Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 17
DV. MÁNUÐAGUR 2. JANUAR1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kynnum okkur lögregluna —áður en við dæmum hana Bréfritari aö vestan skrifar: Undanfariö hefur maður æði oft rek- iö augun í, þegar maöur opnar blaðið til að lesa fréttir dagsins eöa gærdags- ins, klausur þar sem hinir og þessir eru að tala um hvemig yfirvaldiö okkar hafi veriö hér og þar. Þeir sem ritað hafa þetta vita sjaldnast alla málavöxtu, þeir hafa heyrt eitt og eitt orð af sögunni og legg ja síðan saman tvo og tvo og skrifa síðan greinar í blööin út frá því. Lögreglan okkar er bara ósköp venjulegir menn eins og ég og þú sem gegna sínum skyldustörfum. En auö- vitað þurfa þeir oft að beita hörku en þar með er ekki sagt að þeir valdi við- komandi neinum varanlegum skaða. Vildir þú til dæmis þurfa aö taka drukkinn mann og setja hann inn í bíl án þess aö snerta hann of fast þó að hannsé frávita af reiði (eða drykkju)? Við ættum að kynna okkur allt í lög- reglustarfinu áður en við dæmdum. Hugsum okkur vel um áður en við ger- umst þaö lágkúruleg aö dæma heila stétt þjóðfélagsins. Hugsum áður en við framkvæmum. Þungarokk til Hornaf jarðar 6170—7786 skrifar: Eg vil hér með koma á framfæri þakklæti til stjórnanda Skonrokks fyrir þáttinn sem sýndur var 6. desem- ber síðastliðinn. Eg var mjög ánægð meö að sjá Ninu Hagen í þættinum því ég veit ekki til þess aö hún hafi komið í neinum þætti fyrr. Einnig var ég ánægð með að sjá þungarokksveitirnar. Þá er að minnsta kosti eitthvað fyrir alla. Eg vona að þátturinn haldi áfram á þessari braut. En þetta er einmitt sú braut sem við áhugafólk um þunga- rokk á Höfn í Homafirði viljum. Þaö er sjaldan sem við Homfiröingar fáum einhverjar meiriháttar þungarokk- sveitir í heimsókn, það eru höfuð- borgarbúar sem einoka þessar hljóm- sveitir. Þeir menn sem sjá um inn- flutning á þessum frábæm hljóm- sveitum sem spixa þungarokk ættu að athuga með hljómleikahald á Horna- firði því þar er miðstöð áhugafólks um þungarokk á suöausturhorni landsins. Lögreglumenn eru bara ósköp venjulegir menn sem gegna sinum skyldustörfum. Við ættum því að hugsa okkur vel um áður en við dæmum þá, segir bréfritari. Þúgetur fcngió eittlivaó af milliómini krórta frá olckur ári Hvemig? Já það er ekki nema von þú spyrjir — jú með því að eiga miða hjá okkur. Heildampphæð vinninga er tæpar 56 milljónir króna og hún fer til þeirra sem eiga miða. - Enjafnvel þó þú eigir miða er ekki víst að þú fáir vinning - þá kemur til heppninnar. Meðsmáheppnioghundraðkalliámánuði geturþúhlotið vinning. Við drögum þann 10. janúar. Happdrætti SÍBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.