Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Qupperneq 10
10 DV. MIÐVIKUDÁGUR 22.FEBRUÁR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd V-BEIRUT ER ÞEIRRA RÍKI í RÍKINU Tvö nöfn hefur boriö hæiTa en önnur í fréttum frá Libanon síðustu vikur eftir aö shiite-múslimar náöu í sínar hendur töglum og högidum í Vestur-Beirút. Annaö er Amal-hreyf- ing þeirra og hitt er Babih Berri, leiö- togi þeirrar hreyfingar. Viö síöasta manntal i Libanon, sem var 1932, voru kristnir menn fjölmennasti íbúahluti landsins og var þaö forsenda samkomulagsins sem tryggöi kristnum helstu völd. Að flestra mati eru shiite-múslimar í dag fjölmennastir orðnir eöa um 40% landsmanna (milli 3,5 og 4 milljón- ir). Til þessa hafa þeir veriö lægri stétt í landinu, snauðir smábændur í suöurhlutanum og fátæklingar í út- hverfum Beirút. Shiite-múslimar aöhylltust íhalds- sömustu kenningum islams og hlýddu í blindni sínu yfirvaldi, rétt- látu sem ranglátu. I borgarastríöinu 1975 stofnaöi trúarleiðtogi þeirra, imaminn Moussa Sadr samtökin Amal (sem þýðir von á arabísku) og ætlaöi þeirri stjómmálahreyfingu að fylgjaeftirkröfu um bætt kjör hinna fátæku shiite-múslima í suöurhluta Beirút. En í landinu, þar sem stööugt eru erjur, veröur engum félags- legum eöa pólitískum breytingum komiö í kring nema meö vopnavaldi. Innan Amalhreyfingarinnar mynd- Nabih Berri, leiðtogi Amalhreyf- ingarinnar aöist herskárri armur sem tildraöi upp sandpokavígjum í hverfum shiite-múslima og þjálfaöi unga menn í gótubardögum og meöferð rússneskra hríöskotariffla. Kvaö þó lítið að þeim þar til sumariö 1982 þegar skæruliöar Palestínuaraba lágu undir sókn Israela í V-Beirút, en Amal-menn tóku sér stööu meö þeim. Þegar PLO varö aö yfirgefa Beirút yfirtóku shiite-múslimar vopna- birgöir þeirra sem geröi þeim kleift aö stofna eigið ríki í ríkinu í suður- hverfum Beirút. Amal-hreyfing shiitermúslima í Líbanon er ólík shiiteofstækismúsl- imum Khomeinis í Iran og vill ekki láta oröa sig viö þá. Imam þeirra í Beirút er maður hófsamari í skoðun- um, en Moussa Sadr varö saupsáttur viö Gaddafi leiötoga Libýu og hvarf á feröalagi í Líbýu 1978. Hans skarö var fyllt með Nabih Berri, lög- læröum manni, sem þykir hófsamur eins og forveri hans. Eöa var þaö framan af. Eftir átökin fyrr í mánuö- inum í Vestur-Beirút, þar sem stjórnarherinn lagöi í rúst stóran hluta íbúöahverfis shúte-múslima hefur Berri, sem er 45 ára gamall, fyllst hatursofstæki gegn Gemayel forseta Sakarhann forsetann um aö beita hemum gegn þegnum landsms, stjórnarandstæöingum, og segir aö Gemayel veröi aö gjalda fyrir mis- geröir sínar. — Sættir þar á múú sýnast óhugsandi. Eins og aörir leiðtogar múha meösmanna hefur Berri veriö ákafur andstæðmgur falang- ista kristmna manna, en öfugt viö marga aöra trúbræður sína þá neitar hann aö ánetjast alveg stjórn- mni í Damaskus þótt hann þiggi her- gögn og efnahagsaöstoð frá Sýrlend- ingum. Innan Amal-hreyfingarmnar ríkir ekki fullkomm emrng. Ut úr henni hefur klofiö sig trúarofstækishópur undir forystu Hussern Musawi, sem sagður er hafa tekiö höndum saman viö ofstækissamtök, er kallast Júiad (sem þýðm heilagt stríö á arabísku). Júiad er taúö bera ábyrgö á sjálfs- morössprengjuárásunum á bæki- stöövar friðargæslu Frakka og Bandaríkjamanna í október síðasta haust og á moröi háskólarektorsins í síöasta mánuöi. Hinir ákaflyndari meðal yngri mannanna í Amal hafa og átt erfitt meö að sitja á sér og hlýðnast fyrir- mælum Berri um að hafast ekki að gegn Israelsher í suöri. Einhverjú- einstrengingstrúarmenn úr hópi Amal réöust inn á vínsölustaði í síö- ustu viku og brutu áfengisflöskur, en áfengisneysla striöir gegn kenning- um kóransins. Berri segist munu aga mestu óeirðaseggina og hefur haft hemil á hermönnum sínum í þeim hverfum sem falúö hafa shiitemúsúmum á vald. Hefur hann fengiö lögregluna þar tú að hefja að nýju eftirútsstörf og bannar súium mönnum aö haga sér eins og her- námsúð. Berri hefur tekið höndum saman viö Waúd Jumblatt, leiötoga drúsa, í andstöðunni gegn Gemayel og stjóm hans. En hversu lengi sú samvinna stendur er svo annaö mál. Líður að forseta- kosningum í El Salvador Tveir aöalframbjóðendurnir til forsetakosnúiganna í E1 Salvador í næsta mánuði vegast mjög meö oröum þessa dagana og speglast þar í hatrið innbrennt í landslýö eftir f jögurra ára blóðugt borgarastriö. Roberto D’Aubuisson, frambjóð- andi hins þjóöemissinna lýðveldis- bandalags (ARENA), er öfgafuúur hægri maöur og annar þessara tveggja frambjóðenda. Hann hefur ekki sparað nafngiftimar handa mótframbjóöanda sínum, sem kem- ur úr rööum hófsamari miðflokks- manna, kristúegra demókrata. Gjarnast er honum að titla hann ,,álf demókratanna”. Hinn frambjóöandúin er Jose Napoleon Duarte og hann segir aö sigri D’Aubuisson í kosningunum 25. mars muni E1 Salvador öölast friö.. . "kirkjugaröanna”. Má af þessu sjá hve langt skortir á einingu um leiöir til lausnar á ófriö- inum, félagslegum og efnahags- legum vandamálum E1 Salvador. D’Aubuisson er fertugur og fyrr- um majór í leyniþjónustu hersrns. Hann lofar kjósendum súium því aö innan hálfs árs frá því aö hann kom- ist í forsetastóúnn skuli hann hafa friðað landiö, sigrað vúistrisinna skæruliöana. Hann heitú- því að má út öú áhrif marxísta í landinu og Jose Napoleon Duarte telur að friði verði ekki komið á i landinu nema með samningum við skæruliða og hlutdeild þeirra i stjórnun landsins. reka úr landi alla vinstrimenn, sem ekki faúi í bardögum, og um leið skuli hann efla einkaframtakið og úinanlandsöryggi. — „Einvörðungu eftir sigur getum við vænst friöar,” sagöi hann nýlega á framboðsfundi. Duarte, sem er 58 ára verkfræö- ingur og var fyrir heríoringjastjórn- úini frá desember 1980 þar tú í maí 1982, telur húisvegar að friöur náist ekki nema meö málamiðlun og samnúigum viö skæruúða þar sem þeim veröi veitt hlutdeúd í völdum í landinu. Fyrir þessa afstööu hafa D’Aubuisson og fylgismenn hans dregiö kristilega demókrata í sama dúk og kommúnista. Kommúnistahatur ARENA- flokksúis kemur skýrt fram í flokks- söngvum, sem múina um margt á baráttusöngva nasista: „E1 Salvador verður grafhýsið sem geyma mun rauöliða ” er ein brag- únan og önnur boðar kommúnistum að þeir megi strax fara aö skjálfa. Kristúegir demókratar kaúa gjarnan sín á múú D’Aubuisson „Roberto D’Escuadron” (escuadron= aftökusveit) meö túvísan til orð- rómsúis, sem tengt hefur D’Aubuisson viö „Escuadrones de la Muerte” (dauöasveitirnariúræmdu) og fylgismenn hans í ARENA kaúa þeir „Arenasista”. Orðrómurinn um tengsl D’Aubuis- sons viö morðsveitirnar hefur skotið upp koúinum víöar en innanlands í E1 Salvador. I Bandarútjunum, þar sem stuðningur Washington-stjóm- arinnar við herforingjastjómina í E1 Salvador hefur veriö túefni mikiúa Roberto D 'Aubuisson hefur sterk- lega verið orðaður við dauða- sveitirnar illræmdu og jafnvel grunaður um að hafa bruggað Romorro biskupi banaráðin. umræðna, hafa embættismenn taliö sig geta fært nokkrar sönnur á þenn- an oröróm. — Sjálfur segir D’Aubuisson, sem aldrei fer spönn frá húsi öðmvísi en meö skamm- byssu viö belti, aö þessi „áróður” sé hluti af „alþjóðlegu samsæri” tú aö rýra álit hans. Fari D’Aubuisson með sigur úr for- setakosningunum kæmist Washing- tonstjómúi í töluveröan bobba. Þaö er í skjóú hernaðaraðstoðar hennar, sem herforingjastjórnin hefur haldið völdum í E1 Salvador fyrir áhlaup- um skæmúöa. Aðstoö Bandaríkja- stjórnar er þó háö samþykki þingsins sem gerú- aö skilyröi að bætt veröi úr mannréttindamálum í E1 Salvador. D’Aubuisson sækir sitt fylgi aöal- lega tú húrna auöugu landeigenda og kaupsýslustéttarinnar. Hann hefur eúinig reynt aö afla sér fylgis hjá smábændum og hefur feröast um landsbyggðina þar sem hann lýsir sig styðjandi jaröarbótaáætlanú- og kaúar ARENA f lokk alþýöunnar. Andstæöúigar hans kalla þetta skrípaleik og vilja heldur þakka kristilegum demókrötum þaö útla, sem áunnist hefur til þess að útvega smábændum eigiö jarðnæði, en mestur hluti ræktaðs lands er sagt í eigu „f jölskyldnanna sjö”. — Duarte hefur heitið því aö hraöa fram- kvæmd jarðabótaáætlunarinnar ef hann nái kjöri. Engúin treystir sér tú þess aö spá neinu fyrir um hver kosningaúrslit kunni aö veröa enda ríkir hálfgild- ings styrjaldarástand víöast í land- inu. Þriöji frambjóöandúin, sem múina hefur boriö á, Jose Francisco Guerrero úr Þjóðsáttarflokknum, gæti laðaö aö sér fjölda kjósenda ef hinir tveir sýnast of fráhrindandi. Flokkur hans fór með stjóm frá 1961 tú 1979. Þeir þjóösáttarmenn gagn- rýna kristúega demókrata fyrú- að vera of frjálslynda tú þess aö geta stjómaö landinu meö nokkmm árangri. Þeir eru hinsvegar sjálfir gagnrýndú- fyrir að vera of a'uðveld verkfæri hersins þótt Guerero segi aö f lokkurinn hafi breyst í því túúti. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.