það sem knúöi á um fram- kvæmdir nú var frétt í DV13. júlí sl. þar sem sagt er frá því að verið sé að leita að íslenskri stúlku í fegurðar- samkeppni á vegum klámritsins Penthouse. Samkvæmt frásögn blaðsins heitiö keppnin Milijón doll- ara gæludýr ársins. Síðan á dýrið (stúlkan) sem sigrar að sitja fyrir í djörfum stellingum hjá klámútgef- andanum. Þegar ég var að ljúka viö þessar greinar í gær fékk ég Veru, blað Kvennaframboðsins. Mér til mikillar ánægju sé ég að þar er líka verið að fjalla um þessi mál. Þar skrifar Þor- gerður Einarsdóttir félagsfræðinemi Karlveldið er ekki gamalt En hér er ekki allt sem sýnist. Viö konur skulum ekki gleyma því að við búum í heimi karlveldis (patríarkats) og kapítalisma þar sem vald karla yfir konum tekur ekki aðeins til vinnu þeirra heldur og til kynlífs (sexús- lítets) þeirra, hugsana og hugmynda. Til aö halda þessum völdum þarf viö- eigandi hugmyndafræði um konur, um kvenleikann, stöðu kvenna og hlut- spurt: „Til hvers getum við notað kon- ur?” Nú kann einhver að hugsa sem svo. Nei, þetta er of djúpt í árinni tekið. Það kann að vera að karlar og karlveldi hafi ráðið svona yfir konum fyrir 4000 árum eða 400 árum. Já, jafnvel fyrir 40 árum en ekki núna þegar jafnrétti rík- ir. Eða hafa konur kannski ekki fengið öll hin sömu lagalegu réttindi og karlar og meira aö segja jafnréttislög í ofaná- lag og Jafnréttisráð? Mér finnst eðli- Helga Sigurjónsdóttir segja þeir. Það flytur góðar greinar og viðtöl við merka menn, háttsetta stjórnmálamenn, vísindamenn, rit- höfunda o.fl. Tæpast færu slíkit menn að leggja nafn sitt við ómerkilegt og sóðalegt klámrit. Og hvað með það þó að í blaðinu séu líka myndir af fáklæddu kvenfólki. Er nokkuð ljótt við nakinn mannslík- ama? Er nektin eitthvað til að skammast sín fyrir? Jú, að vísu má segja að í seinni tíö séu sumar mynd- ir og frásagnir í djarfara lagi en er „Karlveldiö er ekki gamalt í veraldarsög- unni miðað við aldur mannsins á jörðinni. Að vísu eru árin um 4—5 þús. en það er þó ekki nema um 1% þess tíma sem hinn vitiborni maöur (homo sapiens) hefur byggt þennan heim.” YURS ANDHDPOV: FORMER KÚB O0U8LÍÍ AÖEMT REVEAIS INSIÐE FACTS ABOUT NEW SOVIET tEADER COUN W&tJLAND: THE'MAN WE IOVE TO HÁTE; AN EXCIUSIVE ÍNTERVIEW wtsmmm' -THE CRUEILEST CARICATURE? 1EFFREY 8ERNARD ON WOMEN í Gautaborg ágæta grein um nauðg- un, vændi og ofbeldi og Magdalena Schram skrifar einnig ágæta grein í tilefni áöurnefndrar fréttar í DV. Eg ráðlegg öllum áhugasömum að lesa þessar greinar og að láta frá sér heyra um málið. Playboy fyrstur Arið 1953 hóf göngu sína í Banda- ríkjunum klámtímaritið Playboy sem var hið fyrsta sinnar tegundar. Síðan þá hefur klámritaútgáfan auk- ist og margfaldast um öll lönd og mun algengur fjöldi slíkra rita í bókabúðum og sölutumum vera um 10—15.1 virtri bókabúð í Reykjavík taldi ég um daginn 12 blöð. Eg hygg að margir vilji ekki telja Playboy til klámrita, a.m.k. ekki karlmenn. Þetta er vandað blað, það nokkuð skaðlegt. Er það ekki það sem fólk vQL Og hvaö er djarft ef út í það er farið? Var ekki kominn tími til að losa um alls konar hömlur og tepruskap sem hvíldi yfir kynlífi karla og kvenna? Það er nú líkast til. Nei, Playboy er sko ekkert klámrit. Svona er talað og mér virðist sem það sé almenn skoðun bæði meðal karla og kvenna að klámblöö yfirleitt séu ekki skaöleg. Þau geti verið hvimleið og sjálfsagt ekki rétt aö halda þeim aö börnum og unglingum en engin ástæða sé til að amast sér- staklega við þeim. Hugsanleg skaösemi af bókmenntum þessum væri einna helst sú aö ungir piltar gætu fengiö minnimáttarkennd gagnvart öllum stórfolunum sem ,,gera það” fimm sinnum á nóttu jafn léttilega og að depla auga. verk. Þessi hugmyndafræöi eöa kvennaheimspeki karlveldis er breyti- leg eftir aðstæðum en ævinlega verður aö lokka konur með öilum tiltækum ráöum til að fallast á hana og gera hana aö sinni. Karlveldið er ekki gamalt í veraldar- sögunni miðað við aldur mannsins á jörðinni. Að vísu munu árin vera 4-5- þúsund en það er þó ekki nema um 1% þess tíma sem hinn vitibomi maður (homo sapiens) hefur byggt þennan heim. Hvemig karlar fóru að því að gjörsigra konur/mæður er ekki vitað en sterkar líkur benda til aö eðlilegt jafnvægi hafi ríkt meðal kynja alla hina löngu vegferð mannsins þar til svokölluð siömenning hófst. Síðan þá ■hefur konum verið ákveðinn staður og hlutverk út frá hagkvæmnissjónarmiði karia. Karlveldið hefur ævinlega legt aö svona sé spurt en formleg rétt- indi kvenna og margháttaðar breyting- ar á karlveldi undanfarin árþúsund hafa samt ekki aflétt vinnu þeirra, hugsunum og líkama. Konum og öðr- um sem um þessi mál hugsa vill oft yf- irsjást hversu sveigjanlegt karlveldið er. Við breyttar aðstæður síðustu ára- tugi, aukin réttindi kvenna og menntun þarf aðeins að fela valdið betur en áð- ur. Kiæða það í dulargerfi og fela úlfs- hárin. Það hefur tekist og þess vegna er valdahlutfallið milli karla og kvenna óbreytt. Konur em jafnvalda- lausar og áður og þær og böm þeirra jafnof urseld og berskjölduö fyrir þeirri hugmyndafræði eða heimspeki sem karlveldi og kapítalismi byggist á. Og þegar þetta tvennt spilar saman er ekki von á góðu. (Eg geri ekki greinar- mun hér á kapitalisma og sósíalisma, það þýðir ekki að tala um einhvem annan sósíalisma en þann sem þekktur er í heiminum í dag og stjómarhættir í löndum sósíalismans bera flest ein- kenni kapitalisma, rányrkju jarðar- innar, hemaöarhyggju og kvennakúg- unar. Fallegar fræðikenningar duga skammt). Frá hjúskaparskyldu til fullnœgingarskyldu Þá skulum viö snúa okkur að þvi sem á að vera meginefni þessarar greinar eða það sem ég kalla heimspeki kláms- ins, hvernig kiámiðnaðurinn er notað- ur markvisst nú á dögum til að skapa ákveöna kvenímynd, sem konur eiga að gera að sinni eigin sjálfsmynd (identiteti). Vitaskuld er ekkert nýtt við það að karlar skapi konum kven- ímynd, það hefur karlveldið gert frá fyrstu tið en lítum aðeins á þróunina sl. lOOáreða svo. Þá, á Viktoríutímanum, áttu konur að vera kynlausar og giftast aöeins til að eignast böm og viðhalda hjóna- bandsstofnuninni, homsteini þjóðfé- lagsins. Kynlíf var ljótt og sóðalegt, sérstaklega fyrir konur og siðavandar, giftar konur áttu aðeins „að gera það” fyrir kónginn og föðurlandið. Konur áttu að framleiða böm, drengi til að verða striösmenn, stjórnmálamenn og verkamenn, stúlkur til að verða mæð- ur nýrra striösmanna, stjórnmála- manna og verkamanna. Um þaö bil tveimur kynslóðum síðar, þegar konur voru búnar að berjast mannréttinda- baráttu í 50 ár, var viðurkennt að kon- ur gætu haft gaman af kynlífi. Þær áttu samt sem áður að vera homsteinn heimilisins og fullkomnar mæður og húsmæður, nú bættist hins vegar viö skyldan aö vera hin fullkomna ástmær eiginmannsins. Hinn fulikomni félagi í rúminu. Því fleiri, meiri og æðislegri fullnægingar því betra. Ekkert stað- festi betur karldóminn. I stað viður- kenndra hjónabandsnauögana eða hjú- skaparskyldunnar sem konur töluðu um með hrolli áður fyrr kom nú full- nægingarskyldan. Kvenímyndin nú er beint framhald þeirrar sem nú var lýst nema marg- földuö tífalt. Ekki einasta mega konur hafa kynhvatir heldur eiga þær að „vera alltaf reiðubúnar” eins og skát- amir og nánast hvar sem er og hvenær sem er. A máli grunnhyggins fólks heitir þetta kynferðislegt frelsi stúikna og kvenna og pillan, trúlega einn mesti bölvaldur kvenna, talin þar þung á metunum. Enda held ég að það sé eng- in tilviljun að klámbylgjan hefst fyrir alvöru á sama tíma og pillan kemur á markaðinn. Hvílíkir draumatímar, nú var um að gera aö skapa „æskilega” kvenímynd sem bæði var hægt að græða á enn frekar en áður og sem gerði konur mun aðgengilegri kynver- ur f yrir karla og auðveldari viðfangs. 1 næstu grein verður sagt frá inntaki klámhugmyndafræðinnar og stærstu klámkóngunum. Helga Sigurjónsdóttlr kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.