Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Qupperneq 3
DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. 3 * * t m ii iii ORGEL SKEMMTARI Banaslys á Eyrarbakkavegi: ÁLEIÐÁ JÓLAGLEÐI VarJón Sigurðs- son forseti lýðveld- isins? — skoðanakönnun bendirtilaðstór hluti þjóðarinnar álíti það ; Veist þú hver var fyrsti forseti íslenska lýöveldisins? Ef til vill Jón Sigurðsson? Svo er að minnsta kosti skoðun 17,5% þeirra sem svöruðu spurningu þess efnis í skoðanakönnun sem Kaupþing hf. gerði nýlega. En veist þú hvenær kristni var lögtekin á Islandi? Ekki það nei. Það vissi heldur ekki helmingur þeirra sem spurðir voru. Skoöanakönnun Kaupþings hf. náði til 800 þátttakenda um allt land, á aldr- inum 16 til 67 ára, og var úrtakið valið með tilliti til kyns-, aldurs- og búsetu- skiptingar eftir þjóöskrá. Fullgild svör voru frá 79,5% úrtaksins og 5% neituöu að svara. Könnunin var gerö meö sím- tölum og heimsóknum á tímabilinu 3. tilll. desember. Auk tveggja fyrrgreindra spurninga var spurt: Telur þú aö leyfa ætti einstaklingum að starfrækja út- varpsstöðvar sem fjármagnaðar yrðu með auglýsingum? Hlynnt því voru 62,8% aðspurðra, 24,4% voru því mót- fallin og 12,8% tóku ekki afstöðu. Ibúar höfuöborgarsvæðisms voru þessu hlynntari en íbúar í dreifbýli og yngra fólk var þessu mun hlynntara en það eldra. Þeir sem vissu að Sveinn Bjömsson var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins voru 58,8% aöspurðra, 17,5% héldu að það hefði verið Jón Sigurðsson, 5,7% töldu að það hefði verið Asgeú- Ásgeirs- son en 18% sögðust ekki vita það. Jón Sigurðsson er greinilega ofar í huga íbúa dreifbýlisins því 20,4% þeirra töldu hann hafa verið fyrsta forseta lýðveldisins. Tæpur helmingur aðspurðra, eða 49,8%, vissu hvenær kristni var lög- tekin á Islandi. Þar er oftast miðað við árið 1000 þótt líkur bendi til að það hafi verið árið 999. Konur voru þó betur að sér en karlar að þessu leyti því að 57,8% þeirra gátu tímasett kristni- tökuna. Hins vegar þekktu 55,6% aðspurðra íbúa í dreifbýli ekki rétt ár- Ný íslensk kvikmynd, Skilaboð til Söndru, eftir samnefndri sögu Jökuls Jakobssonar, var frumsýnd á laugardaginn. Á myndinni rœðir forseti islands, Vigdis Finnbogadóttir, við þrjá aðstandendur kvikmynd- arinnar, Ragnheiði Harvey, Kristínu Pálsdóttur og Guðnýju Halldórsdóttur. DV-mynd GVA. Banaslys varð á Eyrarbakkavegi á föstudagskvöldiö er tveir bílar skullu saman á veginum. I öðrum bílnum voru f jögur ungmenni en í hinum fimm ungmenni frá Stokkseyri. Voru þau nemendur í fjölbrautaskólanum á Selfossi og voru á leið á jólagleði skólans sem haldin var á Hvoli. Ekki er vitað hvað olli árekstrinum en mikil hálka var á veginum. Areksturinn var mjög haröur en bílarnir köstuöust þó ekki út af veg- inum. Kom mesta höggið aftan til eða á hliðina á bílnum sem var að koma frá Stokkseyri. I honum var pilturinn sem lést. Hét hann Guðjón Eggert Einarsson, Sæbergi, Stokkseyri, og var hann 17 ára gamall. Viö hlið hans sat stúlka og slasaðist hún mikiö. Er hún m.a. mjaðmargrindarbrotin og liggur hún nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hin slösuöust minna en flest fengu skrámur og marbletti. Þetta er fimmta dauðaslysið sem orðið hefur á Suðurlandsundirlendinu á þessu ári. Hafa það allt verið ung- menni sem látist hafa í þessum um- ferðarslysum. -klp- Technics skemmtarinn á sér engan líkan. Verð írá kr. 15.900. VASADISCO Sony, Panasonic, margar gerðir. Verð írá kr. 3.735.- SAMBYGGÐ FERÐATÆKI Panasonic 20w LW, MW, FM stereo. Kassettutæki. Verð kr. 14.650.- HLJOM- BORGARINN Hljómborgarinn sívinsceli kominn aftur. Verð kr. 5.950,- HEIMILISTÖLVUR „AQXJARIUS" Tölva með mikla möguleika. Verð frá kr. 4.600.- FERÐATÆKI Sony, Panasonic. Verð írá kr. 7.950.- giáíavörur fvrir alla fjölskylduna PANASONIC RAKVÉLAR Fyrsta raímagnsrakvélin sem má nota jaínt með og án raksápu. Verð frá kr. 1.270.- KLUKKUUTV ORP Sony, Panasonic. Verð írá kr. 2.650.- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 •ðjAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.