Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 191. og 195. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Funaböfða 6, þingl. eign Astvalds og Halldórs sf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 16.39. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Smiðshöfða 9, þingi. eign Bílasmiðjunnar Kyndils hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 14.39. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð scm auglýst var í 98., 191. og 195. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hraunbæ 45, þingl. eign Önnu M. Samúelsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Guðjóns A. Jónssonar hdl. og Kristjáns Stefánssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Heiðarási 1, þingl. eign Kristins Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og borgarsjóðs á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 15.99. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Gnoðarvogi 54, þingl. eign Björgvins Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavík og Arna Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 11.39. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hyrjarhöföa 6, þingl. eign Arnar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hraunbæ 19, þingl. eign Omars Sverris- sonar o. fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Steingríms Þormóðssonar hdl., Líf- eyrissjóðs stéttarfélaga í Skagafirði, Iðnlánasjóös og Utvegsbanka Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 13.39. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Skemmuvegi 46, þingi. eign Hólabergs sf., fer fram að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 16.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 136. og 149. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Engihjalla 17 — hluta —, þingl. eign Þorvarðar Einarssonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Bæjarsjóðs Kópa- vogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 116., 119. og 122. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Kjarrhólma 6 — hluta —, þingl. eign Ömars Magnússonar og Þórveigar Gísiadóttur, fer fram að kröfu Landsbanka Islands og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 10.99. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 98. og 162. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Engihjalla 17 — hluta —, þingl. eign Alfreðs Alfreðssonar, fer fram að kröfu Veödeildar Landsbanka Islands, Bæjarsjóðs Kópavogs, Ólafs Gústafssonar hdl. og Þorvarðar Sæmundssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 19.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. — . Nlku\ás> N'ck'trVé Mtsstö ekki af Nikulúsi A sunnudaginn klukkan hálftíu hefjast sýníngar í sjónvarpinu á sviðsetningu Royal Shakespeare leikflokksins af sögunni um Nikulás Nickleby eftir Kalla gamla Dickens. Þetta er fyrsti hlutinn af níu, tæpur klukkutími á lengd, festur á mynd- band á sýningum í Old Vic-leik- húsinu með fullan sal af sprelllifandi og fagnandi áhorfendum sem sjá má stöku sinnum þegar atburðarásin á sviðinu æsist og leikurinn berst út í sal. Það má ekki nokkur lifandi maður missa af þessari frábæru skemmtun sem sjónvarpiö hefur fest kaup á. • Dallas og aðrir álíka ópusar hverfa i samanburði, enda örlögin umsköpuð af stærra og voldugra hugarflugi hjá Dickens í Nikulási: þarf mörg tonn af amerískum handritahöfundum til að jafnast á við hann í hugarflugi og skáldskap, og þá mælum við einungis magn, ekkigæði. Það var af hreinni neyð að þeir hjá RS-kompaníinu lögðu út í að svið- setja þessa firaalöngu og viöamiklu sögu. Þeir voru blankir, gátu ekki lagt í nýjar og viðamiklar sviðsetn- ingar. Trevor Nunn, leikhússtjórinn þeirra, var nýkominn frá Rússlandi og hafði heyrt sér til furðu að þar tíökaðist mikiö að setja sögur Dickens á svið. Það kom honum á slóðina. Trewi kaliaði á Didtensfræðinga og bað þá segja sér í stuttu máli frá plottinu í nokkrum sögum. Þekki ein- hverjir lesenda minna til annarra sagna Dickens en Olivers Tvist, þá vita þeir að þaö er ekki heiglum hent aö endursegja Dickens — svo vel sé. Maður ruglast fljótt. Þetta er svo flókið. Nema Nikulás, hann er einfaldur og samslunginn í senn. Þvi var miðaldra, róttækur rithöfundur ráðinn til að skrifa leikrit upp úr sög- unni og það gekk, nema sýningin varð að vera nokkuð löng — níu klukkustundir. Hvað sem olli því, menn deila um kveikjuna að vinsæld- um leiksins — var það leikdómur Bernards Levin í Times? Eða sagan? Eða þessi óvenjulega lengd? Hvað um þaö — sýningin var stór- kostlegur sigur — beggja vegna Atlantshafsins, því þeir fluttu hana til New York og gerðu það gott þar. Og svo var hún f est á myndband. Vitaskuld er allt annað að sitja heima í stofu og horfa á leiksýningu í sjónvarpi en aö vera í salnum á fimmta bekk og sjá hvað illa er farið meö drengina í skóla fantsins Squeers þar sem Nikulás kennir. En það er skárra að fá það af skerm- inum en að fara alveg á mis við það. Að ekki sé talað um frama hans í leikflokknum, harmsöguna af vini hans og skjólstæðingi, vanvitanum Smike og illmenninu Ralf, föður- bróður Nikulásar. Eg vil ekki eyði- leggja neitt, setjist bara á sunnu- dag og takið frá næstu átta sunnu- dagskvöld. Það sem merkast er við leik- sýninguna, eins og hægt er að greina heildarmynd hennar af bandinu, er hversu samkvæmir allir eru í leik- flokknum. Allir sameinast í stóru sem smáu til að skapa andrúmsloft í hverju atriði fyrir sig, jafnvel svo að þeir megna að breyta leiftursnöggt andanum á sviðinu. Þeir eru óhræddir við að beita fyrir sig gamaldags áhrifsbrögðum, til- finningasemin flóir, þeir vinda á þér tárakirtlana ef þeir eru á annaö borð virkir. Og svo draga þeir upp fjölda af skýrum og ljóslifandi persónum. Og hraðinn er slíkur að hvergi er staðar numið í framgangi sögunnar á sviðinu. Það er ósanngjamt að benda sér- staklega á einhvem þeirra sem í leikflokknum em. Roger Rees kemst ég varla hjá að nefna fyrir leikinn í titilhlutverkinu. Nikulás er á sviðinu nær allan tímann, sem Roger kvað hafa sagt vera nokkra raun, hann hafi mátt gæta vel að mat og drykk fýrir sýningar. Allir aðrir hafa fleiri en einu hlutverki að sinna. Við þekkjum vel til sviðsetninga á skáldsögum hérlendis, frá Manni og •Jkonu til Sölku Völku. I milli eru margar tilraunir við að koma löngum og flóknum sögum á svið, alltaf inn í stutt skeið kvöldsýningar. Ef til viil væri það tilvinnandi næst þegar leikhússtjórar vorir ákveða slíka tilraunastarfsemi að gefa lista- mönnum okkar lengri tíma fyrir það efni sem oft er nauðsyn að sýna á fjölunum. Víst er að þeir gætu ýmis- legt lært ef þeir horfa á Nikulás kom- andi mánuöi. Ekki hefur enn orðið af því að inn- lendar leiksýningar færu á mynd- bönd. sem er sjálfsagt áframhald í notkun á þeim miðli, bæði fyrir skóla, sjómenn og fólk úti á landi. Fróðlegt væri að vita hvort ráöa- menn leikhúsa, leiklistardeilda og leikarafélagsins hafa hugsaö það mál. Kannski gætu upptökur orðið í steríó, eins og á Nikulási, þó það fylgi ekki í útsendingu að þessu sinni. -PBB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.