Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Page 30
30
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984.
NYR UMBOÐSMAÐUR
HAFNIR .
Nýi umboðsmaðurinn okkar er
Magnús B. Einarsson,
Hafnargötu 6,
sími 92-6958.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Sólvalla-
götu 25, þingl. eign Einars Péturssonar, fer fram eftir kröfu Olafs
Thoroddsen hdl., Árna Guðjónssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í
Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Sogabletti
6 v/Sogaveg, þingl. eign Ingvars Júlíusar Helgasonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 10.
febrúar 1984 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i
Nönnugötu 10A, tal. eign Finns Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984
kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Laugavegi 32, þingl. eign Ölafs Valgeirssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafnarfjarðarbæjar,
Landsbanka íslands og Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri
f östudaginn 10. febrúar 1984 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Sörlaskjóli
42 (fiskbúð), þingl. eign Bergþórs Guðmundssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 10.
febrúar 1984 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbi. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Laugavegi 69, þingl. eign Jóns Sæmundssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldbeimtunnar í Reykjavík, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
Veðdeildar Landsbankans og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni
sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984 ki. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Óðinsgötu 16, þingl. eign Guðjóns Þorkelssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar
1984 ki. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Grandavegi 39, þingl. eign Gunnars Sigurðs-
sonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl. og Gjald-
heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984
kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Frostaskjóli 3, þingl. eign Birgis Ágústssonar, fer
fram eftir kröfu Hákonar Árnasonar hrl. og Skúla Pálssonar hrl. á
eigninni sjálfri f östudaginn 10. febrúar 1984 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Góði dátinn Svejk heilsar SS-foringjanum að nasistasið.
Góði dátínn Svejk
i Þjóðleikhúsinu
Á föstudaginn kemur frumsýnir
Þjóðleikhúsið leikritið Góði dátinn
Svejk í síðari heimsstyr jöldinni, eftir
Berthold Brecht. Þar tekur hið fræga
þýska leikskáld til við hina frægu
persónu tékkneska rithöfundarins
Jaroslav Hasek, dátann Josef Svejk,
og færir hann einni heimsstyrjöld
framar í tímann og nú ergir hinn góð-
hjartaði dáti með læknisvottorð upp
á fávisku ekki liðsforingja í her
Austurríkiskeisara, heldur SS-for-
ingja og Gestapo-menn.
Eins og eðlilegt má teljast kemur
sjálfur Hitler einnig við sögu þar
sem hann svífur niður á sviðið á
hnetti sínum og vill fræðast um af-
stöðu hins almenna Evrópubúa til
þúsund ára ríkisins. Þar um spyr
hann aðstoðarmenn sína þá helstu,
svo sem þá Göring og Göbbels. Og
þeir svara honum eftir sinni bestu
samvisku.
Svejk situr þá eins og hans var ætíð
vani, á öldurhúsinu Bikarnum. Þar
er með honum vinur hans Baloun,
sem í þessari heimsstyrjöld er ljós-
myndari. Baloun sá, sem Hasek
sagði frá, kom hinsvegar aldrei á
Bikarinn. Ævintýri Svejks í síðari
heimsstyrjöldinni spinnast af því aö
Baloun er svangur. Langsoltinn væri
kannski réttara orð, og til að forða
Baloun frá því að grípa til heimsku-
legra úrræða, lætur Svejk nokkur
óheppileg ummæli falla svo aö Brett-
schneider Gestapomaður heyrir til.
Og þar með upphefjast ævintýri
Svejks. Hann verður að stela hundi
fyrir SS-foringja, lendir síðan í
„sjálfviljugri nauðungarvinnu” og
hrekst um í stríðinu, án nokkurrar
stjórnar yfir örlögum sínum, en upp-
fullur af góðvild og bjartsýni.
Brecht skrifaði þetta leikrit árið
1943, skömmu eftir að orrustunni um
Stalingrad lauk með sigri Rússa. Sú
orrusta var upphafið að endalokum
þúsund ára ríkisins. Og með þeirri
orrustu lýkur leikritinu.
Það er Bessi Bjamason, sem
leikur dátann góða, en Gunnar
Eyjólfsson leikur vin hans,
ljósmyndarann Baloun. Sigurður
Sigurjónsson leikur Hitler, en önnur
stór hlutverk eru í höndum Þóru
Friðriksdóttur, Gísla Rúnars Jóns-
sonar og Baldvins Halldórssonar.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir, leikmynd og búninga gerði
Sigurjón Jóhannsson, en Hjálmar H.
Ragnarsson stjómar tónlistarflutn-
ingi, en tónlistin við verkið er eftir
Hanns Eisler. Þýðingu gerðu þeir
Þorsteinn Þorstemsson, sem þýddi
laust mál, og Þórarinn Eldjám, sem
þýddi bundið mál.
Aö lokum má geta þess aö það er
skemmtileg tilviljun að á
frumsýningardaginn, föstudaginn
10. febrúar, átti höfundurinn Bert-
hold Brecht einmitt afmæli.
Gestapo-maðurinn Bretschneider les striðsfréttir yfir ölkrús á öldurhús-
inu Bikarnum.
Hinn sisvangiIjósmyndari Baloun forvitnast um matarvenjur SS-manna, afeinum slíkum.