Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 2. JANÚAR1984.
Lögfræðingamálið:
Dómarinn
dæmdur í
sex mánaða
fangelsi
hinir tveir sakborningarnir hlutu
skilorðsbundinn dóm
Birgir Þormar sakadómari kvaö
fyrir helgi upp dóm i svokölluöu lög-
fræöingamáli. Þyngsta refsingu fékk
Sigurberg Guöjónsson, fyrrverandi
héraösdómari viö bæjarfógeta-
embættiö í Kópavogi. Hann var
dæmdur til sex mánaöa fangelsis-
vistar, óskilorösbundið.
Þeir Steindór Gunnarsson, lög-
fræðingur á Akureyri, og Þórir Rafn
Halldórsson, fyrrverandi sölumaður á
Bílasölu Guöfinns, fengu vægari dóm.
Báöir fengu skilorðsbundinn dóm,
þriggja mánaöa fangelsi hvor.
Sigurberg Guöjónsson var fundinn
sekur um að hafa dregið sér fé úr sekt-
arsjóðum fógetans í Kópavogi. Hann
var einnig dæmdur fyrir okur og um-
boössvik.
Steindór Gunnarsson var dæmdur
fyrir aö hafa hagnýtt sér ávísun án
heimildar. Þaö brot var taliö varða viö
248. grein almennra hegningarlaga um
fjársvik.
Þórir Rafn Halldórsson var dæmdur
fyrir aö hafa stolið eyöublööum úr
tékkhefti og f alsaö tvo tékka.
Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið
Jónatan Sveinsson saksóknarí.
Verjendur voru Guðmundur Ingvi
Sigurösson hrl., Baldur Guðlaugsson
hrl. og Hilmar Ingimundarson hrl.
-KMU.
Kjarnfóðurskattur
hækkar egg um 18%
— en er að mestu varið til annarra búgreina
Auglýst heildsöluverö eggja hefur
hækkaö um 75% á einu ári ef miðað er
viö verö í desember 1982 og á sama
tíma á síðasta ári. A sama tíma hefur
innflutt kjarnfóöurhækkaöum84%en
kjarnfóöurskatturinn vegur nú 17 til
18% af heildsöluveröi eggja. Þessar
upplýsingar komu fram í ræöu Einars
Eiríkssonar, fráfarandi formanns
Sambands eggjaframleiöenda, á aöal-
fundiþess í síðustu viku.
Kjarnfóðurskatturinn er nú lagöur á
allt innflutt fóður og nemur 33,3% af
cif-veröi eöa rúmlega 3 þúsundum
króna á hvert tonn af varpfóöri. Sagöi
Einar Eiríksson aö grundvallarbú,
meö um 4 þúsund hænsn greiði nú um
45 til 50 þúsund krónur á mánuöi í
kjarnfóðurskatt. A fyrstu 10 mánuöum
síöasta árs höföu 73,3 milljónir króna
veriö innheimtar í kjarnfóöurskatt, en
þar af taldi Einar Eiríksson aö
alifugla- og svínabændur heföu lagt til
um helming. Til þeirra búgreina renna
þó aöeins 20% af heildartekjum kjam-
fóöursjóös, en meirihluta teknanna er
variö til sauöfjár- og nautgripabænda.
En skattur þessi hækkar heildsöluverð
á eggjum um 17 til 18%.
A aðalfundinum var samþykkt
ályktun þar sem skoraö var á land-
búnaöarráöherra og Framleiðsluráð
landbúnaöarins aö afnema kjarnfóöur-
skattinn og endurgreiöa að fullu skatt-
inn sem lagöur hefur verið á kjam-
fóöuráárinu 1983.
-ÖEF.
Þríár.
spummgar
'Um eríendan kostnað
Til viðskiptavina okkar og þeirra sem hlut eiga að máli
Hafskip hf. hefur sett sér sem eitt meginmarkmiö aö gæta hagsmuna
farmflytjenda varðandi kostnaöarmyndun við vörusendingar á erlendri grund.
Enn betra tækifæri gefst okkur til þessa starfs eftir stofnun eigin
umboösskrifstofa erlendis og eftir því sem íslendingum starfandi þar vex
þekking á aðstæðum.
Sem einn lið í þessum ásetningi félagsins höfum við beint eftirfarandi
spurningum til viðskiptamanna ívon um,aðsvörgefi betriforsendurtil að ráðast
til atlögu á réttum stöðum með viðeigandi vopnum.
Við viljum hér með minna viðskiptavini okkar á að senda okkur svörin sem fyrst.
Við viljum einnig biðja aðra farmflytjendur og þá sem hlut eiga að
máli að gera slíkt hið sama.
Svör við spurningum má klippa hér úr blaðinu og senda Hafskip hf., eða koma
þeim á framfæri til starfsmanna okkar á annan hátt, munnlega eða skriflega.
Góð þátttaka í þessari skoðanakönnun verður okkur vopn í baráttunni
gegn óþarfa milliliðakostnaði erlendis.
Fylgja eftirkröfur, þegar vara er keypt FOB?
□ oft □ sjaldan □ aldrei
Frá hvaða höfnum er mest um eftirkröfur?
• a> ....................................................
b) ................................................
c) ................................................
Eru eftirkröfur óeðlilega háar, þegar vara er keypt ex-factory?
Ef svo er, frá hvaða höfnum helst?
a)
b)
c)
Með þökk fyrir hjálpsemina.
HAFSKIP HF.
Pósthólf 524-121 Reykjavík
KANADÍSKIR KULDASKÓR
SEM HALDA ÞÉR HEITUM
BLONDO UM LAND ALLT
Reykjavík
Reykjavík
Reykjavík
Reykjavík
Reykjavík
Kópavogur
Akranes
Stykkishólmur
Patreksfjörður
Bolungarvík
Skæði, Laugavegi
Hvannbergsbræður
Skóhornið, Glæsibæ
Skóverslunin Alma
Skóverslun Axels Ó.
Skóverslun Kópavogs
Staðarfell
Hólmkjör
Verslun Ara Jónssonar
Verslun Einars Guðfinnssonar
Vestm.eyjar
ísafjörður
Akureyri
Húsavík
Egilsstaðir
Neskaupsstaður
Grindavík
Keflavík
Hella
Skóverslun Axels Ó.
Skóverslun Leós
M.H. Lyngdal
Skóbúð Húsavíkur
Verslunin Skógar
Verslun Kristjáns Lundberg
VersluninBára
Skóbúðin Keflavík
Kaupfélagið Þór