Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGUST1983.
mm
4
;\vy ;.\v: «
99 E SJ :ki ÁÞEIR U SÍNA
V æjt vIBb yy *$99 ilwlv ■■■ ■
Eg er í hópi þeirra sem eru mæddir á
morgnana eftir lestur Þjóðviljans. Þó
er ég stundum mæddari suma morgna
en aöra vegna þess fréttaflutnings og
málflutnings sem tíðkast í Þjóðvilj-
anum, þvi blaði sem ég hef fylgst með
um árabil.
Þrísvarmædd...
Fyrir skömmu birtist í blaöinu gréin
eftir Guðmund J. Guðmundsson
alþingismann þar sem hann gagnrýnir
Þjóðviljann fyrir skrifin um Albert
Guðmundsson ráðherra. Þar var ég
Guðmundi fyllilega sammála og svo
gildir um marga aðra. Albert
Guðmundsson skal gagnrýndur fyrir
störf sín á opinberum vettvangi en það
er léleg fréttamennska að vera að elt-
ast við atburði í einkalífi fólks og
básúna þá yfir alþjóö. Þetta hefur
lengi verið talin sorpblaðamennska og
þau blöð er slíkt hafa stundað hafa
ekki verið hátt skrifuð hjá Þjóðvilj-
anum. Þaö hefur e.t.v. oröiö stefnu-
breytinghjá Þjóðviljanum.
I framhaldi af grein Guðmundar
kemur athugasemd ritstjóra. Þetta er
einnig dæmi um lágkúrulega blaða-
mennsku. Leitt er að sjá að Þjóöviljmn
skuli vera búinn að taka upp sömu
vinnubrögð og Morgunblaðið sem
hefur þann sið að hnýta löngum
athugasemdum aftan i greinar sem því
hafa verið sendar. Þetta er líka dæmi
um ný vinnubrögð.
Afturmædd...
Nýlega birtist í Þjóöviljanum grein
eftir Steingrím Aöalsteinsson undir
fyrirsögninni ,,Má ég æmta?” Margir
af yngri kynslóðinni vita ekki hver er
hér á ferðinni og halda kannski að hér
sé bara „einhver kall” að skrifa. Eg
var nýbúin að fletta upp í bókinni „Is-
lenskir samtímamenn” og las þar
m.a.: „I stjóm Kommúnistaflokks Is-
lands og síðar Sósíalistaflokksins. Bæj-
arfulltrúi á Akureyri 1934—50.
Landskj. alþingismaður 1942—1953.
Forseti efri deildar Alþingis 1942—
1945.”
Þjóöviljinn er ekki að hafa fyrir því
að segja að hér sé á feröinni fyrrver-
andi alþingismaöur þegar þessi leið-
togi sósíalista skrifar í blaöið eftir
margra ára þögn.
Þó að þessi titill hafi e.t.v. ekki fylgt
greininni hans Steingríms hefði Þjóð-
viljinn getað sýnt honum þá virðingu
að bæta honum við, þó ekki nema til að
yngri lesendur mættu átta sig á því
hverværiaðskrifa.
Og þávarég
reiðust...
Allt er þá þrennt er — eins og kerl-
ingin sagði. Þessa dagana stendur yfir
ganga, frá Osló til Washington, sem
konur á Norðurlöndum hafa skipulagt.
Þetta er í þriöja skipti sem konumar
skipuleggja göngu af þessu tagi. I
fyrra gengu þær frá Stokkhólmi til
Moskvu en árið þar áður frá Kaup-
mannahöfn til Parísar. Islenskar
konur hafa ekki verið þátttakendur í
þessum göngum fyrr en nú að tvær ís-
lenskar konur, Guðrún Agnarsdóttir og
María Jóhanna Lámsdóttir, hafa lagt
land undir fót. Mér sem friðarsinna
var það mikið gleðiefni að þær skyldu
vera með í alþjóölegri friðaraðgerð og
halda nafni Islands á lofti. Eg hélt líka
að allir íslenskir friðarsinnar mundu
taka í sama streng. Þá bregöur svo viö
að varla er sagt frá þessari göngu í
Þjóðviljanum. I staðinn er i, Jclippt og
skorið” gert grín að skoðunum
Guðrúnar Agnarsdóttur á friðar-
málum sem koma fram í viðtali við
„Information” og „klippari og sker-
ari” vill fá á hreint hver hlutur hinum
ýmsu friðarmálum er í raun og veru
_____ ___ ____ r____
ILLT BLOD
Friðarganga ’83 og blaðaskrif um hana
Það er merkilegt hversu jafnfrið-
samleg athöfn sem Friöarganga ’83 og
friðarkeðjan sem mynduð var í lok
hennar hefur hleypt illu blóði í marga
sem að staöaldri skrifa í morgun- og
dagblöölandsins.
Morgunblaösleiðarinn þriðjudaginn
9. ágúst spurði og svaraði hvernig
stæöi á því að friðarhreyfingar hér á
landi hefðu ekki náð þvílíkri útbreiðslu
eins og í öðrum löndum — einmitt
þegar breið friöarhreyfing heföi íi
fyrsta sinn sýnt mátt sinn og megin
meðFriðargöngu ’83.
Tíminn reyndi aö sýna fram á
hversu slæmir menn væru að misnota
sér friðarmálstaðinn. Það væru bara
prestar og konur sem mættu tala um
frið.
Og Dagblaðið-Vísir — málgagniö
okkar frjálsa og óháöa — missti frelsiö
út um bakdyrnar og aldrei hefur það
veriö minna óháð heldur en þessa daga
í leiðurum sínum.
Rússagrýlan skaut upp kollinum í
öllu sínu veldi. Félagi Andropov var
kominn í spilið. Þeir sem voga sér að
berjast fyrir friði í heiminum eru verk-
færi Andropov, nytsamir sakleys-
ingjar og plágur. Við tökum ofan í
þakklætisskyni fyrir þennan stóra
sannleik.
Jafnyndislegur húmoristi og Jónas
stýrimaður Guömundsson stýrði rit-
fleyi sínu beint á land í sænskri land-
helgi í grein sinni. Vopnasali biður um
frið, þriðjudaginn 9.ágúst. Það er
annars skrýtinn kapítuli hversu þetta
íhaldssama þjóðfélag sem Svíþjóð er í
mörgu tilliti getur fengiö sómafólk til
að sjá rautt ár eftir ár alveg án tillits
til þess hverjir sitja þar í stjóm. En
það er önnur saga sem ekki verður
rakin hér.
Hins vegar ætla ég að f jalla um tvö
atriði sem stýrimaðurinn strandaði
svo illilega á í grein sinni. Það er
umræðan um kjarnorkuvopnalaus
svæði og þá sérstaklega kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd svo og um
vopnasölu og vopnaútflutning.
Kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd
Það er furðulegt hversu jafnlítið
skref í átt til friðar sem hugmyndin um
kjamorkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum gerir ýmsum lífið leitt. Annar
alkunnur húmoristi, Geir Hallgríms-
son utanríkisráðherra, bjó til brand-
ara sem hver einasti friðarandstæð-
ingur vitnar nú í og því oftar sem þeir
hafa kynnt sér máliö minna: Það sé
einkennileg byrjun að losa heiminn
við kjarnorkuvopn þar sem þau eru
ekki fyrir.
En hvað felst í hugtakinu kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum —
er það bara að banna kjarnorkuvopn.
þar sem þau era ekki? Nei og aftur nei.
Trúum ekki alltaf öllu því sem Geir
formaðursegir.
Kosningahelgina 23.-24. apríl
síðastliðinn gerðist merkur atburöur
hér á landi. Friðarhreyfingar frá
öllum Norðurlöndum undirrituðu sam-
þykkt um kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd. Þar eru skilgreind meginatriði
slíks samnings. Löndin sem taka þátt í
kjamorkuvopnalausu svæði veröa að
fallastá:
a) að þau skuli ekki þróa, gera til-
raunir með eða framleiða kjam-
orkuvopn.
b) að þau skuli ekki verða sér úti um,
taka á móti eða hafa yfir kjam-
orkuvopnum aö ráöa.
Erling Ólafsson
Út frá þessum skuldbindingum er
auöséð að utanríkisráðherrann okkar
fer með fleipur í ummælum sínum um
kjamorkuvopnalaus Norðurlönd. Það
vill svo til að Danmörk, Færeyjar,
Island og Noregur geta átt von á því að
löndin verði notuð fyrir geymslu eða
notkun kjarnorkuvopna.
Kjamorkuvopnalaus Norðurlönd á
alls ekki að skoða sem einstakt fyrir-
bæri heldur í víðu samhengi —
evrópsku eða alþjóðlegu. Þessi hug-
mynd er fyrst og fremst hugsuö sem
fyrsta varðan á leið til afvopnunar og
slökunar. Stofnun þess á að geta komið
af stað auknum umræðum um kjam-
orkuvígbúnaðinn og valdbeitingarpóli-
tíkstórveldanna.
Það er gegn ábyrgðarleysi risaveld-
anna sem þessi hugmynd hefur komið
mun á kjamorkuvopnum og „venju-
legum vopnum” þótt hvort tveggja sé
af hinu illa. Munurinn er auövitað sá
aö meðan kjarnorkuvopn fyrirfinnast
getum við alltaf átt von á gjöreyöingu
alls mannkyns. Og við megum ekki
falla í þá freistni, sem Jónas stýri-
maður gerir, til að geta svartmálað
„fjandvini” sína, Svía. að láta sem
þarna sé enginn munur. Þá er ég
kominn að seinna atriöinu sem ég ætla
að fjalla nokkuö um: Það er vopnasala
og vopnaútflutningur.
Vopnasala og
vopnaútflutningur
Annað atriði sem Jónas stýrimaöur
lætur sér mjög annt um er vopnasala
og vopnaútflutningur Svía. Hann er
með þá kenningu að Svíar séu á móti
kjarnorkuvopnum af því að þeir vilji
geta selt sem mest af „venjulegum”
vopnum: Ekki ætla ég að taka upp
hanskann fyrir vopnaframleiðslu og
-sölu Svía. En fyrr má nú rota en
dauðrota. Það er stórhættulegt að
koma með þetta í blöðin því utanríkis-
ráðherrann okkar gæti komið með
þetta á næsta NATO ráðherrafundi.
Allt bendir til þess að hann lesi ekkert
annað en Moggann og Dagblaðið-Vísi
áður en hann fer utan til samninga.
Staðreyndin er sú að Svíar eru smá-
peð á velli vopnasölunnar. Meira að
segja Norðmenn fluttu út þrisvar sinn-
um meira en Svíþjóð. (Tölur miðaðar
viö 1977—1980. Heimild SIPRI year-
book 1981). Svíþjóð er fjórtánda í röð
vopnaútflytjenda, Noregur númer 8.
En hverjir era hinir stóra? Hverjir era
hákarlarnir í vopnaútflutningunum?
Þarf nokkur að spyrja um það? Það
eru að sjálfsögðu risaveldin, Banda-
ríkin og Sovétríkin. Bandaríkin fluttu
út nær 100 sinnum meira en Svíar og
Sovétríkin 70 sinnum meira. Næst á
eftir þeim koma bandalagslöndin
okkar, Frakkar, Italir, Bretar og
Vestur-Þjóöverjar.
Ef við lítum á vopnaútflutning
• „Rússagrýlan skaut upp kollinum í öllu
sínu veldi. Félagi Andropov var kominn í
spilið. Þeir sem voga sér að berjast fyrir friði í
heiminum eru verkfæri Andropov, nytsamir
sakleysingjar og plágur. Við tökum ofan í
þakklætisskyni fyrir þennan stóra sannleik.’
c) að þau skuli ekki leyfa öðrum ríkj-
um aö flytja inn, koma fyrir eða
geyma kjamorkuvopn innan
svæðisins.
fram. Þrátt fyrir áratuga samninga
hefur ekkert þokast áleiðis í afvopnun
og þá sérstaklega kjarnorkuvopna-
afvopnun. Og gerum skýran greinar-