Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Síða 13
DV\ LAUGARDAGURll: FEBRUAR1984. 13 Texti og inyndir: Jén lSaldvin Halldórsson Hver skyldi nú morðinginn vera? Það er Guðbjörn Arngrimsson sem hefur það vandasama hlutverk að leysa morðgátuna. Hann situr þarna og mænir á hina grunuðu. Þau eru Þura Sigmundsdóttir, Gunnar Arngrímsson, Fjóla Jóseps- dóttir, Guðrún Víglundsdóttir, Hannes Ö. Blandon, Sigríður Guð- mundsdóttir og Sveinn Stefánsson. Hún er að verða nokkurs konar hirðleikstjóri Ólafsfirðinga — Auður Jónsdóttir leikstjóri. Besta stykki Agöthu — Hvaðan er leikstjórinn? , ,Hún kemur úr Kópavogi. ’ ’ — Oghvererhún? „Eg lék nú í nokkur ár með Leikfé- lagi Kópavogs. Síðan hef ég verið á ýmsum námskeiðum í leiklist, fyrst hjá Lárusi Pálssyni og síðan mörg- um öörum. Eg hef mikið starfaö hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga við leikstjóm og tekiö þátt í mörgum námskeiðum hjá því, síðast var ég þó á leikstjóranámskeiði hjá Leiklistar- skóla Islands.” — Hvenær byrjaðir þú að leik- stýra? „Ætli séu ekki komin ein 7 ár síðan það var. Eg hef verið víða um landiö í þeim erindagjörðum. I fyrra setti ég til dæmis upp Gullna hliðiö á Seyöisfirði. Þar áður var þaö Sjóleið- in til Bagdad hjá Leikflokknum sunn- an Skarösheiöar.” — Þú virðist hafa tekið miklu ást- fóstri við Olafsfjörð? „Já, þetta er þriðji veturinn sem ég leikstýri hér. Eg var líka meö leik- listamámskeið hérna. Það var mjög vel sótt og tókst vel. Mér finnst aö fólk hér geti verið hreykið af því. Við lögðum mesta áherslu á framsögn enda er hún númer eitt. Það er sama hvað leikarar leika vel ef enginn heyrir það sem þeir segja. Svo eru afslöppunaræfingar alveg nauðsyn- legur liður í leiklistarkennslu.” — Það er sagt að þú komir hingaö mest vegna sundlaugarinnar. . . (hlær) „Eg fer í sund daglega. Annars líkar mér mjög vel að vinna í Olafsfirði. Hér er eitthvert besta fólk sem ég hef haft. Þetta er eins og að komaheimtilsín.” — Er ekki erfitt að leikstýra hjá áhugafólki í leiklistinni? „Það erfiöasta er aö víöa hættir fólkið þegar búiö er að ná góðum kjama og þá kemur nýtt sem þarf að þjálfa. Þess vegna finnst mér nauösynlegt að hafa leiklistarnám- skeið. En það verður aldrei neinn fullkominn í leiklist. Reynslan og þroskinn kemur ekki nema vinna stanslaust og enginn verður góður leikari nema fá þroskann. Þaö verð- ur aö kryfja persónumar og skilja þær. Persónumar veröa að koma innan frá, erns og Láms Pálsson sagði. Þetta er fólk farið að skilja sem er búið aö vera dálítinn tíma.” — Segðu mér eitthvaö um Músa- gildruna. „Músagildran er álitið besta stykki Agöthu Christie enda gengur það enn í London. Persónumar era mjög sterkar og það er engin leiö að láta sér detta í hug hver morðinginn er. Hún skrifaði margar bækur sem hafa veriö kvikmyndaðar en þetta skrifaöi Agatha sem leikrit og bygg- ingin er því mun heilsteyptari. ” — Hverersvomorðinginn? (Auður rak upp stór augu.) „Það má aldrei segja. Eg get aðeins sagt að það er komið fram í lok hvers leik- kvölds og áhorfendurnir beðnir að halda því leyndu hver morðinginn er.” — Ergamanaðþessu? „Músagildran er spennuleikur og spennan myndast í því að þó persón- umar séu aðeins 8 era þær oft allar á sviðinu í einu. Og í mestu alvörunni kemur Agatha oftmeðkímnina.” — Svararþú játandiverðiþérboð- ið einu sinni enn að sviðsetja fyrir Leikfélag Olafsfjarðar? „Hiklaust.” — Attu þér draumaleikrit að setja upp hérna í Tjamarborg? „Eg hef svo sem ekkert sérstakt í huga en þau langar til að setja upp söngleik. Ef maður er beðinn um álit þá gefur maöur það. Annars set ég bara upp þaö sem ég er beöin um aö setja upp.” VOLVO 244 DL ÁRG. 1982, ekinn 23 þús., beinsk. Verð kr. 380.000. VOLVO 245 DL ÁRG. 1982, ekinn 11 þús., beinsk. Verð kr. 420.000. VOLVO 244 GL ÁRG. 1981, ekinn 25 þús., beinsk. Verð kr. 370.000. VOLVO 245 GL ÁRG. 1981, ekinn 30 þús., beinsk. Verð kr. 400.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1979, ekinn 61 þús., beinsk. Verð kr. 260.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, ekinn 90 þús., sjálfsk. aflstýri. Verð kr. 240.000. VOLVO 244 GL ÁRG. 1979, ekinn 64 þús., sjálfsk. Verð 270.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, ekinn 69 þús., beinsk., vökvast. Verð 225.000. OPIÐÍ DAG KL. 13-17. VOLVOSALJURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 L3V7JHÍV Á ÚLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM AFMÆLISGETRAUN AFMÆLISGETRAUN II heldur áfram. SJÓR OG SAðJDUR SÓL OG SALT VIKAN veitý tesmitl um sinum tarfdfani trf aö hvílast i þtjáf vikur I Iwfitgri kýiTÁ I Mid jaröartwfi. ÁSKRIFTARSÍMINIM ER 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.