Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST1983. Strokufangamir handteknir f gær: ,,/if, þú ferð niður á níu” — mátti heyra er DV fylgdist með handtöku annars þeirra í hádeginu f gær Fanginn leiddur út i bilinn fyrir utan einbýlishús í Skógahverfinu í gær. Nokk- ur timi leið áður en fanginn hleypti lögreglunni inn. Húsið var umkringt af um átta lögreglumönnum. Strokufangamir af Litla Hrauni sem leitað var að um alla helgina voru handteknir í gærdag, báðir í íbúðum i Breiðholti, en þó ekki á sama stað. Þelr eru báðir um tvítugt og höfðu veriö „frjélsir” í um sextíu og fjórar kiukkustundir. Struku út á útivistartima um kvöldmatarleytiö á föstudagskvöidið. Lögreglan í Reykjavik umkringdi íbúöarhús i Skógahverfinu um klukk- an hálftólf i gærmorgun, en þar var þá annar f anganna inni. Er DV kom á staðinn nokkrum mínútum síðar stóöu „samninga- viðræður” við fangann yfir. Ekki vildi hann koma strax út, þrátt fyrir aö hann sæl að leikurinn væri tap- aður. „Jú, þú ferð örugglega niður á níu,” (Hegningartiúsið Skólavöröu- stíg 9), mátti heyra einn lögreglu- manninn segja við fangann. Ekki kom til neinna átaka og reyndar voru lögreglumennimir ékaflega lemp- andi i viðræðum sínum við fangann. Að lokum gaf fanginn sig og hleypti lögreglumönnunum inn. Um fimmtán mínútum síöar var hann leiddur út í bíl Rannsóknarlögreglu ríkisins. 1 þann mund sem ekið var af stað skrúfaði hann niöur rúðuna i skyndi og kallaði til okkar: „Þið getið sagt það i DV, að mér þyki þetta helvíti hart þvi að ég var ..Meira var ekkl hægt aö greina þar sem bíllinn var kominn vel af stað og lögreglu- menn skrúfuðu strax upp rúðuna. Seinni fanginn var siðan hand- tekinn i Fellahverfinu um klukkan t\’ö. Þeir vom í yfirheyrslum seinni partinn i gærdag hjá rannsóknarlög- reglunni. -JGH. sölu i islensku heimabruggi i hjarta Evrópu. Búið að opna bil rannsóknarlögregiunnar og um 64 klukkustunda „frelsi” á enda. Skömmu eftir að bílllnn lagði af stað, skrúfaði fanginn niður rúðuna og kallaði óskýrt: „Þið getið sagt það í DV að mér þyki þetta helvíti hart því að ,ég var...” Lóft Hafnarbíós: Framtíðm oraðm Enn hefur engin ák\’örðun verið tekin um það hvað risa mun á lóölnni þar sem Hafnarbió stóð en Lýsl hf. á þar stóran hluta. Að sögn Egils Snorrasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er framtið lóðarinnar óráðin en hann kvaðst giska á að einhverjar framkvæmdir hæfust ekki selnna en upp úr áramótum. Sagðl hann uppi áform um ibúöa- byggingar á henni. Sigurður Harðarson arkitekt, sem sætl á 1 skipulagsnend Reykjavikur- borgar, sagði i samtali að lóðin væri hluti af deiliskipulagi svæðisins milll Hverfisgötu og Skúlagötu og skoðanir Borgarsklpulags og borgar- verkfrasðings á nýtingu svæðislns væru ólíkar. DV skýröl frá því hinn 24. júni aö tveimur arkitektastofum heföi veriö faliö aö vinna tillögurum byggð á lóð Eimskipafélagsins vlð Skúlagötu. Engar tillögur hafa enn borist og er ekkl ljóst með hverjum hætti svæðið veröur skipulagt. -PA Nýr skólast jóri á Þórshöfn Frá Artablrnl Arngrimssynl, frétta- ritara DV á Þórshöfn: Marta Richter kennari hefur veriö settur skólastjóri við bama- og unglingaskólann á Þórshöfn næsta skólaár. Pálml Olason skólastjóri fær nú endurhæfingarfri til upp- rlfjunar og endursköpunar á kunn- áttusinnloghæfni. JBH Skúlptúrar við Kjarvalsstaði HaUsteinn Sgurösson sýnir þennan mánuö átta skúlptúra úr jámi og áU á stéttinni kringum Kjarvalsstaði. Þeir eru gerölr á undanfömum tveimur árum. Auövelt er aö skoða þá allan sólarhringtan, en húsið sjálft er opiö frá kl. 14-22. Þar standa nú yfir sýningamar Kjarval á ÞingvöUum og Ný Ustaverk í eigu Reykjavíkurborgar. ihh, DV-mynd: Bjarnleifur íslenskt heimabruggað hvítvín gerir það gott: VÍNIÐ DRUKKIÐ í HJARTA EVRÓPU ÁN ATHUGSEMDA ,ÍIg var svo heppinn að komast yfir nokkrar flöskur af helmabrugguöu is- lensku hvitvíni þegar ég var á ferö hér fyrir skömmu og síöan hef ég veitt það á veitlngahúsi mínu án þess að viösklptavinimir hafi haft nokkuð vlð það aö athuga. Eru þeir þó flestlr ah’anlr vínsmakkarar Svo mæUr Valgeir Sigurðsson veitingamaöur sem um árabil hefur rekiö veitingastaðinn The Cockpit-Inn i Lúxemborg. „Það ber ekki að skUja þetta þannlg aö ég sé farinn aö flytja islenskt heimabrugg tU útlanda,” bætir Valgeir við, „en árangur tilrauna minna er vægast sagt athygUsveröur.” Valgelr lagöi svo tU vlö starfsfólk sitt að þaö veitti islenska hvitviniö i hvert sinn sem vlðsklptavinur bæði um hvitvinsglas og hafði þann vamagla á að ef einhver k\’artaöi þá skyldi tafai> laust beöist afsökunar og skipt um lnnihald glassins. Athyglisvert er að enn sem komið er hef ur engin k vartaö. -eir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.