Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983.
11
„Anægðar að fylgja
FR AMSÓKN ARSTEFNU NNI”
— segir Sigrún Sturludóttir, formaður Landssamtaka framsóknarkvenna
Framsóknarflokkurinn hefur veriö
lítt upp á kvenhöndina, svo mjög að
konur innan flokksins hafa hótaö aö
fara í sérframboð verði hlutur þeirra
ekki réttur. Sigrún Sturludóttir, for-
maður Landssamtaka framsóknar-
kvenna, var spurð hvort það væri
erfitt að vera kona í Framsóknar-
flokknum.
„Það er kannski ekki erfitt,” sagði
hún, „en fáar konur hafa komist
áfram innan flokksins.”
Sigrún sagði að Rannveig Þor-
steinsdóttir hefði fyrst framsóknar-
kvenna verið kjörin á þing 1949 og
kominn væri timi til að fá aðra konu
úr Framsóknarflokknum á Alþingi.
— En er bara ekki nærtækast að
skiptaumflokk?
„Nei, þaö kemur ekki til greina.
Þetta er sú stefna, sem við höfum
valið og við höfum ákveðið að fylgja
henni.”
— Þið eruð þá ánægðar þrátt fyrir
allt?
„Við erum ánægðar að fylgja
framsóknarstefnunni. ”
Sigrún er Súgfirðingur að uppruna
og faðir hennar var oddviti og hrepp-
stjóri. Hún komst því ekki hjá því að
fylgjast vel með sveitarstjórnarmál-
um. Ekki er hún þó komin af fram-
sóknarfólki.
„Pabbi var í framboði fyrir
Alþýðuflokkinn á Vestf jörðum en ég
hef alltaf fylgt Framsóknarflokkn-
um frá því að ég fékk kosningarétt.”
— En hvers vegna að hafa afskipti
af pólitík?
„Það vakti fyrir mér að vinna
gagn innan mins flokks.”
— Hefurþértekistþað?
„Eg vona að ég hafi gert gagn hjá
kvenfélaginu. Mér finnst ég hafa
skiliö við þaö i góðu standi. Eg held
að ég hafi reynslu, sem þær yngri
hafa ekki, en þær hafa áræðið. Og
það er gott að sameina þetta
tvennt.”
Sigrún hefur starfað hjá Póstgíró-
stofunni í sex ár, þar sem hún er
gjaldkeri. Hún á mann, Þórhall Hall-
dórsson verkstjóra hjá Reykjavíkur-
borg, og fjórar dætur. Auk starfa
sinna innan Framsóknarflokksins,
er hún í stjóm Póstmannafélagsins,
Bandalags kvenna í Reykjavík, og
hefur starfaö í átthagafélagi Súgfirð-
inga. Hún var spurð hvernig henni
tækist að samræma öll þessi störf.
„Mér tekst það furðulega vel,”
sagði hún. „Dæturnar eru orðnar
uppkomnar, svo ég hef ágætan tíma.
Og það er ekki illa séð heima þó að ég
mæti ekki til að elda kvöldmatinn.
Það er alltaf meira en nóg að gera og
mér finnst það ágætt,” sagði Sigrún
Sturludóttir.
-GB
JohnTravolta
Saturday Night Fever - Það var þá
Staying Alive - Það er núna
DANSSKOLI
Heiðars Ástvaldssonar
Brautarholti 4 - Drafnarfelli 4
10 tíma námskeið
Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 13. nóv.
Innritun frá kl. 1-6, f símum 38126 og 39551
dagana 7.-12. nóvember.
Kvennaskólmn í Reykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist eftir áramót er til 18. nóv. nk.
SKÓLASTJÖRI.
SPEGILL, SPEGILL
HERM ÞÚ MÉR....
Fyrir konur á öllum aldri.
Erum ad byrja á okkar vinsælu ,,make up”
námskeidum. Kennt verdur á laugardögum frá
kl. 2—5. Notið þetta gullna tœkifœri og njótid
kvöldsins vel snyrtar.
Hárgreidslu- og snyrtistofan
PLYMOUTH DUSTER 1970.
Einstaklega fallegur eldri bíll, nýleg sumar- og
vetrardekk, ekinn aðeins 80.000 mílur,
blásanseraður.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
AÐVENTUSKÁLAR
ÚR KRISTAL
Verðkr. 598,-
póstsendum.
Bankastræti 10 (á horni Ingólfsstrætis).