Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS 1984. ElTT SKAL taka fram til að fyrirbyggja og binda enda á algengan misskiln- ing: gúllas er ekki fremur þjóðarréttur Ungverja en blóðmör er þjóðarréttur tslendinga. Annað er bara áróður útlendinga. Og fyrir íslendinga er gott að taka fram að ungverskt gúllas á ekkert skylt við samnefnd- an kjötrétt sem við borðum gjarna í brúnni sósu. Ung- verskt gúllas er það sem við köllum venjulega kjöt- súpu en rauðri papriku og fleiri góðum efnum er bætt út í. Ungverjum þykir sitt gúllas gott á góðum stund- um — og þeir geta orðið sárir sé sósíalisma þeirra líkt við þennan annars ágæta rétt. Ég geri það enda bara einu sinni og ekki oftar. Lögfræðingurinn fékk 10.000 forintur fyrir sinn snúö. Að búa í ríkisíbúð er í raun að hafa ókeypis húsnæði. Einka- íbúðir eru geysilega dýrar, en eftir- sóttar. Meira frelsi Samfara auknu efnahagslegu frelsi búa Ungverjar við meira stjóm- málalegt frelsi en flestir aðrir austan- tjaldsbúar. Búdapestbúar geta auöveldlega orðiö sér úti um vestræn dagblöð og tímarit. Þaö er ekki annað aö gera en að labba inn á næsta hótel og kaupa London Times, Le Monde eða Der Spiegel. Það er dýrt en þaö er hægt. I fjölmiðlunum kemur fram gagri- rýnin þjóðfélagsumræða sem þó má ekki ganga of langt. Ritstjóri mennihgartímaritsins Mozgo VUag var rekinn í október, að hluta til vegna „neikvæðra viðhorfa” blaðsins. Um sama leyti var einnig lokað samizdat- (heðanjárðar) bókabúö þar sem áður var hægt aö fá annars forboðnar bækur. Stjórnin hafði ekki ámast við þeirri búö í langan tíma. : „Þetta var bara smágjöf til Andropovs,” sagði einn sem ég talaði viö. „Eitt skref aftur á bak svo við getum tekið þrjú fram á við.” Rússabrandarar Það hefur löngum þótt erfitt aö stjóma Ungverjum og auövitaö eiga Ungverjar brandara því til sönnunar. Reagán, Cheménko og Janos Kadar fóru allir á fund guðs til að fá svar við mikilvægum spurningum. Reagan spurði guð: hvenær verðum við komnir með jafnmargar k jamorkuflaugar og Rússar’. Guð svaraði: Arið 2000 en þú verður dauður þá. Reagan f ór að hágráta. Cheménko spurði: Hvenær náum við sömu lifsgæöum og Bandaríkja- menn? Guð svaraði: árið 2000 en þú verður dauður þá. Og Chernénko fór að skæla. Kadar spurði guð: Hvenær verður hægt að stjóma þessum Ungverjum? Þá fór guð aö gráta og sagði:' ég verðdauöurþá. Og við dauða Sovétleiðtoga fara brandaramir auövitað um leið á kreik. Þegar Brésnev dó setti Andropov mönnunum í stjórnmálaráðinu tvo kosti: Þeir gætu fylgt sér eða þeir gætu fylgtBrésnev! Og þegar svo Andropov dó sagði Hinum austantjaldsþjóðunum fyrir- gefst að kalla Budapest París sósíalistalandanna. Þó þessi gamla borg á Dónárbökkum geti varia skákað gljálífi Parísar þá er hún eins konar gluggi að sumum unaðssemdum Vesturlanda. Finar frúr í minkapelsum, hár- prúðar píur í hátískufatnaöi, unglingar í Wranglergallabuxum og jafnvel pönkarar með hanakamb ganga um götur miðborgarinnar og virða fyrir sér í búðargluggum nýjustu tísku og tækni sem Vesturlönd hafa upp á aö bjóða. Helmingur utanrikisviðskipta Ungverja er við Vesturlönd. En þótt VHS-myndsegulbandstæki séu í búðargluggum er ekki þar með sagt aö þau séu líka í stofum al- mennings. Allur innfluttur vestrænn varningur er geysilega dýr. A meðan meðaliaun eru undir 5000 forintum kostar góð hljómflutningssamstæða meira en 70.000 forintur, eöa vel rúmlega árskaup. Myndbandstækiö kostar tvöfalda þá upphæð. En ef þessi varningur er í búöunum þá hlýtur ein- hver að kaupa hann og það er ekki fólk með meðallaun. Ungverskur hag- fræöingur sagði mér að launamis- munur gæti orðið hér um fimmfaldur sem þýöir að sumir geta lifað talsvert miklu betur en flestir aðrir. A undanfömum árum hafa Ung- verjar undir leiðsögn Janos Kadars, sem Sovétmenn komu til valda eftir innrásina 1956, snúið baki við hinum ríkisrekna miðstýrða sósíalisma sem hin Comeconlöndin hafa fylgt. Þungaiðnaður lýtur ennþá mið- stýringu en að öðru leyti hafa yfirvöid sagt skilið við „áætlunina” — þar sem hverju einasta fyrirtæki er gert að uppfylla ákveðinn kvóta — og reynt að ýta undir sjálfsforræði og einkafram- tak. Verksmiðjuforstjórum nægir nú ekki að fylla kvótann með vörum af misjöfnum gæöum heldur eiga þeir að skila hagnaði. Það þýðir að þeir þurfa einnig að hafa áhyggjur af því aö selja vöruna. Það sama gildir um þjónustu — enda er hún öll betri og liðugri en í öðrum sósíalistalöndum. Ungverji, sem var nýkominn úr skíðaferðalagi til Búlgaríu, átti varla til orð yfir þjónustuna þar. Hún hefði öll veriö með hangandi hendi, ólíkt því sem hann hefði átt að venjast í sínu heimalandi. Krakkaærsl. Einkarekstur Einkafyrirtæki af ýmsum gerðum blómstra hér. Fjölskyldufyrirtæki hafa verið að spretta upp á undanföm- um árum og þau mega nú jafnvel ráða til sín starfsfólk, sem er nokkuö sem hefur nálgast guölast í sósialískri hug- myndafræði. Samvinnufyrirtæki eru sérstaklega vinsæl meöal ungra athafnamanna. Til dæmis sagði mér einn menntamaður að hann og nokkrir aðrir hefðu tekiö sig saman og stofnaö samvinnufyrir- tæki til að sjá*um ýmiss konar ráðgjöf fyrir fyrirtæki. Þeir framkvæma kannanir, markaðsrannsóknir, útbúa tölvuforrit og fleira slíkt þar sem menntun þeirra kemur til góða. Enginn þeirra sinnir fyrirtækinu að fullu heldur eru þeir í einu, tveimur eCa þremur störfum að auki. Það borg- ar sig að leggja hart aö sér í Ungverja- landi. „Fólk í hinum sósíalistalöndunum veður í peningum en getur ekkert keypt fyrir þá. Þar er svo mikill vöruskortur. Okkur dauövantar peninga en getum annars keypt næstum því það sem við viljum,” sagði ungverskur vinur minn við mig. Svartamarkaðsbrask En þrátt fyrir þessar „umbætur” halda landsfeðurnir fast í þá kenningu að Ungverjaland sé umfram allt sósíalistaríki (háþróað sósíalískt sam- félag, heitir það). Enda þurfa Ung- verjar líka að þola ýmis vandamál sem vilja fylgja sósíalismanum. Land- lægur húsnæðisskortur er þar eitt dæmið. Margir eiga í orði rétt á nær ókeypis húsnæöi sem ríkið útvegar. Vegna skorts á ríkishúsnæði eru það þó í raun aöeins þeir sem verr eru staddir í sam- félaginu sem fá slíkt húsnæði án þess að þurfa að bíða í mörg ár eftir því. Hinir verða að lifa á náð foreldra eða ættingja eða verja stórum fjárhæðum í að leigja einkahúsnæði eða stefna sér í stórskuldir við að byggja eigið. Þetta hefur að minnsta kosti tvenn slæm áhrif: vissir samfélagshópar safnast saman í hálfgerð fátækra- hverfi — og alls kyns svartamarkaðs- brask verður mörgum í raun nauðsynlegt. I útjaöri Búdapest, í áttina til Szentendrebæjar, er nýbyggt háhýsa- hverfi í eigu rikisins. Vegna þess að þangað komast helst aðeins þeir sem eru nógu illa stæðir hefur safnast þarna saman fólk sem flest á það sam- merkt að eíga við einhver vandamál að stríða. „Þama eru eintóm vandræða- tilfelli,” sagði sá sem sýndi mér svæðið. Sá hinn sami sagðist aldrei myndu vilja flytja þangaö. Sjálfur býr hann í hálfgerðri kompu, án salernis eða sturtu. Eg heyrði eina sögu sem mér var sagt að væri dæmigerð um svarta- markaðsbrask. Ungur maður bjó í einkaleiguhúsnæöi sem hann varð að yfirgefa. Hann komst í samband við mann sem vildi flytja úr ríkisíbúð. Nú er óleyfilegt fyrir einkaáðila að selja ríkisíbúö, enda er hún eign ríkisins, en hann má skipta á leigunni viö annan. Mennimir tveir höfðu samband við lögfræðing og nú hófst einfalt svindl. Ungi maöurinn lét fyrst skrá sig sem leigjanda í litlu herbergi hjá foreldrum sínum. Síðan skipti hann á leigu við þann sem bjó í ríkishúsnæðinu. Allt leit þaö löglega út á pappírunum en hvergi kom fram að hann borgaði 100.000 forintur á milli enda algerlega ólöglegt. Hinn fékk svo peningana eftir að hann hafði á pappirunum „flutt út” úr húsnæði foreldra unga mannsins, en þangað flutti hann auövitaö aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.