Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 27 eru glösin sem allir eru meö á mynd- unum nema maðurinn sem er að halda langa ræðu úti í homi, hann er yfirleitt alltaf glaslaus og er það dálítið einkennilegt því að eftir þögn- inni á myndunum að dæma er ræöan mjög góö og fólkiö með glösin horfir svo stíft á ræðumanninn að maður efast um að því takist að horfa jafn- stíft á málverkin þegar ræðunni er lokið. Að visu lýkur hann aldrei ræðunni á áðurnefndum myndum og fólkið fer heldur aldrei að horfa á mál- verkin en ef hann gerði það myndi hannsjálfsagtsegjaaölokum: Ognú skulum við gefa þessum ágæta lista- manni og syni islensku þjóðarinnar, sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir,gott klapp. Þar sem það er erfiðleikum bundið að gefa ágætum listamanni og syni þjóðarinnar gott klapp með glas í hendi stinga allir viðstaddir glasinu upp i sig og klappa aö því búnu eins og þeir eigi lífið að leysa á meðan þeir geta haldið glasinu á milli tann- anna. Og nú, segir sá glaslausi, skulum við njóta listaverkanna og gengur fylktu liði við tilheyrandi glasa- glaum inn í salinn þar sem lista- verkinhanga. Þegar inn í salinn er komið fara menn að rýna í sýningarskrána sem er prentuð í mörgum litum og þar hefur hver mynd sitt nafn og númer og þar aö auki verð sem er skítur á priki að dómi þeirra sem hafa fengið sér oft í glasiö og þeir hafa á orði að réttast væri að kaupa þessar fimmtíu myndir á einu bretti, sem samkvæmt sýningarskránni eru tuttugu og fimm, en vegna þess að þeir eru nýbúnir að kaupa þrjár sýn- ingar á einu bretti ekki alls fyrir löngu hætta þeir við það þar sem veggplássið í stof unni er takmarkað. Gagnrýni Daginn eftir málverkasýninguna birtist gagnrýni í blöðum þar sem talað er um isma og andrúmsloft, línur og liti en hins vegar er ekkert minnst á glösin sem eru þó miklu meira áberandi á myndunum í blöð- unum en ismamir og andrúmsloftiö. Stundum eru það ungir menn og upprennandi sem halda svona sýn- ingar þar sem kennir margra glasa en oftar eru þeir gamtir því að nú til dags eru menn ekki fyrr orðnir sjötugir en þeir hlaupa út í búð eins og fætur toga og kaupa málningu og striga. Að því búnu hlaupa þeir eins og fætur toga heim til sín aftur, setja upp trönur í stofunni sinni og fara að skapa ódauðleg listaverk að mati gagnrýnenda en ódauðlegan bakverk aö mati lækna. Gagnrýnendur kalla þessi hlaup naívisma sem er fínt orð yfir bama- skap og lýsir sér í því að þegar gamtir menn ætla að teikna hól teikna þeir f jall af því að þeir em svo skjálfhentir eftir öll hlaupin en gagn- rýnendur segja hins vegar að fjaitið sé hestur af því aö þeir hafa svo mikið vit á þessu enda hafa þeir próf upp á það frá institjútum i útlandinu. Mig hefur oft langaö til að fara á svona glasasýningar en ekki treyst mér til þess hingað til þar sem ég er frekar slakur í þvi að standa á höföi en einhverra hluta vegna finnst mér myndimar stundum vera á hvolfi og hefur mér verið sagt að það stafi af því hvað ég hef lítið vit á myndlist. Nú til dags þarf nefnilega að hafa vit á öllum sköpuðum hlutum og ef menn vilja ekki vera álitnir algjörir fávitar á listræna sviðinu er vissara fyrir þá að lýsa tistaverkinu með nokkmm vel völdum og hástemmd- um lýsingarorðum áður en þeir fara heimtilaökasta upp. Kveðja Ben. Ax. Helgi Olafsson. Ekki gengur 31. — gxf5, vegna 32. Bxf5+ og hrókurinn fellur. 32. f6+ Kg8 33. Rf5 Bf8 34. Bxd5 e6 Hann þotir náttúrlega ekki 34. — Bxd5 35. fxe7 Bg7 36. exd6 o.s.frv. en eins mátti gefast upp. 35. Ba2! dxe5 36. Re7+ Bxe7 37. fxe7 exdi 38. Hxe6! Kg7 39. He4 He8 40. Bxf7 Kxf7 31. Bb4 c5 42. Hf2+ Kg7 43. Bxc5 Hxa5 44. Hf8 Haa8 45. Bxd4+ Kg6 46. Hf6+ Kh7 47. Hee6 Hxa4 48. Hxh6+ Kg8 49. Heg6+ Kf7 50. Hg7 mát. Opna mótið í Lugano Að loknu Reykjavíkurskákmótinu héldu nokkrir keppendur til Lugano í Sviss og tefldu í hinu árlega opna móti. Þaö er með nokkuö öðm sniði en Reykjavíkurskákmótið, kepp- endur em mun fleiri og þar af leiöandi fleiri snillingar og fleiri skussar sem sitja að tafli. Frægastir að þessu sinni voru Kortsnoj og Spassky en hvorugur náði sínu besta — Kortsnoj lék af sér skiptamun í tímahraki gegn Hort og Spassky gerði of mörg jafntefli. Sigurvegari varð ungverski stór- meistarinn Sax, sem hlaut 8 v. af 9 mögulegum. Jafnir í 2.-5. sæti urðu Nunn (Englandi), Gheorghiu (Rúmeníu), Seirawan (Banda- ríkjunum) og Júgóslavinn Cvitan, fyrrum heimsmeistari unglinga, sem náði áfanga að stórmeistaratitti með sína 7 vinninga. Næstir komu Hort (Tékkóslóvakíu), Spassky (Sovét-Frakkland?), Kudrin (Bandaríkin), Lematchko (Sviss), Van der Sterren (Hollandi) og Czerna (Ungverjalandi) með 61/2 v. og í 12.—29. sæti komu m.a. stór- meistararnir Kortsnoj (Sviss), Vukic (Júgóslavíu), Torre (Fitipps- eyjum), Farago (Ungverjalandi) og Bandaríkjamennimir Gurevic og Mednis.. Einnig Englendingurinn King, sem tefldi á Reykjavíkurskák- mótinu. Altir hlutu þeir 6 1/2 v. en þátttakendur á mótinu voru hvorki meira né minna en 196 að tölu. Hér kemur dæmi um léttleikandi taflmennsku sigurvegarans: Hvítt: Sax Svart: Nunn Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Rbd7 9. f4 exf410. Bxf4 Re511.0—0— 0 Be7 12. Rd4 Da5 13. Rf5 Bxf5 14. exf5 Hc815. Kbl Dc7 abcdefgh 16. g4! Rexg4 17. Hgl g6 18. Hxg4! Rxg4 19. Rd5 Dd8 20. Hel Re5 21. Bxe5 dxe5 22. Hxe5 0-0 23. Rxe7+ Kh8 24. Bd3 Dd6 25. He4 Hcd8 26. Dc3+ f6 27. fxg6 Dxh2 28. gxh7 — Og svartur gafst upp. XjQ Bridge Stefán Guðjohnsen Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Nú er lokið 6 umferðum af 13 í board a match keppni félagsins en 14 sveitir taka þátt í keppninni. Staða efstu sveitaerþessi: Runólfur Pálsson 60 Guóbrandur Sigurbergsson 60 Jón Hjaltason 54 Urval 53 Sigurður Steingrimsson 52 Þórarinn Sigþórsson 50 Þorfinnur Karlsson 49 Næstu 4 umferðir verða spilaðar nk. miðvikudag en mótinu lýkur miðviku- daginn 4. apríl. „TBK" Siöastliðinn fimmtudag, 22. mars, lauk aðalsveitakeppni félagsins. Sveit Gests Jónssonar sigraði nokkuð örugg- lega, hlaut 114 stig úr 7 leikjum. Með Gesti í sveitinni voru: Ragnar Magnússon, Sigtryggur Sigurðsson, Sverrir Kristinsson og Orwell Utley. Annars varð lokastaðan þessi. 1. Gestur Jónsson 114 2. Gunnlaugur Úskarsson 94 3. Gísli Steingrimsson 86 4. Auðunn Guðmundsson 88 5. Þórður Jónsson 83 6. Anton Gunnarsson 82 7. Bernharð Guðmundsson . 77 Næstkomandi fimmtudag, 29. mars, hefst svo hinn sívinsæti barómeter-tví- menningur hjá félaginu og stendur skráning yfir. Félagar og aðrir eru hvattir til þátttöku í spennandi keppni. Eitt símtal og við erum með. Við skráningu taka: Tryggvi Gislason í s. 24856, Bragi Jónsson í s. 30221. Við byrjum stundvíslega kl. 19.30 í Domus Medica. Sjáumst. mTI öflgr TILBOÐ Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar í því ástandi sem þær eru í. Bifreiðarnar hafa skemmst í umferðaróhöppum. BMW320......................................... 1982 Daihatsu Charade............................... 1983 Oldsmobile Cutlas dísil........................ 1979 Pontiac grand Le Mans.......................... 1976 Toyota Corona MKII............................. 1972 Subaru 1600 DL................................. 1978 FordMaverick................................... 1974 Ford Escort.................................... 1975 Lada 1300 Safir................................ 1982 Datsun 180 B................................... 1978 ToyotaCarina................................... 1977 OpelRekord..................................... 1971 DodgeSwinger................................... 1975 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 26. mars 1984 í Skaftahlíö 24 (kjallara) frá kl. 10—12 og 13—16. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiða- deildar Tryggingar hf., Laugavegi 178 Reykjavík. Trygging hf. VEIÐILEYFI Höfum til sölu veiðileyfi á komandi sumri í eftirtöldum ám: Blöndu, 2 stangir, neðan stiga, auk tilraunastangar í Langa- dal. Einnig í Laxá ytri en þar er veitt á 2 stangir á dag. Veiðihús fylgir með veiðileyfum í Laxá. Upplýsingar í sima 95-4383 á Blönduósi. Stangaveiðifélag Austur-Húnavatnssýslu. BIFREIÐAEFTIRLIT A SELFOSSI Tilboð óskast í innanhússfrágang á hluta stálgrindahúss að Gagnheiði 20 á Selfossi fyrir Bifreiðaeftirlitið. Húshlutinn er um 110 m2 að flatarmáli. Verktaki skal m.a. setja nýjar dyr og glugga í húsið, setja milliloft og innveggi, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingu. Auk þess skal hann leggja vatns-, skolp-, hita- og raflagnir í húshlutann. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 1984. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykjavík. gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 6. apríl 1984 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 V1Ð GETUM LETT DER SPORIN OG AUDVELDAÐ DÉR FYRIRHÖFN Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á rnóti skriflegum tilboðum virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.