Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 22
„Ég er aldrei eiirn með Konna" „Það er verst að hann er eiginlega alveg orðinn raddlaus,” segir Baldur Georgs um félaga sinn Konna þar sem hann tekur á móti okkur í anddyri Hótel City. Baldur er í vesti og með þverslaufu, Konni er í brúnni ferða- tösku. Þegar upp úr töskunni er komið segir Konni okkur að hann eigi föt fyrir hvem dag vikunnar. Þaö séu fötin sem hannerí. Annars heitir Baldur Georgs ekkert BaldurGeorgs. ,,Eg er hálfungverskur. Faðir minn var Georg Takács. Eg heiti Baldur Georg Takács. Eg notaði Baldur Georgs sem sviðsnafn. Faðir minn var fiðluleikari, móðir mín íslenskur píanóleikari. Hún spilaði í þöglu myndunum í Gamla bíói. Eg ólst upp hjá afa mínum, Þorvarði Þorvarðar- syni prentsmiðjustjóra í Gutenberg og fyrsta formanni Leikfélags Reykjavík- ur. Eg var mikiö í leikhúsinu með honum og heillaðist af lifinu baksviðs. Eg hef aldrei skiliö hvers vegna ég fékk áhuga á töfrabrögðum og búktali. Líklega er það tilviljun að ég valdi þessa tjáningu fyrir listræna þörf mína. Eg hafði séð kvikmynd meö Ed- gar Burgen sem var búktalari. Hann lék í kvikmyndum og hafði útvarps- þátt. I þá daga sagði fólk: Charlie Mc Carty, en það hét brúðan hans, sagði og svo framvegis en vitnaði ekki í stjómmáiamenn. Eg byrjaði barnungur að æfa töfra- brögð og náði í bækur um búktal og töfrabrögö. Nú er þetta að deyja út. Eg náði i búktaliö af bókum.” Baldur bætir við dálítið hugsandi: „Það er dáh'tið einkennilegt að læra taltækni af bókum.” „HAA HA. HELVÍTIS VITLEYSA ER ÞETTA,” gellurí Konna. „HVAÐA STRAKARERU ÞETTA?” „Eg fékk enskan brúðusmið til að smiða Konna eftir minni fjTÍrmynd,” segir Baldur. Það era f jörutíu ár síðan við komum fyrst fram á sviði í Lista- mannaskálanum. Síðustu tíu árin höfðum við lítið verið í sviösljósinu. Okkur hefur alltaf samið vel þó við höfum verið að skjóta hvor á annan. Eg er þó dálítið afbrýðisamur út í Konna. Hann stal alltaf senunni. Það man heldur enginn eftir mér í dag sem töframanni heldur bara í tengslum við Konna.” Hugsa oft hlýlega til töskunnar — Hvað er Konni orðinn gamall? „Hann er búinn að vera sextán í fjöratíu ár. Eg er orðinn fimmtiu og sex, ég byrjaði sextán eins og Konni. Aðalatriðiö við búktal er að vera tvær persónur í einu. Það virkar ekki nema manni takist að skapa persónu- leika fyrir brúðuna og vera tveir menn í einu en ekki til skiptis. Það var yfir- leitt reglan að brandarah'nan lenti hjá Konna. Eg hef alla tíð verið feiminn og óframfærinn maður og falið mig á bak við Konna sem leyfðist allt. Maður verður að hafa á tilfinning- unni aö maður sé með persónu. Eg hugsa oft hlýlega til töskunnar,” segir Baldur og á við snjáðu brúnu ferða- töskuna hans Konna. „Eg er aldrei einn með Konna þó hann sé hluti af mér.” — HvernigpersónaerKonni? „Hann er frakkur strákur. Hann hefur fengiö frjálst uppeldi og lært að svara fyrir sig. En hann er að öllu öðra leyti mjög meðfærilegur.” — Hvernig var ferill ykkar eftir að þið komuö f yrst f ram? „Við urðum strax vinsælir. Við kom- um fram í revíunni Bláu stjömunni, Sjcmannakabarett og í Tívolí í sautján ár og fleira. Við áttum eiginlega skemmtibransann í tuttugu ár. Við störfuöum saman í þrjátíu ár. Það eina sem Konni hef ur komið fram sjálfur er í auglýsingu í rás tvö og svo kom hann fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar er hann að horfa á búktalsatriði sem honum finnst mjög lélegt og segir að þetta séu greinilega amatörar.” — Hafiö þið einhvem tímann orðið viðskila? „Já. Einu sinni, í Kaupmannahöfn. Þá stal danskur búktalari honum af mér og var farinn að skemmta með hann. Konni bjargaöist líka einu sinni úr samkomuhúsi sem brann. Þetta var á Fáskrúðsfirði. Það var maður sem átti leið um húsið um nóttina og sá töskuna með Konna og ákvað að fara með hana heim til sín. Seinna um nótt- ina brann þama alit sem brunniö gat. Svo var ég nýlega að því kominn aö leigja út réttinn á Konna en sem betur fer mistókst það. Konna á Þjóðminjasafnið Eg er að hugsa um að setja hann á Þjóöminjasafnið þegar ég er farinn. Þar getur hann setið í glerbúri og glott til þeirra semframhjá fara.” — Manstu eftireinhverju skemmti- legu atviki frá því þegar þið voruð aö skemmta? Já, til dæmis þegar við hurfum af sviðinu. Það er stærsti galdur sem ég hef nokkru sinni gert. Þetta var á Raufarhöfn. Það var hvíslaragat fremst á sviðinu meö teppi yfir. Við lentum niðri í því og fólk spurði: „Hvar er Baldur?” Til allrar ham- ingju slösuðumst viö ekki.” — Var búktalið og töfrabrögðin ein- hvern tímann eina atvinnan? „Nei, ég vann ailtaf með sem tungu- málakennari og eins við skrif- stofustörf. Þaö var ekki hægt að lifa á því eingöngu. Stundum komu göt og þá þurfti maður að hafa eitthvað sem treysta máttiá.” Þiðgeröuðplötur? „Já, við gerðum fimm plötur. Fjórar meö Alfreð Clausen og eina með Skafta Olafssyni. Það eru komin tuttugu til tuttugu og fimm ár síöan við sungum þetta inn og plöturnar eru sjötíu og átta snúninga.” Talinu vfloir aö húmor Baldurs: „Eg hef aldrei gert grín að öðram en sjálfum mér á sviðinu. Mér finnst ég ekki hafa leyfi til að gera grín að öðrum. Eg gerði þaö að vísu stundum þegar erfiður áhorfandi var í salnum, þá spuröi ég hann: „Veistu hver er munurinn á mér og þér?” „Eg fæ borgað fyrir að leika fífl en þú ekki.” Þetta nægði venjulega til að þagga niður í honum. Annars hafði ég það fyrir reglu að lítillækka aldrei menn á sviði. Mér finnst líka salemishúmor sem sést og heyrist nú til dags virðingarleysi fyrir sjálfum sér og áhorfendum. Það er allt í lagi að gera eitthvað tvírætt upp á sexið en sal- emishúmor...” — Hvemigáhorfendurhafðirþú? „Ailar tegundir og það var yfirleitt góðsamvinna. Aö hafa lokið við góða sýningu við góöar undirtektir er ólýsanlegt og ólíkt öllu öðra. Það var liaklega þaö sem ég sóttist eftir þegar ég fór út í þetta. Sérgrein mín var bömin. Þaö sem ég skrifa er yfirleitt stílað upp á krakka. Galdurinn við að skemmta bömum er að setja sig niður á sama plan og þau. Það sem þau hlæja að er líkt og h já fullorðnum. Mis- tök. Eitthvað sem er gert öðruvísi en vanalega. Það verður að vera eitthvað sýnilegt og með hreyfingu. Böm era tvímælalaust kröfuhörðustu áhorfend- urnir því þau láta óánægju sína í Ijós.” Sviðsskrekkur — Var ekki stressandi að standa... „einn” uppi á sviði og vera skemmti- legur? „Guð minn alm... Það var hræðilegt áður en sýning byrjaði og fór alltaf versnandi með árunum. En maður lét sig hafa það. Hélt að það ætti að vera Myndi gera þetta allt — segir Konni þegav Þær era margar sögumar af Konna. Baldur segir okkur meðal annars frá því er Konni kom eitt sinn upp á hótel- herbergi og þá biðu tvær stúlkur eftir honum. Hann sagði: ..Stúlkur mínar. Eg er vel upp alinn drengur. Eg verð að biðja aðra ykkar að fara.” Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Konna. Hvers vegna heitirðu Konni? „Eg heiti Hákon í höfuðið á frænku minni sem var mjög há kona. Hvernig er Baldur? „Það er ósköp slæmt að hann skuli ekki treysta sér til að vera með mér. Svo hefur hann allan tímann sem við höfum komið fram fengið heiðurinn af atriðunum okkar. En hann er besti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.