Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR 2. JANUAR1984.
11
VIÐTALIÐ:
VIÐTALIÐ:
VIÐTALIÐ:
„Skepnumar
forðast mig”
— segir Magnús H. Guðjónsson, nýbakaður dýralæknir
„Þetta er kref jandi starf og oft á tíö-
um er maður örvæntingarfullur, þegar
maöur er með skepnur, sem erfitt er aö
lækna, sérstaklega þegar ekki eru til
þau tæki sem þyrfti.”
Þetta sagöi Magnús Hinrik Guöjóns-
son, svo til nýbakaður dýralæknir, í
samtali viö DV, þegar hann var spurö-
ur um starfiö.
Starf dýralæknisins hefur löngum
verið sveipaö rómantískri hulu í-
margra augum. Magnús var spuröur
hvort svo heföi verið um hann.
„Já, ég fór út í þetta vegna þess aö
mér þótti vænt um skepnur,” sagði
hann, en bætti svo viö. „En nú er maö-
ur í þeirri stöðu aö skepnur foröast
mann því þær þekkja mann af iiiu
einu, eins og stinga í þær sprautum.
Þannig aö rómantíkin vill nú mást af
viöþetta.”
Magnús hefur starfað sem aö-'
stoöarmaöur Brynjólfs Sandholt
héraösdýralæknis, jafnframt því sem
hann hefur starfaö sem sjálfstæður
dýralæknir. Hann var spuröur hvemig
vinnudagur dýralæknisins væri.
„Vinnudagurinn byrjar kl. 10. Þá
förum viö í aögerðir á gæludýrum
fram undir hádegi. Eftir hádegi
keyrum viö út í vitjanir til stóru dýr-
anna, hestanna og kúnna, og erum aö
því fram eftir degi. ”
Þegar þeim vitjunum er lokið, er
síöan einn dýralæknir á vakt á stofunni
milli kl. 16 og 18. Og loks fylgir starfinu
aö vera á kvöld- og næturvakt eina
vikuísenn.
Aögerðirnar sem dýralæknirinn
framkvæmir á gæludýrunum em hinar
fjölbreytilegustu. Þar má nefna ófrjó-
semisaögerðir á tíkum og læðum, geld-
ingu á karldýrum, eymaaögeröir og
lækningar á minniháttar beinbrotum.
Þá eru æxli fjarlægð og ungar teknir
meö keisaraskurði, aö ógleymdum
slysatilfellunum.
Magnús læröi dýralækningar í Osló
og sagöi hann aö þetta væri mjög
strangt 5 1/2 til 6 ára nám. Áöur en
hann hóf þetta nám haföi hann verið;
einn vetur í bændaskólanum á Hvann-
eyri og tvo vetur í landbúnaðarhá-
skólaíKanada.
— Ertu kannski ættaður úr sveit?
„Nei, ég er Reykvíkingur. Mér virð-
ist að þeir sem fara í dýralækningar
séu jafnt úr þéttbýli og sveit.”
i — Á dýralæknirinn svo sjálfur
skepnur?
„Eg átti hund í niu ár, en þaö er þvi
miöur nýbúiö aö lóga honum, og ég hef
:átt hesta í fjöldamörg ár,” sagði
Magnús Hinrik Guðjónsson dýralækn-
ir.
-GB
Þetta er krefjandistarf og ofti tíðum er maður örvmntíngarfuUur,"segir
WagnúaH. Guðfónssondýraimknir. DV-myndBJ.BJ.
Kópasker:
Röndótt
jóladagskrá
sjónvarps
Frá Auðuni Benediktssyni, fréttarit-
ara DV á Kópaskeri.
Jólaveður hér á noröausturhominu
var með eindæmum gott og upp úr kl.
21 á aöfangadagskvöld mátti sjá loga á
kertum í gluggum flestra húsa hér i
þorpinu sem tákn um friðarvilja.
Jólamessa var hér á jóladag og var
hún vel sótt sem vera ber á hátíö ljóss
og friðar. Kvenfélagskonur stóðu fyrir
barnaskemmtun á 2. dag jóla með jóla-
tré og tilheyrandi. Ekki er þó lengur
hægt aö tala um jólasveina í fleirtölu,
því jafnrétti kynjanna er hér í háveg-
um haft og reyndist vera hin fönguleg-
asta yngismær á bak viö annað hvita
alskeggið.
Jóladagskrá sjónvarpsins kom aö
venju röndótt og illa til reika fyrir
augu notenda hér viö öxarf jörö, og trú-
lega myndi fljótlega minnka aðsókn aö
leik- og kvikmyndahúsum höfuöborg-
arinnar ef þaö væri haft fyrir fasta
venju aö draga röndótt tjald fyrir sviö-
ið misjafnlega hratt og misjafnlega
lengi í senn. Trúlega þá eftir því
hversu hollt efnið væri taliö áhorfend-
um.
Stundum efast menn einnig um aö
f jármunum sé vel varið, þegar veriö er
aö kaupa eöa vinna efni til sýningá í
sjónvarpi. Þannig gafst mönnum kost-
ur aö sjá sem lokaatriði á 2. jóladag
hvernig „leikstjóra fáránleikans”,
meö dyggri aðstoö fyrrverandil leik-
listargagnrýnanda, tókst nær fullkom-
lega aö eyöileggja það, sem í gegnum
tilheyrandi rendur og strik virtist
vera sæmilegasti efniviöur.
Annars má segja, aö jólahald hafi
fariö hér fram með hefðbundnum
hætti, þ.e.a.s., menn reyna aö boröa
sem mest og gera sem minnst. En sem
betur fer eru jólin stutt að þessu sinni,
svo aö menn geta strax byrjað niður-
talninguna á kílóunum, sem bæst hafa
viö síöustu daga. -GB
ALLTAFÍ GANG
SVJrJPJBK
RAFGEYMAR
Smidshofda 17.
Simar 83748 og 83722
a
6NDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIL SF
Hér með tilkynnist
að við höfum opnað nýja endurskoðunarstofu.
Veitt verður öll þjónusta á sviði
endurskoðunar og reikningsskila.
CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIl SF
LfíUGflV€GUR 18 101 R6VKJFIVÍK SÍMI91 27888 NNR2133 8362
LÖGGILTIR 6NDURSKOD6NDUR
ÉRNfl BRVNDÍS HfllLDÓRSDÓTTIR
GUÐMUNDUR FRIÐRIK SIGURÐSSON
JÓNRTRN ÓLRFSSON
Stigid gæfuspor
á i^ja árinu ' *
Kennumalla almenna dansa
Innritun og allar nánarí
upplýsingar dagjega milli M. IO~I9 %
DANSSKÓU
SIGURDAR HÁKONARSONAR SÍMl46776