Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 36
KLETTA kjúklingur í KVÖLDMATINN HEILDSÖLUSÍMI 21194 Sex stafa númer í dag Nýja símstöðin við Múla verður formlega tekin í notkun í dag. Þá verða fyrstu notendurnir tengdir við hana og verða þeir fyrstu Islendingarnir til aö fá 6 tölustafa simanúmer. Nýja stöðin er með eitt þúsund númer en um 1—200 númer vantar á svæöi hennar. Því veröur reynt að koma þangaö númerum frá öðrum stöðvum, eins og hægt er. Öll ný síma- númer í Reykjavík verða 6 tölustafa héöan í frá. Með tilkomu nýrrar símaskrár í vor verða öll símanúmer i Reykjavík sem byrja á 86 og 85 sex töiustafa. Einhver bið mun hins vegar verða á því að öll höfuöborgin verði tengd svona stöövum. Sá misskilningur hefur komið upp að með tilkomu nýju símstöðvarinnar veröi auðveldara en áður að rekja sím- töl til upphafs þeirra. Að sögn Jóns Skúlasonar, póst- og símamálastjóra, er það tæknilega auövelt en hins vegar þurfi að koma til dómsúrskurður ef Póstur og sími á að veita þær upp- lýsingar. -GB. Þyrluslysið: Rannsókn beinist að hurðinni Viö rannsókn þyrsluslyssins i Jökul- fjöröum hefur áhersla meðal annars verið lögð á að kanna hvort það sé hugsanlega frumorsök aö stór hurö á hægri hliöhafi rifnaö af á flugi og lentí skrúfublöðum. Þessi skýring hefur ekki verið útilokuö. Þegar flak TF-RAN var skoöaö vakti þaö strax furðu aö hurðin skyldi hafa fariö af því þyrlan var mjög heilleg. Huröin hefur ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit. Hlutar úr skrúfublööum hafa heldur ekki fundist né lík tveggja áhafnarmeðlima. I Bandaríkjunum er veriö aö rann- saka tæki úr þyrlunni nákvæmlega. Ymsar skýringar hafa verið útilokað- ar. Talið er ósennilegt að vélarbilun sé frumorsök slyssins. Einnig er taliö ólíklegt að aöskotahlutur í forþjöppu hægri hreyfils hafi veriö upphaf at- burðarásarinnar. -KMU. LOKI Þetta ka/lar maður sjá/fsbjargarvið/eitni! TALSTÖÐVAR- BÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 8-50-60. ÞRDSTIIR SÍÐUMÚLA 10 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12-14 MÁNUDAGUR 2. JANUAR 1984. Deilur um vinning í símahappdrætti Sjálf sbjargar: Vinkonan vill fá hlut í vinningnum Mikið deilumál er komið upp á milli tveggja kvenna í Keflavík vegna vinnings i símahappdrætti Sjálfsbjargar. Hefur vinningurinn — nýr og glæsilegur bíU — verið „frystur” hjá Sjálfsbjörg á meöan veriö er að útkljá máUð. Eins og kunnugt er eru miðarnir í símahappdrættinu merktir nafni og símanúmeri þess sem skráður er fyrir hverjum síma. Stendur deilan um vinninginn glæsilega á milli stúlku sem skráð er fyrir viðkom- andi síma og þeirrar sem nú hefur afnot af honum en það var hún sem keypti miðann. Stúlkan sem er handhafi miöans hafði fyrir nokkrum mánuðum fengið íbúð á ieigu í Keflavík sem kunningjakona hennar hafði haft. Fylgdi íbúðinni sími og þar sem mikil símaekla er í Keflavík og þar margir á biðUsta eftu sima ákváðu þær að síminn í íbúðinni yrði áf ram á nafni hinnar. Hefur hún borgað ÖU gjöld af honum eins og vera ber og þar á meðal borgaði hún happdrættismið- ann með símanúmerinu á, sem kom nú fyrir jólin. A þennan miða kom svo vinningur en stúlkan sem skráð er fyrir símanum gerir nú kröfur til að fá hann eða hluta hans. MáUð er nú komið i hendur lög- fræðinga og á meðan þeir eru að reyna að finna emhvern flöt á þvi, verður vinningurinn ekki afhentur. -klp- FERNT Á SJÚKRAHÚS — eftir bruna að Háuhlíð 12 í gærkvöldi Slökkviliðið í ReykjavUi var kallað að húsinu Háuhlíð 12 rétt upp úr klukkan tíu i gærkvöldi. Ibúar húss- ins voru komnir út þegar slökkviliðið kom á staðinn en húsið er skammt fráslökkvistöðinni. Reykkafarar fóru inn í húsið og var þá töluverður eldur í kringum jólatré og i gardínum. Réðu þeir niðurlögum hans á skömmum tima og loftuðu svo út úr húsinu. Fernt var í húsinu þegar eldurinn kom upp og var það allt flutt á sjúkrahús. Eigandi hússins er Þor- valdur Guðmundsson í Síld og fisk. Mun hann eitthvað hafa brennst á höndum og í andliti en eiginkona hans, dóttir og dótturdóttir sluppu ómeiddar. Nokkrar skemmdir urðu á innbúi af völdum vatns og reyks, Eins og kunnugt er eru Þorvaldur og kona hans miklir listaverkasafnarar og urðu töluverðar skemmdir á nokkrum listaverkum þeirra í þessumbruna. -klp- Flogið á alla staði Allir aðalvegir landsins veröa ruddir í dag þannig að fært ætti að vera síðdegis ef veöur helst skaplegt. I morgun voru allir fjallvegir ófærir en byrjað var að ryðja leiðina milli Reykjavikur og Akureyrar. Búist er við að innanlandsflug verði samkvæmt áætlun í dag eftir að flug- brautir hafa verið hreinsaðar. Erfiðlega gekk þó að hreinsa flug- brautina á Egilsstöðum í morgun og á Isafiröi var hálfs metra jafnfallinn snjór á flugvellinum. Þó var áætlaö að fljúga til Vestfjaröa fyrir hádegi. Flugleiðir áætla að fara 21 ferð í dag með 1100 farþega, þar af 800 sem bíða úti á landi. -OEF. Áramótagleðin endaðiíhnífaslag Tveir ungir menn og tvær stúlkur hlutu minniháttar sár er sló í brýnu i áramótagleöskap í Breiðholti. Mennirnir urðu ósáttir út af einhverju og átök hófust. Báðir voru vopnaðir hnifum og hlutust af þeim skinn- sprettur og minniháttar sár. Tvær stúlkur hugðust ganga á milli mann- anna en ekki tókst betur til en að þær urðu fyrir hnifsstungum. Lögreglan var kvödd á staðinn og flutti fólkið á slysadeild þar sem gert var að sárum þess. Að því loknu fengu stúlkumar að fara heim en piltarnir voru látnir gista hjá lögreglunni. Málið hefur verið sent til Rannsóknarlögreglunnar til frekari rannsóknar. -SþS. Vigdís Finnbogadóttir, f orseti íslands, íáramótaávarpi: „Sem fyrirmynd friðarvilja” „Það er ósk min okkur Islending- um til handa að við megum minnast 40 ára afmælis lýðveldisins á tslandi í sátt viö okkur sjálf og sem fyrir- mynd friðarvilja öðrum þjóöum til eftirbreytni,” sagöi Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, i lok áramótaávarps síns í gær. Vigdís rifjaði upp aðdragandann að lýðveldisstofnuninni 1944 og um- gerð hennar. Hún sagöi merki um það að þessir atburðir væru að fyrn- ast. ,,En þeir mega aldrei gleymast og aldrei verða þeir fullþakkaðir.” „Það er mikið ævintýri hvernig ís- lensk þjóö hefur vaxið og dafnað á fjórum áratugum," sagði Vigdís síð- an og rakti nokkrar staðreyndir þvi til sönnunar. „Við eigum allt Islend- ingar, sem velmegunarþjóðir erlend- is hafa skapaö sér, ef ekki nokkuð meira.” Og Vigdís ræddi um menn- ingu okkar og veraldarauö, tengsl kynslóðanna og áhrif okkar í hörðum heimi. Sérstökum orðum beindi Vigdís til unga fólksins. „Eg bið þaö gæta vel lifs síns. I því felst von okkar og framtíö. Allt sem gert er i trássi við lög og reglur samfélagsins getur dregið á cftir langan slóða óham- ingju. Gætið að heilsu og umfram allt varist vágesti sem spilla henni. ” HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.