Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Page 11
DV. MIÐVKUDAGUR 8. FEBRUAR1984.
11
SMITWELD
ntftuðuvír
Rafsuðumenn um allan heim
þekkja SMITWELD merkið. í yfir
hálfa öld hefur SMITWELD
þjónað iðnaði og handverks-
mönnum um allan heim.
SMITWELD rafsuðurvírinn er
einn sá mest seldi í Evrópu.
Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð-
varið efni, sem selt er í Vestur-
Evrópu erfrá SMITWELD.
Sannar það eitt gæði hans. Við
höfum fyrirliggjandi í birgðastöð
okkar allar algengustu gerðir
SMITWELDS rafsuðuvírs og
pöntum vír fyrir sérstök verkefni.
SMITWELD:
FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á
MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
SINDRA
STALHF
Jón Ásbjörnsson í Fiskkaupum
um gámafiskinn:
Alltað
200 tonn
sendút
vikulega
„Þessi ferskfisksala á Bretland í
gámum byggist fyrst og fremst á því
aö nýta þann fisk sem saltfiskstöðv-
amar geta ekki notað. Þær nýta
stærsta og besta þorskinn en hitt fer út.
Sérstaklega á þetta viö þegar fiskur er
minnstur við landið og ekkert fæst
nema á línu til þessara stöðva,” segir
Jón Ásbjörnsson í Fiskkaupum. Hann
segir að þegar mest sé fari 200 tonn á
viku í gámum á ferskfiskmarkað í
Bretlandi.
„Þetta er annaö árið sem viö
stöndum í þessu og það gefst mjög vel
þann árstíma sem hentar að eiga við
þetta, sem er veturinn. Á sumrin er
enginn grundvöllur fyrir svona fiskút-
flutningi og ég tel að jafnvel ætti að
banna hann alveg þá.
Ég hef flutt út fyrir allt að 20 stöðvar
en mest fyrir 13 stöðvar og svo sjálfan
mig. Nú eru komnir þrír aðrir í þetta. 1
gámunum fer varla stórþorskur, hann
fer allur í salt, en mest er sent út af
milliþorski og smærri þorski og svo
ýsu af öllum stærðum en einnig
eitthvað af alls konar öðrum fiski sem
sumt er alveg verðlaust hér.
Þaö eru auðvitaö talsverðar sveiflur
á verði, þar sem fiskurinn er seldur á
markaði, en yfir sölutímann má segja
aö meðalverð þar sé 26—27 krónur sem
þýðir 18—20 króna skilaverð. Sölu-
kostnaður úti er 9—12%, sölulaun út-
flytjanda 2%, útflutnings- og
tryggingargjöld um 3% og flutnings-
gjöld 9—12% eöa mjög nærri því. Allur
kostnaöur er því mest um 29% en ekki
38% eins og Framleiðni sf. reiknar með
í skýrslu sinni í DV um ferskfisksölu-
málin.
Þar að auki er sumt af þessum fiski
ónýtt með öðrum hætti en í gáma-
sölunni og loks fæst staðgreiðsla sem
mikiö munar um á móti jafnvel
tveggja mánaða bið eftir greiðslum
hérheima.
Eg vil leggja áherslu á það,” segir
Jón Asbjörnsson, ,,að gámafiskurinn
fellur til viö sérstakar aðstæður og
getur aldrei orðið nema óverulegt
magn af heildarfiskútflutningi okkar.
Hins vegar er sala á honum með
þessum hætti heppileg lausn á því aö
fíeynt er að hafa sem nýjastan fisk frá dagróðrabátum i gámunum. Hann er vandiega ísaður i kassa sem
síðan er staflað i gámana.
Ein skipsferð er i viku. Fiskurinn fer
á miðvikudegi og kemur á markað
á mánudagsmorgni. Nýiega iækk-
aði flutningsgjaldið úr 1.500 i I.OOO'
dollara á gám.
DV-myndir S.
CS-.'-
norwelo £>
SMi TWaS/NOR
SMÍTWEID/NÖ
smwa.o/«on
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711.
Kvöld og helgarslmi: 77988.
saltfiskstöövarnar geti haldið úti
dýrum línuveiöum, þegar varla er fisk
að fá til þeirra öðruvísi.
Þetta er á tímanum frá byrjun
nóvember og fram í miðjan febrúar. 1
kringum þann tíma er sáralítið um
gámafisk og ekkert á sumrin.”
-HERB.
Dansleikur
í HRÉYFILSHÚSINU VIÐ GRENSÁSVEG, FÖSTUDAGINN10. fcb. kl. 23-03.
Lesbíur - hommar, f jölmennið - síðast seldist upp.
Forsala aðgöngumiða á Opnu húsi, Skólavörðustig 12 fimmtudag kl. 20-23
SAMTÖKIN 78