Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Side 9
DV. LAUG’ARBAGDR M: FEBRUAR1984.
9
Eitthvað um tiundi hver maður hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum.
OV nynd: Einar Oiason.
Lágstéttin:
Söhudólgurmr bæti
furír brotin sín
Eftir síðustu kannanir sjá menn
það svart á hvítu: Stór hópur ís-
lenzkra fjölskyldna hefur ekki nóg
fyrir brýnustu útgjöldum.
Nú er nauðsyn að bæta úr skák.
Sökudólgarnir veröa að viöurkenna
mistök sín og greiöa fyrir.
Við sjáum, að margir eru í botn-
lausri hít. A Islandi er orðiö til þjóðfé-
lag, sem við höfum betur kynnzt er-
lendis, þjóðfélag, þar sem stór hópur
býrvið örbirgð.
Hverjum er það aö kenna?
Kannski við hugum fyrst aö söku-
dólgunum. Karp um fortíðina má þó
ekki villa um fýrir okkur. Það er
nútíðin, sem skiptir máli, — aðgerðir
tii að breyta þjóðfélaginu til batn-
aðar.
Ekki raunveru/egt vel-
ferðarþjóðfélag
Aðalskýringin á, hvernig komið er,
finnst hjá valdhöfum undanfarinna
ára. Við höfum ekki byggt upp raun-
verulegt velferðarþjóðfélag. Við
stærum okkur af velferð, en hún er
byggð á sandi. Við höfum ekki
þjóðartekjur til að standa undir
raunverulegu velferðarþjóöfélagi.
Of miklu af þjóðartekjum hefur verið
varið í lítt arðbærar eða óarðbærar
greinar. Við sullum fjármunum í
landbúnaö og til skipakaupa, sem
auka aðeins halla í útgerð. Við höfum
sýnt lítið vit á undanfömum árum,
og því er svo komiö sem komið er.
Kannanirnar sýna, að alltof stór
hópur hefur ekki heimilistekjur fyrir
ofan neyöarmörk. Þetta er óþolandi,
en hvernig má breyta því?
Líklega getur enginn okkar, hvar
svo í flokki, sem við stöndum, sam-
þykkt svona kerfi.
Launakannarnirnar sýna, aö
gífurlegur munur er á lífskjörum
fólks, meiri munur en flestum okkar
mun þykja réttlætanlegur.
Hinir lægstlaunuðu hafa orðið svo
langt á eftir, að fæstir aörir munu
hafa til þess hugsaö.
Við getum einfaldlega ekki boðið
þeim, sem minnstar tekjur hafa, upp
á þetta þjóöfélag. I mörgum tilvikum
væri hentugra fyrir þetta fólk að
sækja um „fátækrastyrk” og láta hið
opinbera sjá fyrir sér. Það gæfi
meiri tekjur.
Tölur um tekjur láglaunafólksins
hafa nú verið þuldar y fir öllum okkar
daglega. Sennilega mun flestum
okkar finnast, að of langt hafi verið
gengið í þeirri kjaraskerðingu, sem
hæfir þetta fólk.
Ríkisstjómin hefur réttilega ráðizt
gegn verðbólgunni. Hún hefur komiö
hraða verðbólgunnar úr 130% niður í
10%. Þetta hefur eingöngu gerzt með
því að skerða launakjör fólks.
Stórir hópar á vonarvöl
Þetta hefur auðvitað gerst á
löngum tíma. Munurinn er sá, að nú
reynir á. Kaupiö hefur veriö skert
um 25 prósent síöan 1982. Núverandi
ríkisstjórn sullaöi kaupinu niður og
virtist ekki skilja, að með því yrðu
stórir hópar á vonarvöl.
Við sjáum nú, að kjaraskerðing
ríkisstjórnarinnar var of mikil gagn-
vart þessu lágstéttarfólki.
Lágstéttin hefur ekki í mörg hús
að venda. Hún er minnihlutahópur,
jafnvel í sínu eigin verkalýðsfélagi.
Núverandi rikisstjórn skapaði ekki
þetta vandamál. Það hefur oröiö til á
löngum tíma. Lágstéttin, sem við
vitum nú meira um en áður, hefur
orðið til í kjarasamningum í ár og
Laiigarilags*
pistillinn
Haukur Helgason
adstodarritstjóri
áraraðir. Viö sjáum þetta bara betur
nú, þegar að sverfur. Láglaunafólkið
getur síður en aðrir haldiö lífs-
kjörum sínum uppi. Tveggja her-
bergja íbúðir þess falla undir ham-
arinn eöa annað.
Sök samningamanna
Mikla sök á þessu eiga samninga-
menn Alþýðusambands Islands.
I samningunum hefur lágtekju-
fólkinu alltaf verið fómað, vænt-
anlega í þeirri trú, að verðbætur
mundu sjá til bess, að það skrimti.
Auövitaö hafa samningamenn ASI
á undanförnum árum ekki séð fyrir,
að til kæmi ríkisstjórn, sem kcyröi
allt niöur. Þeir eru ekki svo spá-
mannlega vaxnir.
Iðnaðarmenn og uppmælingaaðail
hafa að miklu ráöið kröfusmíð
Alþýðusambandsins.
Líklega þekkja aiiir núorðiö,
hvernig hátekjumennirnir í ASI hafa
ráðiö feröinni. Mikið hefur verið
skrifað, ár eftir ár, um það, hvernig
lágtekjufólkinu hefur verið fórnað i
samningum.
Þegar viö sjáum nú, að stór hluti
fólks er undir þeim tekjumörkum,
sem viöundandi eru, spyrjum við
enn: Af hverju?
Menn hafa ekki samið um, að þetta
fólki héldi nægu kaupi.
Svarið síðasta árið er líka hjá
ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin réðst í
að „stytta” kaupið um 25 prósent.
Hverjir þoldu það?
Augljóslega ekki lágtekjufólkið.
Þetta þýddi, aö það komst á vonar-
völ, og hefði ríkisstjórnin raunar átt
að vita um það fyrir löngu.
Ríkisstjórnin hefur ráðizt gegn
verðbólgu og viöskiptahalla með
beim hætti, að nú sjáum við fyrst,
hversu illa lágstéttin er komin.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru
rökréttar. Viö gátum ekki þolað 130%
verðbólgu og háan viðskiptahalla.
Við höfðum þá þegar slegið meira en
nóg í erlendum lánum. Skuldabyrðin
var að verða óþolandi okkur og af-
komendum okkar.
Ríkisstjórnin greip því til þess
ráðs, en nokkuð blindandi, aö keyra
kjörin niöur. Þetta gátu margir þol-
að, en flestir við illan leik. Þetta gat
láglaunafólkiö ekki þolað, ef
„heimilistekjur” þess voru til dæmis
undir 20—25 þúsundum. Og f jölmarg-
ir hafa mikluminni tekjuren þetta.
Rikisstjórnin hefur nú vei'iö þátt-
takandi í könnun á kjörum láglauna-
fólks. Hún ætti að láta sér segjast.
Ófrjálsir samningar
Nú þýðir ríkisstjórninni ekki aö
skjóta sér bak viö „frjálsa
samninga”. Hún gerði samninga
ófrjálsa, og það er hennar, í samráði
við ASI og BSRB, aö sjá til þess, að
almenningur i gósenlandinu Islandi
hafi betri kjör.
Við þurfum því ekki lengi að leita
aö sökudólgum. Þaö er rökrétt, að
þeir viðurkenni nú syndir sínar og
geri iðrun og yfirbót. Það geta þeir
gert með því í fyrsta lagi, að megin-
hækkunin nú gangi til að bæta kjör
hinna lægstlaunuðu, plús aögerðir
ríkisvaldsins til aö bæta kjör hinna
tekjulægstu.
Vissulega er hallarekstur á ríkis-
sjóði. En nokkuð langt má komast
með því að láta niðurgreiðslufé
ganga til hinna lægstlaunuöu í stað-
inn. Síðan ætti einhver halli á ríkis-
sjóði ekki að vera okkur um megn,
nú þegar verðbólguhraðinn er
kominn niður i um 10% á ársgrund-
velli. Einhverju verður að fórna.
Tekjuskiptingin nú nær engri átt í is-
lenzku þjóðfélagi.
Hallarekstur á ríkissjóði er verð-
bólguvaldur. Það veldur einnig meiri
verðbólgu, ef farið verður út fyrir 4%
„ramma” ríkisstjórnarinnar.
Ráðamenn mega við núverandi
aðstæður ekki einblína á slíka hluti.
Viö megum ekki láta þjóðfélagið
drabbast niður meira en orðið er.
Haukur Helgason.