Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR 2. JANUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þeir aðilar sem hafa svokölluð leiktæki verða einnig að hafa veitingaleyfi. B piktæki’ VEITINGALEYFÍ SKILYRÐI I október á þessu ári gengu í gildi nýjar reglur varöandi svokallaða leiktækjasali. Þessar nýju reglur fela í sér breytingar á fyrri reglum. Höfuöbreytingin er aö nú hafa einungis þeir staöir sem hafa veitingaleyfi heimild til aö hafa spilakassa eöa leiktæki. Nýju reglurnar eru svohljóöandi: Enginn má reka knattborö, spilakassa eöa leiktæki gegn borgun nema meö leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn borgarstjómar. Slíkt leyfi má einungis veita þeim, sem hefur veitingaleyfi skv. 53/1963. Leyfi skal ekki veitt lengur en til fjögurra ára í —fyrir rekstri leiktækjasala senn. Þaö skal bundið viö nafn og veitir leyfishafa aðeins rétt til reksturs í því húsnæöi, er hann hefur þegar leyfiö er veitt. Ef leyfishafi brýtur gegn ákvæöum greinar þessarar eöa reksturinn þykir ekki fara vel úr hendi, getur lögreglu- stjóri svipt hann leyfinu, enda hafi leyfishafi ekki látiö segjast viö aðvöran. Knattborö, spilakassa eöa leiktæki má reka frá kl. 9.00 til 23.00. Þó getur lögreglustjóri heimilaö rekstur þeirra meðan veitinga- staöurinn er opinn. Ákvæöi 77. og 78. gr. taka til þeirra eftir því sem viö á. Börnum innan 14 ára aldurs er ekki heimill aögangur aö slíkum tækjum nema í fylgd meö forráöamönnum. Miða skal aldur við fæöingarár en ekki fæöingardag.” Þessar reglur hafa þaö m.a. í för meö sér aö sjoppur eöa kvöldsölur hafa ekki leyfi til aö hafa spilakassa. Aö sögn Williams Möller, fulltrúa lögreglustjóra, hafa 7 kvöldsölur oröiö aö hætta sh'kri starfsemi eftir aö þessar reglur tóku gildi. Einnig hefur 3 leiktækjastöðum veriö lokaö vegna þess að þeir uppfylltu ekki þær kröfur sem geröar eru í nýju reglugeröinni. APH Geynisla fyrir baðuöru ftorað skrCifað, or aqað. Bilið a ruilli rirnlanna - -AU passlerjt bil er stærð S lego kubbi. Trépallur á baðkar Fyrir þá sem hafa lítið baöher- bergi getur veriö góö hugmynd aö smíöa sjálfur trépall sem lagður er yfir annan enda baökersins. Pallur- inn kemur aö góöum notum. Þar er hægt aö vökva blómin, geyma ýmsa hluti og einnig er hægt aö sitja á honum þegar farið er í baö. Teikningarnar tala sínu máli hvern- ig eigi aö fara aö viö smíöi pallsins. Efniö sem notaö er er fúavarin fura, 21X70 mm, og 35 mm mcssing- skrúfur sem verður aö bora fyrir neöan frá. -APH VISA ÍSLAND: „Ætlum aó endurskoða samninginn —segir Einar S. Einarsson, f orstöðumaður VISA ff ,,Þaö er rétt aö það hefur gætt nokkurs misskilnings varöandi nokkur atriöi í samningnum sem Visa gerir viö korthafa. En þaö er ekkert sem er óbreytanlegt og þessi mál eru nú í endurskoöun. Viö komum til meö aö taka til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið,” sagöi Einar S. Einarsson, forstöðumaöur Visa Island, þegar DV haföi samband viö hann og spuröi hvort Visa tsland hefði í huga aö breyta orðalagi samningsins. I 3. grein, c Uö, segir m.a. í samningnum: „Korthafi er ábyrgur fyrir öllum úttektum sem kort hans hefur verið notaö til enda þótt undir-' skrift vanti.” Um þessa grein sagði Einar aö þörf væri á aö oröa ítar- legar. En hér væri einungis átt við þær úttektir sem korthafi heföi sjálfur tekið út, t.d. þar sem korthafi hefði hreinlega gleymt aö skrifa undir og einnig þar sem úttekt heföi farið fram í gegnum síma. Þetta ætti aö sjálfsögöu ekki viö um þau tilfelli þar sem ólöglega heföi veriö tekiö út á kortiö, t.d. þegar korti heföi veriö stoliö. I 9. grein, a lið, segir í samningn- um: „Glatist kort ber korthafa aö til- kynna þaö til Visa Island eöa næsta umboðsaöila Visa hvar sem er í heiminum. Sé tilkynningin gefin simleiöis skal staðfesta hana skrif- lega innan 3ja daga. Þegar skrifleg yfirlýsing þar um hefur borist ber korthafi eftir þann dag ekki ábyrgöá misnotkun kortsins og getur þá fengið nýtt kort útgefiö sér aö kostnaðarlausu.” Einar sagði aö í raun gilti símhringingin og eftir þaö bæri korthafinn enga ábyrgö. En þetta mætti koma betur fram í samn- ingnum og væri þetta atriði einnig til endurskoöunar. En sem sagt korthafar þurfa ekki aö vera hræddir um hag sinn því breytinga er aö vænta á samningn- um núá næstunni. APH r LANDSBANKIÍSLANDS V/SA f5H8 5000 0000 3HJL0 Ifisa ísland ætlar að endurskoða samninginn er fyrirtækið gerir við Visa korthafa. Hæfni eldri og yngri bflstjóra Okuhæfni byggist á ýmsum eigin- leikum, s.s. sjón, viöbragösflýti, hæfni til ákvarðanatöku, æfingu viö akstur.heyrn o.fl. Kannanir sem hafa veriö gerðar á ökuhæfni eldri og yngri bílstjóra hafa leitt í ljós aö þeir eldri standa þeim yngri framar. Taliö er aö eldri bílstjórar fylgist betur með umferðinni en þeir yngri. Þeir horfa lengra fram á veginn og fylgjast betur meö því sem gerist til hliöar með því aö beita hliöarsjón án þess að hreyfa höfuöiö. En þeir yngri horfa yfirleitt skammt fram á veginn og snúa höfðinu til hliðar þegar þeir horfa í hliöarspegil. I flestum tilvikum eru viðbrögö yngri manna sneggri en þeirra eldri. Þau veröa sneggri fram til 20 ára aldurs og fer síðan hrakandi með hækkandi aldri. Af þessu mætti því ráöa að viöbrögö yngri bílstjóra væru mun sneggri í umferðinni en þeirra eldri. Sú er reyndar raunin þegar viöbrögð þeirra eru mæld á rannsóknastofu. En þegar viðbrögð- in eru mæld við raunverulegar aðstæður í umferðaröngþveiti kemur í ljós að viðbrögð eldri bílstjóra eru sneggri. APH Ökuhraði 50 65 80 Oreyndir ökumenn, meöalaldur 20 ár. km/klst. km/klst. km/klst. Haft ökuskírteini í 1—6 ár að meðaltali. Nokkuð reyndir ökumenn, meðalaldur 23 ár. 50 46 44 Haft ökuskírteini í 4 ár að meöaltali. Þjálfaðir ökumenn, meöaialdur 41 ár. 43 41 40 Hafa ökureynslu í 18 ár að meðaltali. 33 36 36 Taflan sýnir hvernig menn bregðast við ef bifreið sem ekið er fyrir fram- an þá stöðvast snögglega. Mælikvarðinn á viðbragðsflýtinn er hve mik- ið af upphaflegu millibili milli bifreiðanna notast upp áður en aftari bif- reiðin stansar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.