Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 2. JANUAR1984.
3
SOLSKINSPARADÍS
allan ársins hríng
Kanarieyjar
hafa frá alda öðli veríð sveipaðar töfra
Ijóma sakir verðursældar og fagurrai
náttúru og hafa notið mikilla vinsælda
sem vetraroríofsstaður.
Það er mjög gagnlegt að færa minnisbók. Sama í hvaða starfi þú
ert. Með því sleppur þú við áhyggjur og ótta, auk margvíslegra
leiðinda og jafnvel hárra aukaútgjalda.
Auk þess eru minnisbækur gagnlegar til uppsláttar síðar meir. í
Pennanum er eitt mesta úrval dagbóka við hæfi allra.
Nýttu vel tímann þinn, notaðu minnisbók.
CM>
Hallarmúla 2, Laugavegi 84,
Hafnarstræti 18
Verðlaunum úr heiðursveríUaunasjóðiÁsu Wright var úthlutað siðastliðinn
föstudan. Verðlaunin hlaut dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor i
lifefnafræði við Háskóla islands fyrir brautryðjendastarf i rannsóknum á
starfsemi hjartavöðvans og orsökum kransæðastiflu. Fékk dr. Sigmundur
60.000 krónur, verðlaunapening úr silfri og heiðursskjal i viðurkenningar-
skyni. Á myndinni sést dr. Sigmundur taka við verðlaunum úr hendi dr.
Sturlu Friðrikssonar sem er formaður sjóðsstjórnar. Ásamt dr. Sturlu eiga
þeir dr. Jóhannes ðlordal og dr. Ármann Snævarr sæti inefndinni.
-öþ.
ur^
* *
Mr' v ■
íkveikja af völdum f lugelds:
Fór í gegnum
tvöfalt gler
Þegar nokkrar minútur voru liðnar
af nýja árinu var slökkviliðið í Reykja-
vík kvatt út vegna bruna af völdum
flugelds í íbúðarhúsi við Skerjabraut í
Reykjavík.
Flugeldurinn hafði farið í gegnum
tvöfalt gler á þvottahússglugga á
f jórðu hæð og kviknaöi eldur i fötum og
þvottavél. Greiðlega gekk aö slökkva
eldinn. Það er annars afar fátítt aö
flugeldar valdi íkveikju í húsum.
Slökkviliðið í Réykjavík þurfti
einnig að slökkva í brennu við Ægi-
síðu, sem var farin að hita húseig-
endum í nágrenninu þegar líöa tók á
nýja árið með fjúki. Slökkviliöið þurfti
ekki aö hafa afskipti af fleiri brennum í
höfuðborginni á gamlárskvöld og
nýársmorgun.
-SGV.
öllum sagt upp
á Tímanum
— Framsóknarflokkurinn hættir útgáfu blaðsins
Öllu starfsfólki Tímans, um 70
manns, hefur veriö sagt upp störfum
frá og með áramótum. Við útgáfu
blaðsins tekur nýtt hlutafélag í stað
Framsóknarflokksins. Þórarmn Þór-
arinsson ritstjóri er sá eini af starfs-
fólki Tímans sem ekki verður sagt upp
þótt hann hafi fyrir einhvern mis-
skilning í afgreiðslu fengiö uppsagnar-
bréf. Sagði Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri í samtali við DV að hann hygðist
halda áfram störfum um skeið en hann
yrði sjötugur árið 1984 og myndi hætta
á því ári að öllum líkindum. „Hins veg-
ar geri ég ráð fyrir að þeir blaðamenn
sem var sagt upp verði endurráðnir
strax og nýja útgáfufyrirtækið,
Nútíminn, tekur við enda er þetta á-
gætis fólk. Hins vegar veit ég ekki um
örlög annarra starfsmanna í þessu
sambandi,” sagði Þórarinn
Þórarinsson. -HÞ.
Vél Flugmála-
stjómar gætír
landhelginnar
Flugvél Flugmálastjómar verður í
flugi fyrir Landhelgisgæsluna þessa
viku. Leysir hún af Gæslufokkerinn
TF-SYN semerískoðun.
Um borð í Flugmálastjórnarvélinni
verða skipherra og aöstoöarflugmaður
frá Landhelgisgæslu auk flugmanns
Flugmálastjórnar.
Flugvél Flugmálastjómar hefur
áður tekið að sér gæslu fiskveiðilög-
sögunnar.
-KMU.
Skrúfuþota Flugmálastjórnar, TF-
DCA. Hún er af gerðinni Beachcraft
King Air.
Vid bjódum
ótrúlegt ferðaúrval til Gran
Canary með viðkomu í hinni
heillandi borg, Amsterdam.
Dvalið verður á hinni sólríku
suðurströnd Gran Canary,
Playa del Inglés, og í boði er
gisting i góðum íbúðum,
smáhýsum (bungalows) og
hótelum.
Á Playa del Inglés eru góðar
baðstrendur, frábærir veit-
ingastaði og fjölbreytt
skemmtanalíf fyrir fólk á öll-
| um aldri.
I ferð frá
Nánarí upp/ýsingar umj
verð og ferðatilhögun |
veittar á skrifstofu
okkar.
22.829.
Islensk
fararstiórn.
Ferðaskrifstofan I
Laugavegi 66,
'101 Reykjavík,
Sími: 28633