Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 29. AGUST1983.
Spurningin'
Finnst þór að of mikiö bruðl
eigi sór stað í ríkisrekstri? |
Stefán Hallgrímsson málari: Allt ofi
mikið! Það er af mörgu að taka, en ætli
það sé ekki aðallega í sambandi viö
yfirbygginguna.
Klara Árnadóttir húsmóðir: Já, ég
held það. Það mætti spara á ýmsum
sviðum, en það er erfitt að segja hvar,
íeinumgrænum.
Anna G. Astþórsdóttlr Ijósmóðir: Já,
mér finnst það, og það er bruðlað á
mörgum sviðum.
Guðrún Bára Agústsdóttir banka-j
starfsmaður: Mér finnst afskaplega
mikið bruðl á öllum sviðum.
Lesendur Lesendur Lesendur
Viöhaldsfé flutninga-
bfla ekki ótakmarkaö
— bflstjórar hjá KASK kvarta yf ir þjóðvegum
Már Þorvarðarson, 6326—9131, og
Bjarni Þorsteinsson, 1240—0845,
vöruflutningabílstjórar hjá Kaupfé-
iagi Austur-Skaftfellinga, skrifa:
Við viljum eindregið taka undir orð
bílstjóra frá Höfn í DV 15. ágúst sl.
Þar var ekkert ofsagt um ástand
vega á Suðausturlandi. Vegna um-
mæla umdæmisverkfræðings Vega-
geröar rikisins á Suöurlandi langar
okkur að koma á framfæri nokkrum
athugasemdum og spurningum, sem
við vonum að yfirmenn Vegageröar
ríkisins sjái sér fært að svara.
Verkfræðingurinn segir aö
viðhaidsfé sé af skornum skammti.
Við efum það ekki, en heldur hann og
aörir í stjóm vegamála að viðhaldsfé
flutningabíla sé ótakmarkað?
Við getum frætt þá á því að svo er
alls ekki. Auk gífurlegs viðhalds-
kostnaðar og dýrs eldsneytis þá er
þungaskattur af bifreiðum eins og
þeim sem við ökum kr. 3,56 pr. ekinn
kílómetra. Þessi skattur rennur, auk
meginhiuta eldsneytis- og viðhalds-
kostnaðar, til ríkisins.
Verkfræðingurinn segir jafnframt
að ástand vegarins sé ekki verra nú
en oft áöur á undanfömum árum.
Þessi ummæli benda til þess aö verk-
fræðingurinn hafi ekki lagt það á sig
aö aka þessa leið lengi og er það í
sjálfu sér skiljanlegt. Við höfum ekiö
hana í hverri viku í mörg ár og
getum því frætt hann á því að vegur-
inn fer síversnandi.
Verkfræðingurinn segir ennfremur
að veður hafi verið með verra móti í
sumar. Það réttlætir á engan hátt að
hefill hefur varla sést á veginum í
sumar. Nú síðustu vikur hefur verið
notuð sú sígilda afsökun að of þurrt
sétilaöhefla.
Þá viljum við spyrja: Er það rétt
að hlutfallslega sömu fjárhæð sé
varið til heflunar á Selfosssvæðinu
nú og gert var áður en stór hluti þess
svæðis var lagður bundnu slitlagi?
Á sama tíma er svæðið við Vík í
Mýrdal svelt fjárhagslega, en á því
svæði eru aðeins um 12 kílómetrar
með bundnu slitlagi. Við og margir
félagar okkar í stétt atvinnubíl-
istjóra, sem aka þessa leiö, höfum
velt því fyrir okkur, hvort þaö fé sem
ætlað er til viöhalds á þessu svæði,
renni kannski að hluta til í byggingar
skrifstofuhúsnæðis Vegagerðarinnar
á Selfossi?
Þá langar okkur að spyrja um-
dæmisverkfræðing Vegagerðarinnar
á Austurlandi h’tillega um veginn
yfir Skeiðarársand. Vegurinn yfir
sandinn er og hefur verið nánast
ófær. Ofaníburður er löngu horfinn
og farið að ganga það mikið á undir-
lagið að öll ræsi sjást standa upp úr
mölinni.
Raddir heyrðust um það á síöasta
ári aö leggja ætti bundið slitlag á
veginn nú í ár, en ekkert hefur
gerst. Okkur langar aö vita hvort
slitlagiö sé á áætlun næsta árs
eöa hvort ætlunin sé að loka veginum.
I vor var köntum vegarins ýtt upp og
var það óskiljanleg framkvæmd, því
hann varð öllu verri á eftir. Síðan
hefur hefill sést þrisvar til fjórum
sinnum á ferð um sandinn. Þó hefur
ekki verið hægt að merkja að tönnin
hafi verið niðri. Annars þarf ekki aö
fjölyrða um ástand þessa vegar.
Haugar af ónýtum pústkerfum
meðfram honum bera þar gleggst
vitni.
Þá viljum við spyrja yfirstjórn
vegamála og þá ekki síður fjárveit-
ingavaldið, hvort samviska þeirra sé
ekki þjökuð af öllum þeim slysum
sem verða og beinlinis má rekja til
ástands veganna. Þessi slys má
skrifa beint á þeirra reikning.
Að endingu viljum viö þakka fyrir
þær lagfæringar, sem orðiö hafa á
veginum frá Fjalisá að Höfn í Homa-
firði. Sá kafli er nú orðinn mjög
góður og sýnir að hægt er að gera
vel.
Umdæmisverkfræðingar svara:
Steingrímur Ingvarsson á Selfossi,
umdæmisverkfræðingur á Suður-
landi (svæðinu frá Kambabrún
austur að Núpsstað):
Þaö er alkunna að hér á landi eru
lagöir miklir skattar á umferðina,
mun hærri en nemur þeirri upphæð
sem varið er til vegamála. Hér er
ekki við Vegagerðina að sakast, því
að sjálfsögðu kysi hún að hafa sem
mest fjármagn handa á milli, en þar
ræður Alþingi.
Varðandi ástand Suðurlandsvegar
að undanförnu vil ég benda á að
einmitt í sumar hefur veriö lagt
bundiö slitiag á 27 kílómetra af
Suðurlandsvegi, þannig aö sé á heild-
ina litiö hlýtur ástandið að hafa batn-
að. Fyrirhugað er að halda áfram
að leggja bundiö slitlag á þessa
ieið á næstu árum. Heflun malar-
vega hefur verið með svipuðu sniöi
og áður. Auðvitað hefur óhagstætt
tíöarfar spillt malarvegunum, því
þeir eru nú einu sinni mjög
viðk væmir fyrir veðráttu.
Vegagerðin ráðstafar því fjár-
magni sem hún hefur til umráða
samkvæmt svokallaðri vegaáætlun,
sem samin er á alþingi til tveggja
ára í senn. Þar er nákvæmlega til-
greint hve miklu fé skuli varið til
nýbygginga einstakra vega og
hversu miklu til viöhalds þeirra.
Sömuleiðis er tiigreint það fjármagn
sem verja skal til heflanna og hversu
háar f járhæðir skuli renna til bygg-
inga áhaldahúsa. Áhalda- og skrif-
stofuhúsið á Selfossi er byggt fyrir fé
af síöasttalda liðnum.
Loks skal þess getiö að Vegagerðin
deilir því fjármagni sem hún fær til
heflana og viðhalds malarvega
niður á einstök verkstjórnarsvæði
(venjulega eftir sýslum) eftir kíló-
metrafjölda veganna og umferð. Sú
upphæð lækkar hlutfallslega þegar
bundið slitlag er lagt á einhvern veg.
Einar Þorvaröarson, Reyðarfirði,
umdæmisverkfræðingur á Austur-
landi (á svæðinu frá Núpsstað að
Brekknaheiði rétt austan viö Þórs-
höfn):
Vegagerðin fær ekki nema um 60%
af því sem áætlað er að þurfi til að
halda þjóðvegakerfinu í sæmilegu
ástandi.
Samkvæmt langtímaáætlun sem
nær fram til ársins 1994 er ekki gert
ráö fyrir bundnu slitlagi á veginum
yfir Skeiðarársand vegna þess hvað
umferð þar er lítil. I tilraunaskyni
hefur þó veriö lagt bundiö slitlag af
ýmsum geröum á hluta af þessumi
vegi, mismunandi þykkt og mismun-
andi breitt. Þegar niðurstöður liggja
fyrir verður tekin ákvörðun um
hvort leggja eigi bundið slitlag eða
malarslitlag á alian veginn. Hvenær
þær framkvæmdir verða er hins
vegar háð ákvæðum fjárveitinga-
valdsins.
r
Aðstoð hins
opinbera við
sjónskert böm?
tveggja skortir. Er unniö að könnun á
verðlagningu þessara hluta á vegum
Verðlagsstofnunar og ráðuneytið mun
beita sér fyrir því að tryggja sem best
hæfni þeirra sem starfa viö gleraugna-
gerð og gleraugnasölu, þannig að
viðurkenningu hins opinbera þurfi til.
Það er skoöun ráöuneytisins, aö
náist fram lög um þjónustu- og endur-
hæfingarstöð fyrir sjónskerta, lög um
starfsemi gleraugnasala og takist að
koma á eftirliti með verölagningu,
skapist möguleikar á því að gera hlut
sjónskertra ekki lakari en annarra,
sem þjóöfélagiö hefur kosiö að veita
sérstaka aðstoð, eins og heyrnar-
skertum með tilkomu laga um
Heymar- og talmeinastöð Islands áriö
1978. Að því hlýtur ráöuneytiö að
stefna.
Þorsteinn Benjamínsson húsa-
smiður: Já, og þaö í öllu er viökemur
ríkisrekstri, t.d. afnemur Albert nefnd-
ir en forsætisráðherra kemur þeim
afturá.
Lúðvík Baldursson sjómaður: Mér
finnst það, já. Gegnumsneitt er mikiö
bruðl í ríkisrekstri.
jGuðrún Steinþórsdóttir skrifar:
Eg er með fyrirspum til heilbrigðis-
og tryggingaráðherra.
Hvers vegna eru ekki borguð gler-
augu fyrir böm sem fædd em með
fæðingargalla á augum? Er sjónin
talin minna virði en til dæmis skakkir
fætur, skakkar tennur eða
heymarleysi? Ríkið borgar sem
kunnugt er fyrir tannviðgerðir barna,
sérsmíðaða skó og heyrnartæki, svo að
1 nokkuðsénefnt.
Sonur minn fæddist með augngalla
og hef ég orðið að kaupa handa honum
þrenn gleraugu síðan í september
síðastliönum. Ekki fæ ég krónu út úr
tryggingunum. Mér finnst þetta
órökrétt og þætti vænt um að fá
skýringu á þessu misrétti.”
Bréf þetta barst DV fyrir alllöngu,
og var þegar sent heilbrigðis- og
tryggingamálaráöuneyti. Nú hefur
borist eftirfarandi svar frá Ingimar
Sigurðssyni, deildarlögfræðingi heil-
, brigðis-og tryggingamálaráðuneytis.
Um greiðslur hjálpartækja fyrir
sjónskerta fer samkvæmt lögum um
ialmannatryggingar nr. 67/1971, með
síðari breytingum, að svo miklu leyti
sem lög kveða hér á um. Samkvæmt
lögunum er hlutverk sjúkratrygginga-
deildar Tryggingastofnunar ríkisins
m.a. að veita styrk til öflunar hjálpar-
tækja, sem nauðsynleg eru vegna
hamlaðrar líkamsstarfsemi og setur
tryggingaráð, sem starfar samkvæmt
lögunum og kosið er af sameinuöu
Alþingi, reglur um greiðslu þessara
styrkja. Samkvæmt ákvörðun
tryggingaráðs frá því í mars 1981 er
eingöngu greitt fyrir gleraugu, sem
notuð eru í lækningaskyni.
I desember sl. skipaði ráðuneytið
nefnd, sem falið er það hlutverk að
gera tiliögu um starfsemi tengda
sjónvemd, m.a. um úthlutun gler-
augna og þátttöku hins opinbera.
Hefur nefnd þessi þegar skilað til-
lögum um ýmsa þætti þessara mála,
t.d. frumvarpi til laga um þjónustu og
endurhæfingarstöð fyrir sjónskerta og
frumvarpi til laga um gleraugna-
fræðinga, sem fjallar um störf, réttindi
og skyldur þeirra. Það er hins vegar
álit nefndarinnar að verulegum ann-
mörkum sé háð að gera tillögur um
þátttöku rikissjóös í gleraugna-
kostnaði fyrr en fyrir liggur, hvemig
verðlagningu þessara hluta sé háttaö
og til komi starfsemi lögverndaðrar
starfsstéttar á þessu sviði. Hvori
í>
Guðrún Steinþórsdóttir óskar eftir því
að ríkið aðstoði böra með fæðingar-
galla á augum, á sama hátt og heym-
arskert böra.