Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST1983. 13 Skrifað eftir helgina: Vopnasali biður um frið Það þarf ekki neina sérstaka greind, eða eftirtektarsemi, til þess að sjá, að á Islandi gengur allt annaðhvort vel, eða illa. I þessu bláa landi virðist, þvi miður, aðeins vera til eitthvert algilt lögmál. Ef ekki fæst bein úr sjó, þá bregst kartöflu- uppskeran líka, og ef fiskistofn hrynur, þá lækkar verð á öllum öðrum afurðum landsins. Og gengið heldur áfram að falla, eins og hljóð- látt haustregnið. Eg veit ekki hvers vegna þetta er s\’ona. Hjá öðrum þjóðum virðist þetta ganga öðruvísi fyrir sig. Móti halla í einni grein, kemur hamingja og góðir prísar á öðrum sviðum. Og meira að segja verðbólgan nær engum sérstökum þroska í út- löndum, a.m.k. ekki á islenskan eða suðuramerískan mælikvarða. Meðan þjóðin reri opnum skipum, voru ólögin þrjú í flestum lending- um, og það virðast þau vera enn, þótt við höfum fengið ný skip og ný úr- ræði, En þrátt fyrir samdrátt í náms- lánum, viröast þó ekki öll sund lokuð. Að minnsta kosti tveir stúdentar munu vera að nema skógarhögg, svo dæmi séu nefnd, þannig aö ekki er bjartsýnin öll í þessu landi. Þótt búmannsraunir taki gjaman allan vom tíma, svona hjá okkur lág- launamönnum, þá er hugsun á hærra plani þó ekki alveg dauð i landinu. Mikið er nú rætt um frið, því þaö hafa lengi verið góð úrræði í heims- kreppum, að efna til ófriðar og styrj- alda. Það lagar fjárhaginn, og kemur ýmsu á hreint. Af þessu hafa nú margir áhyggjur á Islandi og þá sérstaklega af kjarnorkustríði, sem er víst ekki gott fyrir húðina. Ýms friöarfélög hafa verið stofnuö, friðar- samtök og útgáfufélag Þjóðviljans vill ekki kjamorkulaus stríð. Vill belti. Kirkjan og kvenfélögin vilja friðarhreyfingu og forsetaritarinn er sama sinnis, samanber ágæta grein í kirkjubiaðinu, er tekin var upp í Morgunblaöinu. Og það furðulega kemur í ljós, að svo virðist sem Islendingar, sem standa svo til ráðþrota gegn skreið- arprisum.virðast nú allt í einu vera orðnir aö eins konar örlagavöldum heimsins, og má minna á að flokks- þing okkar framsóknarmanna, sam- þykkti i utanríkismálaályktun sinni i fyrra, aðhindra kjarnorkustrið. Það kann að vera að við séum lítils megandi þjóð, en vitanlega eigum við að taka þátt í öllu hugsanlegu og skynsamlegu friðarstarfi, en með orðinu skynsamlegu, er hér átt við, að ekki verði dregið úr jafnvægi, heldur verði stórveldin knúin til að draga úr ofsa sínum. Og hér á ekki aö einskorða sig við kjarnorkuvopn. Það er til að mynda athyglisvert aö þegar sænska ríkisstjórnin gerir það að tillögu sinni, að Norðurlönd, þar með Færeyjar og Grænland, verði lýst kjamorkuvopnalaust svæði, er ekki minnst á önnur vopn og meiðslatól. Viö þessa sænsku tillögu er þannig ýmislegt að athuga, vægast sagt. Kjarnorkuvopn hafa ekki verið á Norðurlöndum, nema í rússneskum kafbátum, sem strandaö hafa i kál- görðum í Svíþjóð. Og svo er það hitt. Danmörk Noregur og Island, eiga aðildaðNato. Þama er því vegið að því fyrir- komulagi er áðurtalin iönd, hafa um öryggismál sín, og látið er í veðri vaka, að miklar kjarnorkuvopna- geymslur séu, eða ráðgerðar í þessum löndum. Hitt er líka athyglisvert, að for- sætisráðherra Sviþjóðar er herskóla- genginn maður, er ræður yfir sér- þekkingu i herfræðum, þótt ekki kjósum við að nefna sænsku stjórn- ina herforing jastjórn vegna þess. Geir Hallgrimsson, utanríkisráð- herra, hefur bent á, að það sé ein- kennileg byr jun á þvi að aflúsa heim- inn af kjamorkuvopnum, að heimta að engin kjamorkuvopn veröi, þar sem þau alls ekki eru fyrir. Og er þessi afstaða skiijanieg. Og hún er líka athyglisverð, þar sem Olov Palme gjörir enga tilraun til þess að fá Varsjárbandalagslöndin i þetta belti, eða Eystrasaltslöndin. Austur- Þýskaland, Pólland, Lettland, Eistland, eöa SovétrSkin. Ekki heldur Þýskaland. I öllum þessum löndum eru þó þegar kjam- orkuvopn. Kjallarinn Jónas Guðmundsson j Hvað Island varðar, þá hafa kjam- orkuvopn aldrei verið hér á landi, þótt stórar rússneskar flugvélar með lokaðar farmskrár hafi lent á Kefia- víkurflugvelli árið 1970 svipaöar sárabinda- og meðalaflugvélum Gaddafi Lybíuleiötoga, sem stöðvaðar voru í Brasilíu, er þær voru á leið til ófriðarstaða. Þá er það sérlega athyglisvert, að Svíar skuli, þrátt fyrir það að þeir séu daglega meö sovéska belta- kafbáta svo til undir svefnherbergis- gluggunum í konungshöllinni, vera að einskoröa sig við kjarnorkuvopn. Hvers vegna skyldi það vera? Gæti það stafað af því, að Svíar em ein- hverjir mestu vopnaframleiðendur í heimi og flytja út gifurlegt magn hergagna til þróunarlandanna á ári hverju? Þeir stunda alþjóðleg vopnavið- skipti, framleiöa háþróuö ger- eyðingarvopn, herskip og herþotur, ásamt tilheyrandi drápstækjum. Vopnaframlelðslan og vopnavið- sklptin ero sumsé undlrstöðuat- vinnugreln í Svíþjóð, iikt og saltfisk- framleiðslan er hér. Það er þvi grunsamlegt að sænsku tillögumar koma fram einmitt á sama tíma, og heimsumræða fer fram um það, að hverfa frá kjam- orkuvopnum, til „venjulegra”, eöa heföbundinna vopna. Mætti þannig hugsa sér, að eftirspum eftir hefð- bundnum vitisvélum, og þá sænsk- um, myndi aukast, ef vantrú, eða hatur á kjamorkuvopnum myndi magnast i heiminum. A.m.k. hefur ekki heyrst orð um þaö frá sænskum stjómvöldum, að Sviar ætli að hætta að framleiða og selja vopn. Kaupmenn dauðans ætla sumsé ekki aö draga saman seglin i Svíþjóð. Fram til þessa, hefur fáránleiki í bókmenntum og listum, ásamt hinni alkunnu vandamálafræði, veriö aðal- útflutningur á sænskri hugmynda- fræði til Islands, sem er i sjálfu sér skaðlaust, hefur maður látið hann i friöi, en þar eð ég hef oröiö þess var, að margir vandamálainnflytjendur, vita litiö um hergagnaframleiðslu, kýs ég aö birta hér eina sænska aug- lýsingu frá kaupmönnum dauöans, og er hún tekin úr alþjóðlegu tima- riti, þar sem helstu vopnaframleiö- endur heims auglýsa vöru sína. Þama auglýsir Karlskronavarvet, fullkomin árásarskip, af nýrri Spiva gerð, sem búið er margvíslegum nýj- ungum. Þessi „nýja kynslóð” vítis- véla hefur aö geyma öflugustu sprengjur og háþróaðan rafeinda- búnaö, eins og þaö er orðað i auglýs- ingunni og stolt framleiðendanna leynir sér ekki. Meðal vopna um borð í skipinu, sem smiðað er á kjam- orkulausa beltinu ero (orðrétt): Sænsk sea — to — sea eða sjóorustu flugskeyti af geröinni RBS 15, ASW tundurskeyti, Bofors 57 og 40 mm hriöskotafallbyssur, og eyðingareld- flaugar. Þetta nefna þeir, (orðrétt) hið fullkomna árásarskip. Mörg þessara skeyta, þekkja Islendingar úr sjónvarpinu frá Falklandseyja- striöinu. Þá greinir firma dauðans frá 300 ára reynslu Svía í smíði herskipa. Því er svo við að bæta, að tundur- skeyti Svía, þykja einhver þau full- komnustu sem til ero. Þau ero þannig gerð að þau elta uppi skot- markið. Svíar þurfa því aðeins aö elta uppi stríðsæsingamenn og grimmdina. Sænski rafeinda- búnaðurinn sér um restina, ásamt sprengihleðslunni. Af þessu sést, að ýmislegt má nú aðhafast á kjarnorkulausum beltum. Og vona ég að Islendingar noti fyrsta tækifæri tii þess að fá Svia til þess aö hætta vopnaframleiðslu, þvi það vsri ósæmandi fyrir landið að taka þátt í þvi að selja sænsk hergögn. Vitanlega mun eftirspum eftir hefð- bundnum sænskum vopnum aukast, ef áhersla verður lögð á kjamorku- laus belti og RBS 15 og ASW tundur- skeytin sænsku, ásamt rafeinda- stýrðum eyðingareldflaugum sænsk- um. Herskip og sprengjuþotur Svía munu seljast betur á heimsmarkaði dauðans. Það hefur vissulega verið ömur- legt, að þurfa að umbera sænska menningu og þau vandamálafræði, er Svíar flytja til Islands í tíma og ótíma, ýmist í menningarlegri for- skrift og leiðsögn hér úti, ellegar þá er þeir sýna Islendinga sérstaklega með hreindýrum og löppum á stein- aldarmótum norður í landi. En þegar þess er krafist að við tökum þátt í að selja sænsk hergögn, er einum of langt gengið. Vopnasalar eru kænir, og Svíar kunna manna best að leyna morö- tólaiðnaði sínum fyrir almenningi. Hergagnaframleiðendurnir verja tíma sínum og peningumtil dæmis til aö fá þaö inn i lög, aö bannað sé að selja börnum vopn, tindáta og önnur stríðsleikföng. En þrátt fyrir mikil tindátalög í Svíþjóð, þá heldur her- gagnaiðnaðurinn sænski sínu striki og vítisvélar eru seldar um allan heim: „sænsk gæðavara” er föl, hvar sem einhver von er til þess að til blóðsúthellinga geti komið. Talið um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er því einber hræsni, og verður það svo lengi sem sænskur iðnaður getur ekki án stríðshörm- unga verið, og grimmdin er g jörð aö undirstöðuiðnaöi. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. SPfCAIII compfete Surfece Attack shfa SOPHISTT -- nava) ve°ssejfancn^tódáv63 inr)hig'h‘cíuaiity MmeCounter Measuié Vefse!™3™683nd tion ofUtheCveíyíuícSftiíf sí V genera' mean™that°tL%TcaínrillhadÍed Which complete SurfaceAttíW be the first ^Anti SubmarineWarfare Sfifö* 4 b^7,STICATEI,technology pulsion System háve"á’í,CjÍS thf Pr°- New generations of electr<ml u r dTeveloPed- bat ínformation and fire contm7 rfnre’ com' have been installed The e<?ulPrnent the new Swedish weappns mclude ASW^orpedoes |ofo °T7aandSÍneRBS 15’ and chaff rockets f ,and 40 mm guns -e \£*s« «11 he8? long experíence world’s Jeading- shfohnl d IS.one of fhe kronavarvet hls béen á bmiHe °rS' KarIs' ships for more than snn ,U der of naval The °f ^ most modern yards fo e,ÍS t0day produced i„ serfa vurtaS^S”'”’ „ K*V KARLSKRONAVARVET Tel 46.455lJJo24TSte-desn Reader Reply Card N0. 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.