Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 40
FASTEIGNASALA BOLHOLTI61 Símar 38877,687520 og 39424 97099 AUGLÝSINGAR fcl UfcX. SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR . ÞVERHOLT111 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA12-14 AKUREYR! skipagötu « AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 Veitt inn um bakdyrnar? Bráðabirgðasamkomulagið, sem Grænlendingar gerðu við EBE ríkin í fyrrakvöld, felur í sér að EBE þjóðir megi veiða yfir 80 þúsund tonn af fiski við Grænland árlega næstu fimm árin. Aflinn skiptist þannig að veiða má 23.500 tonn af þorski, tæp 58 þúsund tonn af karfa og fjögur þúsund tonn af rækju. Fyrir þessar heimildir viija EBE löndin greiða sem nemur 650 milljón- um króna á ári en það mun vera eitt- hvað nálægt þeirri upphæð sem Græn- lendingar þáöu árlega úr ýmsum styrktarsjóðum EBE á meöan þeir voru í bandalaginu. Samkomulag þetta á að endurskoða eftir fimm ár en þaö felur einnig í sér frjálsan aðgang grænlenskra útflutningsvara til EBE landa. Viðbrögð fiskifræðinga og annarra fróðra manna um þessi mál í gær voru nokkuð á einn veg: Aö þetta væru mjög háar tölur og reyndar ískyggileg- ar ef mikill hluti þessara veiða ásamt veiðum heimamanna ættu að fara fram við Austur-Grænland. Ef sú verður niðurstaöan er nánast útilokað að nokkur fiskitegund flakki af Grænlandsmiðum á okkar mið og ef einhver fiskur flakkar frá okkur á Græniandsmið er líklegt aö hann komi ekkitil baka. Þetta mál og hugmyndir okkar um veiðiheimildir við Grænland var fyrsta mál til umræðu á fundi sameinaðs Al- þingis undir kvöldið í gær. Menn voru nokkuð á einu máli um að þetta væru hin verstu ótíðindi og lýsti Eyjólfur Konráð Jónsson þeirri skoðun sinni að EBE þjóðirnar myndu einskis svífast til að ná sem mestum afla, hvort sem því takmarki yrði náð með smáfiska- drápi eða öðrum ráðum. -GS Bediðeftir Albert Vegna fjarveru fjármálaráðherra af landinu frestaði BSRB fundi samninganefndar sinnar hjá sátta- semjara ríkisins, sem vera átti í dag, til kl. 20 annaö kvöld. Tíu manna undir- nefnd BSRB hittir samninganefnd ríkisins í fyrramálið og var ekki talinn grundvöllur fyrir fundi með sátta- semjara fyrr en aö honum loknum og að því tilsk ldu að ráðherra væri kom- inn þegar fi'rdurinn færi fram. Albert ervæntanlegurídag. -GS. __3?,.- LOKI Talar Albert afsér? Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Engin ákvörðun um verk- fall eða yfirvinnubann „Þessir samningar munu halda illa ef þeir veröa samþykktir. Samningatiminn er óeðlilega iangur en viö hefðum viljaö að unniö hefði verið að endurskoðun á sam- ræmingaratriðum til 1. júní,” sagöi Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, í gærkvöldi eftir að hafa greitt atkvæöi gegn samningunum Sagði hann Dagsbrún ekki geta samþykkt, m.a. vegna þess að „við teljum okkur hlunnfarin á ýmsum sviðum. Innan Dagsbrúnar er miklu fjölbreyttara samsafn starfsgreina en svo ég taki dæmi er bílstjóri á Dagsbrúnartaxta með 69 tfl 70 kr. á tímann þegar bilstjóri sem er fastur starfsmaöur borgarinnar hefur 81 kr. í tímakaup. I sömu vinnuflokkum eru menn á mismunandi launum og þetta verður að samræma. Yfirlýsing framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins í kvöld- fréttum um að engir sérsamningar yrðu gerðir kom mjög á óvart,” sagði Guðmundur. „Hér hefur verið unnið mikið starf, haldinn fjöldinn allur af fundum en þegar við báðum um viðræður var þeim hafnað á þeim grundvelli að æskilegt væri að ná rammasamningi fyrst.” Sagði Guðmundur J. að það væri mikil bjartsýni aö miöa kaup- htíckanir á samningstimabilinu við 10 prósent verðbólgu. „Eg óttast að það halli á kaupmáttinn á þessu ári að vísu ekki hjá þeim allra lægst- launuðu. En með þessum samning- um fer hlutfall eftirvinnu miöað við dagvinnu úr 40 prósentum niður í rúmlega 17 prósent og hlutfall nætur- vinnu fer úr 80 prósentum niður í 50 prósent. Þá nær kauptrygging ekki til yngri en 18 ára. Þá er það ákaflega óljóst í þessum samningum varðandi bætur til einstæðra mæöra sem fást eiga meö lækkun á niðurgreiðslu til land- búnaðarvara um þriðjung hvernig þaö kemur niður á sköttunum Samningurinn í heild er mjög tví- eggjaður og meingallaður. Við munum leggja hann fyrir fund í Austurbæjarbíói kl. 5 síödegis á fimmtudag en í dag er stjómarfund- ur hjá okkur. „Við höfum enga ákvörðun tekiö um verkfall eða yfirvinnubann. Við viljum ræöa þessi mál nánar. Við viljum ekki standa gegn þeirri þróun sem á sér staö í atvinnulífinu en viljum eölflegar viðræöur um ger- breytta vinnutilhögun. En sem stendur þori ég ekki aö segja hver framvinda mála veröur á næstunni annað en að þau eru í mikilli óvissu.” HÞ Fulltrúar ráðstefnu framkvæmdahóps um fátækt, sem haldin var nýlega i Reykjavik, gengu i morgun á fund forsæ tisráðherra, Steingrims Hermannssonar, og afhentu honum niðurstöður ráðstefnunnar. D V-mynd Einar Ólason. Förum nú að landa loðnu í Færeyjum Viðskiptaráðuneytið hefur nú heimilað að þeir stóru loönubátar, sem þess óska, fái aö landa afla sin- um í Færeyjum. Loönuverksmiðjur á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hafa nánast ekki tekiö viö neinni loðnu í heila viku og eiga því orðið umtalsvert laust þróarrými. . Þessi háttur er haföur á svo nægi- legt þróarrými veröi fyrir hrogna- loðnuna þegar búið er að ná úr henni hrognunum, en búist er viö að hrognataka geti hafist um næstu helgi. Þetta hefur haft í fór með sér að bátamir hafa landað um allt land og fara allt að 40 timar í stím til og frá miðunum. Það er álika og til og frá Færeyjum. Fyrirtækið Hafsbrún i Fuglafirði i Færeyjum býður islenskum bátum 94 aura fyrir kílóið af loðnu með 14,5 prósent þurrefni og 12 prósent fitu, sem er mjög gott verð miðað við það sem hér hefur fengist á vertíðinni. I ljósi áöurnefndra aðstæöna og verðs- ins í Færeyjum, veitir viðskiptaráðu- neytiö nú útflutningsleyfi. Síðdegis í gær voru útgerðarmenn nokkurra stærri loðnubátanna þegar famir að skoða þennan möguleika, en leyfi var ekki veitt fyrr en i gær. Hafsbrún mun ekki hafa í hyggju að ná hrognum úr loðnunni þar sem loðnan þarf að vera sem allra fersk- ust til að náist góður árangur við það. Þessi ráðstöfun, auk þess að nú eru loðnuverksmiðjur um allt land í gangi og þróarrými laust á Suður- landi þegar til hrognatöku kemur, kann að leiða til þess að við förum langt með að ná þeim afla sem heim- ilaðurernú. -GS. Segir Albertaf sér? Treystiþvíað skynsemin ráði — segir Steingrímur Hermannsson „Eg treysti þvi að skynsemin ráöi í þessu máli,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er DV innti hann eftir því í morgun hvort Al- bert Guömundsson fjármálaráðherra mundi segja af sér í kjölfar samning- anna sem undirritaöir voru í gær. Al- bert hefur, sem kunnugt er, marglýst því yfir aö hann segði af sér ráðherra- embætti ef launarammi fjárlaganna yrði sprengdur en hann gerir ráð fyrir 4% launahækkunum á árinu. Steingrímur sagöi að hann hefði náð sambandi við Albert síðdegis í gær og tilkynnt honum niðurstöðu samninga. Þá sagði Albert ekkert um að hann mundi segja af sér. ,,Eg er líka þeirrar skoðunar að ef launaramminn er ekki sprunginn þá sé hann teygður til hins ýtrasta. En eins og sagt hefur verið í leiðara DV þá verður að vera sveigjan- leiki í þessu og ég treysti því að Albert láti skynsemina ráða,” sagði Steingrímur. ÖEF Ásmundur Stefánsson: Kjarabæturstjórn- arinnarforsenda fyrirsamningagerð „Þaö var skýr forsenda af okkar hálfu við gerð þessara samninga að ríkisstjórnin stæði við að framkvæma þær tilfærslur sem viö gerðum tillögur um,” sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASI, í morgun, aðspuröur um um- mæli Þorsteins Pálssonar í Morgun- blaðinu í morgun um nauðsyn þess að samningsaðilar kæmu sér saman um ráöstafanir. En Þorsteinn segir m.a. að varðandi þátt ríkisvaldsins í lausn heildarkjarasamninganna hvíldi mikil ábyrgö á einstaka félögum innan ASI og Vinnuveitendasambandsins. I ljósi þess var Ásmundur inntur eftir hver áhrifin yrðu ef einstaka félög eins og Dagsbrún samþykktu ekki umrædda samninga. Kvað Ásmundur að slíkt ætti ekki að standa í vegi fyrir um- ræddum tilfærslum ríkisstjómarinnar. HÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.