Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 25
róttir DV. MÁNUDAGUR 29. AGUST1983. (þróttir 25 íþróttir íþróttir íþróttir Fleet féll á sjálfs sín bragði — Furðulegtað hann skuli ekki hafa notað varamenn „Við áttum þetta skilið" — sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna Þetta var ekta bikarstemmning og nokkuð góður leikur á köflum. Það var stígandi í ieik minna manna og við áttum þcnnan sigur skilinn, þar sem við vorum betra liðið á vellinum. Þ6 að við misst- um Sigurð Lárusson fyrirliða út af raskaðist leikur okkar ekki og sýnfr það styrkleika liðsins, sagði Hörður Helgason þjálfari Skagamanna, en Hörður hefur náö mjög gúðum árangri með þá í sumar og bendir allt til að Akra- ness vinni tvöfalt — bæði deild og bikar, í fyrsta skipti í sögunni. -AA. Það kom í hlut Alberts Guðmundssonar fjármáiaráðherra að afhenda Sigurði Lárussyni, fyrirliða Skagamanna, bikarinn. Hér sjást þeir hampa honum. DV-mynd: Eiríkur J. Á ýmsu gekk og var Sigurður Lárus- son bókaður fyrir að brjóta á Tómasi Pálssyni og Eyjamaðurinn Ágúst Einarsson fékk einnig að sjá gula spjaldiö. Þaö mátti oft sjá sex leik- menn Skagamanna inni 1 vítateig Eyjamanna og voru aukaspyrnur Skagamanna hættulegar, þar sem hinir hávöxnu leikmenn þeirra eru sterkir skallamenn. Hörður jaf nar með skalla Skagamenn náöu aö jafna metin á 69. mín. er Ámi Sveinsson tók horn- spymu og sendi knöttinn vel fyrir mark Eyjamanna þar sem þeir Siguröur Halldórsson og Höröur Jóhannesson voru á auöum sjó inni í markteig — viö fjærstöngina. Höröur náöi aö skalla knöttinn glæsilega og átti Aðalsteinn ekki möguleika á aö verja. Eyjamenn gáfust ekki upp og á 82. mín. fékk Tómas Pálsson gulliö tækifæri til aö skora. Omar Jóhanns- son sendi góöa sendingu til Tómasar sem komst einn inn fyrir vöm Skaga- manna. Tómas brunaöi að marki — lék á Bjarna markvörö og skaut aö marki. Hörður Jóhannesson sést hér stökkva upp og skaiia knöttinn í netið hjá Eyjamönnum og jafna 1—1 fyrir Skagamenn. Hann var óheppinn meö skot, knötturinn hafnaöi rétt fram hjá stönginni og í hliðametinu. DV-mynd: Eirikur J. Tómas bestur á vellinum Þaö var erfitt fyrir Ieikmenn liðanna að leika á blautum og þungum Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir þaö mátti sjá marga góða hluti og þá sér- staklega frá Tómasi Pálssyni sem geröi Skagamönnum oft lifiö leitt. Tómas lék mjög vel, eins og þegar hann var upp á sitt allra besta. Vörn Eyjamanna i var oft traust en miðvallarspiliö ekki nægilega yfir- vegaö. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp sigur Skagamanna. Þaö átti enginn leikmaöur liösins afgerandi leik — voru allir svipaöir að getu. Sigurður Jónsson gladdi þó áhorfendur með góöum sprettum. -SOS. Steve Fleet, þjálfari Vestmannaey- inga, kom heldur betur á óvart, þegar hann lét sömu eliefu leikmenn Eyja- liðsins Ieika í 120 minútur gegn Skaga- mönnum. Það var greinilegt undir lok ieiksins, að margir Ieikmenn Eyjaiiðs- ins voru orðnir þreyttir. Þegar Sigurð- ur Lárusson, fyrirliði Skagamanna, var rekinn af leikvelli — þegar 7 mín. voru til leiksloka af venjulegum leik- tíma (90 mínútur), hefði verið sterkur leikur hjá Fleet að setja tvo óþreytta leikmenn inn á, því að Skagainenn voru þá einum færri. Það gerði Fleet ekki og ekki heldur í framlengingu leiksins. -SOS Eyjamenn gefa eftir Eftir þetta fóru leikmenn Eyja- liðsins aö gefa eftir og var greinilegt aö þeir voru orðnir þreyttari en Skaga- menn. Á 83. mín. var Siguröi Lárus- syni, fyrirliöa Skagamanna, vísaö af leikvelli og viö þaö tóku Eyjamenn fjörkipp. Bjarni Sigurðsson mátti þá hafa sig allan við þegar hann varöi skot Tómasar Pálssonar. Rétt fyrir leikslok varöi Aðalsteinn svo skalla frá Heröi Jóhannessyni á marklínu. Þá þurfti framlengingar viö og í henni skoraði Sveinbjörn Hákonar- son sigurmarkið, eins og fyrr segir. Anderlecht áttiíbasli Frá Kristjáni Bemburg — fréttamanui DV í Belgíu. Íslendingaliðin unnu öll í belgisku bikarkeppninni um helgina þó iítill giæsibragur hefði verið yfir leik flestra þeirra. Anderlecht, Antwerpen og Waterschei sigruðu öll 1—0, en SC Brugge, lið Sævars Jónssonar, vann Diegem létt 4—0. Heistu úrslit í bikarkeppninni urðu þessi: Lokeren-Tienen 7—0 Beveren-Hannut 7—1 Bornem-Anderlecht 0—1 P. Eisden-Antwerpen 0—1 Bergen-Waterschei 0—1 Diegem-SC Brugge 0—4 Menen-FC Brugge 1—3 Anderlecht átti í miklum erfiöleikum með 3. deildarliðið Bornem. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og átti Arnór Guðjónsen góöan þátt í því. Hann brunaði upp kantinn, gaf síðan góða sendingu fyrir markiö á Vandenberg sem skoraði af öryggi. Þó Anderlecht hafi unnið þennan leik var þaö ekki meö neinum glæsibrag. Þeir máttu reyndar þakka fyrir sigurinn aöþessusinni. • Van der Elst skoraöi eina mark Ant- werpen eftir aö hafa fengiö sendingu frá Pétri Péturssyni. Þegar líða tók á leikinn fór ekki á milli mála hvort liðið var betra. Leikurinn heföi allt eins getaö endaö 3 til 4—0, svo miklir voru yfirburðir Anterpen. • Hjá Waterschei var þaö Vliegen sem skoraöi úrslitamarkið. Lárus Guðmunds- son átti tvö góð færi í upphafi leiks. 1 fyrra skiptiö skaut hann yfir markið og átti síðan hörkuskalla en markvöröur Bergen bjargaði meistaralega meö því aö slá bolt- ann yfir markiö. -KB/AA. Stórsigur Leiknis Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann stórsigur 6—0 yfir Hvöt í úrsiitakeppni 4. deildar, þannig að Leiknir og Leiftur frá Óiafsfirði berjast um sæti í 3. deild í Norð-Austur- landsriðlinum. Víkverji lagði Hauka að velli 3—2 í Suö- Vesturlandsriðli úrslitakeppninnar. Víkverji hafði áður gert jafntefli við Stjörnuna, 2—2. -SOS. Frjálsíþrótta- menn gerast atvinnumenn — íknattíþróttum Bandaríski spretthlauparinn Willie Gault, sem varð í sigursveit Bandarikj- anna í 4x 100 m boðhlaupi á HM í Helsinki og fékk bronsverðlaun í 110 m grinda- hlaupi, mun ekki keppa á ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984. Gauit hefur gerst atvinnumaður með rugbyliðinu Chicago Bcars. Þá hefur hástökkvarinn Tyke Pea- cock, scm fékk silfurverðlaun í Helsinki, gerst atvinnumaður — i körf uknattleik. -SOS. Fylgjast með World Cup íPortugal Ferðaskrifstofan Utsýn gengst í næsta mánuði fyrir golfferð til Algarve í Portúgal. Farið verður utan 21. september og dvalið í Albufeira í þrjár vikur. Á meðan á ferðinni stendur gefst mönnum kostur á að fylgjast meö Evrópuriðlinum í World Cup í golfi sem fram fer á Dom Pedro 23. til 25. september. Þar keppa tveir bestu at- vinnumennirnir frá öllum löndmn Evrópu og einnig tveir áhugamenn frá Islandi, þeir Gylfi Kristinsson Is- landsmeistari í golfi og Ulfar Jónsson sem er yngsti keppandi sem tekiö hefur þátt í World Cup, aöeins 14 ára gamall. róttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.