Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Blaðsíða 33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
► oo- n artt/*11 r. aTTnArriT/rA m \rn
DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984.
Soffia er hrifin afJ.ft. J.R færistallur íaukana. r Lucy" Tilton villskilja við karlinn.
LOREN OG J.R.
— saman í kvikmynd
Hayekog
Hólmsteinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
heimspekingur búsettur í Oxford, situr
ekki auðum höndum í háborg vest-
rænna mennta. Hann er formaður i fé-
lagi Hayek-sinna en sá félagsskapur
fékk fyrir skömmu sjáifan Friedrich
A. Hayek í heimsókn sem oft er nefnd-
ur faðir frjálshyggjunnar.
Ekki vitum við hvaö Hayek sagði
við Hannes eöa Hannes viö Hayek en á
myndinni, sem Marie Grey tók við
þetta tækifæri, eni taliö frá vinstri:
Melnyk, ritari félagsins, Kukathas,
gjaldkeri þess, Hayek, faðir frjáls-
hyggjunnar og Hannes Hólmsteinn for-
maður.
„Ætti maður að skella sér á hana, það er kannski aldrei ofseint að byrja æfingarn-
ar, " gæti hún verið að hugsa þessi frú sem varð á vegi Einars Ijósmyndara í jólaös-
inni miðri.
Það má gera ráð fyrir að ýmsir hafi verið rakir við vigsluathöfnina á
Vogi — a.m.k. á fótunum þvi allir voru á gúmmitúttum.
D V-mynd Bj. Bj.
Átta þúsund tillögur og sólarlandaferð fyrir einn:
Um Vog
— og ýmsar aðrar góðar tillögur hjá SÁÁ
Þegar hin nýja sjúkrastöð SAA
var vígö fyrir skömmu var tilkynnt
um úrslit í verðlaunasamkeppni um
nafn á stöðina. Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir tilkynnti að nafnið
VOGUR heföi oröið fyrir valinu við
mikil fagnaðarlæti viðstaddra sem
allir voru í gúmmískóm! Færöi hún
þau rök fyrir valinu að VOGUR væri
orð sem erfitt væri að skrumskæla
eöa snúa út úr. Verölaunahafinn
hlaut að launum ferö til Costa del Sol
en hinir 7999 sem sendu inn tillögur
sitja eftir hér heima á skerrnu og
bíða eftir sumarfríinu sínu.
Viö ætlum þrátt fyrir alit aö birta
hér nokkrar af þeim tillögum sem
ekki hlutu náö fyrir augum dóm-
nefndarinnar, sumar hverjar það
snjallar aö synd væri ef þær féllu í
gleymsku. Geriösvovel....:
Arás, Astund, Atak, Attaviti,
Aman, An áfengis, Alki, Alkahöll,
Alkóhólar, Alkavík, Alkavon, Alka-
skjól, Alkabót, Alkó, Alsgáður, Al-
heimar, Andriki. Alkahólshjáleiga,
Akkcriö, Aldingarðurinn, Afok, Af-
þreyingarstöö, Afturhvarf, Aþena
Atómstöð, Atlas, Anvím, Björgólfs-
vellir, Botnsskáli, Bótastaðir, Bið-
lundur, Betl, Betlehem, Betlikot
Batabrekka, Bláa blómið. Bláa áug-
að, Betra lif, Brúin til betra lifs.
Bakkusarböðull, Bót og bati, BBB
(bænahús borgarbúa), Casablanca,
Dyr vonarúinar, Dallas, Dropadrep
Endi, Fríhöfn, Frami, Fjölskylda,
Frekja, Flóðhesturinn, Gufuncshæli,
Gróðrarónahöfði, Hressá, Heimleið,
Hlé, Ilættu.., Hús miskunnsama
Samverjans, Innút, Junkaragerði,
Isedrú, Ljóti andarunginn, Lands-
hjálparhúsið, Mjaðmarendi, Mar-
tcinn Lútcr, Naust, Nýrækt, Ohó,
Odrukkið fólk, Pass, Stoppistöðin,
Solidarnos, Sanasober, Sahara,
Spírakot, Sinalco, Sólnes, Sankti
María, Stcfnuljós, Tárið, TIF (tapp-
inn í flöskuna), ,,Þ”ið (þornið)
Þurrkhöllin, Vinendi, Vonarstræti.
Kvikmyndaleikkonan Soffía Loren
neitaöi að leika í einum Dallasþætti þó
svo að i boði væru milljónir króna.
„Það myndi eyðileggja ímynd mína
sem listakonu,” sagði Soffía en bætti
því við aö hún væri ákafur aðdáandi
Dailas-þáttanna. ,,Ég horfi á Dallas
viö hvert tækifæri og sérstaklega er ég
hrifin af Larry Hagman í hlutverki
J.R. ”
Það er líka eins gott að þeim komi
vel saman, Soffíu og J.R., því í undir-
búningi er kvikmynd með þeim tveim í
aöalhlutverkum, upptökur eru að hef j-
ast og nefnist myndin Something
Blonde. Aðrir Dallasleikarar verða
ekki í myndinni enda hafa þeir i nógu
aö snúast. Charlene Tilton, sem leikur
Lucy litlu með stóru brjóstin, stendur
nú í skilnaðarmáli við eiginmann sinn,
kántrísöngvarann Johnny Ice. Þau
hafa verið gift í þrjú ár og eiga 17 mán-
aða gamla dóttur. „Lucy” segist ekki
lengur þola barráp kántrisöngvar-
ans... „honum þykir bersýnilega
skemmtilegra að drekka með strákun-
um en aö dvelja heúna hjá mér,” segir
Tilton.
Sjónvavp
ogbarn
Þið fáiö litsjónvarp og við fáum
barnið sögðu hjón nokkur í fylkinu
Tenessee í Bandaríkjunum við ung
skötuhjú sem áttu von á erfingja.
Ungu hjónin gengust inn á það, það
leið aö fæðingunni, sjónvarpseigend-
urnir létu innrétta barnaherbergi og
ailtvirtistveraklappaðogklárt. Þá
komst lögreglan í málið og nú eiga
málsaðilar von á allt að fúnm ára
fangelsi fyrir bragðið. A meðan
veröur barniö að horfa á sjónvarpiö
og biða eftir eigendum og foreldrum.