Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Qupperneq 8
DV. MIÐVIKUÐAGUR16. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd ° Útlönd Útlönd Ætlar fyrst kvenna yfir bæði heim- skautin Var hrædd við að fljúga fyrir5árum Bandaríska flugkonan, Brooke Knapp, heldur til Suöurskautslands- ins í dag eftir stutta viðkomu á Nýja- Sjálandi til þess aö taka þar elds- neyti fyrir þotuna, sem hún flýgu ,í tilraun sinni til þess aö veröa fyrst kvenna til þess aö fljúga yfir bæöi heimskautin í hnattflugi. Hin 39 ára gamla Knapp hefur þeg- ar sett met í tveggja hreyfla Gulf- stream 111 á leiðinni frá Los Angeles til Pago Pago. Vélina kallar hún , ,Bandaríska drauminn’ ’ en í f ör með henni er fjögurra karla áhöfn og þrír fréttamenn (ein kona þar af). Þau lögöu af staö frá Iæs Angeles á mánudagskvöld. Knapp er forstjóri leiguflugfélags, gift kaupsýslumanni. Hún ætlar yfir suðurskautiö til Suður-Ameríku, vfir Atlantshafið til Evrópu og til noröurpólsins en þaöan yfir Alaska aftur til Los Angel- es. Knapp sagöi fyrir fimm árum aö hún væri flughrædd, en í fyrra flaug hún umhverfis jöröina í Lear-þotu á 50 klukkustundum og 22 mínútum. Hún á fyrir þessa ferö 18 flugmet og hefur bætt viö sig sex. Vesco f elur sigáKúbu Fésýslumaöurinn Robert Vesco, sem verið hefur á flótta undan bandariskri réttvísi í tíu ár, er sagður búa núna á Kúbu en þar er hann sagöur hafa lagt á ráöin um smygl á vélabúnaði frá Bandaríkjunum til Kúbu, þótt upp hafi komist um smy gliö, svo aö ekkert varö af. Þaö var eins og jöröin hefði gleypt Vesco þegar hann var flæmdur frá Bahamaeyjum 1981, eftir aö hafa dval- iö þar um hríö á flóttanum undan bandarísku réttvísinni. Hann mun hafa veriö aö baki áætlun um aö smygla sykurvinnsluvélum frá Bandaríkjunum til Kúbu fyrir 730 þúsund dollara. Bandarísk yfirvöld banna slíka verslun viö Kúbu og var lagt hald á 31 kassa af vélbúnaði í sömu mund og þeim var skipaö upp í flugvél sem flytja átti þá til Kúbu. Einn aðstoðarmanna Vesco var handtekinn og ber vitni í máli sem rekið er út af þessu. Segist sá hafa hitt Vesco viö Havana. Bandarísk réttvísi á ýmislegt van- talað viö Vesco. Fyrst og fremst er hann sakaður um að hafa svindlaö 224 milljónir dollara út úr skjólstæöingum sínum í gegnum alþjóölegt fjárfest- ingarfyrirtæki og peningamiölun sem Vesco rak. Þá er hann sakaður um ólögleg fjárframlög í kosningasjóð Nixons. 11* Herða sóknina að síð- asta PLO-vígi Arafats æröum trillað i hjóíastól með byssuna sína til þess að geta tekiö þátt f ardögunum. PLO-skæruliöar, tryggir Yasser Arafat, hafa barist samfleytt í tólf stundir til þess aö hrinda áhlaupum uppreisnarskæruliöa á síöasta vígi þeirra í Líbanon. Fréttir herma frá miklu mannfalli meöal skæruliða og óbreyttra borgara í Baddawi-flóttamannabúðum Palestínuaraba við Trípoií. Svo viröist sem uppreisnarmenn er njóta stuðning Sýrlandshers hafi komist inn í suma hluta búðanna, sem standa 3 km utan viö hafnarborgina. Sóttu uppreisnarmenn aö búðunum úr þrem áttum í sk jóli stórskotahríðar. Skothríðin var ekki nákvæmari en svo aö mörg skeytin lentu inni í Trípolí og uröu tíu borgurum aö bana en særöu 25. Blaöafulltrúi Arafats sagöi að þrír manna Arafats heföu fallið og 23 særst en vitað er aö um 75 skæruliöa hans voru fluttir úr Baddawi-búðunum í gær og lagöir særðir inn á hersjúkrahús í Trípolí. Einhverjar skærur urðu í nótt. Uppreisnarskæruliöar njóta stuön- ings 60 sýrlenskra skriödreka viö áhlaupin en Sýrlendingar fluttu þeim liðsauka Palestínuskæruliöa frá eystri Bekaa-dalnum í gær. Bandarískur flotafull- trúi myrtur Bandarískur flotamálafulltrúi og grískur einkabílstjóri hans voru skotn- ir til bana í Aþenu í gær en neðanjarð- ar-vinstrisamtök hafa lýst verkinu á hendursér. Tveir ungir menn á vélhjóli skutu sjö byssuskotum aö George Tsantes og ökumanni hans þegar þeir námu Rændu starfsmanni Lufthansa í Bólivíu Vestur-þýskum framkvæmda- stjóra flugfélagsins Lufthansa í Bólivíu var rænt í miðbæ La Paz í gær. Hópur manna tók bíl hans og nam manninn á brott. Orðsending frá ræningjunum, sem kenna sig viö 10. nóvember, gaf til kynna hverjir heföu verið aö verki og jafnframt var sagt að orö mundi gert flugfélaginu um kröfur ræningjanna. staöar við umferöarljós. I nafnlausri símhringingu var einu af stjórnarblöðunum sagt aöbyltingar- samtök sem kenna sig viö 17. nóvem- ber heföu staðið aö morðinu. — Þessi sömu samtök kenndu sér morðið í des- ember 1975 á Richard Welch, þáverandi yfirmanni CIA-leyniþjón- ustu Bandarík janna í Grikklandi. Samtök þessi kenna sig við stúdenta- óeiröirnar gegn herforingjaklíkunni í nóvember 1973, en þær eru taldar kveikjan aö ólgunni sem loks leiddi til falls ofurstastjórnarinnar. — Stúdentaóeiröirnar voru brotnar á bak aftur meö skriðdrekum og herliði sem flutti stúdenta nauðuga frá háskóla- hverfiAþenu. Búist er viö aö hundruö þúsunda Aþeninga taki þátt í mótmælagöngu til bandaríska sendiráösins á morgun í tilefni þess aö tíu ár eru liöin frá því stúdentarrisuupp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.