Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST1983. 5 Heimsmeistaramót æskumanna í Chicago: Það var stál undir silkihanskanuml — og íslensku strákarnir lögðu þá ensku í 5. umf erð Jón L. Ámason tapaði biöskákinni gegn Brasib'umanninum Braga úr 4. umferð og var það dálítið slæmur ósigur því að skákin var öll í jafnvægi framan af. Bragabauð jafntefli en Jón gerðist full gírugur, lagöi of mikið í stöðuna, eins og skákmenn komast að orði, og sprengdi sig í sóknartilraunun- um. Urðu því úrslit þau aö sveitimar skildu jafnar, 2—2. Þaðeralkunna hve erfitt getur verið að tefla af fullum þrótti eftir slíkan ósigur en Jón L. sannaöi í næstu atrennu að stál er undir siikihanskanum og ekki skortir hann harðfylgina þegar á reynir. Islendingar tefldu þá við ensku sveitina sem er þriðja öflugasta sveitin á mótinu aö alþjóðlegum skákstigum. Jón hafði hvítt á öðm borði gegn Hebd- en og tefldi spænska leikinn, náði dálítið betri stöðu en þó ekki svo að úr- slitum réði. Hebden gat um skeið náð vissum gagnfærum en gætti sín ekki sem skyldi og þegar hann sá hróksfóm vofa yfir sér með skelfilegum afleiðingum, taldi hann sér þann kost vænstan aö gefast upp, enda var þá mátið fyrirsjá- anlegt. — Mér finnst þetta vel af sér vikið, Jón, að rétta svona vel úr kútnum eftir ósigurinn gegn Braga, sagði blaða- maður í símtali viö Jón L. eftir viður- eignina. „Uss, ég er búinn að tapa svo oft um ævidagana að ég er orðinn vanur þessu og læt þetta sem minnst á mig fá,” svaraði Jón að bragði. Skákirnar á hinum borðunum þremur gegn ensku strákunum voru harla erfiðar og fóru allar í bið. Margeir átti mjög í kröggum gegn Chandler en klóraði í bakkann og hélt jöfnu. Jóhann Hjartarson hélt sömuleiöis sínum hlut fyrir Flear og Elvar fyrir Hodgson og lauk því 5. umferö með enn einum íslenskum sigri, 2,5—1,5. Furðulegt og jafnframt kátlegt at- vik gerðist er þeir félagar Jóhanns sátu yfir biðskák hans gegn Flear og reyndu að finna honum einhverjar undankomuleiðir til jafnteflis. Þeir leituöu vel og vandlega en tjáöu honum svo að staðan væri að vísu gjörtöpuð en hann skyldi nú samt berjast að víkingasið til hinsta blóðdropa og féllst Jóhann á það að athuguöu máli. Þegar til leiksins kom, þá kom hins vegar á daginn að í öllum glímuskjálft- anum höfðu þeir rannsakað vitlausa stöðu — drottning Jóhanns stóð á mun hagstæðari reit en þeir höfðu sett hana á og átti Jóhann þá ekki í neinum telj andi erf iðleikum með vömina. -BH. Þeir eru kampakátlr, strákamir í íslensku skáksveitinni á beimsmeistaramóti æskumanna í Chlcago, enda hafa þeir sma ástsðu til þess að gleðjast eftir stórgissilega frammistöðu. Efst til vinstri stendur Margeir Pétursson sem teflir á 1. borði, við hlið hans Jón L. Ámason á 2. borði, Karl Þorsteins í fremri röð til vinstri teflir á 4. borðl, Jóhann Hjartarson fyrir miðju teflir á 3. og Elvar Guðmundsson til hsgri er varamaður. DV-mynd E J. NÝJA STRENGJASVEITIN HELDUR TVENNA TÓNLEIKA Nýja strengjasveitin heldur tónleika í Ytri-Njarðvík mánudaginn 29. ágúst klukkan 20.30 og í Bústaða- kirkju á þríöjudag á sama tíma. Sveitina skipa tuttugu strengja- leikarar sem æft hafa reglulega frá árinu 1980. Helmingur félaganna leikur með Sinfóníuhijómsveit fslands en hinir eru við tónlistamám. Stjórnandi á tónleikunum verður Josef Vlach frá Tékkóslóvakíu. Hann hefur unniö með sveitinni á námskeiði aö undanfömu og gefur árangurinn að heyra á tónleikunum fyrrnefndu. -EA. Nýja strengjasveitin. Póstsendum Barnaúlpur kr. 1785. Unglingaúlpur kr. 1785. Fullorðinsúlpur kr. 2635. Puma og Nike skór í miklu úrvali. ÍÞRÓTTABÚÐIN Borgartúni 20, sími 20011. V0RUM AÐ FÁ HINARVINSÆLU Flug og bfll á eínstöku verði Við bjóðum flug til Amsterdam og glæsilegan bílaleigubil á verði sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum ferðatilboðum. Brottfarardagar: September: 2, 9, 20. Verð frá kr.9.706.- Miðað við fjóra i bilaleigubíl í A-flokki í eina viku. Barnaafsláttur kr. 4.00C. Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, bílaleigubill, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar, og söluskattur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ET112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.