Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 29. AGUST1983. Framhald snjóflóðanna á Patreksfirði: Sá látni krafínn um dráttarvexti „Jú, þaö er rétt aö þeir lögöu 13 þús- und króna útsvar og 15 þúsund króna skatt á bróöur minn og sýslumaðurinn bætti svo gráu ofan á svart meö því að senda honum reikning upp á 1500 króna dráttarvexti þar sem hann haföi ekki borgaö þessi gjöld,” sagöi Kristján Pétursson á Patreksfirði er við spurö- um hann hvort rétt væri að yfirvöld heföu lagt hart að sér viö aö innheimta opinber gjöld hjá bróöur hans, Marteini Ölafi Péturssyni, en hann fórst í snjóflóðunum miklu á Patreks- firði fyrir sjö mánuöum. I þessu snjóflóöi missti Kristján bæöi móöur sína, Valgeröi Jónsdóttur, og bróöur sinn, Martein Olaf Pétursson, sem var heyrnarlaus og mállaus. „Þau hafa gengið hart fram í aö ná í sitt af mér og þeim sem verst fóru út úr snjóflóðum,” sagöi Kristján. „Þau hafa fylgst vel meö þeim bótum sem viö fengum og ekkert gefið eftir við aö ná í sinn hlut af erföaskattinum. Eyði- býli sem móöir mín átti og enginn kæröi sig um var metið á á 4. hundr- aö þúsund krónur og allt annað sem fannst var metiö. Ríkiö krækti sér þar í !60 þúsund krónur í erföaskatt úr þessu dánarbúi” sagöi Kristján. Hann sagöi aö eftir snjóflóöin hefðu mörg fögur loforð veriö gefin þeim sem verst fóru út úr þeim. Aftur á móti heföi verið lítiö um efndir og sveitar- stjórnin þar staðið sig hvaö verst. „Viö fengum smábætur frá trygging- unum og úr Viðlagasjóði. En þar var allt metiö niður og þar þurftum við einnig að taka á okkur 5% sjálfskuldar- ábyrgö,” sagöi Kristján. Hann missti heimili sitt í snjóflóðun- um og fékk inni í ööru þeirra húsa sem Vestmanneyingar sendu vestur. „Ég keypti þaö hús og sótti síðan um lóöar- réttindi eftir fögur loforö um þaö,” sagöi hann. „Lóöina hef ég enn ekki fengið og get því ekki þinglýst húsiö mína eign. Þetta er eitt af mörgum loforöum sem þeir gáfu mér og öörum eftir slysið en hafa ekki staöiö viö. Þeir lof- uöú líka aö ekki yrðu lögö gjöld á þaö fólk sem fórst í snjóflóðunum. En þaö hafa þeir svo sannarlega gert eins og fram kom í sambandi viö bróður minn heitinn. Síöan kórónaöi sýslumaöurinn allt meö því aö rukka hann um dráttar- vexti.” -klp- Nýr bæjarst jóri á Ólafsf irði Valtýr Sigurbjamarson hefur sveitarstjóra í Hrísey um þriggja veriö ráöinn bæjarstjóri á Ölafsfiröi. mánaöa skeiö. Hann var kjörinn einróma af bæjar- Aðrir umsækjendur um starfiö stjórn Olafsfjaröar úr hópi sjö voru Jónas Vigfússon Litladal í umsækjenda. Eyjafiröi, Loftur H. Jónsson Akur- Valtýr lauk BS prófi í landafræði eyri, Einar Flygenring Reykjavík, og félagsfræöi frá Háskóla Islands Heimir Ingimarsson Akureyri og áriö 1980. Hann starfar nú hjá Heimir L. Fjeldsted Seltjamarnesi. Borgarskipulagi Reykjavíkur. Á Einn umSækjandi óskaði nafn- síöasta ári gegndi hann starfi leyndar. ÖEF Frá snjó- og aurflóðunum á Patreksf irði fyrir s jö mánuðum. DV-mynd Einar Ölason. Norrænu verkalýðssamtökin: r ■ ■ ■ ■ r m r lýðsfélaga ein frumforsenda r .JFrjáls verkalýössamtök og réttindi verklýösfólaga eru aö mati norrænu verkalýössamtakanna ein frumfor- senda lýöræðis. Það á ekki síst við' um sjálfan samningsréttinn.” Þannig hefst ályktun sem samþykkt var samhljóöa á fundi stjómar norrænu verkalýðssamtak- anna (NFS), i Gautaborg dagana 24.-26. ágúst. Fundinn sátu af hálfu ASI þeir Asmundur Stefánsson og Karl Steinar Guðnason, en af hálfu BSRB Kristján Thorlacius. Síöan segiríályktuninni: ,JFrjáls verkalýössamtök og rétt- indi verkalýðsfélaga eruaömati nor- rænu verkalýössamtakanna ein frumforsenda lýðræöis. Það á ekki síst við um sjálfan samningsréttinn. I þeirri kreppu, sem nú ríldr í heiminum, er vaxandi tilhneiging til þess að ríkisstjórnir leitist við aö leysa vandamálin með því aö tak- marka réttindi verkalýðsfélaganna. Þessarar tilhneigingar gætir ekki einasta í löndum, þar sem lýðræöiö hefur un langa hríð átt erfitt upp- dráttar. Lýðræðiskerfinu er einnig ógnað í löndum okkar. Hin nýja ríkis- stjóm á Islandi befur með iöggjöf numið grundvallarréttindi verka- lýðsfélaga úr gUdi. Samningar verkalýðsfélaga em bannaðir meö lögum og afleiðingin er fjórðungs- lækkun kaupmáttar á einu ári. Norræna verkalýðssambandiö (NFS), sem innan sinna vébanda hefur 6,5 miUjónir launamanna á Norðurlöndum, mótmælir kröftug- lega takmörkunum ríkisstjórnarinn- ar á grundvaliarréttindum verka- lýössamtakanna og lýðréttindum almennt. Norræna verkalýðssam- bandið lýsir fullum stuöningi viö for- dæmingu íslensku verkalýössamtak- anna á takmörkun íslensku ríkis- stjómarinnar á réttinum til frjálsra samninga og viö baráttu samtak- anna fyrir því aö endurheimta samn- ingsréttinn.” -JGH. / Slippfé/agið íBeykjavíkhf Sími84255. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík Slippbúðin P. Hjaltested Liturinn Litaver JL-byggingavörur SB-byggingavörur Grindavík Dráttarbrautin Kópavogur Álfhóll BYKO Keflavik Olafur Þ. Guðmundsson málarameistari Egilisstaðir Fellhf. Seyðisfjörður Stálbúðin Neskaupstaður Bátastöðin Akureyri Skipaþjónustan Hveragerði Byggingavöruverslun Hverageröis Selfoss G.Á.B. Húsavík Trésmiðjan Borg Hella Kaupfélagið Þór Sauðórkrókur Trésmiðjan Borg ísafjörður Friðrik Bjarnason málarameistari Stykkishólmur Skipavík Vestmannaeyjar Akranes Kaupfélagið, byggingavörur Málningarþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.