Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Síða 6
6 'ÖV.MlÐVKÚbAGOR Í6: NÖVEMBER‘1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur I tilraunaeldhúsinu í dag höf um við ákveðiö að matreiöa teinarétt. Hvers konar teinaréttir hafa verið ákaflega vinsælir undanfarin ár því bæði eru þetta yfirleitt bragðgóðir réttir og einfalt að matreiða þá. Svo er kostur að þá er hægt að matreiða á ódýran hátt og einnig sem dýrari veislurétti. Kjötréttir á teini eru ýmist nefndir kebab eða sjasslik, uppruna þeirra má víst rekja til tyrkneskra og grískra hirðingja, sem lögðu kræsingar þessar á opinn eld og gera enn í dag. Fjölbreytnj teinarétta er mikil og hver matsveinn getur látið hugar- flugið ráða ferðinni viö mat- reiðsluna. Við getum valið um eldun- TILRAUNAELDHÚS 11: _ r I EJ INARETTl ■ ■ mmmm mam ■ ■ % — kebab eða sjasslik JR LÖGUR TIL AÐ MARINERA KJÖTIÐÍ: 1 dl matarolia safi úr 1/2 sítrónu 1 tesk. salt 1 tesk. paprika 1/2 tesk. hvítlauksduft 1/2 tesk. oregano ltesk.H.P.sósa 1/2 tesk. barbecue (grillkrydd) 1/4 tesk. top chop (ef vill) 1 matsk. söxuð, ný steinselja eða 1 tesk. þurrkuö steinselja SOÐIN HRÍSGRJÖN 3 di vatn 11/2 dl hrísgrjón (River Rice) 3/4 tesk. salt örlítið smjörlíki í vatnið. 1. Veljið pott með þéttu loki. 2. Látið hrisgrjónin í sigti og þvoið þau undir rennandi vatni. 3. Látið hrísgrjónin út i sjóðandi ■ vatnið (saltað). 4. Látið hrísgrjónin sjóða á vægum straum í 10—12 minútur. 5. Slökkvið undir pottinum og látið hann standa óhreyfðan í 10—12 minútur til viðbótar. Vatn, hrisgrjón, salt og smjörlíki tilbúið i pottinn. Þá er að þræða á teinana, til skiptis kjöt og grænmeti. Þá eru þrir pinnar tilbúnir i ofninn. Tveir járnpinnar og einn úr tré. Fremst á myndinni eru pinnarnir, báðar tegundir sem við notum nú. araðferðina, steikt á útigrilli, á hverfigrilli, í grillofninum eða lagt teinana á rist í ofninum. Kjöt, fisk, grænmeti og ávexti má þræða á teinana og velja saman eftir smekk. En við verðum að gæta þess að velja saman bita af sömu stærð á teinana svo að eitt stykkið verði ekki ofsteikt og næsta hálfhrátt. Við keyptum lambalæri sem var' ca 2 kíló að þyngd. Þegar búið var að úrbeina lærið vorum við komin með tæpt eitt og hálft kíló af beinlausu kjöti (bein voru 400 g og utanaf- skurður, fita, himnur og fl., um 180 g). Annað beinlaust lambaköt getið þið að sjálfsögðu notað af þið viljið sleppa við að úrbeina læri. Kryddlögurinn, sem við leggjum kjötið í fyrst, kostar um 45 krónur og kjötið og grænmetið i réttinn, sem er ætlaður fyrir tvo, kostar 84 krónur. Hrísgrjón sjóðum við líka fyrir tvo og reiknast okkur til að tveggja manna skammtur kosti ca 7 krónur. Samtals eru þetta 136 krónur. Þá snúum við okkur að því sem til þarf í fjóra teina því ekki dugar minna en tveir á mann. Á TEINANA 200 g lambakjöt, beinlaust. (getur eins verið svínakjöt eða nautakjöt) lOOglifur 50 g beikon 2 tómatar 1/4 paprika 4 perlulaukar eða einn venjulegur 6-8 stk. sveppir Einnig er ágætt að nota pylsubita, agúrkusneiðar, ananas. Hér kemur hugarflugið til sögunnar og smekkurinn. Þetta er að verða ansi gimilegt, ekki satt? VERKLÝSING 1. Kjötiö og lifrin hreinsað og skorið í hæfilega bita (munnbita). Lagt í kryddlöginn í ca 2 klukkustundir. Ekki verra að láta kjötið liggja lengur í leginum. 2. Grænmetið og beikonið hreinsaö og skorið í bita. 3. Þrætt upp á teinana, til skiptis' kjöt og grænmeti. Við notum í dag bæði jám- og trépinna. Pakkinn af trépinnunum kostar 10 krónur (25 stk.). 4. Glóðað á efstu rim í ca 7 mínútur á hvorri hlið, snúið nokkrum sinnum. Steikingartíminn getur verið misjafn eftir því hvað fólk vill hafa kjötið vel steikt. Flestir vilja hafa lifrina gegnum steikta og ágætt að miða steikingartímann við hana. Ágætt er að pensla yfir meö kryddleginum einu sinni til tvisvar á meðan á steikingu stendur. Á efstu rim í ofninum setjum við fjóra teina. Það sakar ekki aö vita hvað við erum að láta ,,oní” okkur. 1100 g af lambakjöti er 190 hitaeiningar, 18 g prótein, 13 g fita, 10 mg kalk og 2,4 mg járn. I 100 g af lifur eru 135 he (hitaeiningar), 20 g prótein, 4,5 g fita, 3,0 g kolvetni, 10 mg kalk, 10 mg járn, 13000 A.E. A-vítamín, 2,40 mg B2,15 mg niasin, 20 mg C-vítamín. 1100 g af beikoni eru 395 he, 13 g prótein, 38 g fita, kalk og jám. Og í 100 g af olíu eru 900 he og 100 g fita. Vinnutími: úrbeining á læri um 15 mínútur. Teinaréttur: 35 mínútur auk 2 klukkustunda marineringar í krydd- legi. Teinaréttur tilraunaeldhússlns kominn á diskinn. Við berum fram með honum heita piparsósu. Það er nú vel sloppið frá þeirri lögun, notum pakkasósu. (Pakkinn af „grön peber” sósu kostar 11,10 kr.). En margar aðrar sósur koma til greina eins og áður er getið. DV-myndir: EO. Þá er lítið annað eftir en að bera teinana á borð ásamt meðlæti. Soðin hrísgrjón, hrásalat og sósu má bera fram meö teinaréttinum. Sumir kjósa að hafa heita sósu með og koma þá nokkrar til greina, t.d. sveppasósa, piparsósa, (t.d. grænpipar) eða bernaise. Sojasósa yfir grjónin gæti hentaö smekk einhverra en best er að prófa sig á- fram og eins og fyrr segir nota hug- arflugið. Sem veisluréttur er sjasslik (eða kebab) afbragð. Matargestir geta tekið þátt í því að velja á sína teina eftir smekk hvers og eins. Sjálf steikingin tekur það skamman tíma að við getum skammlaust látið gesti okkar bíða þann tíma. -ÞG. Kryddlögurinn kominn i skálina og sneitt niður það sem á að marinera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.