Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGUST1983. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Frankfurt flaug út úr bikarkeppninni — annars lítið um óvænt úrslit íVestur-Þýskalandi Frá Gunnari Þór Bjarnasyni — frétla- manni DV í V-Þýskalandi: Á sama tíma og enski boltinn byrjaði að rúlla nú um helgina léku 1. deildar- liðin í V-Þýskalandi fyrstu bikarleiki sina. Fátt var um óvænt úrslit nema Eintracht Frankfurt varö að láta í minni pokann fyrir áhugamannaliöi Göttingen, 2—4. Liö JanusarGuölaugs- sonar tapaöi á heimavelli sínum, 2—3, eftir aö hafa leitt 2—0. Janus lék ekki sökum meiðsla. Þá tapaöi Fortuna Diisseldorf í Schalke, 0—3, og átti aldrei möguleika. Bayem Múnchen vann öruggan sigur í Kassel. Sören Lerby, Daninn hjá Bayem, skoraöi fyrsta mark sitt fyrir Bayern meö góðu lang- skoti. Þá skoraöi Michael Rummen- igge tvö mörk og komst því á blað í fyrsta sinn meö aöalliðinu. Annars uröu úrslit í bikarkeppninni þessi: Göttingen-Frankfurt Aachen-Bochum 4-2 1-0 Schalke-Dússeldorf 3—0 Osnabruck-Númberg 3—1 Köln (áhugaml.)-Gohfeld 2—1 Bremen (áhugaml.)-Stuttg. Kick. 1—3 Luedenscheid-SSV Ulm 46 3—2 Homburg-Hertha Berlin 0—6 Fuerth-Lingen 2—1 Sandhausen-Uerdmgen 0—0 Vfr Aachen-Köln 1—6 Kassel-Bayem Múnchen 0—3 Rot-Weiss Essen-Hannover 96 3—4 Augsburg-Bayreuth 2—1 Charlottenburg-Wattenscheid 2—1 SCFreiburg-Solingen 3—2 Fortuna Köbi-Gladbach 2—3 HamburgerSV-Dortmund 4—1 Arminia Hannover-Isenburg 1-2 Duisburg-Kaiserslautem 1-2 Eúúigen-Holsteúi Kiel 2-3 Mannheim-Leverkusen 3-1 Herford-Karlsruhe 0-3 Pfullendorf-Braunschweig- 0-7 Burglengenfeld-Baunatai 2-1 Að þessum leútjum loknum er 31 lið búiö að tryggja sér sæti í 32 liða úrsút- um, einum leik er ólokið. Sex 1. deildarúð eru dottin út en af þessu 31 liði sem eftir eru í keppn- inni eru 11 lið úr 1. BundesUgunni, 9 úr 2. Bundesligunni og 11 áhugamannalið. GÞB/AA Bræðurnir Michael og Karl-Heinz Rummenigge. Micbael skoraði fyrstu mörk sín fyrir Bayern á laugardaginn. Mæðgin börðust — um Norðurlanda- titlana í golfi á Akureyri Mæðginbi Jónína Pálsdóttir og Héð- inn Gunnarsson frá Golfklúbbi Akur- eyrar urðu Norðurlandsmeistarar í golfi í gær en þá lauk Norðurlandsmót- inu á Jaðarsvellinum á Akureyri. Jónína varð sigurvegari í kvenna- flokki en hún iék 36 holurnar á 178, höggum. Héðinn sigraði í karlaflokki . rftir að hafa komist nálægt því að vera vísað úr keppni fyrri daginn fyrir óprúðmannlega framkomu á leikvelú. Hann lék 36 holumar á 153 höggum. Annar í karlaflokki varö Magnús Bú-gisson, GA, á 157 höggum og móöir hans, Inga Magnúsdóttir, GA, varð önnur í kvennaflokki á 184 höggum. Sem sé móöir og sonur í 1. og 2. sæti í karla- og kvennaflokki. I þriöja sæti í kvennaflokki varð Auður Aöalsteinsdóttir, GA, á 214 höggum en í þriðja sæti í karlaflokki varð Kristján Hjálmarsson, GH, á 158 höggum. Keppnin í karlaflokki var mjög hörð en þegar 9 holur vom eftú- þar voru 5 menn jafnir og 2 komu einu höggi á eftir þeún. Ungúngameistari Norðurlands varð Olafur Gylfason, GA. Hann lék á 165 höggum. Á eftir honum komu svo nafn- ar hans Oiafur Sæmundsson, GA, og Ölafur Þorbergsson, GA, á 171 og 172 höggum. Einherji vann Eúiherji vann sigur, 2:1, yfir Siglfirðúigum á Vopnafirði. Það voru þeir Baldur Kjartansson og Steinþór Hreinsson sem skoruðu mörk heima- manna og skoraði Steinþór sitt mark beint úr aukaspymu. Björa Ingimars- son skoraði mark Siglfirðúiga úr víta- spymu. Björn til Bandaríkjanna Björa Stefánsson, unglingalandsliðs- maður í körfuknattleik úr ÍR, er á förum til Bandaríkjanna þar sem hann mun befja nám. Hann mun fara út á vegum James Dolley, fyrrum þjálfara ÍRoglandsliðsúis. IÁTTU IÐNSVNINGUNA EKKl RAfA FRAM HJÁ ÞÉR Þúsæireftirbví SÍÐASTA SÝNINGARVIKA E)NS7NING 19/8-4/9 í LAUGARDALSHÖLL m FÉLAG ISLENSKRA ÐNREKENDA 50 AFÁ íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.