Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984.
/M,
Wjk
Flugvélin skömmu eftir óhappið.
Arnarflugsvélin sem brotlenti á Stykkishólmsf lugvelli:
KOM SKÖKKINN
TIL LENDINGAR
— hreinsun
flugbrautarinnar
varáfátt
Orsök brotlendingar Arnarflugsvél-
ar í Stykkishólmi 29. desember
síöastliöinn var ekki einvöröungu sú að
hreinsun brautarinnar væri áfátt.
Flugmaðurinn á ekki minni sök á
óhappinu því hann flaug vélinni skakkt
inn til lendingar.
Þessar upplýsingar má lesa í skýrslu
loftferöaeftirlits Flugmálastjórnar um
óhappið. Skúli Jón Siguröarson,
rannsóknarmaður flugslysa, gerði
skýrsluna.
Flugvélin var í áætlunarflugi frá
Reykjavík til Rifs og Stykkishólms.
Flugvélin kom frá Rifi til lendingar í
Stykkishólmi. Um borö voru fimm
farþegar og einn flugmaöur. Engin
slys uröu á mönnum en flugvélin
skemmdist töluvert. Hjólaleggur
brotnaði undan meö þeim afleiöingum
aö vinstri vængendi og loftskrúfa
rákust niöur og skemmdust.
Ennfremur kom gat á eldsneytisgeymi
svoúrflæddi.
„I Stykkishólmi gekk á meö
dimmum éljum en á milli var sæmi-
lega bjart. Slíku éli var aö linna er
TF—VIjO nálgaöist Stykkishólm,”
segirískýrslunni.
Flogið í krappri
beygju til lendingar
„Á aö giska 4—5 mínútum síðar hafði
flugmaðurinn aftur samband viö flug-
vallarvöröinn. Var TF-VLO þá í 1.200
feta hæð austan viö flugvöllinn og flug-
maöurinn sá ekki brautarljósin eöa
flugvöllinn. Aðeins síðar kvaöst hann
sjá brautarljósin og samkvæmt fram-
buröi vitna, þá var flugvélinni flogiö í
fremur krappri beygju til lendingar.
Sjónarvottar sáu ekki sjálfa lending-
una fyrir snjóf júkinu, en heyrðu dynki
og skruöninga. Flugvélin lenti klukkan
17.13 og nam staðar á brautinni eftir
lendingarbruniö.”
I skýrslunni segir aö daginn áöur
hafi flugbrautin veriö hreinsuð þannig
aö bifreiö með ýtutönn ruddi 21—22
metra breiöa rennu eftir henni.
Ruðningurinn hafi veriö 60—80 sentí-
metra hár. Hann hafi náö út fyrir
brautarljósin, þannig að þau voru flest
undir snjó eða í snjónum og sáust ilia
eöa ekki úr höfuöhæö flugmanns, eftir
að á brautina var komiö, þótt bau
sæjust úr lofti og í aðfluginu sjálfu.
I handbók flugvallarvaröa eru
stööluö orðtök sem þeim ber aö nota
um ástand flugvallar. „Brautin er
auð” ber þeim aö segja þegar engar
hindranir eru á flugbraut.
Óheppilegt og
villandi orðalag
„Flugmaður TF-VLO kvartaöi und-
an því aö flugvallarvörðurinn í
Stykkishólmi heföi sagt sér aö „braut-
in væri auö”. Ekki er unnt aö álíta
þetta orsakavald þar sem þetta orða-
lag er algengt og flugmenn því vanir.
Engu aö síöur verður að álíta þetta
óheppilégt og villandi fyrir óvana,”
segir í skýrslunni.
I samantekt segir aö rannsókn á
hjólaegg hafi leitt í ljós aö hljólið hafi
rekist harkalega í fyrirstööu meöan
hún var enn fljúgandi. Komi þetta
heim og saman viö far í snjóruðningi.
„Alíta veröur aö heföi flugvélin
rekist svo harkalega utan í ruöninginn
í lendingarbruninu að hjólaleggurinn
heföi brotnaö, þá hlyti flugvélin aö
hafa snúist út í hann og jafnvel farið út
af flugbrautinni. Þá væri líka óskýrt
hvers vegna leggurinn er útdreginn
þegar hann brotnar.
Augljóst að
flugvélin
kom skökk inn
Virðist því augljóst aö flugvélin
kemur nokkuö skakkt inn til lending-
ar, kemur inn yfir flugbrautina ská-
hallt vinstra megin, enda vindur frá
hægri og flugvélin nýbúin að fara
hring til hægri. Hún snerti síðan inni
á brautinni þannig að vinstra aöal-
hjólið tók niðri í snjóruðningi og
vinstri vængur rakst í háan snjó-
hrauk, sem svipti stykki af endanum.
Viö þetta snerist flugvélin nokkuö til
vinstri og rann um 350 metra eftir
brautinni, þar til hún nam staöar.”
„1 niöurstööiun segir svo um or-
sakaþætti:
„Djúpt far í frosinn snjóruöning
inni á flugbrautinni viröist vera
fyrsta snerting flugvélarinnar, sem
þá kom skökk inn til lendingar.
Hreinsun brautarinnar var áfátt, en
hún var ekki hreinsuð í fulla breidd
sem brautarljósið afmörkuöu, en þau
sáust vel úr lofti og í aðflugi en illa í
lendingarbruninu.
Hjólaleggur brotnaði meöan flug-
vélrn var enn á lofti, eða áöur en
þungi hennar lagðist á hjólin. Hjóla-
leggurinn hefur rekist harkalega í
fyrirstöðu.”
-KMU.
TF-VL0
Vinstra aðalhjól
Far í snjóruóningi Á
Líkleg /
stefna fiugvélar /
Þessi afstöðumynd er gerð efti
korti sem er i skýrslu loftferða
eftirlitsins um óhappið. Sjá máhva
flugvélin kom skökk inn á brautina
hvar hún rakst i snjóruðning, hva,
vinstra aðalhjól fannst og hvar húi
loks stöðvaðist.
HVENÆR MEGA BORN
SJÁ KVIKMYNDIR?
Talsverö umræöa hefur verið um
Kvikmyndaeftirlit ríkisins aö
undanförnu, m.a. vegna þess að
börnum innan tólf ára aldurs hefur
veriö bannaður aögangur aö kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Hrafninn flýgur. Vegna þessa hefur
Kvikmyndaeftirlitið sent frá sér
frétt þar sem m.a. er birtur út-
dráttur úr þeim lögum sem eftirlitið
vinnur eftir. Þar segir m.a.:
„Engá kvikmynd má sýna
börnum innan 16 ára aldurs, nema
að undangenginni athugun, sem
framkvæmd sé af þar til hæfum
mönnum. Ráöherra tilnefnir aö
fengnum tillögum bamaverndar-
ráös, sérstaklega þar til hæfa menn
til fimm ára í senn til aö annast
skoöun kvikmynda.
Skoðunarmenn skulu meta hvort
mynd geti haft skaösamleg áhrif á
siðferði og sálarh'f bama eöa á ann-
an hátt. Skulu þeir hverju sinni
ákveða, hvort mynd sé óhæf til
sýningar börnum innan 16 ára eða á
tilteknum aldursskeiöum innan þess
aldurs.
Ekki aflar þaö bami innan ákveð-
ins aldurs heimildar til aögangs aö
kvikmyndahúsi, þar sem sýnd er
mynd, sem bönnuö er börnum á
þess aldri, aö þaö sé í fylgd meö
fullorðnum eöa þeim, sem heimild
hafa til aö sjá viðkomandi kvik-
mynd.
Nú hefur kvikmynd, önnur opin-
ber sýning eða skemmtun veriö
bönnuö bömum innan tiltekins
aldurs og bera þá dyraveröir og
eftirlitsmenn samkomustaöar
ásamt hlutaöeigandi forstöðumanni
ábyrgö á framkvæmd bannsins.
Þegar slík sýning hefur veriö
bönnuð bömum, eru dyraverðir og
eftirlitsmenn viðkomandi
skemmtistaöar skyldir að láta þau
böm, sem eftir útliti og vexti gætu
veriö yngri en tilskiliö er, sanna
aldur sinn meö framvísun nafnskír-
teinis, þá er þau æskja aögangs að
sýningunni.
Bamaverndarnefndir á viðkom-
andi stöðum skulu hafa eftirlit meö
aö aöeins séu þar sýndar bömum
kvikmyndir, sem Kvikmyndaeftir-
litiöhefur leyft.”
Aö gefnu tilefni vill Kvikmynda-
eftirlitiö benda á aö skv. breytingu
á ofangreindum lögum sem gerö
var á Alþingi sl. vor skal miða
aldur bama viö fæöingarár, en ekki
fæöingardag, þegar um er aö ræöa
aögang aö opinberum skemmtunum
þ.m.t. kvikmyndasýningum.
Þá vill Kvikmyndaeftirlitiö einnig
taka þaö fram aö þaö hefur ekki I
meö aö gera skoöun kvikmynda I
fyrir sjónvarpiö. -HRÞ/SPS