Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hið kjarnorkuknúða flugmóðurskip Eisenhower, sem Líbýumenn hafa hótað að sökkva ef það kemur inn á Sidra-flóann. Gaddafi, ieiðtogi Líbýu, hefur sakað Bandaríkin um að auka á ófriðarblikur með flotaumsvifum á Miðjarðarhafinu. Chad-stjórnin hefur nú fært gleggri sönnur á það en áður, að Líbýumenn taki beinan þátt í borgarastyrjöldinni þar i landi. Libýskur flugmaður, sem tekinn hef- ur verið höndum eftir að flugvél hans var skotin niður, var leiddur fram til sýnis fréttamönnum í gær í höfuðborg- inni N’Djamena. — Hann hafði stýrt 12 véla flugsveit til sprengjuárása á bæ- inn Faya-Largeau. Majór Mohammed Charfedin kann- aðist við að hafa verið tekinn til fanga þegar Sukhoi Su-22 vél hans var skotin niður síöasta föstudag. Sagði hann að flugsveit hans hefði verið heimsótt af Gaddafi leiðtoga Líbýu í siðustu viku. Líbýa heldur því fram, að Charfedin hafi verið tekinn til fanga 1981 í fyrri bardögum borgarastyrjaldarinnar, sem staöiö hefur i sautján ár. Charfedin segir að líbýsku flugvél- amar, sem loftárásum hafa haldið uppi á Chad, hafi bækistöðvar bæði í Aouzou og i Sebha í Líbýu. Libýustjórn hefur sakað Bandarikin um aö auka á spennu og ófriöarbliku í þessum heimshluta með auknum flota- umsvifum á Miðjarðarhafinu og með því aö leggja til tvær AWAC-radarflug- vélar til þess að fylgjast með ferðum líbýskra herflugvéla á leið til árása í Chad. Hefur Gaddafi hótað að skjóta bandarisku flugvélamar niður ef þær hætti sér inn fyrir lofthelgi Líbýu. Líbýa þrætir enn fyrír loftárásimar Grikkir mót- mæia kjarn- orkuvopnum Um fimmtán þúsund mótmælendur kjamorkuvopna mynduðu hring um- hverfis Akrapolis í Aþenu með því að taka saman höndum í gær. Siðan var gengið fylktu liði til þinghússins um eins kílómetra leið. Fóru mótmælin friðsamlegafram. Griska stjómin hefur sakað Banda- ríkin um að geyma kjamorkuvopn í bandarísku herstöðvunum í Grikk- landi. Um leið hafa Grikkir hafiö þreif- ingar við nágrannalöndin um að Balkanskagi verði friðaður af kjam- orkuvopnum. Mannræningj- arnir krefjast yfirlýsingar f rá páfanum Hópur Tyrkja, sem segist hafa rænt dóttur starfsmanns í Páfagarði, hefur nú heitiö þvi að sleppa stúlkunni ef páfinn lýsi því yfir opinberlega að Tyrkinn sem sýndi honum banatil- ræðiö sé manneskja. Fram til þessa hafa ræningjarnir krafist þess að Mehmet Ali Agca verði látinn laus úr fangelsi ef þeir eigi að sleppa fimmtán ára gamalli stúlkunni lifandi. I orðsendingu ræningjanna er sagt, að stúlkan sé á lífi en þeir hafa til þessa ekki lagt neitt fram til sönnunar á því. Stúlkunni rændu þeir fyrir sex vikum. Útlönd Umsjón: Ólafur Bjarni Guðnason Guðmundur Pétursson Fangar sem stjóraarhermenn Chad hafa tekið í borgarastyrjöldinni en stjómin i N’Djamena segir að þar á meðal séu margir Líbýumenn. — Líbýustjórn þrætir þó enn fyrir að taka nokkurn þátt í átökunum í Chad. NÝ ÁTÖK í LÍBANON ■■ mm wnm itt ; ; i||| Itiliils Loft er lævi blandið í Líbanon eftir dalnum milli stuöningsmanna Arafats ný átök í gær innan skæruliðasamtaka og uppreisnarafla. Var beitt fall- Palestínuaraba og aðra bardaga. Enn- byssum auk hand\*opna. En engar fremur kviðu menn hefndum Israela sögurfaraafmannfalli. eftir aö Sýrlendingar skutu niður ísraelska flugvél i gær. Bardagar bmtust út l gær í Bekaa- Sýrlenskir hermenn skiptust á skotum við stjómarhermenn Líbanon við skiöabæinn Ayoun Siman í gær en áðar höfðu þeir skotið nið'ir könnunar- flugvéi Israela sem var á flugi yfir Bekaa-dainum. Einnig var ráðist á ísraelskan herflokk á eftirlitsferð nærri Abbasiyeh. r r Hagfræðingar i Brasiliu segja að verðbólgan þar i landi hafi í síðasta mánuði slegið öll fyrri met og sé nú komin upp í 142,8% (reiknuð á árs- grundvellinum tittnefnda), en hún var 127,2% í lok júnímánaðar. Almennt verðlag hækkaði um 13,3% í júlí og er þaö með örustu verðhækkun- um síöan verðbólguútreikningar hóf- ustfyrirífl árum. Robert McFarlane, meðalgöngu- maður Bandaríkjastjómar, er væntan- legur til Beirút í dag eftir viðræður við ráðamenn í Saudi Arabiu og Sýrlandi umhelgina. Þessi verðbólguþróun er Brasilíu mikill f jötúr um fót í umsóknum um lán og gjaldfrest á eldri lánum hjá al- þjóða gjaldeyrissjóönum og öðrum lánardrottnum. Hinir erlendu lánar- drottnar höföu sett að skilyrði fyrir frekari lánveitingum, að Brasiliu- stjórn næði traustari tökum á efna- hagslífinu. Yfir tvö þúsund hektarar skóglendis milli Marseilles og Cannes hafa orðið eldi að bráð eftir einhverja verstu skógarelda sem geisaö hafa í S-Frakk- landi í framhaldi af hitabylgjunni sem gengið hefur yfir meginlandið síöustu vikur. Raunar líöur naumast þaö sumariö að ekki verði skógareldar í Frakklandi en hitabylgjan i sumar hefur skapaö enn meira hættuástand en í venjulegu árferði. Þar við bætist að brennuvarg- ar hafa verið á kreiki. Skógareldar við Rivieruna Þúsundir ferðalanga með hjólhýsi urðu að forða sér frá vinsælum sælu- reitum i nágrenni Cannes vegna eld- hættunnar en níu slökkviliðsmenn hafa slasast við slökkvistörf. Um 600 slökkviliðsmenn hafa haft í nógu að snúast við að hefta útbreiðslu skógarelda og hafa notað til þess bæði þyrlur og flugvélar auk f jölda slökkvi- bíla. _______________^ Franskir slökkviliðsmenn að störfum í skógum vlðCannes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.