Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Síða 8
i.
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGUST1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hörð gagnrýni á Reagan
á fjöldafundi um King
Andrew Young, leiðtogi blökku-
manna, sagöi í gær aö fjöldafundurinn
í Washington á laugardaginn, sem
sóttur var af meira en 250 þúsund
manns, gæti falið í sér spá um pólitísk
óþægindi fyrir Reagan forseta í
kosningunum 1984.
Fundurinn var boöaöur til þess aö
heiðra minningu Martins Luthers
Kings blökkumannaleiðtoga, en mann-
safnaöurinn notaði samkomuna til
þess aö mótmæla stefnu Reagan-
stjómarinnar.
Fór allt friðsamlega fram en mót-
mælt var atvinnuleysi, kjarnorku-
vopnakapphlaupinu og stuðningi
Bandaríkjastjómar viö stjórnina í E1
Salvador. Krafist var jafnréttis
blökkumanna og hvítra og jafnréttis
kynjanna.
„Þaö er ekkert vafamál aö Ronald
Reagan er í rauninni ástæöan fyrir
þessum mannsafnaði,” sagöi Young,
borgarstjóri í Atlanta. — „Reagan
hefur styrkt þá ríku á kostnað hinna
fátæku.”
Þótt Reagan hafi ekki enn sagt af
eöa á um hvort hann hyggst bjóöa sig
fram til endurkjörs rifjaði Young upp í
viötali viö sjónvarp eftir fundinn að
demókratinn Lyndon B. Johnson heföi
sigraö meö yfirburðum Barry Gold-
water, einn hægrisinnaöasta frambjóö-
anda repúblíkana, í kosningum 1964,
ári eftir fjöldafundinn 1963. King stóö
fyrir þeim fundi og flutti þar ræöuna
sína frægu, ,,Ég á mér draum”.
Vakti Young athygli á að í mörgum
suðurríkjunum heföi blökkumönnum
f jölgað mjög á kjörskrá. Þaö gæti riðiö
baggamuninn í þessum íhaldssamari
fylkjum landsins, sem drýgstan þátt
heföu átt í sigri Reagans yfir Carter
1980.
Martin Luther King jr.
Meðal þeirra sem töluöu á fundinum
var ekkja Martins Luthers Kings,
Coretta. Gagnrýndi hún Reagan mjög.
„Vinna friður, og frelsi” voru lykil-
orö mótmælafundarins sem haldinn
var undir slagoröinu „Viö eigum okkur
enn draum”.
Filippseyjar:
Búist við mótmæla-
aðgerðum við jarð-
arför Aquinos
Lögregla og her í höfuöborg Filipps-
eyja, Manila, búa sig undir hugsanleg
mótmæli og óeiröir þegar líkfylgd Ben-
igno Aquino snýr aftur til borgarinnar.
Lik Aquino hefur legið í dómkirkjunni í
fæðingarborg hans, Tarlac, og verður
nú flutt til Manila þar sem jaröarförin
á aö f ara fram á miðvikudag.
Ættingjar Aquinos tilkynntu í gær að
þeir hygöust ekki taka þátt í störfum
rannsöknarnefndarinnar sem rann-
saka á morö Aquinos. Þetta er þriöja
áfalliö fyrir stjómvöld vegna morö-
málsins en áöur haföi fyrrum forseti
hæstaréttar Filippseyja, Roberto Con-
Öryggisverðir á Manilaflugvelli lyfta
líki Aquinos upp í bíl eftir aö morðingi
hans hafði verið drepinn. Lík morð-
ingjans sést lengst til vinstri.
Benigno Aquino stjómarandstöðuieið-
togi á Filippseyjum. Þessi mynd var
tekin skömmu áður en flugvél hans
lenti á Manila flugvelli.
ception, beöist undan aö þurfa aö
starfa í nefndinni þar sem hann er
farinn aö heilsu. Þá hefur yfirmaöur
katólsku kirkjunnar á Filippseyjum,
Jaime Sin kardínáli, beöist undan aö
starfa meö nefndinni þar sem hann
þarf að sækja þing í Vatíkaninu á sama
tíma.
Lögregluyfirvöld segjast ekki enn
hafa komist aö því hver moröingi
Aquinos var en lögreglumenn skutu
hann um leiö og hann haföi myrt
Aquino.
Flugræningjar hóta að
sprengja gíslana
Sautján farþegar og áhöfn franskrar
farþegaþotu, sem rænt var og flogið til
Teheran, bíöa örlaga sinna á meðan
yfirvöld Irans semja viö ræningjana,
en þeir hafa hótaö að sprengja flugvél-
inaíloftupp.
Flugræningjamir, sem eru vopnaðir
vélbyssum og handsprengjum, segjast
munu sprengja flugvélina meö dína-
míti ef Frakkland hætti ekki hemaðar-
aöstoð sinni viö stjómina í Chad og viö
Líbanon og írak. Ennfremur krefjast
þeir þess aö Líbönum í frönskum fang-
elsumverðisleppt.
Flugvélinni var rænt í áætlunarflugi
á leið frá Vín til Parísar í fyrradag og
eftir 22 stunda þvæling milli Genf,
Sikileyjar og Damskus lenti hún í
Teheran upp úr hádegi í gær. Síðan
hefur staöiö í samningaþrefi.
Á leiöinni slepptu ræningjamir 35
farþegum lausum í Genf og 55 á Sikiley
og veikri flugfreyju var sleppt í
Damaskus.
Irönsk yfirvöld hafa ekki viljað leyfa
frönskum fulltrúum aö ræöa viö ræn-
ingjana. Mousavi forsætisráöherra
hefur notaö tilefniö til þess aö gagn-
rýna frönsk yfirvöld fyrir aö sýna flug-
ræningjum umburöarlyndi. Fyrr í
mánuöinum var íranskri farþegaþotu
rænt og flogið til Parísar. Ætla Frakk-
ar aö draga flugræningjana fyrir rétt
en neita aö framselja þá írönskum
yfirvöldum.
Sambúö Irans og Frakklands hefur
ekki verið góö aö undanförnu því aö
Frakkar hafa látiö Irak í té vopn en
Irak og lran eiga í stríði.
Svíar plaga danska
vörubflstjóra
Líf á öðrum
hnöttum?
Danskir vömbílstjórar sem aka til
Svíþjóðar halda því fram aö sænska
lögreglan hafi byrjaö hreina ofsóknar-
herferð á hendur þeim. Kemur þetta
fram í fréttablaði þeirra. Þar er því
haldiö fram aö sænska lögreglan hafi
augljóslega upp á síðkastið gert sér
sérstakt far um aö angra dönsku
bílstjórana.
„Þaö lítur út fyrir aö sænska lögregl-
an sé aö mótmæla. Eftir aö Svíum mis-
tókst aö fá Dani til þess aö hætta
borunum viö Hesselö ráöast þeir í staö-
inn á Danina með alls kyns reglum og
reglugerðum þegar þeir koma til
Svíþjóðar,” skrifa bílstjóramir í mál-
gagninu.
Frá og meö 1. október ganga í gildi
ný tollalög, þar sem kveðið er á um aö
sérhver útlend vörubifreiö skuli sæta
vandlegri tollskoöun við komuna til
Svíþjóöar. Þessi nýju lög hafa valdið
mikilli gremju Dana og m.a. voru þau
gagnrýnd harðlega í danska stórblað-
inu Politiken á laugardag. Þar segir
m.a. að þessi lög muni daglega bitna á
150 til 200 bílstjórum frá Helsingör og
hreint öngþveiti hljóti aö verða viö toll-
skoöunina.
„Maður gæti haldiö aö Svíarnir hafi
fariö í námsferð til Frakklands til aö
læra hvemig draga má úr innflutningi
meö því aö angra útlenda vömbíl-
stjóra,”segirm.a. íleiöara Politiken.
Þaö virðist því sem ekkert lát ætli að
veröa á ágreiningsefnum Dana og Svía
þessa dagana og ekkert hefur miðaö í
samkomulagsátt í landgrunnsdeilu
þjóöanna. -GA J. í Lundi.
Vísindamaöur sem hefur sérhæft
sig í uppruna lífs segist hafa fundiö
sannanir sem gefi til kynna aö líf
kunni að leynast annars staöar í
heiminum.
Dr. Cyril Ponnamperuma viö
Maryland-háskóla segist ætla aö
leggja fyrir fund efnafræðinga í
Washington núna í vikunni „fyrstu
öruggu gögnin, fundin meö tilraun-
um, sem sýni aökjami gena aUra lif-
andi kvikinda jaröarinnar hafi oröið
til utan jaröarinnar”.
Hann segist hafa fundið fimm efni,
sem öU em í genunum (adenín,
guanín, cytosín, thymín og uracíl) í
loftsteini er fannst í Ástralíu 1969.
Einnig tókst honum aö búa til þessi
efni meö tUraunum, þar sem hann
notaði metan, köfnunarefni og vatn
og hleypti á rafstraum.
„Þessar niöurstööur segja okkur
ýmislegt um efnafræöUega þróun lífs
og þær gefa okkur til kynna að meiri
likur séu fyrir lífi annars staðar,”
sagöi doktorinn við blaöamenn.