Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Page 12
P.I
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25 kr.
Samið um fríð
Samningar hafa verið undirritaðir. Kjaradeilunni er
vonandi lokið. Aðilar eru sáttir að kalla og þungu fargi er
létt af þjóðinni.
Full ástæða er til að fagna þeirri niðurstöðu sem
fékkst. Samið er um launahækkanir í áföngum sem verða
að teljast innan þeirra marka sem efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar þolir. Engin stökk eru tekin sem valda koll-
hnísum í efnahagsmálum eða rekstri atvinnuveganna, en
leitast er engu aö síður við að viðhalda þeim kaupmætti
sem nú er.
Sérstakar kjarabætur koma í hlut hinna lægst launuðu
og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við sam-
komulagið miðar og að fjármagnstilfærslum sem koma
hinum verst settu sérstaklega til góða.
Fullyrt er að fyrir einstæða foreldra meö eitt til tvö
börn á framfæri þýði kjarasamningurinn 30 til 40% kaup-
hækkun. Þetta er veruleg búbót fyrir aöþrengd heimili og
að því leyti hefur samningsaðilum tekist í þetta skipti að
semja til verulegra hagsbóta fyrir láglaunafólk, án þess
að það eigi að hafa áhrif upp allan launastigann.
Sá þáttur samninganna markar algjör tímamót og er
lofsamleg viðleitni vinnuveitenda jafnt sem verkalýðs-
hreyfingar og ríkisstjórnar að framfylgja þeirri megin-
kröfu að draga úr sárustu neyð og fátækt fólks. Aldrei var
um það að ræða að ná fram stórauknum grunnkaups-
hækkunum fyrir allan hinn breiða fjölda launþega.
Samningaviðræður gátu aldrei snúist um það og gerðu
það ekki heldur. Raunsætt mat verkalýðsforystunnar og
ábyrgð í þeim efnum er þakkarverð afstaða.
Aherslan var greinilega lögð á lægstu hópana og
árangurinn er ótvíræður.
Þessir kjarasamningar eru og miðaðir við að halda
verðbólgunni í skefjum. Reiknað er út að afleiðingar
þeirra í verðbólgu mælt verði 10% í mesta lagi.
Við það getur ríkisstjórnin vel unað. Samningarnir eru
ótvíræður sigur fyrir hana og gefur henni möguleika til að
fylgja verðbólguviðnáminu eftir á öðrum sviðum.
Nú þegar verkalýðshreyfingin hefur rétt fram höndina
meö hófsemd í kaupgjaldskröfum verða stjórnvöld að
bretta upp sínar eigin ermar og heyja verðbólguviðnám
sitt á öðrum vígstöövum. Nú má ekki láta deigan síga
og gefa eftir með aðhaldsaðgerðum á öðrum sviðum, í
vaxta- og peningamálum, útgjöldum hins opinbera,
gengismálum og almennu jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Vel má vera að stjórnarandstaðan og einstök verka-
lýðsfélög haldi uppi gagnrýni á þessa samninga. Enn eru
sjálfsagt einhverjir sem vilja grafa undan skynsamlegri
efnahagsstefnu með skæruhernaði á vinnumarkaðnum.
Vel má og vera að hægt sé með réttu að finna veika
bletti á samkomulaginu.
Sú meginstaðreynd blasir þó við, þegar á heildina er
litið, að báðir aðilar hafa teygt sig eins langt og staðan
leyfir. Þeir sem kunna að hlaupast undan merkjum eru
að flýja undan ábyrgð. Þeir dæma sig úr leik.
Undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja í þjóð-
félaginu, efnahagsþrengingum, aflasamdrætti og at-
vinnuleysi, er mikill léttir fyrir alla að samkomulag hefur
tekist án átaka og illinda. Samningsaöilar hafa tekist í
hendur og samið frið. Nú getur öll þjóðin íekiö höndum
saman og nýtt sér þann frið til bættra lífskjara og betri
framtíðar.
-ebs.
.{■Bor fiAuaaa'7! ss; HuoAauxjyyjM va
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984.
,,Þvímiður virðist iítii von til þess að reynt verði að fullnægja dagvistarþörf barna i Reykjavik á næstunni
afhátfu borgaryfirva/da."
Uppvaxtarskilyrði
bama undir skólaaldri
Hvatinn aö þessum skrifum eru
hinar undarlegu umræöur um
Islandssögunóm í skólum, er veriö
hafa í brennidepli undanfariö, ásamt
umræöunni um sérkennslu afburöa-
greindra bama.
I umræðum hefur forsenda þess-
arar kennslu algjörlega gleymst og
sætir furöu aö engin umfjöllun
varöandi þroska- og uppvaxtar-
skilyröi bama fram aö skólaskyldu-
aldri viröist hafa átt sér stað nýlega.
Eða nánar tiltekið, dagvist barna í
Reykjavík.
Því máli er þannig fariö aö for-
eldrar, sem búa í hefðbundinni sam-
búö, sækja ekki einu sinni um bama-
heimibspláss fyrir böm sín. Ástæðan
er sú aö barnaheimilisplássin em af
svo skomum skammti aö þau anna
ekki eftirspurn bama svokallaðra
sérhópa — þ.e.a.s. einstæöra for-
eldra, námsmanna og annarra er
eiga viö félagsleg vandamál aö etja.
Hvaö er til ráöa fyrir foreldra,
sem búa saman og vinna bæði utan
heimilis? Jú, flestir þekkja leik-
skólana og dagmæöur.
Leikskólar
Ef við víkjum fyrst að leikskólun-
um, sem flestir halda uppi fjögurra
stunda gæslu fyrir börn, nokkrir
fimm stunda gæslu og örfáir sex
stunda gæslu. Þaö liggur í augum
uppi aö fjögurra stunda leikskóli
kemur ekki að neinu gagni fyrir úti-
vinnandi foreldra, þó aö konan vinni
„bara hálfan daginn”, því aö hún
þarf væntanlega aö komast til og
frá vinnustaö. Hins vegar má hér
eflaust finna skýringuna á því hvers
vegna fjöldinn allur af konum vinnur
úti aöeins hálfan daginn.
Fjöldi bama á leikskólum í
Reyicjavík í október ’83 var 2120, og
fjöldi bama á biölista í desemberlok
’82 var 1315. Talið er aö þessi tala
hafi alls ekki minnkað. Hádegisböm
á leikskólum í nóvember ’83 vom 314
og hefur þessi hópur fariö sívaxandi
en biölistatölur em ekki fyrir hendi
nú.
Böm á dagheimilum í nóvember
’83 vom 1342 og biðlistafjöldinn í
desember ’82 var 509 böm. En eins
og getiö var aö ofan varpa þessar
tölur alls ekki ljósi á hina
raunvemlegu þörf, þar sem fólk
sækir hreinlega ekki um dagheimilis-
vist fyrir böm sín. Slíkt er algjörlega
tilgangslaust.
Lausnin hjá flestum foreldrum er
því að leita á náðir dagmæðra, og
fjöldinn aliur af börnum dvelur hálf-
an daginn á leikskóla og hinn helm-
inginn af deginum hjá dagmömmu.
Oft em þetta þó aöeins skammtíma
lausnir, enda störf dagmömmu oft
vanmetin.
Kjör kvenna sem bera á-
byrgð á yngstu kynslóð
borgarbúa
Kaup fóstramenntaörar dagmóöur
fyrir átta stunda gæslu bams á
Kjallarinn
LILJA AGUSTA
GUÐMUNDSDÓTTIR
HÚSMÓOIR REYKJAVÍK
mánuöi er 3082 krónur og er henni
heimilt að gæta í mesta lagi fjögurra
bama þar með talin hennar eigin.
Foreldrar greiöa auk þess fæöis-
kostnaö bamsins.
Fyrir þetta kaup á dagmamman
aö útvega húsnæði og aöra aðstöðu,
sem þörf er á, ábyrgjast og gæta
barnanna, elda mat og þrífa
húsnæðiö, auk þess sem henni ber að
stuðla að alhæfum þroska og uppeldi
barnanna. Er hægt aö krefjast þessa
af konu sem ekki einu sinni getur
tekið sér kaffihlé í vinnu sinni?
Breytt þjóðfélag
Flestum er ljóst hve gríðarlegum
breytingum íslenskt þjóðfélag hefur
tekið undanfarin tuttugu ár. Skýring-
in er alls ekki eingöngu sú, eins og
Gísli Sigurösson virðist álíta í Les-
bókarrabbi sínu síðastliöinn laugar-
dag, (Morgunblaðiö, 18.2 ’84), aö
„húsmæöur bættu á sig vinnu utan
heimilis til að endar næðu saman”,
heldur einnig aö almenn menntun og
starfsmenntun fólks hefur aukist aö
því marki aö grandvallarþarfir
heimilanna hafa breyst. Þörfin fyrir
dagvist barna er eitt áþreifanleg-
asta dæmið. Fyrir áöeins tuttugu
árum var yfirleitt hægt aö leysa dag-
vistarvandann innan fjölskyld-
unnar. Þaö er útilokaö í dag.
I þessu sambandi ber aö leggja á
það áherslu að forsenda aUs jafnrétt-
is milli kynjanna er viöunandi dag-
vistaraðstaða bama. Enda er þaö
harla ósennilegt að hálfur starfs-
kraftur fái sömu stööu á vinnustað og
sá sem er í fullri vinnu. Og hversu
margar konur kannast ekki viö rök-
semdafærsluna: „Eftir sex mán-
uði”, „Þegar Nonni byrjar í skólan-
um” eöa „Þegar bömin em orðin
stærri, þá ætla ég aö byrja aö vinna
útiallandaginn.”
Dagvist
Með dagvistun er hér alls ekki átt
viö geymslu bama á dagvistar-
stofnun, þannig að foreldrar geti
unnið til aö eiga til hnífs og skeiðar,
né þá öfugþróun aö draga saman í
einn dilk börn úr svokölluöum sér-
hópum. Meö dagvist er átt viö
dvöl bama á staö þar sem þeim em
veitt skilyrði til aö vaxa og þroskast
í umsjá þar til menntaös fólks er
kosiö hefur sér aö vinna meö börn-
um.
Þegar þessi aöstaða hefur verið
sköpuö börnum þannig aö þau þurfi
ekki lengur aö flengjast á miUi mis-
jafnra geymslustaða fram að skóla-
skyldualdri, getum við fyrst fariö aö
ræöa um innihald og form Islands-
sögunáms og sérkennslu afburöa-
greindra bama. Því spyrja má aö
hvaöa gagni kennsla komi því bami
sem ekki hefur hlotiö tilfinningalegt
og félagslegt öryggi fyrstu uppvaxt-
arárin.
Hvers vegna fjölmiðlunar-
fyrirtæki en ekki barna-
heimili?
Því miður virðist lítil von til þess
aö reynt verði aö fullnægja dagvist-
arþörf bama í Reykjavík á
næstunni af hálfu borgaryfirvalda.
Spurst hefur að eingöngu verði
haldiö áfram viö þær framkvæmdir,
sem byrjað hefur verið á, en aö ööm
leyti dregið úr allri frekari
uppbyggingu til bættrar dagvist-
araöstööu bama í höfuðborginni.
Þess vegna hafa vaknað hjá al-
menningi efasemdir um siöferðilegt
réttmæti þeirra forgangsverkefna,
sem fjárveitingar eru veittar til, svo
sem til fjölmiðlunarfyrirtækis o. fl.
— ekki síst meö hliðsjón af þeim
krepputíma sem okkur er tjáö að viö
séum aö ganga í gegnum.
Aö lokum vU ég beina þeirri fyrir-
spurn til borgaryfirvalda, hvort
þeirra stefna sé sú að uppeldi og
uppvaxtarskilyrði bama fram aö
skólaskyldualdri, er búa hjá báðum
foreldrum, séu algert einkamál for-
eldranna?
$ „í þessu sambandi ber að leggja á það á-
herslu að forsenda alls jafnréttis milli
kynja er viðunandi dagvistaraðstaða barna.”