Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 15
DV. MANUDAGUR 2. JANUAR1984. 15 Menning Menning Menning Menning sífellt og er sannkallaöur meistari í samræöulistinni. Myndir Páls Stefáns- sonar eru frábærar, sérstaklega nær- myndir, sem færa mann alveg upp aö andliti og augum skáidsins og það tekur manni meö þessu töf rabrosi. Þátturinn Ljóöið og skáldið er vel unninn af hálfu blaösins ekki síður en skáldanna sjálfra. Nína, Jóhann, Kristján, Matthías, Jón Oskar og Vil- borg eru ljósmynduö í umhverfi sem þau hafa valiö sér og birt eitt ljóö eftir hvert ásamt stuttri umsögn um eigið ljóö. Ljósmyndarinn, Páll Stefánsson, hefur gefið sér góöan tíma til undir- búnings myndatöku. Þetta eru engar skyndimyndir, fremur stúdíur í karakter skáldanna. Þær auka áhrifa- mátt ljóöanna. Þá hefur myndlistarritstjórinn grafiö upp áður óþekktar myndir eftú- Nínu Tryggvadóttur sem upphaflega áttu aö birtast í barnabók og ekkert varö úr. Þetta eru afstrakt, þrílita teikningar, ekki yngri en frá 1945, og fylgir hverri mynd gömul barnavísa, sem Nína hefur valiö og túlkaö í mynd- unum. Ennfremur er fenginn til ráöuneytis ekki ófróöari maöur um fornan kveöskap en Jón Samsonarson til að fræöa lesendur um uppruna vísnanna og ýmis afbrigöi þeirra. Þetta eru vönduö vinnubrögð og til sóma ritstjórn. Steinunn Siguröardóttir skrifar grein og viötal við prestinn í Asum, séra Hönnu Maríu, og er þaö prýtt feikn fallegum myndum eftir Pál Stefánsson af fólki og kirkjum í skaft- fellsku landslagi, íöilgrænu. Séra Hanna María er ung stúlka sem hefur meö höndum mikið ábyrgöarstarf, hún gegnir prestsembætti austur í Skafta- fellssýslu og þjónar Alftaveri, Meöal- landi og Skaftártungu. Skilur maöur varla hvernig ein manneskja fær ann- aö öllu þessu nema þá meö guös hjálp. Indriöi G. Þorsteinsson fer með les- endum og ljósmyndaranum Páli í feröalag um Borgarf jörö og eru lýsing- Tímarit RannveigG. Ágústsdóttir ar Indriða og frásögn öll lifandi og fróðleg. Ekki vissi ég fyrr hve bráð- ungur bærinn Borgames er, EINN maöur búsettur þar áriö 1877. Indriði þekkir vel til sögu og staöhátta og tengir frásögn sína ábúendum lifandi og látnum svo og skáldunum borg- firsku þótt öll veröi þau vart nefnd hér og vísast þá frekar til Málfríöar í skáldatal hennar borgfirskt í Sama- staðítilverunni. Svart og sykurlaust er leikhópur sem „varö til yfir góöum bolla af svörtu kaffi og sykurlausu í vor þegar ákveöið var að jafna Hafnarbíó viö jöröu” (22). Solveig K. Jónsdóttir segir frá ýmsum uppákomum og spilverki sem hópurinn hefur framiö í sumar og fylgja greininni stílfæröar ljósmyndir PálsStefánssonar. Langvían er líka á dagskrá. Um hana skrifar Sigurgeir Jónsson og eru ljósmyndir eftir nafna hans Jónasson. Minnisstæö frásögn þótt stutt sé og veitir lesanda innsýn í fjölskyldulif fugla. Lesandi gleymir seint lýsingu á því hvemig ungamir ófleygir eru manaöir niður af háum hömrunum af foreldrum sinum syndandi á sjónum undir björgunum, lokkaöir meö gargi og aggi aö stökkva út í óvissuna. Margir sem stökkva farast, en hinum sem ekki stökkva er búinn ömggur dauði. Hvílík eldskírn! STORÐ er vaxandi tímarit, efni þess frábærlega vel unnið og myndir listrænar. Auglýsingar eru þó enn of áþekkar í uppsetningu og hiö raun- verulega lesefni svo aö maöur veröur pinulítiö aö gæta sin aö sporðrenna ekki auglýsingu fyrir staögóöa fæöu. Hins vegar veit ég aö fæöan verður ekki fengin nema í þessum umbúöum, sem lækka á henni vcrðið, svo aö viö getum keypt hana fyrir 145 krónur stykkiö og síðan etiö og notiö, og ef viö erum ekki safnarar þá er þetta blaö hin allra besta vinargjöf. Rannvcig. Það er búið að opna nýja bensínstöð við Langatanga í Mosfellssveit. Þarfærðu bensín, olíur, bílavörur og allskyns smávörur. Opið alla daga frá kl. 8-22. Nú er um að gera að renna við og reyna viðskiptin, okkar er ánægjan Shell V/Langatanga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.