Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Qupperneq 40
40 DV. MANUDAGUR 29. ÁGUST1983. Edvard Frimannsson leiösögumaöur lést 13. ágúst sl. Hann fæddist í Borgar- nesi 28. ágúst 1917, sonur hjónanna Margrétar Runólfsdóttur og Frímanns Frímannssonar. Hann lauk prófi frá 'Verslunarskóla Islands áriö 1936, fór síðan til Bandaríkjanna og dvaldi þar í nokkur ár. Eftir dvölina þar fór hann til Tékkóslóvakíu. Að lokinni dvöl þar sneri hann heim til Islands og setti með stuttu millibili á stofri þrjár tískuversl- anir við Laugaveginn, en síðustu árin starfaöi hann sem leiðsögumaður er- lendra ferðamanna. Edvaid kvæntist Ástu Láru Jónsdóttur og eignuðust þau þrjú böm. Þau slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Utför Edvards verður gerðfrá Dómkirkjunniídag kl. 1.30. Jóhannes Ö. Guðmundsson, viöskipta- fræðingur, Melabraut 47 Seltjarnar- nesi, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Georg Pálsson lést í Hafnarbúðum 25. .ágúst. Asta Margrét Guðlaugsdóttir, Miklubraut 42, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 31. ágúst nk. kl. 15. Ágústa Gróa Skúladóttir, Víðimel 23, andaðist í Landakotsspítala 25. ágúst sl. Andrés Andrésson framkvæmdastjóri lést 16. ágúst sl. Hann var fæddur 1. nóvember 1928 á Stöövarfirði. For- eldrar hans voru Andrés Karlsson og Vilfríður Þórunn Björnsdóttir. Andrés lauk prófi frá Verslunarskóla Islands 1947 og stundaði síðan verslunarstörf og bókhald í Reykjavík. Hann varð framkvæmdastjóri rafvirkjadeildar Sameinaðra verktaka 1954 (nú raf- virkjadeildin hf.) og veitti forstöðu skrifstofu ákvæðisvinnunefndar FLRR og FlR frá upphafi til dauðadags. Nokkur síðustu árin var hann einnig stundakennari í bókfærslu við meist- araskóla Iönskólans í Reykjavík. Eftirlifandi kona hans er Pálína Björnsdóttir. Eignuöust þau tvö böm. Utför Andrésar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Ásgrímur Þorgrímsson bóndi, Borg Miklaholtshreppi, andaöist í sjúkra- húsi Akraness 25. ágúst. Guðbrandur Þorkell Sæmundsson veit- ingaþjónn, er andaðist 23. ágúst, verður jarðsunginn þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Sólveig Bjarnadóttir Ansnes, sem and- aðist aðfaranótt 21. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 30. ágúst kl. 15. Ólafur Tryggvason, Brekkustíg 14 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst kl. 10.30. Tónleikar Maestro Vlach kominn , aftur til landsins Nýju strengjasveitinni hefur með aðstoð Flugleiða tekist að fá tékkneska fiðluleikar- ann og stjórnandann Josef Vlaeh til samstarfs áný. Vlach lék um árabil í kvartett sem við hann var kenndur og ferðaðist víða um heim til tón- leikahalds. A seinni árum hefur hróður hans sem hljómsveitarstjóra farið mjög vaxandi og hefur hann komið fram sem stjórnandi bæði í Evrópu og Ameríku. Hann er nú aðal- stjórnandi Tékknesku kammersveitarinnar. Vlach hefur einnig starfað mikið að því að leiðbeina ungum strengjaleikurum og þykir þar hafa náð frábærum árangri. Nýja strengjasveitin, sem nú er skipuð 20 manns, hóf æfingar með Vlach í Kvenna- skólanum í Heykjavík sl. laugardag. Þetta er í annað sinn sem Josef Vlach kemur hingað á vegum sveitarinnar, en hann stjórnaöi á tón- leikum hennar í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nýja strengjasveitin fyrirhugar tvenna tón- leika í byrjun næstu viku, í Ytri-Njarðvíkur- kirkju mánudaginn 29. ágúst og í Bústaða- kirkju þriðjudaginn 30. ágúst. A efnisskránni verða verk eftir Purcell, Mozart, Janacek og Britten. Bergþóra Árnadóttir lýkur tónleikaferð sinni á Húsavík í kvöld Söngkonan landskunna og lagasmiðurinn, Bergþóra Arnadóttir, hefur verið á tónleika- ferð um Austurland. Hefur hún sungið á vinnustöðum verkalýðsfélaganna á Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Seyðisfirði og mun hún ljúka þeim í kvöld meö því að syngja í Félagsheimili Húsavíkur kl. 21. Á efnisskrá eru m.a. lög af væntanlegri plötu hennar, Afturhvarfi. Tilkynningar Ný Ijóðabók á markaðinn Hið nýstofnaöa útgáfufélag Bjartsýn s/f hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók. Nefnist hún tuttugu og 2 skapakossar og er eftir húsföður- inn Ágúst Hjört. Eins og nafn bókarinnar bendir til eru í bókinni 22 ljóð enda er höfundurinn réttra 22ja ára. Ljóðin eru ort síðustu 22 árin. Bókin er 70 blaðsíður, kostar 200 kr. og hana er hægt að fá hjá Eymundssyni, Bókhlööunni og í Bóksölu stúdenta. Upplag er mjög takmarkað, aöeins 200 eintök, svo aö hafi menn áhuga á aö tryggja sér eintak er betra að hafa hraöan á. Lalli prentaði. Hvað er til ráða þegar slys ber að höndum? Reykjavíkurdeild RKl beitir sér nú sem oft áður fyrir því að halda námskeið í skyndi- hjálp. Nú gefur deildin kost á námskeiði í al- mennri skyndihjálp og hefst þaö 1. sept. Námskeiðiö verður haldiö í húsnæöi RKI aö Nóatúni 21. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu geta látiö skrá sig að öldugötu 4, sími 28222. Á námskeiðinu veröur fariö í skyndihjálp við ýmiss konar slys og óhöpp. Auk þess verður blástursaðferðin kennd, farið í mark- vissa skyndihjálp á slysstað og sýndar fræö- andi myndir þar að lútandi. Hér gefst fólki gott tækifæri til að afla sér undirstööumenntunar eöa rifja upp fyrri þekkingu í þessum efnum og læra til hlítar meginatriði skyndihjálpar. Á norrænu umferðaröryggisári hvetur RKl fólk til að bæta skyndihjálparkunnáttu sína. Þeir sem hafa látið skrá sig áður og ekki mætt eru beðnir um að skrá sig aftur. Námskeiðinu lýkur meö verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iön- skólum. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku í námskeiðinu. Bliki, rit er fjallar um fuglalíf á íslandi, Ritið er gefið út af dýrafræðideild Náttúru- fræðistofnunar Islands, í samvinnu við fugla- verndarafélag Islands og áhugamenn um fugla. Bliki er fyrsta rit sinnar tegundar sem gefið er út hér á landi. Þar er ætlunin að birta sem fjölbreytilegast efni um islenska fugla, bæði fyrir leikmenn og læröa. Ahersla verður þó lögð á nýtt efni sem hefur ekki birst áður á prenti. Bliki mun koma út óreglulega en a.m.k. eitt hefti á ári. Þeim sem óska að fá ritið sent er boðið að vera á útsendingarlista. Þetta fyrsta hefti Blika kostar kr. 130. Innheimt er með gíróseðli. Afgreiðsla ritsins er á Náttúru- fræðistofnun Islands, Laugavegí 105, 125 Reykjavík, en síminn er (91J-29822. Norræn lyfjatækna- ráðstefna í Reykjavík Dagana 3.-6. september nk. verður haldin að Hótel Holti Reykjavík norræn ráðstefna Lyfjatækna. Ráðstefna þessi, sem er liður í samvinnu lyfjatækna á Norðurlöndunum, er haldin annað hvert ár og er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin hér á landi. A ráðstefnunni verður rætt um brýnustu hagsmunamál lyfjatækna á Norðurlöndun- um, en þau eru meðal annars menntun lyfja- tækna, kjaramál og tölvuvæðing apóteka. Auk fundarhalda munu ráðstefnufulltrúar ferðast um landið og meðal annars fara til Vestmannaeyja og um Suðurlandsundirlend- ið. Formaður undirbúningsnefndar ráðstefn- unnar er Herdís Á. Sæmundardóttir. Lyfjatæknafélag Islands er stofnað árið 1976 og gerðist aöili að samstarfi norrænna lyfjatækna árið 1979. Formaður félagsins er Arndís Jónsdóttir. 75 ára er í dag, 29. ágúst, Maris har- aldsson frá Bolungarvík, Kleppsvegi 2 Rvík. ’ FYRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR - Samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs er langhagstæð- ast að auglýsa í VIKUNNI af íslenskum tímaritum. - Kostnaður auglýsenda við að ná til hvers lesanda er lægstur hjá VIKUNNI. Auglýsingasími VIKUNNAR er 85320. 85 ára er í dag, mánudaginn 29. ágúst, frú Ágústa Jónasdóttir, Yrsufelli 28, hér í Reykjavík. Eiginmaöur hennar var Leópold Jóhannesson, sem er látinn. Þau bjuggu lengst af vestur á Hringbraut 88 hér í bænum. Á afmælis- daginn ætlar Ágústa aö taka á móti gestum sínum á heimili dóttur sinnar að Sævangi 2 í Hafnarfirði. Tapað -fundið Guðbrandur týndur Brandur er ókominn heim. Vitað er um að keyrt var yfir kött við Sóleyjargötu sl. laugar- dag. Ef einhver getur gefið upplýsingar um það er hann vinsamlegast beðin að hringja í síma 23611 að Laufásvegi 2a. Tvö ár um tvítugt Meinleg prentvilla læddist inn í helgarblað DV um þessa helgi. Á forsíðu helgarblaðsins hamaðist prentvillupúkinn og skrumskældi fyrirsögn á þá leið að 20 ár væru liðin frá því Austur-Þjóðverjar hófust handa um að reisa Berlínarmúrinn. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Eins og fram kemur í meginmáli greinar- innar eru 22 ár frá þessum atburði. Bella Það er skammarlegt að það skuli vera að fara úr tísku að baða sig nakinn, nú þegar ég er búin að léttast um eitt kíló. SMÁAUGLÝSINGADEILD sem sinnir smáaug/ýsingum, myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum erí ÞVERHOLT111 Tekið er á móti venjulegum smáauglýsingum þar og i sima 27022: Smáauglýsingaþjónustan er opin frá kl. 12—22 virka daga og laugar- daga kl. 9—14. Virka daga kl. 9 — 22, laugardaga kl. 9 — 14, sunnudaga kl. 18 — 22. Tekið er á móti myndasmáaugiýsingum Og þ/onvstuauylýsingum virka daga kl. 9—17. ATHUGIÐ! Ef smáauglýsing á að birtast i helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrirkl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD Þverholti 11, simi 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.