Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984. Margt fer öðruvisi er ætiað er. Meira að segja brennan við Sörlaskjól i Reykjavik, er brunnið hefur með ágætum á gamlárskvöld svo áratugum skiptir, brann ekki eins og lög gera ráð fyrir iþetta skiptið. Sterkur vindur bar loga og reyk yfir nærliggjandi hús iþeim mæli að ekki þótti forsvaranlegt annað en kveðja út slökkviliðið og láta vatn buna á brennuna. Svona getur lífið verið i vesturbænum. EIR/DV-mynd Sveinn. Verðstríðí sattsöki? Nú virðist sem í uppsiglingu sé verð- stríð í sölu salts tii fiskverkunar hér á landi á sama tíma og horfur eru á að innflutningur á fisksalti dragist veru- lega saman vegna minnkandi saltfisk- verkunar. Til skamms tima hefur Saltsalan hf. verið stærsti innflytjandi salts meö um 80% af öllum saltinnflutningi. I sept- ember síðastliðnum stofnaði Eimskip nýtt fyrirtæki, Eimsalt, sem á að sjá um sölu á því salti sem skipafélagið flytur til landsins. Eimskip hyggst nú nýta áður ónotað rými í skipum sínum sem sigla tU Miðjarðarhafshafna meö því aðtaka saltfarma til baka. Fráþví í september hefur Eimskip flutt um 3300 tonn af salti til landsins en tal- ið er að heUdarinnflutningur á salti á þessu ári verði um 70 þúsund tonn. Eimskip selur tonnið af salti upp úr skipi á 1568 krónur en Saltsalan hf. sel- ur tonnið á 1890 krónur. Mestur hluti þessa verðs liggur í flutningskostnaði tUlandsins. ,,Mér hefði fundist eðlilegra að stærsta skipafélagið veldi sér verð- ugra verkefni að glima við, í staö þess að félögin væru að níöa skóinn hvert niður af ööru,” sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri Saltsölunnar. Hann sagöi aö fyrirtækiö flytti inn salt á sama hátt og Eimskip með því að nýta ferðir frá Miðjaröarhafshöfnum þótt einstaka sinnum þyrfti að fara sérstakar ferðir þar sem viðskiptavinir reiknuðu meö að fyrirtækiö hefði þessa vöru alltaf á boðstólum. Hann sagðist ekki sjá hvað gerði flutninga Eimskips svo mUdu hagkvæmari. ÖEF íbúðir aldraðra f Garðabæ: i Lægsta tilboð 75% af áætlun Tilboð í steypuvirki verndaðra þjón- ustuíbúða fyrir aldraða sem Sjó- mannadagssamtökin eru að hefja byggingu á i Garðabæ voru opnuð 28. desember. Utb". iö nær til uppsteypu grunns og enda- og brunagafla 28 íbúða sem staðsettar eru í nágrenni við Hrafnistu í Hafnarfiröi. Aætlað verð þessa áfanga var 10 milljónir og 515 þúsund krónur. Lægsta tilboöiö sem barst var frá Hamrinum hf. í Hafnarfirði og hljóðaði það upp á 7 mUljónir og 990 þúsund eða 75% af áætluöu kostnaðarveröi. Þeir sem næst komu voru Fjarðarmót með 82% af áætluðu kostnaöarverði, Byggðaverk með sama hlutfall, Eö- varð Björgvinsson með 84% af áætlun og Hagvirki með 88% af áætlun. Alls bárust 11 tilboð. Hæsta tilboðiö hljóðaði upp á 12 milljónir og 196 þús- und krónur eöa 16% fyrir ofan áætlaö kostnaöarverö. ÖEF Bærinn Finnastaðir íEyjafirði: Blákaldur blárefur komíheimsókn og Oskum umboðs- mönnum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýárs og þökkum fyrir það liðna. ) Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar33433og33414 „bað uin jólarjúpur” „Við höfum haft lúmskt gaman af þessu og rebbi hefur alls ekki spillt heimilisfriönum hjá okkur um jólin,” sagði Friðrik Eyfjörð, bóndi á Finna- stöðum á Látraströnd Eyjafirði, í sam- taliviðDV. Gestagangur hefur veriö um jólin á Finnastöðum. Flestir þeirra eru auð- vitað boðnir. Einn var þó óboðinn, það var rebbi sjálfur. Hann var líka sanna rlega óvæntur gestur. Rebbi þessi er blárefur sem væntan- lega hefur sloppið út úr einu af fimm refabúum í Grýtubakkahreppi, en Finnastaðir eru í þeim hreppi. Rebbi hefur komið í heimsókn á hverrinóttu, oftastundirmorgun. Til- gangurinn er aðeins einn. Hann er að ná sér í „jólasteikina.” „Eg varð fyrst var við refinn er ég hafði verkað svartfugl fyrir jólin. Ég lét úrganginn í plastpoka sem ég gleymdi hér fyrir utan, við kjallara- dyrnar. Á þriðjudeginum fyrir jól varð ég var við að pokinn hafði hreyfst úr stað og var kominn út á hlað. Það var greinileg slóö í kringum hann. Við lét- um þá pokann vera þarna til að geta fylgst meö þvi þegar refurinn kæmi aftur til að ná í pokann.” Og rebbi mætti aftur, á aöfanga- dagsmorgun. Heimilisfólkið á Finna- stööum var vaknað þannig að það fylgdist meö hvar sá ferfætti hvarf meðpokanníburtu. En sagan er hér með ekki öll. Rebbi vildi líka rjúpur. Hefur sennilega hler- að aö þær væru vinsælar í jólaboöum og þættu herramannsmatur. „Við vorum með rjúpur á jólunum sem ég hafði verkað. Riflingana af rjúpunum setti ég í plastpoka sem ég batt fastan við bílinn. Rebbi hefur nú þegar nælt sér í ri f lingana, aðeins einn er nú reyndar eftir í pokanum.” Eflaust hefur rebbi viljað fá fjöl- breytni í jólamatinn því að undanfam- ar nætur hefur hann nælt sér í fisk sem Friörik er að verka í harðfisk á kerru- hjóli fyrir utan bæinn. Fiskurinn bragðast vel því að þrátt fýrir aö Friðrik sé búinn að setja grá- sleppunet yfir fiskinn, fann rebbi eina gatiö á netinu og slapp í burtu. En hvað gerist á næstu dögum? Bú- ið er að ná í fleiri net og smábrella er í gangi. Hvort það dugir á herra bláref er óljóst. En óneitanlega verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá þessum blákalda refi. -JGH Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins úthlutaði verðlaunum sínum um áramót- in.eíns og venja er tih nú tíl Svövu Jakobsdóttur. Verðlaunin námu að þessu sinni 100.000 krónum. Svava Jakobsdóttir var stödd erlendis og veittuþvi viðtöku verðlaununum i hennar stað foreldrar hennar. Formaður úthlutunarnefndar rithöfundasjóðs ins er Jónas Kristjánsson handrita- vörður. Á myndinni má sjá foreldra Svövu, þau Þóru Einarsdóttur og séra Jakob Jónsson, ásamt Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra. -öþ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.