Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Page 48
 sjt. ÁRMÚLA 38 REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83838. Skákmótið í Chicago: JÓHANN VANN 6. umferö heimsmeistaramóts æskumanna í Chicago var tefld i gær og áttu íslendingar í höggi viö kínversku sveitina, sem er ein af þeim öflugustu á mótinu. Margeir komst ekkert áleiöis meö I,i á fyrsta boröi og sömdu þeir um jafntefli. Jón L. afréö aö taka sér smá- hvíld fyrir lokahríöina og tefldi Jóhann Hjartarson í hans staö á 2. boröi. Haföi hann svart gegn Li Jang og tefldi franska vörn, fórnaöi skiptamun og eyöilagði peöastööu andstæöingsins og fékk allgóð sóknarfæri. Kínverjanum brást bogalistin í vörninni og vann Jóhann skákina. Karl Þorsteins tefldi viö É á 3. boröi og fór sú skák tvívegis í bið, en er talin nánast steindautt jafn- tefli. Elvar tefldi viö Ma á 4. boröi og lék heldur ónákvæmt í tímahraki og tapaði. Leikar standa þá 1,5—1,5, og er allt útlit fyrir jöfn skipti. Rúsneska sveitin er nú komin á haröan skriö, vann Englendinga 3—1 og er enn efst með 18 v. Bandaríkjamenn unnu stór- sigur yfir Brasilíu, 3,5—0,5 og eru í ööru sæti meö 16 v. Íslendingar eru í 3. sæti meö 15,5 og jafnteflislega biöskák en í 4. sæti eru Vestur-Þjóöverjar meö 15 v. og biöskák. Greint er frá úrslitum 5. umferöar á öörum staö í blaöinu. -BH. Ungur maður beið bana í bflveltu — íFagradalá laugardagskvöldið 17 ára piltur beiö bana er fólksbíll, sem hann ók, fór út af veginum í Fagradal um miðnættið á laugardags- kvöld. Fimm manns voru meö honum í bílnum, tveir piltar og þrjár stúlkur og voru þau öll flutt á sjúkrahús. Meiösli þeirra munu ekki vera alvarleg. Þau voru aö koma frá Reyðarfirði á leið til Egilsstaða. I beygjunni viö Hnútu, rétt sunnan viö Egilsstaöa- skóg, missti ökumaðurinn vald á bif- reiöinni meö þeim afleiöingum aö hún valt útaf veginum. Pilturinn mun hafa látist á slys- staö. Hin voru flutt á sjúkrahúsiö á Egilsstöðum en síöan voru tvær stúlkn- anna fluttar til Akureyrar og piltarnir á sjúkrahúsiö á Neskaupstað. Meiösli þeirra munu ekki vera eins alvarleg og ífyrstuvarhaldiö. Hinn látni hét Pálmar Dvalinsson, Vöröubrún Hlíðarhreppi, Norður- Múlasýslu. Hann var fæddur 18. janúar 1966. Bifreiöin er mikiö skemmd, ef ekki ónýt. -JGH. LOKI Eyjamenn munu hafa af- þakkað b/óm og kransa. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 jr Stjórn Hraðfrystihúss Hellissands hf: ^ NYTT FRYSTIHUS BYGGT í RIFI —fáist til þess opinber lánafyrirgreiðsla Þessi mynd er af hafnarbakkanum í landshöfninni i Rifiog svörtu skástrikuðu línurnar af væntanlegri staðsetningu nýja frystihússins sem fyrirhugað er að reisa, ef fyrirgreiðsla lánastofnana fæst, eins og góð orð hafa verið höfð um. H.J./DV-myndir Ægir Þórðarson. Stjórn Hraöfrystihúss Hellissands kom saman til fundar sl. föstudag til þess að ræöa þá stööu sem nú er komin upp eftir brunann. Á fundi þessum var samþykkt einróma aö ef hægt y röi aö endurbygg ja frystihúsiö yröi þaö ekki á grunni þess gamla heldur yröi byggt nýtt hús á hafnar- bakkanum viö landshöfnina í Rifi. En þaö er algjört skilyröi fyrir því aö í þetta veröi ráöist aö opinber lánafyrirgreiðsla fáist hjá þeim aðilum sem hér eiga hlut aö máli. Eins og gefur aö skilja er mikill og almennur áhugi fyrir þessu máli hér í hreppnum. Og eins og áöur hefur komið fram í DV veitti frystihúsiö um 60% vinnuafls hér atvinnu. En undanfarin ár tók frystihúsiö á móti 4500—6000 tonnum af fiski til vinnslu. Alexander Stefánsson félagsmála- ráöherra sagöi í blaðaviðtali í síðustu viku aö veitt yröi öll sú fyrir- greiösla sem lög gera ráð fyrir. Ibúar Neshrepps fara ekki fram á meira en þetta, en aöeins aö viö þetta veröi staðiö. Hreinsun brunarústanna hefur gengið mjög vel, og er búist viö aö því verki ljúki nú um miðja vikuna og aö þá veröi hægt aö byrja á aö setja nýtt þak á fiskmóttöku svo aö hægt veröi aö byrja móttöku á fiski í salt. Saltfiskvinnslan slapp viö skemmdir í brunanum, enda í ööru húsi. Um móttöku á fiski til frysting- ar er allt í óvissu en þau mál eru í at- hugun, hvar í nágrenninu hægt veröur aðkoma því viö. Hafsteinn, Hellissandi. Skartgripaþjófnaður á Akureyri: Nemur tugum þúsunda kr. „Þjófnaöurinn nemur nokkrum tugum þúsunda og var aðallega stoliö armböndum, hringum, háls- keðjum og svokölluöum Flora Danica-skartgrípum,” sagði Pétur Breiðfjörð, gullsmiöur á Akureyri, i samtali við DV í morgun. En aðfaranótt laugardags var rúöa í sýningarglugga á verkstæði hans og Sigtryggs Helgasonar við Brekkugötuna á Akureyri brotin og skartgripunum stolið. Máliö hefur verið til rannsóknar um helgina. Engir hafa veriö hand- teknir ennþá og þýfið hefur ekki fundist. ,,Þú mátt endflega láta þess getið að viö höfum nýlega látiö setja upp þjófavarnarkerfi í versluninni en þaö virkaði ekki aö þessu sinni,” sagöi Pétur. -JGH. Veðriðerað breytast Höfuödagurinn er í dag, 29. ágúst. Samkvæmt þjóötrúnni á veður aö breytast með þessum degi sem heitir þessu nafni tU minning- ar um afhöfðun Jóhannesar skirara. „Það bendir ýmislegt til þess að þessa dagana sé veðrið eitthvaö aö breytast. I staö þessara eilifu sunnan- og suðvestanátta sé vindur aö haUa sér meira tU noröanáttar,” sagði Eyjólfur Þorbjörnsson veöu rfræðingur í morgun. -KMU. Heittíkolunum fyrirbikar- úrslitaleikinn ígær: EYJASKEGGJAR AUG- LÝSTU JARDARFÖR ÍA Auglýsing þessi þótti sýna heldur dapran húmor, aö áhti margra. Hún var prentuð á minningarkort og á þaö var letrað... „Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14.00 verður íþróttabandalag Akra- ness jarðað á Laugardalsvellinum af íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Nærveru þinnar er óskað, meðan útför- in fer fram. Aðstandendur.” Forráðamenn Vestmannaeyjaliösins létu lesa upp yfirlýsingu í hátalara- kerfi vallarins áöur en leikurinn fór fram þar sem sagt var aö þessi aug- lýsing væri stjóm knattspyrnuráðsins og IBV algjörlega óviðkomandi. Voru þeir mjög sárir út af þessu tiltæki og gekk sú saga á vellinum í gær aö þeim heföi tekist á síðustu stundu aö koma í veg fyrir aö sömu stuöningsmenn kæmu gangandi meö líkkistu, skreytta fána Akraness, inn á völlinn. Kistan sást í það minnsta ekki en aftur á móti var fáni Skagamanna brenndur á áhorfendapöllunum og svöruöu Skagamenn því með því aö brenna fána Vestmannaeyinga. Var mikið um aö vera á pöllunum á meðan á leiknum stóö en engin óhöpp eöa meiösli uröu á fólki. Eyjaskeggjar gátu ekki staðið viö þaö sem í hinni umdeildu auglýsingu stóð. Iþróttabandalag Akraness var ekki jarðaö á vellinum. Þaö voru Skagamenn sem sigruðu í leiknum 2—1 eftir framlengingu og eru þeir því bikarmeistarar Islands annað áriö í röö. -klp- „Þeir skulu veröa vitni aö sinni eigin jaröarför, þaö skal ég lofa þeim,” sagði einn fokillur leikmaöur Akra- nessliösins í knattspyrnu er honum var sýnd auglýsing sem nokkrír aðdáendur Vestmannaeyjaliösins létu gera og dreifðu í hús og á bíla á Stór-Reykja- víkursvæðinu fyrir bikarúrslitaleikinn ígær. Fánar liðanna voru brenndir sitt á hvað á vollinum f gær. Hór er það fáni Vestmannaeyinga sem fuðrar upp. Jarðarfararauglýsingin sem öllu fjaðrafokinu olii sést innfelld. DV-mynd EJ. & » *.. . Sunnudaginn 28. áuúst kl. I400 vcrður Iþrottabandalag Akraness jaroað a Laugardalsvellinum d íþróttabandalagi Vcstmannaeyja. Nærveru þinnar cr óskað, meðan útförin fer fram. Aðstandendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.