Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Page 10
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984.
10 ,
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Sögufræg mynd úr spænska þinginu í febrúar 1981. Valdaránstilraun þjóðvaröliöanna fór þá út um þúfur og síðan
þykir hættan haf a minnkað á að slíkir atburðir endurtaki sig.
Gulliermo Quint-
ana Lacaci hers-
höfðingi var skot-
inn til bana er
hann var á leið
heim úr messu.
Felípe Gonzaiez
hefur beitt sér fyr-
ir breytingum inn-
an hersins og þar
með minnkað
hættuna á valda-
ránstilraunum úr
þeírri átt.
BASKAR MINNA RÆKI-
LEGA Á HLVERU SÍNA
—en lýðræðið þykir tryggara í sessi á Spáni en oftast áður
Einmitt þegar spænska þjóöin var
aö byrja aö gleyma hættunni á að hið
unga lýðræði hennar kynni að falla
fyrir valdaráni hersins, var þjóðin
rækilega minnt á hættuna með morði
einu.
A dögunum var Quintana Lacaci
hershöfðingi myrtur af ETA,
aöskilnaðarhreyfingu baska. En
Lacaci hershöfðingi studdi ekki,
valdaránstilraun hersins í febrúar
1981 og kann það að hafa ráðið úr-.
slitum um að tilraunin mistókst.
Daginn eftir að Lacaci var ráðinn
af dögum reyndi ETA aö myrða
Antonio Coello de Portugal, annan
spænskan hershöföingja, á fjöl-
farínni götu í Madrid. En eiginkona
hans sá hvað verða vildi og dugði það
til þess aö tilræðismaðurinn foröaði
sér án þess að honum tækist að koma
hershöfðingjanum fyrir kattamef.
Nú fyrir helgina lét ETA svo til
skarar skríða á ný og réö af dögum
einn af sínum fyrrverandi liðsmönn-
um sem lýst hafði því opinberlega að
hann hefði snúiö baki viö ofbeldis-
stefnuETA.
ETA hyggur á fleiri dráp
Lögreglan hefur og skýrt frá því aö
hún hafi fengið örugga vitneskju um
að ETA hyggi á fleiri dráp í Madrid.
Ekki var skýrt frá því hvaðan lög-
reglan hefði þessa vitneskju sína en
það er opinbert leyndarmál að yfir-
heyrsluaðferðir lögreglunnar eru
ekkert blíðlegar og æ og aftur er
talað um pyntingar í því sambandi.
Hér er nefnilega um að ræða sömu
menn og störfuðu undir stjórn
Francos — einungis í nýjum ein-
kennisbúningum. Upp á síðkastið
hefur þeim tekist að handtaka f jölda
manna sem sterklega eru grunaðir
um að vera liðsmenn ETA.
Samtímis hefur lögreglan gert
upptækt talsvert magn vopna og
skotfæra af austur-evrópskum
uppruna. Þar á meðal tékkneskar
vélbyssur.
Samstarf
hryðjuverkasamtaka
Talsmenn lögreglunnar og hersins
hafa einnig skýrt frá því aö þeim sé
kunnugt um síaukiö samstarf ETA
og annarra hryðjuverkasamtaka í
Evrópu, þar á meðal IRA í Irlandi.
Einnig fullyrða þessir talsmenn að
ETA standi í samvinnu við lika hópa
í Miðausturlöndum og Rómönsku
Ameríku. Spænska lögreglan er af-
skaplega óánægð með að þaö skuli
vera jafnauðvelt og raun ber vitni að
kaupa vopn í Belgíu. Það var meðal
annars af þeim sökum sem Felipe
Gonzalez, forsætisráðherra Spánar,
hvatti til alþjóðlegrar baráttu gegn
hryðjuverkahópum í ræöu sem hann
flutti í Evrópuráðinu nýverið. Af
sömu ástæðum vill Gonzalez taka
upp stjórnmálasamband við Israel á,
nýjan leik. Aö baki ræðu Gonzalez í
Evrópuráðinu í Strassburg má og
greina áhyggjur hans yfir vopnuðum
árásum hryðjuverkahópa yfir landa-
mæriFrakklands ogSpánar.
Hryðjuverkaferðir
yfir landamærin
ETA-menn hafa leikið þaö að
halda frá búðum sínum í Suður-
Frakklandi yfir spænsku landa-
mærin og myröa lögregiuþjóna á
spænskri grundu ellegar vinna önnur
hermdarverk áöur en þeir hverfa
yfir til Frakklands á nýjan leik.
Þessar árásaferðir ETA-manna
yfir landamærin hafa á hinn bóginn
leitt til þess að hægrisinnaðar
sveitir ftrúlega borgaralega klæddir
lögreglumenn oft á tíðum) hafa
haldið inn yfir frönsku landamærin
frá Spáni og komið fram hefndum á
þeim sem grunaðir eru um að vera
ETA-menn.
Á síðastliðnu ári framdi ETA 43
morð og frá því aö Franco lést, fyrir
minna en tíu árum, hefur ETA lýst
sig bera ábyrgð á meira en 500
launmorðum. Þar ofan á bætast
mannrán og bankarán sem aö
jafnaði eiga sér staö þriöja hvem
dag. Þá hefur ETA og innheimt
. „stríösskatt” hjá fjölmörgum fyrir-
tækjum í baskahéruöunum. Fyrir-
tækin greiöa semsé skatt til ETA til
þess að tryggja sig gegn hermdar-
verkum þessarar basknesku
aðskilnaðarhreyfingar.
6—7 milljarðar í
„stríösskatt"
Það er áætlað að ETA fái sex til sjö
milljarða króna árlega í gegnum
þessa „skattheimtu”. Peningum
þessum er síðan að sjálfsögðu variö
til þess að fjármagna hermdarverk
ETA og annarra líkra hryðjuverka-
samtaka. A síðastliðnum átján
mánuöum hafa átt sér staö 140
bankarán sem ETA hefur staðið á
bak við.
Franska lögreglan hefur í seinni
tíð veriö fúsari til samstarfs við
starfsbræður sína á Spáni heldur en
áður var og hefur handtekið
fjölmarga menn sem grunaðir eru
um að vera félagar í ETA. Sú
staðreynd aö sósíölsk stjóm heldur
nú um stjómtaumana beggja vegna
landamæranna hefur leitt til betra
samstarfs en áður.
Ástæður þess að spænsk yfirvöld
óttast nú aukna athafnasemi ETA í
nánustu framtíö eru einkum tvær. I
fyrsta lagi er fyrir því reynsla að
ETA minnir venjulega á tilveru sína
með rækilegum hætti eftir að lög-
reglan hefur handtekiö þýðingar-
mikla hópa innan samtakanna og
gert vopn upptæk. Samtökin vilja
meö því móti sýna ótvírætt að
máttur þeirra sé ekki minni en áður
þrátt fyrir aðgerðir lögreglunnar.
önnur ástæðan er sú að þann 26.
febrúar munu fara fram kosningar
um sjálfsstjóm baskahéraðanna. ETA
vill hræða sem flesta til þess aö
setja krossinn á réttan stað á kjör-
seðilinn. Markmið ETA er sem
kunnugt er algjört sjálfstæði baska-
héraöanna.
Fjórar valdaránstilraunir
Spænskir blaðamenn sem taldir
em hafa góö sambönd við ETA áætla
að um 500 virkir félagsmenn ETA búi
innan frönsku landamæranna og inn-
an baskahéraðanna séu alls um
f jögur þúsund virkir félagar. Þar viö
bætast hryðjuverkahópar, meðal
annars í Madrid, sem staöið hafa
fyrir fjölmörgum grófum
hryðjuverkum á síðastliðnum
fimmtán árum.
Alls hafa verið lögö á ráðin um
fjórar valdaránstilraunir á Spáni frá
því að lýðræði var innleitt í landinu.
Alvarlegust var að sjálfsögðu
tilraunin í febrúar 1981 þegar foringi
þjóðvarðliðanna réðst inn í þing-
húsiö, Cortes, í þeim tilgangi að taka
völdin í sínar hendur.
Nú þegar hættan á valdaráni
virðist ekki eins mikil þá er það ekki
síst vegna þess aö Felipe Gonzalez,
hinn 41 árs gamli forsætisráðherra
sósíaldemókrata hefur sýnt að hann
er skjótur að taka ákvarðanir og
hefur ekki sýnt neina linkind gagn-
vart aöskilnaðarsinnum baska.
Gonzales hefur
áunnið sér traust
Gonzalez hefur áunnið sér traust
þjóðarinnar, meðal annars með því
aö halda niðri launum opinberra
starfsmanna og þar á meöal eigin
launum. Hann setti þak á laun
opinberra starfsmanna sem miðaö
var við tvær miiljónir króna en áöur
höföu ýmsir haft um tvöföld þau
laun. Einnig beitti hann sér fýrir
mikilli fækkun innan hersins. Hann
berst nú gegn 300 milljaröa króna
halla á þjóðarbúskapnum og 16,8
prósent atvinnuleysi. En þrátt fyrir
það gaf hann sér tíma til að gera
breytingar á hernum nýverið og þar
meö minnka líkurnar á valdaráns-
tilraunum úr þeirri átt.
Vamarmálaráðherrann, Nariss
Serra, hefur aldrei veriö hermaður
og er það með öllu óþekkt á Spáni.
Yfirmenn hersins sem áður voru nær
eingöngu gallharðir hægrimenn og
Franco-sinnar eru nú margir hverjir
nær miðju stjórnmálanna þó fæstir
þeirra teljist til sósialdemókrata.
Þessi breyting innan hersins er
meginástæðan til þess að hættan á
valdaránstilraunum er nú talin
minni en oftast áöur. Gonzalez „hinn
snöggi”, eins og hann er stundum
kallaður í gamni, hefur sannarlega
haft hraðan á.
-GAJ.
Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson