Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Síða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER1983.
.....1-------
Frjáist.óháð dagblað
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SlOUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 84611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasöíu 22 kr. I
Helgarblað 25 kr.
Einokunarhugmyndir
Viðbrögð samtaka iðnaðarmanna og sjómanna gagn-
vart ráðabrugginu um miðstýringu eggjaframleiðslu og
verðlagningu hennar eru lofsverð. Bæði þessi samtök
hafa hótað að draga fulltrúa sína út úr sexmannanefnd-
inni verði heildsala eggjaframleiðenda að veruleika.
Neytendasamtökin hafa og látið málið til sín taka og
fullyrða eftir landbúnaðarráðherra, að einokuninni verði
því aðeins hrint í framkvæmd, að samstaða náist um mál-
ið. Neytendasamtökin munu láta á það reyna, hvort ráð-
herrann standi við orð sín. Helst er von til þess, að stjórn-
málamaðurinn í ráðherrastólnum láti segjast, því hann
þarf jú að leita til neytenda um stuðning í kosningum.
Framleiðsluráð landbúnaðarins og einokunarsinnarnir
í eggjaframleiðslunni þurfa ekki á slíku umboði að halda.
Kerfiskarlarnir fara sínu fram, án þess að spyrja kóng
eða prest. Þeir telja sig óhulta í dúnmjúkum valdastólum
úreltrar löggjafar.
Nú er upplýst að ekki á að staðnæmast við eggin ein.
Uppi eru ráðagerðir um að innleiða samskonar
einokunarstarfsemi að því er varðar svína- og kjúklinga-
kjötsframleiðslu.
Þegar liggja fyrir hugmyndir um reglugerðir sem fela í
sér miðstýringu á verðlagningu þessara neysluvara.
Markaðurinn á ekki lengur að ráða. Nú skal setja bú-
mark, eins og það er kallað á fínu máli, sem felur það í
sér, að verðlagningu skal hagað í samræmi við staðlaðar
hugmyndir framleiðsluráðsins og þriggja manna nefndar
á þess vegum.
Nú veröa það sem sagt ekki hagsmunir neytenda og
eftirspurn eftir vörunni, sem ráða ferðinni, heldur
ákvörðun miðstýrðrar nefndar. Og hún á jafnframt að
hafa vald til þess að úthluta framleiðslufyrirtækjum eftir
geðþótta og þá sérstaklega til þeirra, „sem hafa óhag-
kvæma stærð bús miðað við f járfestingu og mannafla”.
Allt er þetta mál hið furðulegasta. Á tímum aukins
frjálsræðis í verslun, fjölbreyttari markaðar og bættrar
þjónustu við neytendur ríkja þau forneskjulegu viðhorf
hér á landi, að kjöt- og eggjavörur verði háðar verðlagn-
ingu þriggja manna nefndar og einokun sett á fót.
Það er jafnvel gert ráð fyrir, að framleiðendur geti
stjórnað því, hvort framboð verði lítið eða mikið, út frá
sínum eigin hagsmunum! Eftirspurn neytenda skiptir
þar engu máli.
Islendingar verða að stöðva þessar ráðagerðir.
Einokuninni skal afstýrt. Neytendur verða að setja hnef-
ann í borðið og mótmæla þessu brölti. Grundvallarreglan
á að vera sú, að verðlag fari eftir framboði og eftirspurn
og framleiðendur nauðsynlegra neysluvara séu frjálsir af
því, og raunar þvingaðir til þess að haga rekstri sínum
svo, að þeir geti boðið upp á sem ódýrasta vöru.
Framleiðsluráð landbúnaðarins er voldug stofnun og
vel vernduð í kerfinu. En hún stjórnar ekki þessu landi.
Til þess er ríkisstjórn og alþingi. Því verður að treysta,
að stjórnmálamenn á seinni hluta tuttugustu aldar séu
meðvitaðir um hlutverk sitt og láti ekki einokunarhug-
myndir yfir landslýð ganga. Sem betur fer er það nefni-
lega svo, að neytendur og kjósendur eru sama fólkið.
Á þá staðreynd verður að minna svo skiljist áður en
skellur í tönnum.
ebs
Neytendur
standa saman
—athugasemd við leiðara DV
Mörgum áhugamönnum um sjálf-
sögð réttindi neytenda og góöa
viðskiptahætti hefur að vonum
blöskraö ýmislegt sem komiö hefur
fram að undanförnu varðandi
afgreiðslutima og sölu á land-
búnaðarafurðum. Einn þessara
manna, Jónas Kristjánsson, ritstjórí
DV, hellir úr skálum reiði sinnar
vegna þessa í leiðara þ. 23. október
sl. Þau atriði sem nefnd eru í leiðar-
anum sem dæmi um óeðlileg
viðskipti og virðingarleysi ýmissa
framleiðenda og söluaðila fyrir
neytendum eru rétt. Það er hins
vegar rangt sem ritstjórinn heldur
fram í leiðaranum aö Neytenda-
samtökin hafi ekki sinnt þessum
málum og umfjöllun hans um
Neytendasamtökin í því sambandi
benda til þess að leiðarinn sé skrif-
aöur af nokkurrí fljótfæmi, án þess
að málin hafi verið skoðuö nægilega
vel. Þessi skrif ritstjórans eru í raun
til þess fallin aö skaða samtök neyt-
enda og vinna gegn möguleikum
þeirra á því að koma þeim málum til
betri vegar sem bæði ritstjórinn og
Neytendasamtökin telja óhæfu í
viðskiptum siðaðra manna.
Hvað hafa Neytenda-
samtökin gert?
Af þessu tilefni er eðlilegt að skoða
hvað Neytendasamtökin hafa gert í
þeim málum, sem ritstjórinn nefnir
sérstaklega í leiðara sínum og heldur
fram aö samtökin hafi ekki sinnt.
1. Afgrejðslutími verslana. Neyt-
endasamtökin hafa barist fyrir
rýmri afgreiðslutíma verslana á
höfuðborgarsvæðinu og nú hillir
undir það að veruleg breyting
verði í þessu efni til hagsbóta fyrir
neytendur í framhaldi af þeim
viðræðufundum sem nú fara fram
með Kaupmannasamtökunum,
VR og Neytendasamtökunum.
Vonandi í samræmi við niðurstöð-
ur könnunar samtakanna á vilja
neytenda í þessu máli en sú könn-
un var gerð í vor. Það skiptir í
þessu sambandi sem öðru ekki
öllu máli hverjum er helst að
þakka heldur hitt aö góðir hlutir
náiframaðganga.
2. Skemmda dilkakjtítið. Ritstjórinn
heldur því fram aö Neytendasam-
tökin hafi látið sér nægja að mót-
mæla lítillega í þessu máli en
síöan lagt niöur rófuna eins og
ævinlega. Sannleikurinn er hins
vegar sá að Neytendasamtökin
hafa ekki lagt niður rófuna í þessu
máli heldur krafist opinberrar
rannsóknar á málinu. Boltinn er í
raun hjá landbúnaðarráðherra á
þessari stundu og spurning er um
hvort hann fer að tilmælum sam-
takanna um skipun rannsóknar-
nefndar eöa ekki.
3. Unnar kjötvörur. Nýlega birti
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis könnun sem félagið lét
gera á unnum kjötvörum, þar
kom í ljós að gerlafjöldi var of
mikill í meira en helmingi sýna og
þær því ekki söluhæfar. Það
skýtur nokkuð skökku við að saka
Neytendasamtökin um aðgeröar-
leysi vegna máls sem þau hafa
algerlega unnið og nýlega kynnt
niðurstöður í.
4. Því er haldiö fram að Neytenda-
samtökin hafi ekki sagt margt,
þegar „forhituð neyslumjólk
reyndist full af rotnunargerlum og
lón Magnússon
fúkkalyfjum” eins og ritstjórinn
orðar það. I þessu tilviki er farið
með rangt mál, það voru einmitt
Neytendasamtökin sem bentu á
það fyrir nokkrum árum, þegar
súr mjólk var seld í Reykjavík, að
ástand mjólkurinnar væri óviðun-
andi, ekki væri farið eftir reglum
hvað snerti forhitun og gerlafjölda
í mjólk þrátt fyrir það að kröfur
hér á landi í þessu e&ii væru minni
en í nágrannalöndum okkar.
Nokkru áður en þetta tilvik kom
upp höfðu Neytendasamtökin
ítrekað bent á þessar misfellur í
mjólkurvinnslu og krafist breyt-
inga.
5. Eggjaeinokun. Það er alveg
einstakt að ritstjóri DV skuli
halda því fram að Neytendasam-
tökin hafi ekki tjáð sig mikið um
þá fyrirætlun meirihluta eggja-
framleiðenda að koma á eggja-
einokunarsölu. Staðreynd málsins
er sú að sl. vor og sumar unnu
Neytendasamtökin af alefli gegn
þessum áformum, gáfu frá sér
ýmsar yfirlýsingar af því tilefni
og einstakir stjómarmenn fylgdu
því síðan eftir með blaðaskrifum.
Vegna baráttu Neytendasamtak-
anna svo og ýmissa annarra tókst
að vinna þá orrustu. Stjórnendur
landbúnaðarmála treystu sér ekki
til þess að koma eggjaeinokunar-
sölu á þrátt fyrir það að öll undir-
búningsvinna í málinu hefði verið
framkvæmd. Þetta var vissulega
merkur áfangi fyrir Neytenda-
samtökin því að í fyrsta skipti
hopuðu þessi samtök framleið-
enda. Nú er komið í ljós að þessir
aðilar eru samt ekki algerlega af
baki dottnir því nú á aö læða þessu
kerfi framleiðslustjórnunar á
eggjum inn um bakdyrnar, eins og
komið hefur fram í fréttum, með
því að veita rúmum 5 milljónum
til að koma upp eggjapökkunar-
og dreifingarstöð eins og það er
kallaö. Við forystumenn
Neytendasamtakanna mótmælt-
um þessu við landbúnaðarráö-
herra en hann tjáði okkur við þaö
tækifæri að þetta yrði ekki gert
nema full samstaöa yrði um málið
innan samtaka eggjaframleið-
enda. Þar sem það liggur fyrir að
slik samstaða er ekki fyrir hendi
er útilokað annaö en álíta að
þessari orrustu hafi einokunar-
sinnarnir einnig tapað þó of
snemmt sé að fullyrða það á
þessustigi.
Þau 5 efnisatriði, sem ég nú hef
rakið, eru þau atriði sem leiðara-
höfundi fannst ástæöa til að hnýta í
Neytendasamtökin fyrir. Það má
margt að Neytendasamtökunum
finna en þau verða varla sökuð um
aðgerðarleysi eða þögn varðandi
þetta eöa málefni landbúnaöarins.
Þvert á móti hafa ýmsir sakaö Neyt-
endasamtökin um að þau væru í
striði við framleiðendur á búvörum.
Erlendis grípa stjórnvöld
inn í, hér slá þau
skjaldborg
um ósómann
Vandamál Neytendasamtakanna
eru i raun fyrst og fremst þau aö á
þaö skortir aö neytendur séu nægi-
lega virkir og reiðubúnir til að efla
samtök sin, en einnig virðingarleysi
og takmarkaður skilningur stjóm-
valda á neytendastarfi og góðum
viðskiptaháttum. A þetta bendir rit-
stjóri DV réttilega, aö vísu undir
öðrum formerkjum, í leiöaranum.
Eg leyfi mér að fullyrða að á hinum
Norðuriöndunum, Bretlandi, Þýska-
landi eða Bandaríkjunum, hefðu
stjómvöld gengið fram í því að koma
málum eins og þeim sem rakin em
hér að framan í skikkanlegt horf og
jafnvel refsað þeim framleiðendum
og söluaðilum sem hlut hefðu átt í því
að selja gallaða vöm. Hér bregðast
stjórnvöld öðmvísi viö. Svo virðist
sem reynt sé af þeirra hálfu að slá
skjaldborg um ósómann til að
neytendur fái ekki eölilega yfirsýn.
Neytendasamtökin hafa hvaö eftir
annaö bent á það, sem höfuðvanda-
mál í þessu sambandi, aö sterk staöa
framleiöenda í stjórnkerfinu hindri
aö eðlilegar gæðareglur séu settar og
tillit sé tekið til þarfa og sjónarmiða
neytandans. Neytendasmtökin hér
em að þessu leyti að berjast við allt
aörar aðstæður en í nágrannalönd-
um. Komist neytendasamtök þar að
því að vömr uppfylli ekki tilskildar
gæðakröfur gripa stjómvöld inn í.
Hér þurfa Neytendasamtökin
stöðugt að nudda í sömu sjálfsögðu
málunum og stjómvöld skella skolla-
eyrum við. Það er því eölilegt að
áhugamönnum um neytendamál
finnist hægt miða, enda ekki annars
að vænta þegar könnun á lifnaðar-
háttum æðarfugls fær meiri styrk frá
rikinu en neytendastarf og samtök
framleiöenda búvöm rúmlega
hundrað sinnum meira framlag úr
ríkissjóði en samtök neytenda ef
miðaö er við fjárlagafrumvarp
þessarar ríkisstjóm.
Gagnrýni á fölskum
forsendum
Dugmiklir blaðamenn mættu
gjaman gefa þessum málum meiri
gaum en hingaö til. DV verður ekki
sakað um að hafa ekki sinnt mál-
efnum neytenda. Bæði Jónas
Kristjánsson, ritstjóri blaðsins, og
blaðið hafa tekið myndariega á þeim
málum og haft vandaða neytenda-
síðu sem mætti vera öðrum blöðurn
til eftirbreytni. Áhugafólk um
neytendamál verður að standa
saman um að vinna aö þeim málum
þannig að betra skipulagi verði
komið á. Ég vona að Neytendasam-
tökin og DV geti átt svipaða samleiö
og hingað til og á sama tíma og ég tel
eðlilegt aö samtökin séu gagnrýnd
sem og aðrir fyrir það sem þau gera
eða gera ekki þá vænti ég þess aö
gagnrýnin verði ekki aftur á þann
veg sem raun varð á í leiöaranum
um daginn, að Neytendasamtökin
séu gagnrýnd fyrir að gera ekki ein-
mitt það sem þau hafa verið að gera.
Jón Magnússon
formaður
Neytendasamtakanna
• . .enda ekki annars að vænta þegar
könnun á lifnaðarháttum æðarfugls fær
meiri styrk frá ríkinu en neytendastarf.”