Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST1983.
15
Menning Menning Menning
KJOTMiÐSTÖÐIN Laugalæk 1.s. 86511
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Síðumúli 13 — P.O. Box 5295 — 125 Reykjavík
Laus er til umsóknar staða
EFTIRLITSMANNS
á höfuðborgarsvæðinu
Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri eftirlits-
deildar í síma 29099.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum
skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins á þar til gerðum
eyðublöðum eigi síðar en 5. september
næstkomandi.
Sögur og landslag
Grænlensk list er ekki fyrirferöar-
mikil á alþjóðlegum listmarkaði og
þaö er þvi ávallt spennandi þegar við
eigum þess kost að fá smáinnsýn í
nútímalistsköpun á Grænlandi. Og
nú er tækifærið til aðkynnast „græn-
lenskri” list í Norræna húsinu í
Reykjavík því um þessar mundir
stendur yfir myncUistarsýning á
verkum eftir grænlenska listakonu
að nafni KRISTAT LUND.
Sýningin er opin daglega fram til
20.8.
Sögur og landslag
Sýning listakonunnar nefnist
Sagna- og landslagsmyndir frá Suður-
Grænlandi, og eru flestar myndimar
unnar í vatnslit og pastel.
Eins og yfirskrift sýningarinnar
gefur til kynna skiptist sýningin í
sagna- (pastelmyndimar) og lands-
lagsmyndir (vatnslitamyndirnar).
Sagnamyndirnar vísa í ýmis þjóðieg
og ævintýraleg minni og gefa þannig
inntakinu „grænlenskt” inntak. Aft-
ur á móti nær listakonan ekki að lýsa
í sjálfu málverkinu þeim göldrum og
þeirri dulúð sem við getum lesiö út úr
textunum sem fylgja í sýningarskrá.
Myndmálið og formskriftin flokkast
einfaldlega undir einhvers konar
„alþjóðlegan naturalisma” sem er
aldrei neitt meira en þokkaleg lands-
lagsskráning.
I vatnslitamyndunum er aðeins
um aö ræða landslag í tærum litum
þar sem lítt fer fyrir persónulegri
sköpun. Viö getum kannski sagt að
þessar myndir séu fínlegar og ein-
lægar en slfkt gefur engu verki list-
ræntgildi!
Listrran kynning
t»egar um er að ræða „kynningu” á
lítt þekktum menningarsvæðum eins
og Grænlandi er slik sýning sem
þessi afar óheppileg því hætta er á að
áhorfendur alhæfi um of út frá svona
sýnishomum. Norræna húsið verður
því að vanda betur valið og sýna ein-
faldlega betri list! öflug og lífleg
starfsemi er vissulega til fyrirmynd-
ar en hafa ber í huga að menningar-
miðstöð líkt og Norræna húsið er
ávallt ákveðinn mælikvaröi á list- og
menningarframleiðslu á viökomandi
svæði.
-GBK.
umboðs- og hei/dverslun,
Hverfisgötu 50 — sími 22025
, iSH
iHSBIffiSr
MISS PACMAN
leikspil
Höfum tilsölu
nokkur stykki af
hinum geysivinsælu
Miss Pacman
leikspilum.
Góðir
greiðsluskilmálar.
HAGVAL S/F
HKU
fsest
MEÐAL EFNIS
í ÞESSARIVI
GOÐ
MATARKAUP
Lambahakk, aðeins
78 kr. kg.
Nautahamborgarar,
stórir, 17 kr. stk.
Nautahakk,
10 kg, 138 kr. kg.
Svínahakk,
158 kr. kg.
Folaldahakk,
68 kr. kg.
Kindahakk,
aðeins69kr. kg.
Karbonade lamba,
aðeins 10 kr. stk.
Saltkjötshakk,
aðeins 78 kr. kg.
TILKYNNING
til launaskattsgreiöenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. ágúst nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiöa til innheimtumanns
ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launa-
skattsskýrslu í þríriti.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
9. ágúst 1983.